Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Heima hjá Hafnfirðingum Þéttir Strigaskór nr. 42 rokkuðu af móð og myndarskap. Frábært band. AF LISTUM Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Heima í Hafnarfirði“ nefn-ist tónlistarhátíð semMenningar- og listafjelag Hafnarfjarðar hélt að kvöldi síðasta vetrardags í heimahúsum víðsvegar í gamla miðbænum í Hafnarfirði. Hugmyndin er bráðsnjöll; tónlist- armenn úr ýmsum áttum halda stutta í áðurnefndum heimahúsum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa, hlusta og njóta.Undirritaður gekk á fund gestrisinna Hafnfirð- inga. Vök í Lóuhrauni Fyrst lá leiðin heim til Óla Palla og Stellu við Lóuhraun þar sem Vök, sigurvegarar Músíktil- rauna 2013, töldu í. Þegar gestir höfðu seilst í te, kaffi eða kaldan öl, hófust tónleikarnir og þeir voru af- bragð. Þríeykið Vök splæsir saman kuldalegri rafmúsík og lífrænum hljómum gítars og saxófóns svo úr verður grípandi og flott tónlist. Þre- menningarnir eru flinkir lagasmiðir og náðu eftirminnilega sterkri teng- ingu við viðstadda í stofurýminu við Lóuhraun. Sá sem þetta ritar hefur ekki séð bandið spila áður en mun bera sig eftir því hérleiðis því Vök er einkar sjarmerandi sveit sem flytur frumlega og spennandi tón- list. Söngkonan, Margrét Rán, á ekki minnstan þátt í aðdráttaraflinu en söngur hennar minnir sumpart á Karin Dreijer Anderson sem gefur út undir nafninu Fever Ray, og sem helmingur The Knife. Hreint ekki leiðri að líkjast. Frábær byrjun á góðu kvöldi í Firðinum. Andrea og félagar á Austurgötu Að Vök lokinni lá leiðin á Aust- urgötuna. Miðbærinn iðaði af fólki á förnum vegi sem var í senn nýkom- ið af einum tónleikum og rétt ókom- ið á þá næstu. Heima hjá Karó voru þau Andrea Gylfadóttir, Björn Thoroddsen á gítar og Jón Rafns- son bassaleikari búin að koma sér fyrir og fluttu gamlar og góðar lummur í létt-djössuðum búningi og gerðu það af sínum alkunna mynd- arskap. Heiðlóukvæði, Fram í heið- anna ró og Heim í heiðardalinn fengu að fljúga ásamt erlendum smellum eins og Summertime úr Porgy & Bess eftir Gershwin og Blue Moon eftir Rodgers og Hart, og allt saman afgreitt af silkimjúkri fagmennsku. Húsnæðið var heppi- legt út af fyrir sig en óþarfa kjafta- gangur í eldhúsinu spillti á stundum fyrir lágstemmdri músíkinni og ekki laust við að Andrea sendi þangað kalt auga af og til, og það réttilega. Strigaskór Nr.42 á Álfaskeiðinu Síðastið viðkomustaður þetta kvöldið var hjá Árna Matt og Björgu á Álfaskeiðinu og þar var hljómsveit sem ég hef lengi beðið þess að sjá, hin goðsagnakennda Kópavogsrokksveit, Strigaskór Nr. 42. Það er ekki lítið skarð í skeftið að hafa séð þá spila „læf“ og þeir brugðust ekki heldur viðstöddum. Dúndrandi rokkið er meira en bara kraftur því í því er að finna heil- miklar pælingar, flókna hljóma, og úthugsaða takta. Strigaskórnir voru geysiþéttir og sándið flott, og ómögulegt annað en að kinka kolli, stappa fæti eða hvorttveggja meðan sveitin hellti holskeflum af bylmingi yfir viðstadda og uppskáru upp- klapp fyrir; gestir uppskáru auka- lag. Gestir fóru út í sumarnóttina með suð í eyrum, en til hvers að hlusta á rokk ef hljóðhimnurnar fá ekki svolitlar harðsperrur af? Hafnfirðingar eiga hrós skilið fyrir framtakið – sjáumst að ári. » Strigaskórnir vorugeysiþéttir og sándið flott, og ómögulegt ann- að en að kinka kolli, stappa fæti eða hvort- tveggja. Heima Hafnafjörður er engum líkur, eins og sást síðasta vetrardag. Skrattinn úr sauðarleggnumer annað afsprengi sam-starfs danshöfundannaMelkorku Sigríðar Magn- úsdóttur, Sigríðar Soffíu Níels- dóttur og tónlistarmannsins Valdi- mars Jóhannssonar. Fyrsta verk hópsins nefndist Glymskrattinn og var það flutt í Þjóðleikhúskjall- aranum í maí 2012. Verk þessi eiga mikið sameiginlegt, en þau byggj- ast bæði á nánu samspili dans, tón- listar og leikhúss. Verkið er byggt á tónleikaforminu. Frumsamin lög eru flutt í fullri lengd, stuttum kynningum og leikköflum er fléttað inn á milli þeirra. Í Glymskrattanum var lagt upp með að bregða nýju ljósi á sviðs- framkomu og þekkt spor í popp- kúltúr samtímans, en í Skrattanum úr sauðarleggnum er tekist á við íslenska (þjóð)menningu með verk- færum samtímadans og dæg- urtónlistar. Formið sem höfundarnir velja verkum sínum er áhugavert en slakar lagasmíðar og misgóður flutningur setur strik í reikninginn. Það má þó ætla að brotakennd túlkunin sé af ásettu ráði því spaugsemin ræður ríkjum á svið- inu. Alvörunni sem fylgir forminu sem höfundarnir vinna með er lyft niður af stallinum og markmiðið er skemmtun. Út frá því má segja að stemningin sem myndaðist í Þjóð- leikhúskjallaranum hafi hentað hugmyndafræði hópsins betur en Kassasalur Þjóðleikhússins. Í Skrattanum úr sauðarleggnum er unnið með íslensk minni. Þjóðhátíðardagurinn, lopapeysur og íslensk náttúra koma við sögu, en einnig er íslensk dægurmenning áberandi. Í því samhengi má nefna skemmtilegt innslag „í boði bjór- framleiðanda“, þar sem tónleika- formið var brotið upp og froðu- kenndum spjallþætti var varpað á dansgólfið sem var þakið torfi. Sviðsmyndin var einkar vel gerð og þjónar hún verkinu mjög vel. Að auki settu fjölbreyttir búningar skemmtilegan svip á verkið. Flutningur lagsins um hafmeyj- una í húsinu og senan sem fór fram í heitum potti var mjög vel gerð og áhorfendur fundu fyrir skrattanum í sauðarleggnum. Menningarlegri ímynd nútíma Íslendinga er velt upp sem spurningu um stöðu fram- sækins menningarstarfs í hafi af- þreyingarmenningar nútímans. Skrattinn úr sauðarleggnum er léttúðugt og hressandi verk fyrir alla þá sem hafa gaman af land- námshænum, snapchat og in- stagram. Ljósmynd/Marino Thorlacius Þjóðleikhúsið Skrattinn úr sauðarleggnum bbmnn Höfundar og flytjendur: Melkorka Sig- ríður Magnúsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Valdimar Jóhannsson. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir. Bún- ingar: Agnieszka Baranowska. Ljós og hljóð: Ólafur Pétur Georgsson. Þula: Brynhildur Guðjónsdóttir. Frumsýning 23. apríl í Kassanum, Þjóðleikhúsinu. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Grín og glens í Kassanum Létt Skrattinn úr sauð- arleggnum er léttúðugt og hressandi verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.