Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Gr eið slu mi ðlu n Vissir þú að . . . Með ferlum Alskila í greiðslumiðlun tryggjum við viðskiptavænt viðmót fyrir þína greiðendur! Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is Ka nnaðu Málið!alskil.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meint ólögleg urriðaveiði í Þing- vallavatni var kærð til lögreglustjór- ans á Selfossi í gær. Ólafur Örn Har- aldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sendi inn kæruna. Ólafur Örn sagði að kæran beind- ist að tilteknum veiðimanni. Hugs- anlega ætti hann vitorðsmann. Grunur leikur á að hann hafi veitt og drepið töluvert af urriða innan þjóð- garðsins á Þingvöllum í vor. Það hafi hann gert án veiðileyfis og utan leyfi- legs veiðitíma. Einnig leikur grunur á að bátur hafi verið notaður við veiðarnar en það er með öllu óheim- ilt, samkvæmt reglum þjóðgarðsins. Þjóðgarðsvörðurinn fékk ábend- ingar um urriðaveiðina. Auk þess birti veiðimaðurinn birt mynd af sér með fjölda urriða á Facebook og skrifar: „Fengum fullan bát af svona.“ Færslan var sett inn 13. apríl sl., viku áður en veiðitíminn hófst. Ólafur Örn bendir á að sérstök lög gildi um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þau gangi framar almennum lögum. Grunur leikur á að með veiðunum hafi verið brotin lög um þjóðgarðinn á Þingvöllum, lög um verndun Þing- vallavatns og vatnasviðs þess, lög um lax- og silungsveiði, reglugerð um þjóðgarðinn á Þingvöllum, verndun hans og meðferð, almennar um- gengnisreglur á Þingvöllum og regl- ur um veiði í Þingvallavatni innan þjóðgarðsins. Eftirlitið hert Samkvæmt reglum um veiði innan þjóðgarðsins er veiðitímabilið frá 20. apríl til 15. september. Eingöngu má veiða á flugu frá 20. apríl til 1. júní og skal öllum urriða sleppt á þeim tíma. Stangveiði má einungis stunda frá landi og er notkun hvers konar báta eða flota við veiðar bönnuð. Eftirlit með veiðimönnum hefur verið hert í þjóðgarðinum að gefnu tilefni. Til viðbótar við veiðivörslu þjóðgarðsins hafa 15 sjálfboðaliðar gengið til liðs við þjóðgarðinn við eft- irlit með veiðum og bættri veiði- menningu. Meint ólögleg urriðaveiði kærð  Grunur um ólöglegt urriðadráp í Þingvallavatni  Þjóðgarðsvörður kærir Hægviðri var á landinu í gær og gott að fá sér göngutúr við Reykjavíkur- tjörn. Léttskýjað um austanvert landið en annars staðar var skýjað og sums staðar væta. Áfram er spáð björtu veðri um austanvert land í dag. Morgunblaðið/Þórður Hægviðri og hækkandi sól Á göngu við Tjörnina í góða veðrinu Vélarbilun varð í mælingabáti þar sem hann var staddur um 6,5 km austur af Landeyjahöfn og 700 metra frá landi síðdegis í gær. Tveir menn voru um borð. Skip- stjórinn lét stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar vita af vélarbiluninni. Kallað var til báta í nágrenninu og óskað eftir aðstoð þeirra. Þá voru nærliggjandi björgunarsveitir kallaðar út. Skipstjórinn kom vél- inni í gang og sigldi báturinn til hafnar fyrir eigin vélarafli í fylgd dýpkunarskips. Gott veður var á staðnum. gudni@mbl.is Vélarbilun í báti 700 metra frá landi Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Samtök atvinnulífsins áætla að gjaldeyristap þjóðarbúsins vegna boðaðs verkfalls flugvallastarfs- manna Isavia muni nema milljarði króna fyrir hvern dag sem flug ligg- ur niðri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem sam- tökin tóku saman fyrir Isavia um stöðu viðræðna í kjaradeilum Isavia og flugvallastarfsmanna, en í þeim mætast stálin stinn. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir ljóst að tekjutap þjóðarbúsins verði eitthvað umfram áætlanir samtakanna en erfitt sé að leggja mat á heildar- kostnaðinn. „Það er ljóst að þetta hefur töluverð áhrif á útflutning, t.d. ferskfiskútflutning,“ segir hann. „Það er umtalsvert magn af ferskum fiski sem fer út á hverjum degi, þannig að það er í öllu falli alveg ljóst að það verður verulegt tjón ef svo fer að flugumferð til og frá landinu fell- ur alveg niður,“ segir hann. Þorsteinn segir SA ekki hafa átt samræður við ríkið um aðgerðir til að koma í veg fyrir verkfall, enda segir hann það ekki á forræði sam- takanna. Hann segir deiluna í hnút eftir atburði síðustu daga en á næstu dögum verði allt reynt til að landa samningi. „Það er stefnt að því að taka stöð- una undir forystu sáttasemjara yfir helgina, sjá hvaða fletir kunna að vera á málinu og, í ljósi alvöru máls- ins, að reyna til þrautar að ná saman áður en til verkfalls kemur,“ segir hann. Alvarleg staða Innanríkisráðuneytinu hefur verið gerð grein fyrir efni minnisblaðsins en Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra segir stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála. „Ráðuneytið og ríkisstjórnin fylgj- ast bara með og við vonumst auðvit- að til þess að menn leysi þetta og þetta klárist en aðkoma okkar er ekki til neinnar skoðunar fyrr en við vitum hvernig málum lyktar,“ segir ráðherrann. Hún segir alvarlega stöðu blasa við ef menn ná ekki saman fyrir boð- að verkfall. „Sú staða er auðvitað af- ar erfið og þess vegna vonast allir til að málið klárist og menn nái að semja og tryggja það að hér sé ör- yggi í samgöngum,“ segir hún. Milljarður fyrir hvern dag  Verkfall flugvallastarfsmanna verður kostnaðarsamt, að mati Samtaka atvinnu- lífsins  Innanríkisráðherra segir stjórnvöld fylgjast náið með þróun mála Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Verkfall flugvallastarfsmanna gæti orðið þjóðfélaginu dýrt. Sýslumaðurinn á Selfossi staðfesti í gær lögbann á innheimtu aðgangs- eyris að Geysissvæðinu. Ríkinu var gert að setja tryggingu að upphæð tæpar 60 milljónir og þarf hún að berast sýslumannsembættinu fyrir kl. 10 hinn 30. apríl. Að öðrum kosti fellur lögbannið niður. Berist trygg- ingin innan frestsins hefur ríkið viku til að þingfesta staðfestingu lög- bannsins. Þá getur meðferð málsins hafist fyrir dómstólum, samkvæmt yfirlýsingu Landeigendafélags Geysis í gær. Landeigendafélagið telur nauð- synlegt að fá úr því skorið fyrir dóm- stólum hvað felst í eignarrétti land- eigenda og hvaða kröfur ríkið geti gert um yfirráð á svæðinu. Fram kom í fréttum RÚV í gær að Umhverfisstofnun ætlaði að ráða fjóra landverði við Geysi í sumar. Talsmaður Landeigendafélagsins heyrði þau áform fyrst í fréttinni. Lögbannið við Geysi staðfest  Ríkið með 60 milljóna tryggingu  Landverðir ráðnir Félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Ís- lands og SFR, sem starfa hjá Sam- tökum fyrirtækja í velferðarþjón- ustu, hafa boðað til verkfallsaðgerða. Um er að ræða þrjú tímabundin verkföll, 12. og 15. maí milli kl. 8 og 16 og sólarhringsverkfall 19. maí, en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu kl. 8 hinn 22. maí. Aðgerðirnar voru samþykktar með miklum meirihluta atkvæða í báðum félögum. Alls sögðu 93,7% viðkomandi félags- manna SLFÍ já við verkfalli og 79,7% félagsmanna SFR. „Ég bjóst alveg við þessu. Það er búin að krauma mikil óánægja í mjög langan tíma,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, um niðurstöður atkvæðagreiðsln- anna í gær. Hún sagðist finna fyrir miklum pirringi og reiði meðal þeirra félagsmanna SLFÍ sem störf- uðu hjá SFV, ekki eingöngu vegna launamála heldur einnig vegna vinnufyrirkomulagsins. „Margar þessara stofnana hafa stundað það að láta sjúkraliða ekki fá fulla vinnu ef þeir vilja vinnu, heldur vilja þær hafa þá í hlutastörf- um og dreifa þeim á styttri og lengri vaktir, allt eftir því sem stofnuninni hentar. Þannig að manneskja sem er kannski í 75% vinnu er farin að mæta jafnoft og ef hún væri í 100% vinnu og jafnvel taka stubbavakt að morgni, fara heim um miðjan daginn og koma aftur seinnipartinn,“ segir hún. Boðað hefur verið til samninga- fundar á mánudag en Kristín segir ljóst að komi til verkfalls muni það reynast viðkomandi vinnustöðum þungur baggi. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Golli Óánægja Verkfallið nær m.a. til Hrafnistu í Reykjavík. Hluti starfs- manna SFV í verkfall  Mikil reiði og pirr- ingur hjá sjúkraliðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.