Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tinghir nefn-ist lítillbær við rætur Atlasfjalla í Marokkó. Þar bjuggu fyrr á öld- um gyðingar og múslimar í sátt og samlyndi. Nú er enginn gyð- ingur eftir í Tinghir og gyð- ingahverfið í bænum er minn- isvarði um liðinn tíma. Um miðja tuttugustu öld voru um 250 þúsund gyðingar í Mar- okkó, en þeim snarfækkaði eftir stofnun Ísraelsríkis og er nú talið að fimm þúsund gyðingar séu eftir í landinu. Gerð hefur verið heim- ildamynd um það þegar gyð- ingar og múslimar lifðu sam- an í bænum. „Það ríkti alltaf skilningur milli gyðinga og múslima,“ var haft eftir Dao- ud, öldruðum handverks- manni, í umfjöllun AFP um myndina þegar hún var sýnd í Tinghir í vikunni. „Trúin skildi okkur að, en góð- mennskan hélt okkur saman.“ Myndinni hefur ekki verið tekið þegjandi. Þegar hún var frumsýnd í Tinghir í fyrra voru mótmæli og höfundurinn var sakaður um að vera á mála hjá Mossad, leyniþjón- ustu Ísraels. Það hljómar eins og mót- sögn í sjálfu sér að tala um að gyðingar og múslímar búi saman í sátt og samlyndi þótt reyndar séu mörg dæmi þess úr sögunni. Nú virðist enn einu sinni vera að fjara undan til- raunum til að koma á friði milli Ísraela og Palest- ínumanna og var ekki hægt að segja að skriðurinn hafi verið mikill fyrir. Það væri vægt til orða tekið að segja að á milli Ísraela og Palestínumanna ríkti tor- tryggni. Traustið er ekkert. Nú síðast tilkynntu Ísraelar að þeir hygðust draga sig út úr viðræðunum, sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið að reyna að halda gangandi, vegna áforma Palest- ínumanna um að reyna að mynda sameiginlega stjórn með samtökunum Hamas inn- an borðs. Samtökin hafa verið á skrá Bandaríkjamanna yfir hryðjuverkasamtök frá árinu 1993. Kerry fékk Ísraela og Pal- estínumenn til að hefja við- ræður, sem skyldu standa í níu mánuði, í júlí í fyrra. Við- ræður höfðu þá legið niðri í þrjú ár. Sá tími er liðinn á þriðjudag og hefur Kerry verið að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að fall- ast á að fram- lengja viðræð- urnar. Undanfarnar vik- ur hafa hins vegar frekar einkennst af tilraunum til að hleypa kergju í viðræðurnar en að ná ár- angri. Þegar Ísraelar neituðu að virða samkomulag um að láta 29 fanga lausa brugðust Pal- estínumenn við með því að undirrita 15 sáttmála Sam- einuðu þjóðanna til að undir- strika kröfu sína til að teljast sjálfstætt ríki. Tilkynning Ísraela um að reisa 700 íbúðir í austurhluta Jerúsalem vöktu litla kátínu Palest- ínumanna. Palestínumenn saka Ísraela um að grafa und- an viðræðunum og Ísraelar saka Palestínumenn um slíkt hið sama. Stuðningsmenn Ísraels segja að ekki sé hægt að sjá í gegnum fingur sér við hryðjuverkamenn og því sé ótækt að Hamas fái sæti í stjórn Palestínumanna. Pal- estínumenn spyrja á móti hvernig eining meðal þeirra geti staðið viðræðum fyrir þrifum og fullyrða að það eitt vaki fyrir Ísraelum að við- halda sundrungu Palest- ínumanna. Bandarískir ráðamenn hafa margir reynt að stilla til frið- ar fyrir botni Miðjarðarhafs án þess að hafa erindi sem erfiði og erfitt er að sjá hvernig það eigi að takast án þeirra milligöngu. Nú er hins vegar kominn vonleysistónn í Kerry, alltaf sé hægt að finna leið fram á við, en til þess verði leiðtogar Ísraela og Pal- estínumanna að gera mála- miðlanir. Spurningin er hvort þeir standa nógu traustum fótum til að taka af skarið. Hvorki Benjamin Net- anhyahu, forsætisráðherra Ísraels, né Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, virð- ast tilbúnir að taka neina áhættu í viðræðunum ef það gæti orðið til þess að gera þeim skráveifu heima fyrir. Fremur mætti ætla að fyrir þeim hefði vakað að sigla við- ræðunum í strand. Kerry minnir því á Sýsifus, sem dæmdur var til að ýta á undan sér stórum steini