Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 31
31Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
AKURINN | Samkoma kl. 14, í Núpa-
lind 1, Kópavogi. Ræðumaður er Jógv-
an Purkhús. Söngur, bæn og biblíu-
fræðsla.
ÁRBÆJARKIRKJA | Hin árlega vor-
messa með þátttöku Fylkismanna
verður sun. 27. apríl kl. 11. Prestarnir
og djákni safnaðarins sjá um stundina
ásamt iðkendum íþróttafélagsins Fylk-
is. Kirkjukórinn leiðir söng. Grillaðar
pylsur og meðlæti á eftir.
ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11.
Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
Viðari Stefánssyni guðfræðinema. Kór
Áskirkju syngur, organisti Magnús
Ragnarsson.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur
undir stjórn Matthíasar V. Bald-
urssonar. Meðhjálpari er Sigurður Þór-
isson. Prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma undir
stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og
Bryndísar Svavarsdóttur. Þar verður
gersemadagur, allir koma með eitt-
hvað sem þeim finnst dýrmætt, þarf
ekki að kosta neitt. Hressing og sam-
félag á eftir messu.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um-
sjón með stundinni hafa Finnur og
Fjóla.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Gísli
Jónasson, organisti er Örn Magn-
ússon. Hressing í safnaðarheimili á
eftir. Tómasarmessa kl. 20. Fyrirbæn
og lífleg tónlist í umsjá Þorvaldar Hall-
dórssonar. Skúli Svavarsson kristni-
boði prédikar. Kaffisopi á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Lífleg og gefandi samvera fyrir alla
fjölskylduna. Fræðsla, söngur og lof-
gjörð. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr
kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir
stjórn Jónasar Þóris. Þetta er 1.
sunnudagur eftir páska og litur messu-
klæða er hvítur. Messuþjónar aðstoða
og prestur er sr. Pálmi Matthíasson.
Molasopi og hressing eftir messu.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra
Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Dómkórinn, organisti er
Kári Þormar. Barnastarfið á kirkjuloft-
inu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns
og Sigurðar Jóns. Æðruleysismessa
kl. 20, séra Anna Sigríður Pálsdóttir
prédikar og séra Karl Matthíasson
þjónar. Anna Sigríður Helgadóttir syng-
ur og Ástvaldur Traustason leikur á
flygilinn.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Lokahátíð
sunnudagaskólans í umsjá Hreins
Pálssonar og Péturs Ragnhildarsonar.
Prestur séra Svavar Stefánsson.
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
leikur undir stjórn Snorra Heim-
issonar. Gleði og gaman, söngur, saga
og Viktor kemur í heimsókn. Fáum svo
grillaðar pylsur í lokin.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga-
skóli kl. 11 með mikilli og góðri dag-
skrá þar sem ungir og aldnir eiga að
geta notið sín. Létt hressing í lokin.
GLERÁRKIRKJA | Fermingarmessur
verða í Glerárkirkju laugardaginn 26.
apríl og sunnudaginn 27. apríl. kl.
13.30. Prestar kirkjunnar þjóna. Kór
Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Val-
mars Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Barna - og
fjölskylduguðsþjónusta á efri hæð
kirkjunnar kl. 11. Séra Guðrún Karls
Helgudóttir og Þóra Björg Sigurð-
ardóttir sjá um stundina. Píanóleikari
er Stefán Birkisson.
Vígsla Kirkjusels Grafarvogssóknar
Spönginni í Grafarvogi kl. 16. Biskup
Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir,
vígir Kirkjuselið. Prestar safnaðarins
sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur,
sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Lena
Rós Matthíasdóttir og sr. Petrína Jó-
hannesdóttir þjóna fyrir altari. Ein-
söngur: Garðar Thór Cortes. Kór Graf-
arvogskirkju, Vox populi og stúlknakór
Reykjavíkur í Grafarvogskirkju syngja.
Stjórnendur kóra eru Hákon Leifsson
tónlistarstjóri Grafarvogskirkju, Hilmar
Örn Agnarsson organisti og Margrét
Pálmadóttir kórstjóri. Leikmenn flytja
ritningarorð. Safnaðarfélagið og sókn-
arnefnd býður upp á kaffi og veitingar
að lokinni vígslu.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður
kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa
kl. 11. Barnastarf í umsjón Lellu o.fl.
