Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Ferðalög og flakk Í Dubai segja innfæddir stefnuna tekna á að þetta verði helsti túristastaður heims. Allur er varinn góður, því sjálfsagt eru ekki margir áratugir uns olíu- lindirnar í Dubai, sem er eitt sjö ríkja í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, eru uppurnar. Með til- liti til ferðaþjónustu vinnur líka mjög með Dubai að borgin er vel staðsett. Er gjarnan viðkomustaður í tengiflugi fólks frá Evrópu til Austurlanda fjær,“ segir Hafsteinn Róbertsson kerfisfræðingur. Sprett úr spori Með þremur félögum sínum fór Hafsteinn austur til eyjarinnar Cebu á Filippseyjum á dögunum. Fyrsti leggurinn var flug með Ice- landair til Stokkhólms. Þaðan var sjö tíma flug til hins fræga olíu- ríkis, þar sem var millilent. „Stoppið var stutt,“ segir Haf- steinn. „Við höfðum einnar nætur viðdvöl í Dubai þar sem ríflega 2,1 milljón manna býr. Viðmót fólksins var þægilegt og leigubílstjórinn sagði okkur að við gætum farið vandræðalaust um alla borg. Lög- gæslan er öflug og viðurlög við af- brotum hörð og það virðist virka,“ segir Hafsteinn. „Það er auðvelt að ferðast um borgina með strætisvögnum og leigubílar eru á hverju götuhorni. Umferðin í borginni er sérstök að því leyti að hratt er ekið og mikið um lúxusbíla. Kemur þar til að eldsneytisverð í þessu landi olíunnar er lágt. Margir spretta því úr spori.“ Fjörutíu ný hótel verða reist Síðustu tuttugu árin hefur verið mikil uppbygging í Dubai og und- anfarið verið hert á vegna heims- sýningarinnar sem verður haldin árið 2020. Mörg hótel eru í bygg- ingu og önnur á teikniborðinu. „Á því svæði sem við vorum á eru tuttugu risahótel og á næstu sex árum stendur til að bæta fjöru- tíu nýjum við. Þarna er unnið allan sólarhringinn og nægt er vinnuaflið svo það tekur ekki nema um ár að reisa hvert stórhýsi,“ segir Haf- steinn, sem var í Dubai í febrúar síðastliðnum. Segir að á þeim tíma sé þægilegt að dveljast í Austur- löndum. Enginn raki sé í loftinu og hitastigið eins og á góðum sumar- degi hér heima. Slíkt líki Íslend- ingum vel. Á 40. hæð Eins og ferðamanna er háttur fóru Hafsteinn og félagar í miðborgina í Dubai. Létu þar taka af sér mynd- ir við Burj Khalifa, sem er 828 metrar á hæð og hæsta hús heims. „Það var mögnuð tilfinning að standa við bygginguna. Líka gam- an að sjá hana frá hótelinu, en það var örskammt frá þessari miklu spíru. Þegar við sögðum starfsfólki þar að við værum þarna til að fræðast um borgina og taka mynd- ir vorum við okkur að kostnaðar- lausu færðir í svítu á 40. hæð. Ör- lítið meira þurfti að borga til að hafa útsýni á turninn í stað þess að sjá aðeins til sjávar. Þetta jafnaði sig hins vegar út, því nóttin á fyrsta flokks íbúðahóteli kostar minna en á Íslandi.“ Félagarnir Hafsteinn Róbertsson, t.v., og Þórólfur Sæmundsson saman í Dubai. MAGNAÐUR STAÐUR Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM Í landi olíunnar UM 2,1 MILLJÓN MANNA BÝR Í DUBAI Í SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMUNUM. FERÐAMÖNNUM SEM ÞANGAÐ KOMA FJÖLGAR JAFNT OG ÞÉTT OG UNDIRBÚNINGUR FYRIR HEIMSSÝNINGUNA 2020 ER KOMINN Á FULLAN SKRIÐ. MÖGNUÐ TILFINNING, SEGIR ÍSLENDINGUR SEM HEIMSÓTTI LANDIÐ. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is * Það er auðveltað ferðast um borgina með strætisvögnum og leigubílar eru á hverju götuhorni. Súlur gosbrunnanna fyrir framan háhýsin stíga til himins í birtu sólarlagsins. Margt í Dubai er með líkum svip og á Vesturlöndum og lúxusbílar áberandi. Bensínstöð við breiðstræti í Dubai Máltækið segir að allar leið- ir liggi til Rómar og sjálfsagt var það einhvern tímann rétt. En nú eru breyttir tímar. Dubai er við þjóð- braut þvera og flugvöllurinn þar er fjölfarinn. Þaðan liggja vegir til allra átta og lengstu leggir í áætlunarflugi í dag eru milli Dubai og Houston í Texas í Bandaríkj- unum, Dubai og Los Angel- es í Kaliforníu á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna. Flugtíminn er í báðum til- vikum 16:20 klst. Vegir til allra átta Turnspíran Burj Khalifa er 828 m. á hæð og hæsta hús heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.