Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 11
Rýmið er ekki mikið á Kigali en þar er andrúmsloftið notalegt og elskulegheit mæta viðskiptavinum. sérstaklega þessar gæðabaunir, enda er F2C-kaffið margverðlaun- að. Sanngirni í viðskiptum er líka stefnan hjá F2C og því er passað upp á að bændur sem framleiða baunirnar séu sáttir við sinn hlut.“ Íslenskur pennavinur Augustin segist fyrst hafa heyrt af Íslandi þegar hann sem ungur skólapiltur hitti Íslendinginn Bergsvein Birgisson, nú rithöfund og höfund bókarinnar Svar við bréfi Helgu. „Bergsveinn kom til Búr- úndí þegar hann var á mennta- skólaaldri og með okkur tókst góð vinátta. Við héldum alltaf sambandi í gegnum bréfaskriftir, vorum það sem kallað er pennavinir, og hann kenndi mér margt um íslenska menningu. Hann er að sjálfsögðu ástæða þess að ég kom hingað í upphafi. Hann hefur verið mér góð- ur vinur og hann á þetta kaffihús með mér,“ segir Augustin sem er afar áhugasamur um íslenska tungu og hefur lært að tala hana og skilja, enda er hann mikill tungu- málamaður og talar fimm tungu- mál. Augustin segir Ísland sann- arlega vera land töfranna því hér kynntist hann unnustu sinni, Made- leine Scherrer, sem býr í Sviss. Hún er í stuttri heimsókn hjá Aug- ustin um þessar mundir og hjálpar til við afgreiðsluna á Kigali. Hún talar fína íslensku rétt eins og unn- ustinn, enda hefur hún komið margoft til Íslands, m.a. til að vinna á bóndabænum Vatnsnesi í Húna- þingi hjá Kristbjörgu Austfjörð og Jakobi Hermannssyni. „Ég ætla að fara með Madeleine til Rúanda núna í maí, það verður í fyrsta skipti sem hún kemur til Afríku og verður spennandi fyrir okkur bæði. Ég hlakka til að hitta ættingja mína.“ Spilað Augustin kennir kærustunni spil frá Rúanda. Facebooksíða Kigali-kaffihúss- ins: Kigali Kaffi Nánar um gæðakaffið F2C á vefsíðunni www.nzozi.com. Kósí Gott að horfa út þegar kaffi er sötrað. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Ókeypis fjölskylduskemmtanir eru ævinlega kærkomnar, enda eru þær ómetanlegar stundirnar þegar börn og fullorðnir skemmta sér saman. Í dag er einmitt lag fyrir fjölskyldur að fara saman í hellaferð, grilla, hoppa og keyra kassabíla, því það verður sannkölluð vorhátíð í Kald- árseli, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði, frá klukkan 15-17. Á grillinu verða pyls- ur og sykurpúðar, fyrir þá fjörugu verður bæði hoppkastali og kassa- bílar, og fyrir þá sem vilja skreyta sig verður hægt að fá andlitsmáln- ingu. Og allir geta tekið þátt í Kald- árselsleikunum. Klukkan 15.30 verð- ur svo lagt af stað í hellaferð undir leiðsögn landfræðings, heldur betur spennandi að kanna undur náttúr- unnar. Ókeypis og allir velkomnir. Vorhátíð í Kaldárseli í dag Krakkafjör Það er alltaf gaman þegar krakkar leika saman úti í náttúrunni. Hellaferð og fleira skemmtilegt Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.