Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur stefnt
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Krefst
Vinnslustöðin þess að sérstaka veiðigjaldið, sem
lagt var á fyrirtækið á fiskveiðiárinu 2012-2013
með lögum nr. 74/2012, verði endurgreitt, en fjár-
hæð þess var um 516 milljónir króna. Málsóknin
nær ekki til almenna veiðigjaldsins.
Telur Vinnslustöðin að gjaldið brjóti meðal ann-
ars í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár
og að hátt skatthlutfall feli í sér í reynd upptöku
eigna. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, flyt-
Krefjast endurgreiðslu veiðigjaldsins
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum stefnir fjármálaráðherra Segja sérstaka
veiðigjaldið jafngilda eignaupptöku Mismunun byggð inn í útreikninginn
ur málið fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar. Hann
segir að ákveðið hafi verið að sækja málið, þar sem
menn teldu að með álagningunni væri gengið út
fyrir mörk löglegrar skattheimtu. Ragnar segir
ljóst að sérstaka veiðigjaldið sé verulega íþyngj-
andi fyrir fyrirtæki. Ragnar bendir á í því sam-
hengi að skattstofninn í þessum gjöldum hafi verið
65% af útreiknuðum gjaldstofni.
„Þegar þetta er reiknað út frá rekstrarárinu
2010, þá er þegar búið að greiða af þeirri afkomu
tekjuskatt samkvæmt tekjuskattslögum. Sérstaka
veiðigjaldið bætist svo við, þó að það sé ekki lagt á
fyrr en 2-3 árum seinna. Þetta gjald leggst við al-
menna veiðigjaldið, sem er tæpar 200 milljónir.
Þetta er gríðarleg skattheimta hjá einu fyrirtæki.“
Ragnar bendir einnig á að mismunun sé nánast
innbyggð í útreikninginn. „Þetta gjald er lagt á
með þeim hætti, að það eru fjölmargir aðilar sem
sleppa við að borga það, vegna aðstæðna hjá
þeim,“ segir Ragnar.
„Það þýðir að þegar ríkið er búið að ákveða að
það ætli sér að ná svo og svo mörgum milljörðum
út úr skattheimtunni þá verður að taka meira af
þeim sem geta borgað. Það er mikil mismunun
byggð inn í kerfið, þegar menn horfa til þess að
verið sé að borga fyrir afnot af hinni sameiginlegu
auðlind. Sumir borga ekkert, en hinir eru þá bara
látnir borga meira.“
Rök Vinnslustöðvarinnar
» Sérstaka veiðigjaldið er í
eðli sínu skattur til ríkisins en
ekki gjald fyrir auðlind.
» Rekstrarafkoma fyrirtækis
eins og Vinnslustöðvarinnar er
nánast þjóðnýtt með háu
skatthlutfalli.
» Regluverkið sé flókið, erfitt
viðfangs og ógegnsætt.
» Greiðendur hafa engin tök á
að sannreyna hvort forsendur
gjaldsins standist.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Allur búnaður sem við notum þarfn-
ast nærgætni og nákvæmni í með-
höndlun. Reiðbeisli og annar búnað-
ur getur meitt ef ekki er haldið rétt
á,“ segir Sigurbjörn Bárðarson
hestamaður. Hann er ekki fylgjandi
banni við tilteknum búnaði en vill
þess í stað auka eftirlit með hestum í
keppni og herða viðurlög ef notaður
er búnaður sem veldur áverkum.
Félag tamningamanna styður
ekki tillögur stjórnar Landssam-
bands hestamannafélaga, dýralækn-
is hrossasjúkdóma og yfirdýralækn-
is um að banna notkun á
stangarmélum með tunguboga.
Rannsókn Sigríðar Björnsdóttur,
dýralæknis hrossasjúkdóma, á gögn-
um sem safnað var á Landsmóti
hestamanna 2012, bendir til að þessi
mél valdi algengum áverkum á kjálk-
um hrossanna.
Ekki dæmdir úr leik
Áverkarnir komu fram við skoðun
fyrir úrslitakeppi, ekki síst í tölti.
Hestarnir voru ekki dæmdir úr leik.
Sigurbjörn segir að áverkar bendi til
að reiðmenn hafi ofnotað búnaðinn.
„Mér finnst að þeir sem fara yfir
strikið eigi að taka út sína refsingu.
Kannski hefur ekki verið gengið
nógu langt í því að dæma menn úr
keppni í stórmótum þar sem komið
hefur í ljós að búnaður á þátt í að
hesturinn hefur meiðst.“
Sigurbjörn og Súsanna Sand
Ólafsdóttir, formaður Félags tamn-
ingamanna, taka fram að ekki sé
hægt að réttlæta það að búnaður sé
notaður þannig að hann meiði hesta.
Súsanna segir að Félag tamninga-
manna vilji að tamningamenn og
þjálfarar beri fulla ábyrgð á heil-
brigði hrossa sinna og noti ekki bún-
að eða aðferðir sem meiði hesta.
Telur hún að ef reglum sem banna
áverka á hestum í keppni og sýning-
um verði fylgt fast eftir muni knapar
gæta sín betur og ekki nota búnað
sem hætta sé á að valdi meiðslum.
Hestamenn myndu sjálfkrafa velja
búnað og aðferðir sem ekki meiði
hestana.
Ljóður á okkar ráði
Sigurbjörn segir að ef það dugi
ekki að skerpa á reglum og dæma
meidd hross úr leik ættu hestamenn
að sjá sóma sinn í því að setja reglur
sem tilgreini hvaða búnað er leyfi-
legt að nota. „Það er ljóður á okkar
ráði að hafa ekki komið þessu fyrr í
farveg og yrði heldur snautlegt ef
stjórnvöld settu á okkur bann.“
Refsa á þeim knöpum
sem fara yfir strikið
Tamningamenn styðja ekki tillögur um bann við búnaði
Morgunblaðið/Kristinn
Sýning Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu í sumar. Óvíst er hvort þá verður búið að banna mélin um-
deildu sem talin eru valda áverkum á kjálkabeini keppnis- og sýningarhrossa.
