Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is Skartgripalínan Svanur fæst í verslun Aurum, Bankastræti 4. Líklegt er að velta Össurar fari í fyrsta sinn yfir hálfan milljarð doll- ara í ár, en IFS greining spáir að hún muni nema um 510 milljónum dollara í nýrri afkomuspá. Aukna veltu má meðal annars rekja til yf- irtöku fyrirtækja á síðasta ári, auk þess sem svo virðist sem bandaríski stoðtækjamarkaðurinn sé smám saman að taka við sér. IFS gerir ráð fyrir að hagræðing- araðgerðir félagsins á síðasta ári muni koma vel fram í uppgöri þessa árs og að hagnaður fyrir fjármagns- liði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði 19% af tekjum á árinu 2014. Viðmið félagsins sjálfs er 18-19%. Afkoma Össurar á fyrsta ársfjórð- ungi verður birt á þriðjudaginn og spáir IFS greining 21 milljón dollara EBITDA-hagnaði, eða 18% af tekjum. Gert er ráð fyrir að hagn- aður tímabilsins verði 11,4 milljónir dollara, eða um 1,3 milljarðar króna. Marel mun birta sitt uppgjör fyrir fjórðunginn á mánudaginn og spáir IFS félaginu 4,6 milljón evra hagn- aði, eða sem svarar 518 milljónum króna. IFS tekur fram að töluverð óvissa sé varðandi Marel í ljósi sveiflna í tekjum á umliðnum fjórð- ungum, auk þess sem félagið muni bera verulegan hagræðingar- kostnað næstu tvö árin. Spáir IFS 3% tekjuvexti hjá Marel á árinu. Össuri spáð 510 milljónum dala í veltu Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að það sé stórt skref í rétta átt að í nýju frumvarpi um veiðigjaldið sé nú miðað við afkomu einstakra fisktegunda í stað þorskígilda. „Nú erum við komin með sanngjarnari og réttlátari að- ferð við úthlutun. Ég fagna þeirri breytingu,“ segir hann við Morg- unblaðið. Meginefni frumvarpsins er að grunnur útreiknings veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári er svokallaðir afkomustuðlar fyrir veiðar á hverri fisktegund. Afkomustuðlar eru reiknaðir út frá tekjum og kostnaði af veiðum samkvæmt tilteknum skilgreiningum og veiðigjöldunum verður síðan dreift á fisktegundir samkvæmt þeim. Tilgangur þessara afkomustuðla er að jafna niður veiðigjöldum á einstaka fiskstofna sem byggjast á framlegð við veiði- úthald, að því er segir í Morgun- korni greiningardeildar Íslands- banka. Vilhjálmur segir að eðlilegt sé að veiðigjöldin miði við afkomu út- gerða fyrir fjármagnsliði. Nú sé því ekki háttað þannig, heldur taki það mið af skuldum útgerða. Útgerðir með tilteknar tegundir af skuldum greiða lægra veiðigjald. „Við teljum að skuldir fyrirtækja eigi ekki að hafa áhrif á veiðigjöldin,“ segir Vil- hjálmur og nefnir að verið sé að greiða fyrir aðgang að fiskimiðum. Sanngjarnt sé að allir greiði jafn- mikið fyrir hann, sama hvernig út- gerðirnar hafi hagað sínum fjármál- um. Í Morgunkorni segir að HB Grandi hafi til ráðstöfunar rúm 12% af heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. „Á árinu 2013 gjald- færði félagið um 1,8 milljarða króna vegna veiðigjalda (2012: 915 millj- ónir króna). Mjög erfitt er að áætla hver áhrif af ofangreindu frumvarpi verða á félagið en líkur eru til að samhliða lækkun veiðigjaldsins muni rekstur félagsins verða þung- ur á fiskveiðiárinu 2014/2015 vegna aðstæðna á mörkuðum erlendis ásamt því að lægri veiðigjöld leiða til hærri tekjuskattsgreiðslna en ella,“ segir þar. Morgunblaðið/Ernir Starfsmenn Starfsmenn útgerðarinnar HB Granda verka fisk. Skref í rétta átt  Forstjóri HB Granda fagnar breyt- ingum á nýju frumvarpi um veiðigjöld BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Útgerðin HB Grandi sneri aftur á að- allista Kauphallarinnar í gær eftir að hafa verið skráð á First North-hlið- armarkaðinn frá árinu 2006. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinn- ar, bendir á að félagið hafi verið skráð á hlutabréfamarkað í um tvo áratugi. Það sem knúði á skiptin var að Ar- ion banki, sem átti 31% í útgerðinni og seldi 20% í hlutafjárútboðinu, þurfti að losa um eign sína vegna laga um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að bankarnir megi ekki eiga hluti í fyrirtækjum í óskyldum rekstri nema til skamms tíma. Vogun og Fiskveiðihlutafélagið Venus, sem teljast tengdir aðilar, seldu 7% af 41%. Fjárfestum stóð ekki til boða út- boðsafsláttur ef marka má verðmat greiningardeilda bankanna. Stóðu hlutabréf HB Granda nánast í stað við lok markaðar í gær, miðað við hlutafjárútboðið sem fram fór fyrir skömmu í aðdraganda skráningar. Útboðsgengið var 27,7 krónur á hlut en greiningardeild Landsbankans mat hlutinn á 25 krónur, greiningar- deild Íslandsbanka á 26,9 kónur og IFS greining á 27,3 krónur. Segja má að HB Grandi, sem rekur umsvifamikla útgerð og er metinn á 50 milljarða króna, hafi í raun ekki átt heima á First North-markaðnum, því hann er einkum hugsaður fyrir lítil og meðalstór vaxtarfyrirtæki. Útgerðin var enda á meðal stærstu félaga á First North-mörkuðunum á Norður- löndum. Vandi First North-markað- arins á Íslandi, sem hefur ekki náð flugi, er að fjárfestingar lífeyrissjóð- anna í fyrirtækjum sem þar eru flokkast ekki sem skráðar eignir. Líf- eyrissjóðir mega að hámarki fjárfesta 20% eigna sinna í óskráðum eignum, en aðrar eignir þurfa að vera skráðar. Lífeyrissjóðir, sem eru helstu leik- endur í Kauphöllinni, hafa því lítið fjárfest á hliðarmarkaðnum. Kjölfestuhluthafar færðu HB Granda á hliðarmarkaðinn árið 2006 til þess að halda félaginu skráðu á markað, en án þess að stærstu hlut- hafarnir – Vogun, Venus og Hamp- iðjan – þyrftu að minnka eign sína vegna yfirtökuskyldu, sem nú mynd- ast við 30%. Tengdir aðilar áttu þá samtals 45% hlut. Á First North myndast ekki yfirtökuskylda. Páll Harðarson segir í samtali við Morgunblaðið að til þess að HB Grandi uppfyllti skilyrði til skráning- ar á aðalmarkaðinn hafi hluthafahóp- urinn orðið að stækka. Nú komi mun fleiri fjárfestar að útgerðinni. „Ég held að það styrki stöðu sjávarútvegs ef fleiri sjávarútvegsfyrirtæki fara á markað. Nú njóta fjölmargir ávinn- ings af starfsemi hans og ég held að það muni styrkja sjávarútveginn enn frekar ef hinn almenni fjárfestir sam- samar sig í meira mæli við þessa at- vinnugrein en verið hefur,“ segir hann. HB Grandi aftur á aðalmarkaðinn  HB Grandi hefur snúið aftur á aðalmarkað Kauphallarinnar eftir að hafa verið á hliðarmarkaðnum frá árinu 2006  Á hliðarmarkaðnum eru rýmri reglur  Arion banki seldi 20% í útgerðinni en átti 31% Kauphallartónar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tók hressi- lega í bjölluna þegar viðskipti hófust með bréf félagsins í Kauphöll. Morgunblaðið/Þórður Stærsta útgerð landsins » HB Grandi er stærsta útgerð landsins og hefur yfir að ráða um 12% aflahlutdeild á Ís- landsmiðum. » Stærstu hluthafar seldu 32% hlut í HB Granda sam- hliða skráningu á aðalmark- aðinn. Arion seldi 20% hlut. » Lífeyrissjóðir voru meðal kaupenda bréfanna í úboðinu. » Lífeyrissjóðir fjárfesta lítið á First North-markaðnum. Þeir eru hins vegar umsvifamiklir á aðallistanum.                                     ! " " # $ #!$ # "!! #%$ % &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "% ! " "#$ $$ #"!$ #" " $ #!$ %  !  " " #% #"$ #%% "" #%! % "#$$$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.