upp brekku til eilífðarnóns án þess að koma honum nokkurn tímann alla leið, og hinir ver- aldarvönu kynnu að segja streð hans tilgangslaust. Sag- an af bænum Tinghir í Mar- okkó minnir okkur hins vegar á að þótt eitthvað virðist ómögulegt er ekkert útilokað. Enn eru viðræður fyrir botni Miðjarðarhafs að renna út í sandinn} Sagan endalausa? Þ að var mikið áfall þegar afi minn lést úr krabbameini fyrir um fjórtán ár- um. Við vorum góðir vinir og hann hafði óbilandi trú á mér, sem var mér afar mikilsvert. Í mínum aug- um var afi alvörumaður; hann var með sjóara- tattú á framhandleggjunum og blótaði óspart þegar honum þótti tilefni til en hann hjálpaði líka til við heimilisstörfin; bjó um rúmin, ryk- sugaði, skrældi kartöflurnar og þurrkaði leir- tauið. Og hvatti ömmu til að læra að keyra. Það þótti mér frábært. Mér verður oft hugsað til afa og spyr stund- um sjálfa mig að því hvað honum fyndist um þær ákvarðanir sem ég hef tekið ef hann væri á lífi. Hann vildi helst að ég yrði læknir en sagði það ekki skipta höfuðmáli, svo lengi sem ég menntaði mig í einhverju sem ég vildi leggja fyrir mig. Stundum velti ég því líka fyrir mér hvað honum fyndist um jafnréttisbaráttuna í dag, um femínísk sjón- armið mín, af því að mér þótti hann frekar framúrstefnu- legur fyrir mann af hans kynslóð, þótt hann væri ekki full- kominn frekar en aðrir. Afa þótti afskaplega vænt um fólkið sitt en eftir að hann veiktist leyfði hann sér að sýna það í auknum mæli; faðm- lögin vöruðu lengur og kveðjurnar urðu innilegri. Veikindi breyta fólki og annað, sem ég hugsa stundum í tengslum við afa, er hvað það er sorglegt að stundum þarf stór áföll til að fólk horfist í augu við tilfinningar sínar og sjái mik- ilvægi þess að tjá þær áður en það verður um seinan. Rétt eins og ég held að það verði konum til góðs þegar karlremban heyrir sögunni til held ég að það verði mikil blessun fyrir karl- menn að losna undan oki karlmennskunnar, eða ímynd karlmennskunnar, réttara sagt. Það er samfélagsmein að mörgum karl- mönnum finnist þeir ekki geta stigið fram og tjáð tilfinningar sínar og líðan á opinberum vettvangi, og jafnvel hvorki við ættingja né vini. Úti í samfélaginu, og inni á heimilunum, eru menn sem eru plagaðir af ótta við að geta ekki séð fjölskyldu sinni farborða, menn sem þurfa að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín, menn sem veigra sér við að taka fullt fæðingarorlof vegna þess að starfið leyfir það ekki og menn sem kljást við alls kyns djöfla í hljóði, af því að þeir eiga að vera karl- menn; grjótharðir og töff. Samt er sárasjaldan sem maður verður var við að menn beri þessar hversdagslegu áhyggj- ur á borð. Þar höfum við konur forskot, við sem „hið veik- ara kyn“ höfum meira frelsi til að sýna okkar viðkvæmu hliðar, jafnfáránlegt og það er. Jafnréttisbaráttan er okkar allra og rétt eins og konur þurfa að standa vörð um hugtakið femínismi, sem ýmsir leitast við að troða í svaðið, held ég að karlmenn ættu að taka slaginn fyrir „karlmennska“ og byrja að tala. Því það er engum til góðs að karlmenn sitji eftir í viðjum þess kúltúrs sem konur hafa varið áratugum í að berjast gegn. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Alvörukarlmennska STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ílok síðasta mánaðar tók hæsti-réttur Bandaríkjanna fyrirtvö mál er varða nýlega heil-brigðislöggjöf ríkisstjórnar Baracks Obama. Samkvæmt lög- unum eru stærri fyrirtæki skyldug til að sjá starfsmönnum sínum fyrir sjúkratryggingum sem ná m.a. til getnaðarvarna en þetta hafa fyrir- tækin tvö, sem koma við sögu í mála- rekstrinum, og fjöldi annarra harð- lega gagnrýnt og segja ólögmætt að skikka aðila til að greiða fyrir þjón- ustu sem stríðir gegn trúarsannfær- ingu þeirra. Forsvarsmenn Hobby Lobby, sem