Stærsti einstaki eigandi jarð-
arinnar Fells kannast ekki við
áform verktakafyrirtækisins Þing-
vangs um uppbyggingu þjónustu-
miðstöðvar við Jökulsárlón. Lög-
maður hans segir að engin
uppbygging verði á svæðinu nema
með afdráttarlausu samþykki allra
eigenda.
Sameigendafélag jarðarinnar
Fells og verktakafyrirtækið Þing-
vangur kynntu fyrir helgi áform
um uppbyggingu þjónustu-
miðstöðvar við Jökulsárlón, í sam-
ræmi við nýsamþykkt skipulag
svæðisins. Sagt var frá áformunum
í Morgunblaðinu í fyrradag. Fram
kom að beðið væri eftir fram-
kvæmdaleyfi sveitarfélagsins
Hornafjarðar.
Kannast ekki við áformin
Ekki er eining meðal eigenda
jarðarinnar um þessi áform. 31 eig-
andi er að jörðinni sem er í óskiptri
sameign og ekki eiga allir aðild að
Sameigendafélaginu. Einar Björn
Einarsson sem rekur ferðaþjón-
ustuna Jökulsárlón er jafnframt
stærsti einstaki eigandi jarðarinnar
og heldur á tæplega fjórðungshlut.
Hann á ekki aðild að félaginu.
Sigríður Andersen, lögmaður
hans, segir að hann kannist ekki við
þessi tilteknu uppbyggingaráform
og honum hafi hvorki verið kynntur
samningur við Þingvang né útlits-
teikningar sem nú hafa verið birtar.
„Engin uppbygging verður á
svæðinu nema með afdráttarlausu
samþykki allra eigenda og er úti-
lokað að sveitarfélagið veiti fram-
kvæmdaleyfi nema slíkt samþykki
liggi fyrir,“ segir Sigríður.
Einar Björn hefur sjálfur kynnt
Sameigendafélaginu og sveitarfé-
laginu áform um uppbyggingu fyrir
ferðaþjónustu.
Vilja rifta samningum
Einar hefur rekið ferðaþjónustu
við Jökulsárlón í fjórtán ár og býð-
ur meðal annars upp á siglingar
með hjólabátum á lóninu. Samn-
ingar hans við jarðeigendur gildir
til ársins 2025. Sameigendafélag
jarðarinnar Fells hefur lýst yfir
riftun samninga. Sigríður telur
engin efni standa til þess og segir
að málið sé nú rekið fyrir dóm-
stólum. Allt að einu verði jörðinni
ekki ráðstafað nema með samþykki
allra eigenda.
helgi@mbl.is
Ekkert byggt
nema allir eig-
endur samþykki
Morgunblaðið/Ómar
Jökulsárlón Siglt með ferðafólk um lónið. Talið er að 250 þúsund manns
komi að lóninu á hverju ári og fer straumurinn vaxandi.
Málaferli vegna riftunar samninga
um ferðaþjónustu við Jökulsárlón
Stjórn Félags tamningamanna telur
ekki ástæðu til að banna stangamél
með tunguboga. Stjórnin endur-
birtir hins vegar ályktun sem hún
gerði á árinu 2012 þegar fyrir lágu
upplýsingar um áverka á hrossum
eftir keppnir og sýningar á stór-
mótum þess árs.
Ályktunin hljóðar svo: „Sam-
kvæmt dýraverndarlögum og
keppnisreglum skulu hross sem
koma til keppni og sýninga vera
ósár. Félag tamningamanna hvetur
alla þá sem stýra reglusetningum
er varða keppni og sýningar hrossa
til að samræma áverkaskoðanir og
sjá til þess að hross séu skoðuð
bæði fyrir og eftir keppni/sýningu.
Hross sem skoðast með áverka fyr-
ir keppni/sýningu fái ekki að taka
þátt og hross sem skoðast með
áverka að keppni/sýningu lokinni
hljóti ekki einkunn eða verðlaun.
Félag tamningamanna vill minna
á þá staðreynd að það er og verður
alltaf knapinn sem er ábyrgur fyrir
heilbrigði hestsins. Boð og bönn
eru ekki til þess fallin að vinna á
rótum vandans. Félag tamninga-
manna vill hvetja til upplýstrar um-
ræðu og auka fræðslu og forvarnir
um áverka almennt. Auk þess þarf
að endurskoða allar hliðar móta og
sýningahalds t.d. keppnis- og sýn-
ingafyrirkomulag, umgjörð (velli),
dómstörf o.s.frv.
Grundvallaratriðið er heill hestur
inn og heill hestur út!“
Heill hestur inn, heill hestur út
FÉLAG TAMNINGAMANNA ÁLYKTAR UM ÁVERKA
Umferð um hringveginn var rúm-
lega 12% meiri í aprílmánuði en í
sama mánuði á síðasta ári. Er það
meiri aukning en áður hefur sést í
þessum mánuði. Aukningin kemur
Vegagerðinni þó ekki á óvart. Hún
skýrist að einhverju leyti af færslu
páska á milli mánaða. Mest eykst
umferðin um Norður- og Austur-
land eða um rétt rúm 30%, en
minnst í grennd við höfuðborg-
arsvæðið eða um rúm 6%.
Umferð um hringveginn eykst um 12%
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skíði Margir fóru til Akureyrar um páska.