Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 1
Drottningles Njálu NÝ Lofaðiað koma SUNNUDAGUR HAFA DANSAÐSAMAN Í ÁRATUG SKÁLAÐ Í BÚSTAÐ HEILSA 24 MARGRÉT OG HÖSKULDUR 22 MATARBOÐ 32 HÖNNUN 28 BREYTTUR LÍF-STÍLL ÍSLENDINGAEFTIR HRUN 27. APRÍL 2014 ALDÍS HILMARSDÓTTIR ER FYRSTA KONAN TIL AÐ STÝRA FÍKNIEFNA- DEILD LÖGREGLUNNAR. HÚNBYRJAÐI SEM ÓBREYTTURLÖGREGLUMAÐUR FYRIR ÁRATUG EN HEFUR RANNSAKAÐ HVÍTFLIBBA- GLÆPI UNDANFARIN ÁR. 48 * BYRJAÐI ÁGÖTUNNI 5 ÞRIGGJA ÁRAMIÐALDAÞORP L A U G A R D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 1 4 Stofnað 1913  97. tölublað  102. árgangur  MIREYA TEKUR ÞÁTT Í TVEIMUR SÝNINGUM BÝÐUR UPP Á KAFFI FRÁ RÚANDA KIGALI-KAFFIHÚSIÐ 10MENNING Á AKUREYRI 39 Morgunblaðið/Eggert Hjarðarhagi 54 Bílskúr sem e.t.v. á að rífa.  „Við erum agndofa yfir þessu,“ segir Örlygur Hálfdánarson, fyrr- verandi bókaútgefandi, um hug- myndir borgaryfirvalda um þétt- ingu byggðar í Vesturbænum með íbúðarhúsum þar sem nú eru bíla- stæði og bílskúrar. Örlygur býr í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga, en í nýsamþykktri skipulags- og matslýsingu fyrir hverfið er sú hugmynd kynnt að bíl- skúrar íbúanna víki fyrir nýbygg- ingum. „Við höfum aldrei heyrt af þessu áður. Þetta hefur ekki verið kynnt íbúum. Það voru allir að ræða um þetta í Vesturbæjarlauginni í morg- un og fólk var bara agndofa,“ sagði Örlygur í samtali við Morgunblaðið í gær. »18 „Við erum agndofa yfir þessu,“ segir íbúi við Hjarðarhaga Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Meginskýring þess að Guðni Ágústs- son, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins og landbúnaðarráð- herra, hætti við að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík er sú að stjórn kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavík hafnaði hugmyndum Guðna um breytt fyrirkomulag framboðsmála. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins lagði Guðni það til við stjórnina, eftir að hafa kynnt formanni flokksins hugmyndir sínar, að framboðið yrði breikkað og væri ekki einungis framboð Framsóknar- flokksins í Reykjavík, heldur einnig framboð flugvallarsinna. Þannig taldi Guðni, samkvæmt sömu heim- ildum, að tvennt myndi ávinnast; Framsóknarflokkurinn í Reykjavík myndi stóreflast og baráttunni fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri myndi sömuleiðis vaxa fiskur um hrygg. Hann mun hafa verið búinn að fá öfluga talsmenn flugvallarins til liðs við sig, flug- vallarsinna sem ekki eru fram- sóknarmenn og vilja ekki ganga í flokkinn. Þegar stjórn kjördæmissam- bandsins hafnaði þessum hug- myndum Guðna, með þeim orðum að framboðið yrði hreint framboð Framsóknarflokksins, mun hann hafa talið sjálfhætt og gaf því út yf- irlýsingu sína. Guðni hefur orðið fyrir hatrömm- um árásum í netheimum. Ýmsir hafa viljað skýra ákvörðun Guðna um að hætta við að leiða framboðið með því að hann hafi viljað forða fjölskyldu sinni og sjálfum sér frá frekari árás- um. Heimildir Morgunblaðsins herma, að árásirnar hafi litlu sem engu ráðið um ákvörðun Guðna. Höfnuðu hugmynd Guðna  Guðni Ágústsson vildi útvíkka framboð Framsóknar og fá flugvallarsinna til liðs við framboðið Stjórnin vill að allir frambjóðendur á lista séu flokksbundnir Guðni Ágústsson MVildi útvíkka … »17 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Það er ekki mín tilfinning að konur innan lögreglunnar séu sniðgengn- ar, þær sækja bara sjaldnar um yf- irmannsstöður. Ég vona að ráðning mín verði öðrum lögreglukonum hvatning, hafi þær á annað borð áhuga á því að gegna stjórnunar- stöðum. Ég hef aldrei fundið fyrir því í mínum störfum að það hái mér að vera kona. Hef alltaf verið dæmd af verkum mínum.“ Þetta segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu og yfir- maður R-2, deild- ar sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Harkan í undirheimum Íslands hefur aukist. Aldís viðurkennir að hún hafi þurft að taka tillit til þess áður en hún sótti um starfið. „Þetta var eitt af því sem ég ræddi vand- lega við Karl Steinar [Valsson, for- vera sinn] og hann fullyrti að hvorki hann né hans fjölskylda hefðu orðið fyrir áreitni vegna hans starfa. Ég myndi aldrei gera neitt sem gæti stofnað fjölskyldu minni í hættu. Þess utan er ég ekki viss um að þeir menn sem þessi deild rannsakar séu mér endilega hættulegri en menn- irnir sem ég hef verið að rannsaka undanfarin ár [fjármunabrot], þó að þeir beiti sér mögulega öðruvísi.“ Aldrei háð mér að vera kona  Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH Aldís Hilmarsdóttir Það var líf og fjör í fjöruferð hjá krökkunum í leikskólanum Hagaborg í Reykjavík í gær. Í fjör- unni er margt að skoða og krakkarnir létu ekki nokkra regndropa á sig fá. Eftir einstaka veður- blíðu fyrstu daga sumars fer að kólna á morgun og eftir helgina, segir í spá Veðurstofunnar. Líf og fjör í fjöruferð Hagaborgar Morgunblaðið/Eggert  Greiningar- deild Arion banka leiðrétti í gær verðmat sitt á N1 sem birt var á mið- vikudag. Í fyrri greining- unni var við- skiptavinum ráðlagt að bæta við sig í félaginu, en skömmu fyrir hádegi á föstudaginn var send leiðrétting þar sem þeim var ráðlagt að draga úr eign sinni í N1. Láðist að draga 1,7 milljarða króna arðgreiðslu frá lausu fé. »21 Arion gerði mistök við verðmat á N1 Arion banki Þórarinn Eldjárn rithöfundur mun flytja Margréti Þórhildi Dana- drottningu drápu sem hann hefur ort henni til heiðurs hinn 21. maí næstkomandi. Tilefnið er að þá mun Margrét veita viðtöku nýrri þýðingu á Íslendingasögunum og Íslend- ingaþáttum, sem kemur út á mánu- daginn á vegum Sögu forlags, en drottningin hefur ritað heiðurs- formála, ásamt þjóðhöfðingjum Noregs og Svíþjóðar. Um er að ræða fyrstu samræmdu heildarútgáfu á Íslendingasögum og -þáttum á norsku, dönsku og sænsku, en margar af sögunum hafa aldrei komið áður út á norsku eða dönsku. Verkið er fimm þykk bindi á hverri tungu og er um að ræða eitt stærsta þýðinga- verkefni sem ráð- ist hefur verið í á Vesturlöndum. Rætt er við þau Jóhann Sigurðs- son útgefanda og Annette Lassen, lektor í Árnasafni og ritstjóra dönsku þýðingarinnar, í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Þórarinn orti drápu til heiðurs Danadrottningu Þórarinn Eldjárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.