reka 500 föndurverslanir víðs- vegar um Bandaríkin og hafa 13.000 manns í vinnu, vilja hvorki greiða fyrir svokallaðar daginn-eftir-pillur né lykkjuna fyrir starfsmenn sína. Þeir segjast þeirrar skoðunar að líf verði til við getnað og líta á viðkom- andi getnaðarvarnir sem tæki til fóstureyðingar. Það sem liggur fyrir hæstarétti er m.a. að ákveða hvort trúarsannfæring eigenda Hobby Lobby og skápaframleiðandans Conestoga Wood Specialties geti tal- ist trúarsannfæring viðkomandi fyr- irtækja og hvort ákvæði stjórnar- skrárinnar og laga sem fjalla um trúfrelsi taki yfirhöfuð til fyrirtækja. Vekur margar spurningar Við málflutninginn virtist rétt- urinn, líkt og oft áður, klofinn í af- stöðu sinni. Sonia Sotomayor og Elena Kagan þráspurðu málflutn- ingsmann fyrirtækjanna tveggja hvort röksemdafærsla hans opnaði ekki á að fyrirtæki neituðu að greiða fyrir aðra þjónustu, s.s. blóðgjafir eða bólusetningar á trúarlegum for- sendum. Þá benti Kagan á að úr- skurður fyrirtækjunum í hag gæti jafnvel leitt til þess að fyrirtæki ve- fengdu aðra löggjöf á sömu for- sendum, t.d. þá er varðar réttindi samkynhneigðra. Hæstaréttardómararnir John G. Roberts jr. og Samuel A. Alito bentu hins vegar á að hið opinbera hefði þegar veitt ýmsar undanþágur frá viðkomandi ákvæðum heilbrigð- islöggjafarinnar, t.d. vegna starfs- manna kirkna og trúarlegra góð- gerðarstofnana, en Donald B. Verilli Jr., lögmaður ríkisins, sagði kirkjur ávallt hafa notið sérstakra undan- þága og að ríkisvaldið hefði fundið leiðir til þess að starfsmenn góðgerð- arstofnananna væru tryggðir að fullu, án þess að þær þyrftu að greiða fyrir það með beinum hætti. Myndi takmarka valið Málið er margslungið en meðal þeirra atriða sem horfa þarf til er réttur starfsfólks fyrirtækjanna til trúfrelsis og til að velja það form getnaðarvarna sem hentar þeim best, m.a. út frá læknisfræðilegum forsendum. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði um málfrelsi nái til fyrirtækja og verði það niðurstaða dómstólsins að sama eigi við um lög er varða trú- frelsi verður ríkisvaldið að sýna fram á að það hafi umtalsverða hagsmuni af því að halda getnaðarvarnaskil- yrðinu til streitu og að það gangi ekki með verulegum hætti gegn réttinum til trúariðkunar. Stuðningsmenn heilbrigðis- löggjafarinnar segja mikið í húfi en hagfelld niðurstaða fyrir fyrirtækin mun að óbreyttu takmarka val fjölda bandarískra kvenna þegar kemur að getnaðarvörnum. Lykkjan og upp- setning hennar getur til að mynda kostað á bilinu 50-100 þúsund krónur og rannsóknir sýna að ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum myndi skipta um getnaðarvörn ef kostnaður skipti ekki máli. Vilja ekki greiða fyrir ákveðnar varnir AFP Hitamál Ein af þeim spurningum sem menn velta fyrir sér er hverra trúar- skoðanir eigi að ráða; eigenda eða stjórnar t.d. Og hvað um starfsfólkið sjálft? Erfitt er að spá fyrir um af- leiðingarnar ef hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að fyrirtæki geti neitað að fara að lögum vegna trúarsannfær- ingar forsvarsmanna þeirra en ljóst er að afstaða Banda- ríkjamanna til kynfrelsis kvenna, eins og hún end- urspeglast í dómum hæsta- réttar og stefnu stjórnvalda, hefur áhrif langt út fyrir land- steina Bandaríkjanna. Í stjórnartíð George W. Bush voru t.d. allar fjárveit- ingar til Mannfjöldastofnunar Sameinuð þjóðanna felldar niður á þeim forsendum að stofnunin starfaði í Kína, þar sem konur væru þvingaðar í fóstureyðingar. Þá hafa síð- ustu forsetar skipst á að fella niður og endurvekja svokall- aða „global gag rule“ sem bannar fjárveitingar til er- lendra aðila sem koma með einhverjum hætti að fram- kvæmd eða fræðslu um fóst- ureyðingar. Stefnan hef- ur áhrif víða KYNFRELSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.