Síðasta samverustund vetrarins. Alt-
arisganga. Samskot í líknarsjóð.
Messuhópur þjónar. Organisti Ásta
Haraldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson. Molasopi eftir messu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Fermingarmessa kl. 11. Prestar: Sr.
Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Karl V.
Matthíasson, messuþjónar Kristín
Kristjánsdóttir og Sigurbjörg Þorgríms-
dóttir, kór Guðríðarkirkju syngur undir
stjórn Esterar Ólafsdóttur, meðhjálp-
arar: Aðalsteinn Dalmann Októsson
og Kristbjörn Árnason, kirkjuvörður og
kyrtlamátari: Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt
upphaf. Leiðtogar í barnastarfi eru þau
Anna Elísa Gunnarsdóttir og Arnór
Heiðarsson, þeim til aðstoðar eru
Margrét Heba og Agnes. Félagar úr
Barbörukórnum syngja, organisti er
Douglas Brotchie, prestur er sr. Þór-
hildur Ólafs. Kaffi og kex í Ljósbroti
Strandbergs safnaðarheimilis Hafn-
arfjarðarkirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA | Ferming-
armessa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson,
sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Irma
Sjöfn Óskarsd. og Inga Harðard.
æskulýðsfulltrúi annast messuna. Fé-
lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja. Organisti Björn Steinar Sól-
bergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá
sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar.
HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Börn úr Ballettskóla
Eddu Scheving sýna ballett undir
stjórn Brynju Scheving. Félagar úr 10-
12 ára starfi kirkjunnar sýna helgileik
undir stjórn Arnars Ragnarssonar, Há-
konar Jónssonar og Grímu Ólafs-
dóttur. Mikill almennur söngur við und-
irleik Kára Allanssonar organista.
Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | „Karla-
messa“ kl. 11 í umsjón karlahóps
Hjallakirkju. Konur líka velkomnar.
Tónlist stýrir Þorvaldur Halldórsson.
Kaffi á eftir. Sunnudagaskóli kl. 13.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík |
Samkoma í Mjódd kl.17. Lofgjörð og
fyrirbæn. Heimilasambandið á mánu-
dögum kl. 15.
HVALSNESSÓKN | Fermingarmessa
í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14.
Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðs-
son. Hljómsveitin Tilviljun annast tón-
listina.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam-
koma kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir.
Tvær ungar konur taka til máls. Barna-
starf á sama tíma. Kaffi eftir stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Ferming-
armessa kl. 11. Félagar úr Kór Kefla-
víkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar. Prestar eru sr. Erla
Guðmundsdóttir, sr. Sigfús Baldvin
Ingvason og sr. Skúli S. Ólafsson.
Börn úr Myllubakkaskóla fermast.
KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa kl.
14, séra Hjálmar Jónsson, séra Stein-
unn Arnþrúður Björnsdóttir og Erla
Björk þjóna. Þorvaldur Halldórsson og
Margrét syngja og leika á hljóðfæri.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sókn-
arprestur þjónar fyrir altari. Arnór
Bjarki Blomsterberg guðfræðinemi
prédikar. Kór Kópavogskirkju syngur,
organisti er Judith Þorbergsson.
LANGHOLTSKIRKJA | 6 ferming-
arbörn verða fermd. Félagar úr kór
Langholtskirkju syngja undir stjórn og
undirleik Jóns Stefánssonar. Sr. Guð-
björg Jóhannesdóttir sóknarprestur og
Jóhanna Gísladóttir æskulýðsfulltrúi
þjóna auk kirkjuvarðar og messu-
þjóna. Sunnudagaskólinn verður á sín-
um stað eins og venjulega undir stjórn
Snævars og með aðstoð Esju.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Kl. 11.
Sunnudagaskóli í Boðaþingi. Vina-
messa í Lindakirkju, í samstarfi við
Kýros, æskulýðsfélag Vopnafjarð-
arkirkju. Unglingagospelkór Linda-
kirkju syngur, stjórnandi Áslaug Helga
Hálfdánardóttir, Vopnfirðingar syngja
og annast lestra og bænir. Sr. Stefán
Már Gunnlaugsson og sr. Guðmundur
Karl Brynjarsson munu þjóna. Kynning
á Vinavikunni eftir messu. Guðsþjón-
usta í Lindakirkju kl. 20. Kór Linda-
kirkju syngur undir stjórn Áslaugar
Helgu Hálfdánardóttur. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson þjónar.
MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta í
Mosfellskirkju í Mosfellsdal kl. 11.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir
stjórn organista safnaðarins Arnhildar
Valgarðsdóttur. Prestur sr. Arndís
Linn.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar
úr Háskólakórnum leiða safn-
aðarsöng. Dr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur,
sögur, brúður, leikir og gleði í barna-
starfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og
Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu
eftir messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Jazzmessa
kl. 14. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar
fyrir altari. Ragnheiður Gröndal spilar
sín ljúfustu lög í messunni. Maul eftir
messu. Sjá nánar á www.ohadisofnud-
urinn.is
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 14 í safnaðarheimili Grensáskirkju.
Ræðumaður Theódór Birgisson.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslu-
biskup í Skálholti, prédikar. Kór Selja-
kirkju syngur og leiðir söng. Organisti
Tómas Guðni Eggertsson. Alt-
arisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fjöl-
skylduguðsþjónusta og lokahátíð
sunnudagaskólans kl. 11. Leiðtogar í
sunnudagaskólanum sjá um stundina
ásamt sóknarpresti og organista safn-
aðarins. Pylsur og djús eftir athöfn.
Fermingarmessa kl. 13. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Frið-
rik Vignir Stefánsson er organisti. Fé-
lagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Rödö kórinn frá Jämtlandi í Sví-
þjóð syngur ásamt félögum úr Skál-
holtskórnum. Í messunni verður fermd
Margrét Svanhildur Kristinsdóttir,
Brautarhóli, Biskupstungum. Prestur
sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Jón
Bjarnason.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Fermingarmessa
kl. 11. Prestur sr. Sigurður Grétar Sig-
urðsson. Hljómsveitin Tilviljun? ann-
ast tónlistina.
VÍDALÍNSKIRKJA | Páskarnir halda
áfram! Gleðimessa í Vídalínskirkju 1.
sunnudag eftir páska kl. 11. Kristín
Þórunn Tómasdóttir þjónar og prédik-
ar. Jóhann Baldvinsson og kór Vídal-
ínskirkju leiðir tónlist. Sunnudagaskóli
á sama tíma.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Blómamessa kl. 11. Vorhátíð Víði-
staðakirkju! Barnakór Víðistaðakirkju
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar
Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J.
Ingibergsson. Eftir guðsþjónustu á
kirkjutorginu: Grill og leikir.
Orð dagsins:
Jesús kom að luktum
dyrum.
Morgunblaðið/Sverrir
Grafarvogskirkja
(Jóh. 20)
Þeir tínast til
feðra sinna, gömlu
mennirnir sem
skópu flugið fyrir ís-
lenska þjóð. Einn
þeirra er Haraldur
Stefánsson, eða Halli Stefáns eins
og menn þekktu hann. Þeir voru
samtíða í áratugi hjá Flugfélag-
inu, Snorri faðir minn og Halli.
Pabbi sagði mér að þeir hefðu hist
fyrst norður á Akureyri um 1946
eða 7 þegar Halli kom þangað, lík-
lega á einhverri sjóflugvélinni og
ekki var flugfært í nokkra daga
suður til Reykjavíkur. Varð þeim
Haraldur
Stefánsson
✝ Haraldur Stef-ánsson fæddist
23. mars 1929 og
lést 8. apríl 2014.
Útför Haraldar fór
15. apríl 2014.
strax vel til vina og
entist sá vinskapur
ævina út. Þeir unnu
síðar saman á flug-
vélum Flugfélags-
ins, á Catalínum,
Fjörkum, Sexum og
síðast Boeing 727,
pabbi sem flugmað-
ur, en á þessum flug-
vélum öllum var
Halli flugvélstjóri.
