Morgunblaðið - 05.05.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.
105.200
Pella Steve I m/bókunarafslætti
Netverð á mann frá kr. 105.200 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
íbúð m/2 svefnherbergjum. Netverð á mann frá kr. 116.700 m.v.
2 fullorðna í stúdíóíbúð. 15. sept í 10 nætur.
Krít
Seiðandi stemning
Allt að20.000 kr.bókunarafsláttur
síðasti dagur afslátts í dag,
valdir gististaðir, valdar dagsetningar.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um 2.000 íbúðir eru í byggingu á
höfuðborgarsvæðinu um þessar
mundir, sem er langt undir því sem
markaðurinn þarf. Þetta er mat
Samtaka iðnaðarins sem hafa tekið
saman fjölda íbúða í byggingu. Kom
þá fram að 1.103 íbúðir, í flokknum
frá sökklum að fokheldi, eru í smíð-
um. Í hinum flokknum sem spannar
stigið frá fokheldi að fullbúinni eign,
var 891 íbúð. „Markaðurinn kallar á
aukið framboð húsnæðis, viðmiðið
er að á ári hverju þurfi 1.500-1.800
nýjar íbúðir,“ sagði Jón Bjarni
Gunnarsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri SI, í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Leiguverð í hæstu hæðum
Segja má að allar framkvæmdir
hafi stöðvast í hruninu – og hafa
þær farið hægt af stað aftur. Því er
mikil uppsöfnuð þörf eftir fleiri
íbúðum, sérstaklega litlum sem
henta fyrstu kaupendum. Þetta hef-
ur orðið til þess að leiguverð er í
hæstu hæðum.
Það viðmið gildir að 18 til 24 mán-
uði tekur að reisa nýtt fjölbýlishús.
Sé miðað við stöðuna nú þegar 2.000
íbúðir séu á framkvæmdastigi, segir
Jón Bjarni, þá þyrfti 1.000 í viðbót.
„Það jákvæða sem kom út úr taln-
ingu nú er að framleiðsla á íbúða-
húsnæði er meiri en var í síðustu
könnun, sem við gerðum í ágúst í
fyrra. Samt vantar meira.“
Seldist á sólarhring
Í umræðum um húsnæðismál að
undanförnu hefur komið fram að
mikil þörf sé á litlum og ódýrum
íbúðum sem hentað gætu til dæmis
hinum efnaminni og þeim sem eru
að kaupa sína fyrstu eign. Er
bent á að nýlega hafi 25 íbúðir í
nýju fjölbýlishúsi á Völlunum í
Hafnarfirði verið auglýstar og
seldust þær allar á einum sólar-
hring. Þetta voru um það bil 70
fermetra íbúðir sem kostuðu
um 20 millj. kr. Eru það
einmitt slíkar eignir
sem markaðurinn
kallar á nú í dag.
1.000 íbúðir þarf í viðbót
Samtök iðnaðarins telja á höfuðborgarsvæðinu Um 2.000 íbúðir í smíðum
Markaðurinn vill meira Uppsöfnuð þörf Lítið og ódýrt er eftirsótt í dag
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Verktakar byggja íbúðarhúsnæði nú á nýjan leik. Meira vantar samt, sérstaklega litlar íbúðir á verði sem er efnaminna fólki viðráðanlegt.
Húsin á höfuðborgarsvæðinu
Staða byggingarframkvæmda í sjö sveitarfélögum
Heimild: Samtök iðnaðarins
Fokhelt og lengra komið 4 herb. 5 herb. 6 herb. 7 herb. Samtals
Mosfellsbær 0 18 15 0 33
Reykjavík 11 80 42 18 151
Seltjarnarnes 31 0 0 0 31
Kópavogur 166 60 6 18 250
Álftanes 0 0 0 0 0
Garðabær 18 0 32 3 53
Hafnarfjörður 16 32 51 44 143
Samtals 242 190 146 83 661
Að fokheldu 2 herb. 3 herb Samtals
Mosfellsbær 0 0 0
Reykjavík 94 268 362
Seltjarnarnes 0 4 4
Kópavogur 27 246 273
Álftanes 0 0 0
Garðabær 14 230 244
Hafnarfjörður 20 147 167
samtals 155 895 1050
Strandveiði-
tímabilið hófst
á miðnætti í
nótt. Sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá
stjórnstöð
Landhelg-
isgæslunnar
mátti búast við
mikilli ásókn, miðað við reynsluna
síðustu ár, þó að færri hafi sótt um
strandveiðileyfi í ár en í fyrra.
