Morgunblaðið - 05.05.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rangárþing Meðal staða sem segir frá eru hinar fornu og frægu Landréttir, þar sem fé var dregið í dilka um aldir.
Hvers konar ævintýraferðir
eru orðnar mjög áberandi í ferða-
sporti landsmanna, það er ögrun og
áhugi á því að leggja í bröttustu
brekkurnar. Af því leiðir sú spurn-
ing hvort fólk velti síður fyrir sér
náttúrunni og sögu landsins á ferð-
um um landið. Á þessu er sjálfsagt
allur gangur og Páll segir val sitt á
áfangastöðum að einhverju leyti
helgast af sínum eigin áhugamálum.
„Mér finnst náttúran oftast
heillandi í sjálfu sér en þegar ein-
hver áhugaverð saga af mannlegum
örlögum fylgir með breytir það
upplifun ferðalangsins. Þú tiltekur
dæmi í spurningu um sprungu í Að-
aldalshrauni, sem Steingrímur
Baldvinsson kennari og sveit-
arskáld féll niður í árið 1946 og
þurfti að dúsa þar matarlaus í
nokkuð á þriðja sólarhring, uns
hann fannst af sveitungum sínum.
Ég þekki til í Aðaldal og á vini þar
sem hafa oft sagt mér þessa sögu
og sýndu mér holuna. Mér fannst
þetta ágæt tilraun til þess að reyna
að gera holu í jörðina að áhugaverð-
um áfangastað. Hvort það tekst veit
ég ekki,“ segir Páll og heldur
áfram:
Hver einn bær á sína sögu
„Ég reyndi eftir megni að hafa
nokkuð jafna dreifingu áfangastaða
um land allt því hver einn bær á
sína sögu, sigurstund og rauna-
bögu, eins og einhvers staðar er
sagt. Athugull lesandi sér þó að
hlutfall áfangastaða á Vestfjörðum
er eflaust hærra á einhvern mæli-
kvarða en það ætti með réttu að
vera. Það skýrist af því að ég er
runninn upp vestur í Djúpi. Þar
sleit ég mörgum pörum af hvítbotn-
uðum gúmmískóm áður en ég villt-
ist út í heiminn en þar eru mínar
rætur og allir mínir uppáhalds-
staðir eru á Vestfjörðum. Þar er
mitt draumaland og þangað leita ég
í vöku og draumi.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
Íslandsmeistarakeppnin í blóma-
skreytingum fór fram í sjöunda
sinn á sumardaginn fyrsta.
Garðyrkjuskólinn í Hveragerði
stendur fyrir keppninni. Í ár kepptu
eingöngu faglærðir blómaskreytar
og bar Valgerður Jóndís Guðjóns-
dóttir sigur úr býtum. Valgerður
hefur starfað við blómaskreytingar
í 20 ár en hún útskrifaðist úr Garð-
yrkjuskólanum í Hveragerði árið
1998. Hún vinnur í verslun Blóma-
vals í Skútuvogi eins og keppand-
inn sem hafnaði í þriðja sætinu,
Jón Þröstur Ólafsson, sem varð Ís-
landsmeistari árið 2010.
Keppnin gekk þannig fyrir sig að
keppendur voru beðnir að útbúa
tvær skreytingar með ólíku þema.
Annars vegar var það þemað „án
upphafs og endis“ og hins vegar
„sumardagurinn fyrsti“. Keppendur
fengu að vita hvert fyrra þemað var
með nokkrum fyrirvara en greint
var frá seinna þemanu rétt áður en
keppendur hófust handa. Valgerður
hefur áður tekið þátt í keppninni og
var að vonum sæl með titilinn sem
hún segir vera mikla viðurkenningu
á starfi sínu sem blómaskreytir.
Blómaskreytinganámið í Garð-
yrkjuskólanum hefur notið nokk-
urra vinsælda en þar læra nem-
endur að þekkja og vinna með
algengustu stílbrigði blómaskreyt-
inga og flest er viðkemur meðferð
og notkun blóma í skreytingum,
form, litafræði, útstillingar og með-
höndlun helstu garðplantna. Námið
fer fram á Reykjum í Ölfusi og er til
þriggja ára. Nánari upplýsingar um
námið er að finna á vef Landbúnað-
arháskóla Íslands en blómaskreyt-
ingabrautin heldur úti facebooksíðu
þar sem hægt er að skoða fjölda
mynda frá Íslandsmeistaramótinu.
