Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014
Nú er tengdamóðir mín, Jó-
hanna Hall Kristjánsdóttir, lát-
in, á nítugasta aldursári sínu.
Fáum er það gefið að skilja eft-
ir sig jafn fallega arfleifð og
hún Hanna. Hún kunni að
rækta garðinn sinn og þekkti
hin raunverulegu verðmæti í líf-
inu.
Ég hitti Hönnu fyrst á
Kirkjuveginum á nýársnótt
1990 þegar ég kom í heimsókn
með nýja kærastanum mínum,
honum Óla, yngsta syni hennar,
og hún tók mér opnum örmum
eins og öllum sem á vegi henn-
ar urðu. Það var alltaf svo gott
að koma til ömmu Jó eins og
börnin mín kölluðu hana og það
var lengi venja í minni fjöl-
skyldu að kíkja til hennar eftir
föstudagssundið og borða með
henni, Dísu og Rakel. Eftir að
heilsunni fór að hraka tók Dísa
við að sinna þessum heimsókn-
um eins öðrum verkefnum sem
Hanna gat ekki lengur sinnt.
Hafi hún þakkir fyrir allt sem
hún gerði fyrir mömmu sína
sem hún sinnti af sérstakri
natni og elsku.
Þegar horft er til heillar ævi
koma oft fram ákveðin stef. Það
sem var einkennandi fyrir það
hvernig manneskjan hefur lifað
og hvað hún skilur eftir sig í
hjörtum þeirra sem urðu henni
Jóhanna Hall
Kristjánsdóttir
✝ Jóhanna HallKristjánsdóttir
fæddist í Alberts-
húsi á Ísafirði 20.
desember 1924,
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
18. apríl 2014.
Útför Jóhönnu
fór fram frá Víði-
staðakirkju 25. apr-
íl 2014.
samferða. Stefin
hennar Hönnu eru
sú fölskvalausa
gleði og kærleikur
sem hún skildi eftir
í hjörtum fjöl-
skyldu sinnar og
annarra sem henni
kynntust. Það er
auðvitað enginn
fullkominn en í
mínum augum var
hún besta tengda-
móðir sem ég gat hugsað mér.
Hún reyndist mér og mínum
svo undur vel og við munum
sakna hennar þó svo að við vit-
um að hún var hvíldinni fegin.
Hanna hafði listamannseðli
sem gerði henni kleift að lifa líf-
inu fallega og hlúa að fólkinu
sínu með ást og umhyggju. Allt
lék í höndunum á henni, hvort
sem það voru blómaskreyting-
ar, handavinna eða húsgagna-
bólstrun. Hún var vön að hafa
mikið að gera með stóra barna-
hópinn sinn og svo vann hún
líka utan heimilis en kunni að
gera mikið úr litlu með Bubba
sínum. Hún stóð með sínu fólki
í gleði og sorg og þegar erf-
iðleikar steðjuðu að var gott að
eiga hana að. Þrátt fyrir veik-
indi sín síðari ár var Hanna
sjálfri sér lík, ljúf og brosmild
og alltaf gott að koma til henn-
ar á Hrafnistu. Hanna skilur
eftir sig stóran og glæsilegan
hóp afkomenda sem bera merki
hennar og Bubba. Þau voru
hennar fjársjóður.
Ég kveð þig með þakklæti,
elsku Hanna mín, með bæn
heilags Frans frá Assisi sem er
eins og þú varst; falleg, látlaus
og sterk.
Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar
þíns,
svo að ég færi kærleika þangað sem
hatur er,
fyrirgefningu þangað sem móðgun
er,
einingu þangað sem sundrung er,
trú þangað sem efi er,
von þangað sem örvænting er,
gleði þangað sem harmur er,
ljós þangað sem skuggi er.
Veit þú, Drottinn,
að ég sækist fremur eftir að hugga
en láta huggast,
skilja en njóta skilnings,
elska en vera elskaður,
því að okkur gefst ef við gefum,
við finnum sjálf okkur ef við gleym-
um okkur sjálfum,
okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum
og fyrir dauðann fæðumst við til ei-
lífs lífs.
