Morgunblaðið - 05.05.2014, Page 14

Morgunblaðið - 05.05.2014, Page 14
SKOÐANAKÖNNUN AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meirihlutinn í bæjarstjórnAkureyrar er fallinnsamkvæmt nýrri skoð-anakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Sjálf- stæðisflokkurinn bætir við sig tveimur fulltrúum frá kosningunum 2010 og Vinstri græn einum. Nýtt framboð Bjartrar framtíðar fær tvo menn kjörna. Niðurstöðurnar eru mjög svip- aðar og í síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar á fylgi flokka og lista á Akureyri, en hún var birt í lok febrúar. Meginbreytingin á milli kannana er að sameinað framboð Lista fólksins og Bæjarlistans undir nafni hins síðarnefnda fær tvo full- trúa í stað eins og Framsóknarflokk- urinn tapar einum fulltrúa. Sjálfstæðisflokkur stærstur Niðurstöðurnar eru nánar tiltekið þessar: Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Akureyri. Fylgi hans mælist 21,8% þeirra sem af- stöðu tóku. Hann fengi þrjá fulltrúa í bæjarstjórn ef kosið yrði núna. Í kosningunum vorið 2010 beið flokk- urinn afhroð eins og allir gömlu flokkarnir í bænum, fékk 13,3% at- kvæða og einn bæjarfulltrúa. Kjör- tímabilið 2006 til 2010 hafði hann haft fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Björt framtíð er næststærsti flokkurinn. Hún mælist með 20,6% fylgi sem gefur tvo fulltrúa. Flokk- urinn hefur ekki áður boðið fram í sveitarstjórnarkosningum. Sameinað framboð Lista fólksins og Bæjarlistans undir nafni hins síð- arnefnda nýtur stuðnings 19% þeirra sem afstöðu tóku í könn- uninni. Framboðið fengi tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Listi fólksins, sem einn fer með meirihluta í bæjar- stjórninni, hefur nú sex fulltrúa og Bæjarlistinn einn. Verði þetta nið- urtaðan er því um mikið afhroð að ræða. Tapar á milli kannana Framsóknarflokkurinn mælist með 12,3% fylgi og fær þá einn full- trúa. Það er nokkru minna en í síð- ustu könnun. Þá mældist fylgið 14,7% sem gaf tvo fulltrúa. Um aukningu er hinsvegar að ræða frá kosningunum 2010 þegar flokkurinn fékk 12,8% atkvæða og einn bæj- arfulltrúa. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð nýtur fylgis 16% kjósenda. Fengi flokkurinn tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Það er aukning um einn mann frá kosningunum 2010 þegar flokkurinn fékk 10,4% at- kvæða. Samfylkingin er í mikilli lægð á Akureyri. Hún mælist með 9,5% fylgi og fengi einn fulltrúa. Það er lítilsháttar aukning frá síðustu könnun þegar hún mældist með 8,7% fylgi. Fylgið núna er nánast hið sama og í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri fyrir fjórum árum. Dögun, sem ekki hefur áður boðið fram á Akureyri, mælist með 0,3% fylgi. Listinn fengi engan fulltrúa. Rétt er að geta þess að tilkynnt var um framboð Dögunar tveimur dög- um áður en könnun Félagsvís- indastofnunar hófst. Kynferði hefur áhrif Könnunin var gerð meðal kjós- enda á Akureyri dagana 25. til 29. apríl. Spurt var: Ef sveitarstjórn- arkosningar væru haldnar á morg- un, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 320 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 280 manna úrtaks úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls fengust 418 svör frá svarendum á aldrinum 18 til 90 ára og var svar- hlutfall 70%. Vigtaður svar- endafjöldi var 417. Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar með tilliti til kynferðis þátttakenda kemur í ljós umtals- verður munur á fylgi flokkanna. Konur eru í miklum meirihluta með- al kjósenda Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna. Karlar eru aftur á móti mun fleiri en konur meðal kjós- enda Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Aldur kjósenda hefur einnig áhrif á það hvernig þeir hyggjast verja at- kvæði sínu. Yngsti kjósendahóp- urinn, fólk á aldrinum 18 til 29 ára, er fjölmennastur meðal stuðnings- manna Bjartrar framtíðar, 33% af heildinni. Aðeins 2% fólks á þessum aldri styðja Samfylkinguna. Aftur á móti ætla 20% fólks í elsta kjós- endahópnum, 60 ára og eldri, að Sjálfstæðisflokkurinn stærstur  Ný könnun á fylgi flokka á Akureyri  Sameinaður listi meirihlutans í bæjarstjórn undir nafni Bæjarlistans fengi aðeins tvo menn kjörna  Björt framtíð með tvo menn  Samfylkingin í lægð 21,8% 20,6% 19,0% 16,0% 12,3% 9,5% 0,3% 0,3% Fylgi stjórnmálaflokka á Akureyri samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 25.-30. apríl 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Svör alls: 418 Svarhlutfall: 70% Nefndu einhvern flokk: 278 Veit ekki: 87 Skila auðu/ógildu: 25 Ætla ekki að kjósa: 21 Vilja ekki svara: 7 Niðurstöður kosninga 2010 Fjöldi bæjarfulltrúa, eftir síðustu kosningar. Fjöldi bæjarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. Fylgi skv. könnun 18.-23. feb. Fylgi skv. könnun 25.-30. apr. Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Bjö rt f ram tíð Sjá lfst æð isfl. Vin stri -græ n Fra ms ókn arfl . Bæ jarl isti nn* Sam fylk ing Dög un ? Ann að *L-listinn og Bæjarlistinn hafa sameinast um framboð undir nafni Bæjarlistans 13 ,3 % 2 0, 7% 23 ,2 % 16 ,0 % 16 ,6 % 53 ,7 % 15 ,2 % 14 ,3 % 10 ,4 % 16 ,0 % 16 ,7 % 12 ,8 % 15 ,6 % 17 ,7 % 9, 8% 11 ,0 % 8, 7% 5, 5% 5, 8% 3 2 2 2 1 11 7 1 1 1 „Þetta gefur okkur vind í seglin,“ segir Margrét Kristín Helgadóttir sem fer fyrir framboðslista Bjartrar framtíðar á Akureyri. Hún segir að frá áramótum hafi framboðið mælst með í kringum 20% stuðning – líkt og nú. Sú nið- urstaða standi á pari við góðar und- irtektir sem frambjóðendur hafi fengið meðal bæjarbúa. „Við höfum reynt að tala á mannamáli um þau atriði sem skipta almenning mestu. Ungt fólk og konur finna væntanlega sam- hljóm milli sín og okkar í þessu efni,“ segir Margrét Kristín spurð um mikinn stuðning þessara tveggja hópa við Bjartra framtíð. Sjálfstæðisflokkur vill 28% „Ég er ánægður með að við séum inni með þrjá bæjarfulltrúa sam- kvæmt þessari könnun. Hefði þó viljað sjá hærri tölur, við setjum stefnuna á að fá 25-28% fylgi í kosningunum. Hins vegar eru framboðin mörg og því dreifist fylgið,“ segir Gunnar Gíslason sem er í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins. Með tilliti til þess að um 30% að- spurðra í könnun Gallup svöruðu ekki segir Gunnar ljóst að ýmis tækifæri séu í stöðunni. Margir eigi væntanlega eftir að gera upp hug sinn, enda sé kosningabaráttan varla hafin. Sjálfstæðisflokkurinn á Vindur í segl en sumir vilja meira  Samfylk- ingin neitar að trúa könnuninni Margrét Kristín Helgadóttir Gunnar Gíslason Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi- og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.