Morgunblaðið - 05.05.2014, Page 9

Morgunblaðið - 05.05.2014, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Tweeter ein nýjung frá Ármúla 24 • S: 585 2800 VERTU VAKANDI! blattafram.is 84% tilvika flokkast sem gróft eða mjög gróft kynferðislegt ofbeldi. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is H a u ku r 1 .1 4 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Stór og rótgróin heildverslun með tæknivörur fyrir sjávarútveg.• Ársvelta 860 mkr. Öflug heildverslun með leikföng og gjafavörur. Góð umboð.• Ársvelta um 120 mkr. Stór og mjög vinsæll skemmtistaður í miðbænum.• Stór og þekkt bílaþjónusta og verkstæði á góðum stað.• Vel tækjum búið. Ársvelta 150 mkr. Heildverslun með sérhæfðar byggingavörur. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki,• en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu árin um 300 mkr. og góð framlegð. Glæsilegt hótel.sem er vel staðsett í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík.• Hagstæð áhvílandi lán. EBITDA 60 mkr. og ört vaxandi. Lítið en vel tækjum búið trésmíðaverkstæði sem sérhæfir sig í gluggum• og hurðum. Heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði (non-food). Ársvelta 100 mkr.• Góð EBITDA. Hentar vel sem viðbót hjá heildverslun með svipaðar vörur. Vel þekkt innflutningsfyrirtæki með fæðubótarefni.• Rótgróin heildverslun með vinsælar vörur fyrir konur, sem seldar eru í• verslunum um land allt. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 50 mkr. Rógróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði sem annast m.a. steinslípun í• nýbyggingum. Góð verkefnastaða og ágætur hagnaður. Tilvalið tækifæri fyrir duglegan mann með verkstjórnarhæfileika að fara í eigin rekstur. Þrír starfsmenn auk eiganda. Auðveld kaup. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samfélagsmiðlar geta nýst okkur mjög vel í leitarstarfi, þar sem miðl- un upplýsinga og skilaboð frá al- menningi skipta öllu. Hins vegar þarf að sýna að- gát þegar eitt- hvað er gert að frásagnarefni,“ segir Ólöf Snæ- hólm Bald- ursdóttir, upplýs- ingafulltrúi Slysavarna- félagsins Lands- bjargar. Á formannafundi SL sem haldinn var vestur í Stykkishólmi um sl. helgi var notkun samfélagsmiðla á netinu í brennidepli. Að sögn Ólafar eru flestar þeirra 100 björgunarsveita sem starfa inn- an vébanda SL með vefsíður og á sýnilegum félagsmiðlum eins og Facebook. Reynslan af því er í meginatriðum mjög góð. „Okkur er mjög þýðingarmikið að vera sýnileg. Hins vegar hafa komið upp nokkur dæmi sem skoða þarf betur,“ segir Ólöf. Nefnir þar sem dæmi að eitt sinn hafi verið sagt að björgunarsveitarbíl hefði verið ekið utan vegar – sem ýmsum sem lásu þótti hið versta mál. Staðreyndin í því máli var hins vegar sú að fara hefði þurft út af markaðri braut til þess að ná smábíl upp úr hálendisá. Í öðru tilviki fóru í loftið myndir af bíl sem var fastur í skafli og björg- unarsveitarmenn losuðu. Þar sást númer bílsins, sem þótti miður. „Fólk á að geta leitað til okkar án þess að hátt fari hver sé á ferð. Það er mikilvægt atriði sem snýr að grunngildum starfs okkar. Þau mál sem ég nefni, þar sem óheppilegar upplýsingar fóru í loftið, hafa ekki haft nein eftirköst, en við getum samt lært af þeim,“ útskýrir Ólöf. Samráð við lögreglu Ólöf leggur áherslu á að miðlun upplýsinga við leitar- og björgunar- aðgerðir sé eftir ákveðnum starfs- reglum og oft í samráði við lögreglu. Þeim verði að fylgja. Umræðan um þetta á formannafundinum hafi ann- ars verið gagnleg og upplýsandi og áhugverð sjónarmið komið þar fram. Farið sé varlega á félagsmiðlum  Björgunarsveitarfólk ræðir reynslu af Facebook  Upplýsingum sé miðlað með aðgát  Fólk geti leitað aðstoðar án þess að hátt fari  Bílnúmerin sjáist ekki Ólöf Snæhólm Baldursdóttir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Æfing Björgunarsveitarfólk sinnir fjölbreyttum verkefnum og margt þarf að athuga, svo sem hvernig og hvort sagt sé frá ýmsu því sem sinna þarf. Tveir skiptu með sér sjöföldum lottópotti í út- drætti sl. laug- ardagskvöld og fær hvor rúmlega 42 milljónir í vinning. Annar vinningsmiðinn var keyptur hjá Olís, Norð- lingabraut 7 í Reykjavík, og hinn í Ísgrilli, Bústaðavegi 130, Reykjavík. Tveir voru með bónusvinninginn og hlaut hvor þeirra 541.410 kr. Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fengu þeir 100.000 kr. í vinning. Tveir skiptu með sér stóra vinningnum „Þetta sannar það sem ég er að segja. Verkið er fullkomnað með því að það er eyðilagt,“ segir Sara Björnsdóttir myndlistarmaður. Listaverk hennar í Skúrnum á Klambratúni var eyðilagt í fyrradag. Listaverkið er eftirprentun af Mónu Lísu og pæling listakonunnar um tilveru listapersóna eins og hennar sjálfrar og það sem hún kall- ar menningartregðu í samfélaginu. Skúrinn sjálfur er hluti af verkinu. Sýningin var sett upp 1. maí. Þá þegar hafði verið brotin rúða í glugga Skúrsins. Myndin fékk að vera í friði í tvo til þrjá daga en var stolið í fyrradag. Með því að taka myndina er verkið í heild eyðilagt. Sýningunni var lokað tímabundið í kjölfarið og málið kært til lögregl- unnar. helgi@mbl.is Verkið full- komnað Ljósmynd/Finnur Arnar Opnunardagur Rúða í Skúrnum var brotin daginn fyrir opnun sýningar Söru Björnsdóttur, Nono Lisa, og myndinni stolið nokkru síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.