Ég man sjálfur
eftir mörgum þessum flugvirkj-
um og flugvélstjórum Flugfélags-
ins, þeim Geira Magg, Ingó,
Henning Finnboga, Einari Sigur-
vins, Jóni Stefáns, Jóni Pálssyni
og Halla Stefáns og mörgum fleiri
sem unnu undir stjórn Brands yf-
irflugvirkja, en andlit þeirra
koma nú upp þegar ég fer í hug-
anum yfir starfsaðstöðuna í
gamla skýli Flugfélagsins sem
brann 1976, en þangað fór ég
stundum með föður mínum og síð-
ar sem hlaðmaður hjá FÍ.
Halli Stefáns lærði, auk flug-
virkjunar, einkaflug og átti hluti í
flugvélum, m.a. Beachcraft Bon-
ansa og Aircupe Alon ef ég man
rétt. Hann var alltaf mættur út á
flugvöll ef eitthvað var í gangi,
flugdagur eða flugsýning, og allt-
af var jafngott að hitta Halla.
Hann kom alltaf til mín og spurði
fyrst um pabba og mömmu og
hvort ekki væru allir frískir.
Síðustu árin var Halla sérstak-
lega umhugað um fréttir af heilsu
foreldra minna og leit oftsinnis
við eða hringdi þegar halla fór
undan fæti hjá þeim. Veit ég að
pabbi leit til Halla með virðingu
og þökk og svo gerum við nú
systkinin einnig.
Um leið og ég kveð þennan
heiðursmann og þakka hlýjar
kveðjur og stundir við fráfall for-
eldra minna votta ég aðstandend-
um hans mína dýpstu samúð.
Far vel góði vinur.
Jón Karl Snorrason.
Elsku amma
Lóa, það er komið
að kveðjustund en
minningin um þig
mun lifa í hjarta og
huga mínum um ókomna tíð. Það
er margs að minnast og margs
að sakna og vil ég þakka þér fyr-
ir þær góðu stundir sem við átt-
um saman. Auk foreldra minna
varst þú kletturinn í lífi mínu
Ólöf Ragnheiður
Helgadóttir
✝ Ólöf Ragnheið-ur Helgadóttir
fæddist 24. júlí
1920. Hún lést 5.
apríl 2014. Ólöf var
jarðsungin 16. apríl
2014.
sem studdir mig og
hvattir til dáða og
svona stundum
rakst örlítið á eftir
mér. Á meðan ég
bjó í Danmörku
hringdir þú í mig
aðra hverja viku og
áttum við alltaf gott
spjall, bæði um fjöl-
skylduna, námið
mitt og svo dönsku
konungsfjölskyld-
una sem var í sérstöku uppáhaldi
hjá þér. Kveðja þín í lok hvers
símtals var „stattu þig stelpa“ og
var það mikil hvatning til mín
þegar námið var erfitt og ég sá
engan veginn fram á að klára
það. Hvatning þín hjálpaði mér
mikið og verð ég þér ævinlega
þakklát fyrir þá tiltrú sem þú
hafðir á mér á tímum sem ég
þurfti á því að halda. Þegar ég
var yngri, þá man ég hvað ég
horfði alltaf hugfangin á þegar
þú tókst fram saumavélina og
fórst að breyta kjólum, pilsum
og blússum í nýja flík. Svo var
mátað, hlegið svolítið og spáð og
spekúlerað í hvaða skór pössuðu
við og ég mun aldrei gleyma
hvað mér þótti þetta stórkost-
lega skemmtilegt. Minningarnar
eru margar og dásamlegar og
mun ég minnast þín, elsku
amma, með mikilli virðingu og
miklu þakklæti. Ég veit í hjarta
mínu að nú eru þið afi saman á
ný, leiðist hönd í hönd og brosið
hvort til annars eins og þið gerð-
uð alltaf. Takk fyrir allt, elsku
amma mín, Guð blessi minningu
þína.
Hafdís Jakobsdóttir.
Minningar
Það er alltaf jafn erfitt þegar
komið er að kveðjustund en nú
er komið að því að kveðja góð-
an og kærleiksríkan mann,
mann sem gaf af einlægni og
óeigingirni. Haddi húsvörður,
sá sem öllu reddaði, var til
staðar og tók á móti okkur þeg-
ar við mættum á morgnana.
Staðfastur, heiðarlegur og góð-
ur maður sem gerði allt sem
hann mögulega gat, hvort sem
það var fyrir samstarfsfólk eða
nemendur. Þegar við rennum
yfir þau ár sem þú vannst í
skólanum er geðprýði líklega
það sem fyrst kemur í hugann.