Rannveig Þöll Þórsdóttir.
Elsku amma, núna þegar þú
ert farin erum við systkinin bú-
in að vera að rifja upp allar fal-
legar minningar sem við höfum
um þig. Þær eru svo ótalmarg-
ar og veita okkur mikla huggun
í þeirri sorg sem við erum að
upplifa núna. Þú áttir svo mörg
barnabörn sem voru öll alltaf
velkomin hjá þér og þó svo að
húsið væri troðið af börnum þá
gafstu þér alltaf tíma fyrir
hvert og eitt barnabarn. Þegar
við komum heim til þín þá byrj-
aðir þú á því að taka vel utan
um okkur og erum við systkinin
sammála um að faðmur þinn
var sá allra stærsti og hlýjasti.
Alltaf þegar við komum í heim-
sókn sem krakkar þá vorum við
send í sjoppuna á horninu til að
kaupa rjóma svo þú gætir nú
bakað fyrir okkur.
Við minnumst þeirra stunda
þegar við vorum hjá ykkur afa í
hjólhýsinu ykkar í Þjórsárdal
og þegar þið komuð í heimsókn
til okkar til Danmerkur. Þessar
stundir voru ómetanlegar fyrir
okkur því þið höfðuð sérstakt
lag á því að láta hverju barna-
barni líða eins og það væri mik-
ilvægasta manneskjan í öllum
heiminum. Það var líka ómet-
anlegur tími þegar þú komst
með okkur í Evrópuferðina þar
sem við fengum að eyða frá-
bærum stundum með þér í
þrjár vikur. Við minntumst þess
líka hvað þú varst mikil blóma-
kona. Þú hafðir einstakt lag á
að láta blómin vaxa og dafna í
kringum þig þannig að garð-
urinn þinn var eins og lítið æv-
intýrablómaland. Þú varst líka
einstaklega fær í höndunum og
prjónaðir óteljandi peysur á
okkur barnabörnin. Þú varst
líka svo einstaklega dugleg
kona sem sast aldrei auðum
höndum. Eitt af því sem við
söknum mest eru jólin á
Kirkjuveginum. Það var eins og
að ganga inn í jólaland enda
skreyttir þú allt hátt og lágt og
varst alltaf með stærsta jóla-
tréð.
Síðustu árin voru erfið. Hægt
og rólega fórstu að gleyma því
sem þér þótti vænst um. Það
var samt alltaf gaman að koma
til þín á Hrafnistu því það var
alltaf stutt í húmorinn enda
varstu góð í því að sjá fyndnu
hliðarnar á lífinu. Þegar lífið
þitt hvarf þér úr minni þá
fórstu að vera einstaklega góð í
því að búa til þín eigin ævintýri
og það var alltaf gaman að
hlusta á þínar ótrúlegu sögur
þó þær væra bara uppspuni. Þó
þú værir hætt að þekkja okkur
þá fannst manni eins og þú
vissir að þú ættir okkur og þú
baðst okkur alltaf um að lofa
þér að koma fljótt aftur.
Elsku amma, við kveðjum þig
með miklum söknuði en við vit-
um að afi hefur tekið vel á móti
þér og að þið vakið núna bæði
yfir okkur öllum.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð
í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið
þitt bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir.)
Þín barnabörn,
Ester Björg, Sandra
Lind og Valur Þór.
Þorsteinn Guð-
laugsson var mikill öðlingur í
alla staði. Við sem störfuðum
með honum í Hallgrímskirkju
viljum í dag fá að þakka allt það
góða starf sem Þorsteinn vann
hér með okkur. Hann var í
sóknarnefnd í mörg ár. Hann
tók það starf mjög alvarlega,
var vakinn og sofinn yfir því
sem þurfti að gera til þess að
allt væri í lagi í kirkjunni. Fyrir
allmörgum árum fóru hann og
Birna konan hans á námskeið
hér í kirkjunni sem við höfum
boðið upp á annað slagið, en það
heitir: Lifandi steinar. Þátttakan
í því námskeiði varð til þess m.a.
að þau hjónin urðu mjög virkir
sjálfboðaliðar í sambandi við
messuhaldið, voru með frá upp-
hafi í messuhópum kirkjunnar,
sem eru fimm og skiptast á að
þjóna í messunum, undirbúa
messurnar, taka á móti söfn-
uðinum, bera inn kross og ljós,
lesa ritningarlestra og bænir,
taka samskotin, aðstoða við út-
deilingu og fylgja söfnuðinum í
kaffisopann eftir messu. Í þessu
messuhópastarfi var Þorsteinn
einn af leiðtogunum sem m.a.