Landhelgisgæslan væri því
reiðubúin fyrir strandveiðarnar og
tilbúin til þess að aðstoða alla sem
þyrftu á því að halda. sgs@mbl.is
Má búast við mikilli
ásókn í strandveiðar
Jarðskjálftahrina við Herðubreið-
artögl, sunnan Herðubreiðar, heldur
áfram. Stærsti skjálftinn varð um
klukkan hálftvö í fyrrinótt, 3,9 stig.
Skjálftinn fannst á Akureyri.
Síðustu tvo daga hafa um sjö-
hundruð skjálftar mælst undir
Herðubreiðartöglum. Þeir stærstu,
utan skjálftans í fyrrinótt, urðu á
laugardag, 3,3 og 3,5 stig.
Veðurstofan taldi í gær líklegt að
nokkuð yrði um smáskjálfta á næstu
dögum. Jarðskjálftar yfir þrjú stig
að stærð voru einnig taldir líklegir.
Tekið var fram að engin mælanleg
merki væru um að hrinan myndi
leiða til eldgoss.
Skjálftahrina
við Herðubreið
Kort af vef Veðurstofu Íslands
„Núna þegar kosningar nálgast
og mikið er rætt um húsnæðis-
mál ættu frambjóðendur að
bregaðst við, því sveitarstjórnir
geta svarað þessu með lækkun
lóðaverðs og breytingu á sam-
setningu þess,“ segir Jón Bjarni
Gunnarsson. „Margar af þeim
eignum sem eru í byggingu
núna eru stórar og dýrar – því
lóðaverðið er nánast það sama
hvort sem íbúðin er lítil eða
stór. Það skapar þann hvata að
stjórnendur fyrirtækja byggja
frekar dýrari eignir, til að
skapa meiri framlegð, á
meðan hrópandi þörf er
fyrir litlar íbúðir á hóf-
legu verði. Ég sé heldur
ekki að sjónarmið um
þéttingu byggðar svari
þessu, því þar eru undir
gróin hverfi þar sem
eignaverð er fyrir
nokkuð hátt.“
Hvati fyrir
dýrar eignir
HÁTT LÓÐAVERÐ VANDI
Jón Bjarni
Gunnarsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mb.is
Hrunamannahreppur og eigendur jarðarinnar Jaðars
þar í sveit fengu á dögunum 1,4 millj. kr. styrk úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða til umhverfisbóta á aust-
urbakka Hvítár, það er svæðinu sem liggur að Gullfossi.
Þegar farið er upp frá Tungufelli, sem er efsti bær í
Hrunamannahreppi, tekur við afréttarvegur. Frá veg-
inum liggja troðningar að árbakkanum. Fjöldi ferða-
manna, sem sjá vilja fossinn frá nýju sjónarhorni, fer
gangandi um þetta svæði á hverju ári, sem skapar álag á
viðkvæman gróður þar.
Framkvæmdir hefjast í sumar
Að sögn Jóns G. Valgeirssonar, sveitarstjóra Hruna-
mannahrepps, hafa verið lagðar línur um skipulag þessa
svæðis. Leggja þurfi markaða göngustíga og fleira og
hefjist framkvæmdir í sumar.
Úr áðurnefndum sjóði fengu svonefndir Kerlingar-
fjallavinir 1,7 millj. kr. styrk. Nota á peninganna til góðra
verkefna í Kerlingarfjöllum. Þau innan marka Hruna-
mannahrepps og því kemur sveitarfélagið að málum þar.
Jón G. Valgeirsson telur líklegt að fjallasalur þessi komi
til með að verða heitur reitur í framtíðinni, enda ægifag-
ur. Svipi að sumu leyti til Landmannalauga og Friðlands-
ins að fjallabaki, sem sé eitt vinsælasta ferðamannasvæði
landsins.
Ætla að greiða leiðina að
Gullfossi frá eystri bakka
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gullfoss Fallegur frá öðru sjónarhorni af austurbakka.
Framkvæmdasjóður leggur lið Kerlingafjöll á dagskrá
Vélhjólamanninum sem var fluttur
alvarlega slasaður á Landspítalann
í Fossvogi fyrir tæpri viku er enn
haldið sofandi í öndunarvél. Líðan
hans er stöðug, að sögn læknis á
gjörgæsludeild. Maðurinn lenti ut-
an vegar í Kömbunum fyrir ofan
Hveragerði aðfaranótt sunnudags
fyrir rúmri viku, en talið er að hann
hafi misst stjórn á hjólinu.
Haldið sofandi í
öndunarvél