Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Efnahagsástandið í Úkraínu var slæmt áður en ófriður braust út í landinu í nóvember. Óstöðugleikinn sem hefur ríkt síðan hefur síst bætt stöðuna og er farinn að taka sinn toll af íbúunum. Rússar hafa dregið fjárhags- aðstoð sína við Úkraínu til baka og gasfyrirtækið Gazprom hefur krafið þarlend stjórnvöld um jafnvirði milljarða króna vegna ógreiddra reikninga. Gjaldmiðillinn, hryvnia, hefur tap- að um þriðjungi af verðmæti sínu frá upphafi þessa árs og verðlag fer sí- hækkandi þrátt fyrir neyðarinngrip seðlabanka landsins sem hækkaði stýrivexti verulega. Fyrir vikið hafa nauðsynjar rokið upp í verði. Eldsneytisverð hefur tvöfaldast á tveimur mánuðum og fyrr í þessari viku tilkynnti stærsti brauðframleiðandi landsins að hann ætlaði að hækka verð um 10%. „Efnahagslífið er afar veikt. Fólk á engan pening. Fyrir tveimur eða þremur árum keypti fólk meira um jól og páska,“ segir Valerí Líatsj- enkó, slátrari í Kænugarði, við AFP- fréttastofuna. Ætla ekki að gefast upp Ástandið í Úkraínu virtist ekki friðvænlegra í gær. Degi eftir að Úkraínumenn létu til skarar skríða gegn stuðningsmönnum Rússa sem hafa haldið stjórnarbyggingum í Slavíansk, hétu aðskilnaðarsinnarnir því að gefa ekkert eftir. Úkraínski herinn er nú með bæinn í herkví. Tónninn í leiðtogum Úkraínu og Rússlands var ekki friðsamlegri heldur. Arsení Jatsenjúk, forsætis- ráðherra Úkraínu, sakaði Rússa í gær um að vilja koma af stað „þriðju heimsstyrjöldinni“ með því að her- taka Úkraínu bæði „hernaðarlega og pólitískt“ og með því að hefja átök sem myndu breiðast um Evrópu. Ráðherrann var sérstaklega harð- orður og líkti stjórnvöldum í Moskvu við glæpamenn sem styddu hryðju- verkamenn. Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, hefur sagt að aðgerðir Úkraínumanna gegn að- skilnaðarsinnunum séu „blóðugur glæpur“ og þeir sem frömdu hann muni gjalda fyrir þær. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, og leiðtogar Evrópuríkja, vör- uðu Rússa við frekari refsiaðgerð- um. Þeir yrðu að gera sitt til að draga úr spennunni í Úkraínu. Lavrov sagði Rússa ætla sér að standa við samkomulagið sem gert var í Genf en sakaði bandarísk stjórnvöld um að setja fram „ein- hliða kröfur“. Verðbólga og gengishrun tekur toll  Gjaldmiðill Úkraínu hefur fallið um þriðjung frá byrjun árs  Eldsneytis- og matvælaverð snar- hækkar  Forsætisráðherra Úkraínu sakar Rússa um að koma af stað „þriðju heimsstyrjöldinni“ AFP Varðstöð Úkraínskur lögreglumaður stendur vörð við eftirlitsstöð utan við Slavíansk. A.m.k. tveir aðskilnaðarsinnar féllu þar á fimmtudaginn. Samkomulag um friðarviðræður sem bandarískum stjórnvöldum tókst að koma á milli Ísraela og Pal- estínumanna virðist vera fyrir bí eftir að Ísraelar frestuðu viðræðum á fimmtudag. Frestur til að ljúka viðræðum rennur út á þriðjudag. Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, sakar Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að mynda bandalag með Hamas. Ísr- aelar og vestrænar þjóðir líta á þau sem hryðjuverkasamtök. Abbas skrifaði í vikunni undir samstöðu- samkomulag við Hamas. Friðarviðræðurnar höfðu gengið brösulega fyrir og ólíklegt var að fresturinn yrði framlengdur. Lausn fanga, tilraunir Palestínumanna til fá aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og stækkun land- tökusvæða Ísraela hafa verið helstu þrætuepli þjóðanna. Barack Obama, Bandaríkja- forseti, sagði að samkomulag Ab- basar við Hamas hefði ekki verið „hjálplegt“ en sagðist ekki myndu gefast upp á friðarferlinu sem John Kerry, utanríkisráðherra kom af stað. AFP Sátt Fulltrúar Fatah-hreyfingarinnar og Hamas undirrita samkomulag á miðvikudag. Erjur hafa verið milli hópanna tveggja undanfarin ár. Gefst ekki upp á ferlinu þrátt fyrir frestun Ísraela Farþegi flug- vélar Virgin- flugfélagsins í Ástralíu var handtekinn við komuna til Balí í gær eftir að hann reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefa vél- arinnar. Í fyrstu var talið að tilraun hefði verið gerð til að ræna vélinni en forsvarsmenn flugfélagsins segja að það hafi byggst á misskilningi. Farþeginn, ástralskur karlmaður á þrítugs- aldri, hafi verið drukkinn og æstur. Hann hafi barið á dyr stjórnklefans en hafi ekki komist inn. Áhöfnin hafi yfirbugað hann. Flugvellinum á Balí var lokað um tíma vegna uppákomunnar og tók indónesíski flugherinn á móti vél- inni. Skömmu síðar komst flug- umferð aftur í samt horf. INDÓNESÍA Reyndi að brjótast inn í stjórnklefann Hermenn færa manninn burt. VELDU VIÐHALDSFRÍTT Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Garðverkfæri í frábæru úrvali 1.395 frá 495 Stunguskófla STRÁ- KÚSTA R SUMA R TILBOÐ 795,- Ruslapokar stórir, sterkir 10 & 50 stk. rúllur Rafmagnskefli og snúrur, frábært úrval Yfirbreiðslur margar stærðir 1.195 Malarskófla frá 995 Hrífur frá 1.495 Laufhrífur frá 250 Garðhanskar í miklu úrvali 4.995 Bílabónvél frá 995 Bensínbrúsar 5L, 10L, 20L frá 1.995 Bílamottur frá 995 Úðabrúsar margar stærðir, 1L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.