Keppt var í blómaskreytingum á sumardaginn fyrsta
Ljósmynd/Spessi
Blómaskreytar Valgerður og Jón Þröstur við verk sín að móti loknu.
Valgerður er Íslandsmeistari
Í heilsupistli Heiðdísar Sigurðar-
dóttur sálfræðings sl. mánudag um
átraskanir misritaðist þar sem tal-
að var um aukna matarfíkn, en þar
átti að standa að viðkomandi yrði
meira upptekin af mat. Fíkn átti
alls ekki við í því samhengi sem
þarna var skrifað um. Beðist er
velvirðingar á þessum leiðu mis-
tökum.
Leiðrétting
Vegna heilsupistils um átraskanir
Margir sem fara um landið æja við
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
En það getur verið ekki síður
áhugavert að koma að Fjallsárlóni
sem er lítið eitt vestar á sandinum.
Niður að lóninu falla Fjallsárjökull
og Hrútárjökull, þar sem ís brotnar
reglulega svo verða jakar, spangir
og dreifar úti á lóninu.
„Þar koma fáir og sá sem heim-
sækir Fjallsárlón snemma dags í
kyrru veðri heyrir auðveldlega
gnesta og braka í jöklinum sem
skríður fram með nokkurra milli-
metra hraða á dag. Sé maður
heppinn falla jakar úr stálinu með-
an á heimsókninni stendur með til-
heyrandi brestum og boðaföllum,“
segir Páll Ásgeir í bókinni. Þar
kemst hann svo að orði um Fjalls-
árlón að það sé fyrir einfara. Og
hann bætir ennfremur við í lýsingu
sinni á staðnum:
„Hér truflar ferðamannastraum-
ur ekki upplifun manns af hrika-
legri náttúru þar sem jökullinn
geymir leyndarmál frá landnámi
Íslands.“
Frá fleiri stöðum í Öræfasveit
segir í bókinni 155 Ísland. Þar má
til dæmis nefna Fagurhólsmýri,
þar sem lengi var sláturhús, kaup-
félag og flugvöllur og samgöngu-
miðstöð sveitar sem var úr öllum
alfaraleiðum þar til brúin yfir
Skeiðará var byggð árið 1974. Með
henni komst hringvegurinn í gagn-
ið og einangrun sveitarinnar milli
sanda var rofin. – Þá greinir einnig
frá Sandfelli. Það er gamall kirkju-
staður og enn sjást menjar kirkju-
garðs þar. Nú er staðurinn hins
vegar þekktastur fyrir að vera upp-
hafspunktur flestra ferða á
Hvannadalshnjúk, sem er 2.111
metra og hæsta fjall landsins.
Jökullón fyrir einfarana
ÓTRÚLEGUR STAÐUR AUSTUR Í ÖRÆFASVEIT
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjallsárlón „Sé maður heppinn falla jakar úr stálinu meðan á heimsókninni
stendur með tilheyrandi brestum og boðaföllum,“ segir Páll Ásgeir í bókinni.
Hádegisfyrirlestur verður í dag kl. 12
í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands,
en þar mun heimspekipófessorinn
Graham Parkes fjalla um loftslags-
breytingar og Kína. Undirtitill fyrir-
lestursins er: Ways toward Lives
Worth Living, og gæti útlagst sem:
Leiðir í átt til lífs sem vert er að lifa.
Graham mun meðal annars koma inn
á það að í baráttunni við loftslags-
breytingar muni lítið þokast í rétta
átt án samráðs við Kína. Hann telur
hefðbundna kínverska heimspeki
gagnast þar.
Hádegisfyrirlestur í dag um loftslagsbreytingar
Kína skal haft með í ráðum
Graham Parkes Fyrirlesari dagsins.
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500
hberg@hberg.is | hberg.is
NÝTT!