Þorsteinn Rínar
Guðlaugsson
✝ Þorsteinn Rín-ar Guðlaugsson
fæddist í Reykjavík
4. júní 1934. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítala 9.
apríl 2014.
Þorsteinn var
jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju
25. apríl 2014.
sögðu frá starfinu
hér í Hallgríms-
kirkju á messuþjó-
nahátíðum, sem
venjulega eru á
vorin fyrir bæði
prófastsdæmin hér
í borginni.
Þorsteinn var
sérlega áhugasam-
ur, virkur, sam-
viskusamur í öllu
sem hann tók sér
fyrir hendur og ekki síst einlæg-
ur vinur okkar allra. Við þökk-
um Guði fyrir Þorstein, blessum
minningu hans og biðjum Guð
að umvefja hann ljósi eilífðar-
innar. Guð styrki Birnu og fjöl-
skylduna alla í sorginni.
Ó, Jesú, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
uppteiknað, sungið, sagt og téð.
Síðan þess aðrir njóti með.
(Hallgrímur Pétursson)
Fyrir hönd Sóknarnefndar
Hallgrímskirkju, starfsfólks og
sjálfboðaliða,
Jón Dalbú Hróbjarts-
son, sóknarprestur.
erfidrykkjur
Grand
Grand Hótel Reykjavík
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is
www.grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar í boði
Næg bílastæði og gott aðgengi
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞRÁINN ÁRNASON
myndskeri,
Digranesheiði 21,
Kópavogi,
lést mánudaginn 14. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju
þriðjudaginn 29. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Rebekka B. Þráinsdóttir,
Sigurður Á. Þráinsson, Solveig K. Jónsdóttir,
Þór Þráinsson, Valborg Guðmundsdóttir,
Þráinn V. Þráinsson, Hulda M. Kristófersdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BARÐI FRIÐRIKSSON
hæstaréttarlögmaður,
Úthlíð 12,
lést á Sóltúni þriðjudaginn 22. apríl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
29. apríl kl. 15.00.
Þuríður Þorsteinsdóttir,
Laufey Barðadóttir, Ævar Guðmundsson,
Margrét Barðadóttir,
Þorsteinn Barðason, Guðrún Þ. Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSTHILDAR TORFADÓTTUR,
Hvassaleiti 56,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
28. apríl klukkan 13.00.
Hallgerður Arnórsdóttir, Helgi Gíslason,
Björk Inga Arnórsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæri
GUÐMUNDUR JÓHANN ARASON,
Langholtsvegi 177,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. apríl,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.00.
Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates,
Rögnvaldur Guðmundsson,
Ari Hlynur Guðmundsson,
Anna Hólmfríður Yates,
Jón Guðni Arason,
Aðalgeir Arason, Margrét Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Einar Sigurbergur Arason.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HANNES Þ. SIGURÐSSON,
Miðleiti 12,
andaðist á líknardeildinni í Kópavogi
fimmtudaginn 17. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 28. apríl kl. 13.00.
Margrét Erlingsdóttir,
Sigurður Hannesson, Margrét Karlsdóttir,
Kristín Hannesdóttir, Páll Einar Kristinsson,
Erlingur Hannesson, Halldóra Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRNÝ AXELSDÓTTIR,
Ólafsvík,
sem lést mánudaginn 14. apríl, verður
jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn
30. apríl kl. 15.00.
Ragnar Konráðsson, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir,
Hafdís Bylgja Konráðsdóttir, Jónas Kristófersson,
Gylfi Freyr Konráðsson, Rakel Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir