Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014
Ferðalög og flakk
Í
Dubai segja innfæddir stefnuna
tekna á að þetta verði helsti
túristastaður heims. Allur er
varinn góður, því sjálfsagt eru
ekki margir áratugir uns olíu-
lindirnar í Dubai, sem er eitt sjö
ríkja í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum, eru uppurnar. Með til-
liti til ferðaþjónustu vinnur líka
mjög með Dubai að borgin er vel
staðsett. Er gjarnan viðkomustaður
í tengiflugi fólks frá Evrópu til
Austurlanda fjær,“ segir Hafsteinn
Róbertsson kerfisfræðingur.
Sprett úr spori
Með þremur félögum sínum fór
Hafsteinn austur til eyjarinnar
Cebu á Filippseyjum á dögunum.
Fyrsti leggurinn var flug með Ice-
landair til Stokkhólms. Þaðan var
sjö tíma flug til hins fræga olíu-
ríkis, þar sem var millilent.
„Stoppið var stutt,“ segir Haf-
steinn. „Við höfðum einnar nætur
viðdvöl í Dubai þar sem ríflega 2,1
milljón manna býr. Viðmót fólksins
var þægilegt og leigubílstjórinn
sagði okkur að við gætum farið
vandræðalaust um alla borg. Lög-
gæslan er öflug og viðurlög við af-
brotum hörð og það virðist virka,“
segir Hafsteinn.
„Það er auðvelt að ferðast um
borgina með strætisvögnum og
leigubílar eru á hverju götuhorni.
Umferðin í borginni er sérstök að
því leyti að hratt er ekið og mikið
um lúxusbíla. Kemur þar til að
eldsneytisverð í þessu landi
olíunnar er lágt. Margir spretta því
úr spori.“
Fjörutíu ný hótel verða reist
Síðustu tuttugu árin hefur verið
mikil uppbygging í Dubai og und-
anfarið verið hert á vegna heims-
sýningarinnar sem verður haldin
árið 2020. Mörg hótel eru í bygg-
ingu og önnur á teikniborðinu.
„Á því svæði sem við vorum á
eru tuttugu risahótel og á næstu
sex árum stendur til að bæta fjöru-
tíu nýjum við. Þarna er unnið allan
sólarhringinn og nægt er vinnuaflið
svo það tekur ekki nema um ár að
reisa hvert stórhýsi,“ segir Haf-
steinn, sem var í Dubai í febrúar
síðastliðnum. Segir að á þeim tíma
sé þægilegt að dveljast í Austur-
löndum. Enginn raki sé í loftinu og
hitastigið eins og á góðum sumar-
degi hér heima. Slíkt líki Íslend-
ingum vel.
Á 40. hæð
Eins og ferðamanna er háttur fóru
Hafsteinn og félagar í miðborgina í
Dubai. Létu þar taka af sér mynd-
ir við Burj Khalifa, sem er 828
metrar á hæð og hæsta hús heims.
„Það var mögnuð tilfinning að
standa við bygginguna. Líka gam-
an að sjá hana frá hótelinu, en það
var örskammt frá þessari miklu
spíru. Þegar við sögðum starfsfólki
þar að við værum þarna til að
fræðast um borgina og taka mynd-
ir vorum við okkur að kostnaðar-
lausu færðir í svítu á 40. hæð. Ör-
lítið meira þurfti að borga til að
hafa útsýni á turninn í stað þess að
sjá aðeins til sjávar. Þetta jafnaði
sig hins vegar út, því nóttin á
fyrsta flokks íbúðahóteli kostar
minna en á Íslandi.“
Félagarnir Hafsteinn Róbertsson, t.v., og Þórólfur Sæmundsson saman í Dubai.
MAGNAÐUR STAÐUR Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM
Í landi
olíunnar
UM 2,1 MILLJÓN MANNA BÝR Í DUBAI Í SAMEINUÐU
ARABÍSKU FURSTADÆMUNUM. FERÐAMÖNNUM
SEM ÞANGAÐ KOMA FJÖLGAR JAFNT OG ÞÉTT OG
UNDIRBÚNINGUR FYRIR HEIMSSÝNINGUNA 2020 ER
KOMINN Á FULLAN SKRIÐ. MÖGNUÐ TILFINNING,
SEGIR ÍSLENDINGUR SEM HEIMSÓTTI LANDIÐ.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
* Það er auðveltað ferðast um borgina með
strætisvögnum og
leigubílar eru á
hverju götuhorni.
Súlur gosbrunnanna fyrir framan háhýsin stíga til himins í birtu sólarlagsins.
Margt í Dubai er með líkum svip og á Vesturlöndum og lúxusbílar áberandi.
Bensínstöð við breiðstræti í Dubai
Máltækið segir að allar leið-
ir liggi til Rómar og sjálfsagt
var það einhvern tímann
rétt. En nú eru breyttir
tímar. Dubai er við þjóð-
braut þvera og flugvöllurinn
þar er fjölfarinn. Þaðan
liggja vegir til allra átta og
lengstu leggir í áætlunarflugi
í dag eru milli Dubai og
Houston í Texas í Bandaríkj-
unum, Dubai og Los Angel-
es í Kaliforníu á Kyrrahafs-
strönd Bandaríkjanna.
Flugtíminn er í báðum til-
vikum 16:20 klst.
Vegir til
allra átta
Turnspíran Burj Khalifa er 828
m. á hæð og hæsta hús heims.