Alltaf vannst þú þína vinnu
með bros á vör hvað sem á
dundi, gantaðist við samstafs-
fólk og nemendur og safnaðir
að þér vinum þar sem þú
nenntir ekki að eyða tíma þín-
um í leiðindi eða pex eins og þú
orðaðir það sjálfur. Þá var nú
betra að setjast niður með
sjálfum sér og fella nokkur net
til að hreinsa hugann. Já, það
var alltaf stutt í grínið hjá þér
og þú gast ávallt séð spaugi-
Hallfreður
Björgvin Lárusson
✝ HallfreðurBjörgvin Lár-
usson fæddist á
Drangsnesi við
Steingrímsfjörð 11.
janúar 1938. Hann
lést á St. Franc-
iskusspítalanum í
Stykkishólmi þann
18. apríl síðastlið-
inn.
Hallfreður var
jarðsunginn 25.
apríl 2014.
legu hliðina á hlut-
unum hvort sem
þeir snéru að þér
eða einhverjum
öðrum.
Minning þín
mun lifa með okk-
ur og nafn þitt
mun áfram verða
nefnt innan skól-
ans, sögur um þig
verða áfram rifjað-
ar upp, þú verður
alltaf hluti af okkur. Við þökk-
um fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Elsku Hjördís og aðrir að-
standendur, ykkur sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.h. nemenda og starfsfólks
Grunnskólans í Stykkishólmi,
Gunnar Svanlaugsson,
skólastjóri.
Í september árið 1955 flutti
ég frá Flatey til Stykkishólms
og byrjaði nám í húsasmíði í
Iðnskóla Stykkishólms. Fyrstu
kynni mín af Hadda voru í
tengslum við skólann. Hann var
þá í námi í húsasmíði og lauk
námi hjá sama meistara og ég.
Við urðum strax góðir félagar
og unnum hin ýmsu verk sem
okkur var trúað fyrir. Oft bauð
hann mér með sér í morgun-
kaffi til mömmu sinnar, brauð
með hangikjöti og spælt egg.
En Ella varð síðar tengdamóðir
mín. Við lukum báðir tímunum
hjá meistaranum okkar í
Hveragerði. Fljótlega eftir
heimkomu mína frá Hveragerði
stofnuðum við í félagi við fleiri
Trésmiðjuna Ösp hf. og unnum
þar saman í fjölda ára eða þar
til Haddi fór að vinna sem lög-
reglumaður og síðar húsvörður
í Grunnskólanum.
Mörg áhugamál áttum við
sameiginleg svo sem ýmiskonar
veiðiskap. Fiskveiðar, s.s.
þorsk og lúðu, lunda og skarf
og rákum við um tíma saman
útgerð í frítímum. Margar ferð-
ir fórum við saman, með fjöl-
skyldum okkar, en við giftumst
systur hvor annars. Oftast var
farið í Flatey þar sem yngri
kynslóðin undi sér hvað best og
einnig voru samverustundirnar
ófáar í Ögri hjá afa og ömmu
þar sem unað var bæði við leik
og störf. En leiðir lágu víðar
t.d. á Strandirnar þar sem
Haddi var á heimavelli og við
minnumst með ánægju ferð-
anna okkar saman um jólin og
áramótin 1986-1987 til Ísraels
og Egyptalands með Jökla-
kórnum og nú síðast með öllum
systkinum frá Ögri til Ítalíu.
Við áttum samleið svo víða, í
leik og starfi. Haddi var einn af
stofnendum Lionsklúbbs
Stykkishólms og starfaði þar
vel alla tíð. Einnig áttum við
samleið í Kór Stykkishólms-
kirkju þar sem Haddi söng á
meðan söngkraftar entust,
karlakórastarfi í Hólminum og
Frímúrarareglunni. Fjölskyld-
urnar hafa alla tíð verið sam-
rýmdar og áttum við samtals 11
börn á svipuðum aldri sem ól-
ust upp á svo til sama blett-
inum og voru heimagangar
hvert hjá öðru.
Við Sigrún og fjölskylda vilj-
um biðja góðan Guð að vera
með Hjördísi og fjölskyldu um
ókomin ár.
Takk fyrir öll árin sem liðin
eru.
Björgvin.