Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
fi p y j g p
C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa
mauki Bruchetta eykmeð tvír
ðlahangikjöti, bal- samrau
og piparrótarsósu hetBruc
ta með hráskinku, balsam
nmgrill uðu Miðjarðar- hafsgræ
K r a b b a - salat f
ðboskum kryddjurtum í brau
B r u c h e t t a Mimeð
jarðarhafs-tapende aR i s
rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn ónmeð japönsku maj
sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax alioá bruchettu með
grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry
taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill
tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli
satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is
MöndluMix og KasjúKurl
er ekki bara hollt snakk.
Líka gott á salatið.
Hollt oggott frá Yndisauka.
Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum,
Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni,
Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum,
Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna
Akureyri.
Yfir 2.000 aðskilnaðarsinnar réðust
inn í höfuðstöðvar lögreglunnar í
hafnarborginni Odessu í austurhluta
Úkraínu í gær, tveimur dögum eftir
að tugir manna létu lífið í eldi sem
kviknaði í byggingu í borginni eftir
að átök blossuðu þar upp.
Aðskilnaðarsinnarnir sem réðust
inn í höfuðstöðvar lögreglunnar
kröfðust þess að hún sleppti mót-
mælendum sem hafa verið hand-
teknir í átökum í borginni undan-
farna daga. Tugir þeirra voru látnir
lausir eftir árásina. Að sögn frétta-
manns AFP voru aðskilnaðarsinn-
arnir vopnaðir bareflum og hrópuðu
vígorð gegn „fasistum“.
Lýst yfir þjóðarsorg
Yfir fjörutíu manns biðu bana í
átökum milli aðskilnaðarsinna og
úkraínskra öryggissveita á föstudag-
inn var. Flestir þeirra sem létu lífið
voru aðskilnaðarsinnar sem höfðu
lagt byggingu verkalýðssamtaka í
miðborginni undir sig þegar eldur
kviknaði í henni. Arsení Jatsenjúk,
forsætisráðherra Úkraínu, kenndi
öryggissveitum landsins um hvernig
fór í Odessu. Stjórnvöld í Kænugarði
lýstu jafnframt yfir tveggja daga
þjóðarsorg vegna mannsfallsins.
„Þessar öryggissveitir eru gagns-
litlar og brutu lög,“ sagði forsætis-
ráðherrann.
Stríðandi fylkingar höfðu kastað
bensínsprengjum sín á milli og svo
virtist sem þannig hefði kviknað í
byggingunni. Forsætisráðherrann
hét því að eldsvoðinn yrði rannsak-
aður ítarlega. Hann sagði að sak-
sóknari hygðist byrja á því að yfir-
heyra lögreglustjórann á svæðinu og
undirmenn hans. Þótt hann kenndi
lögreglunni um mannfallið sagði
hann aðskilnaðarsinna og stjórnvöld
í Rússlandi bera ábyrgð á átökunum
sem urðu til þess að eldurinn kvikn-
aði.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa viður-
kennt að öryggissveitir landsins hafi
verið máttvana gegn uppreisnarhóp-
um í austurhluta landsins þar sem
margir íbúanna hafa rússnesku að
móðurmáli og vilja að austurhlutinn
verði hluti af Rússlandi. Á síðustu
dögum hafa aðskilnaðarsinnar tekið
yfir tug borga og bæja á sitt vald.
Átök blossuðu einnig upp í borg-
inni Slavjansk um helgina þegar her-
menn réðust á staði sem uppreisnar-
menn höfðu náð á sitt vald. Íbúar
Slavjansk eru um 160.000 og hermt
er að skortur sé á matvælum í borg-
inni vegna ófriðarins. bogi@mbl.is
Vaxandi
ólga í
Odessu
AFP
Leystir úr haldi Aðskilnaðarsinnar fagna eftir að þeir voru látnir lausir í höfuðstöðvum lögreglunnar í Odessa í
gær. Hundruð manna höfðu þá ráðist inn í höfuðstöðvarnar til að krefjast þess að lögreglan sleppti mönnunum.
AFP
Átök Aðskilnaðarsinnar ráðast á lögreglumann við byggingu verkalýðs-
samtaka í Odessa eftir að tugir manna létu lífið í eldi í byggingunni.
Lögreglan gagnrýnd fyrir að stöðva
ekki átök sem kostuðu tugi manna lífið
Átök í Úkraínu
KÆNUGARÐUR
Izjum
Krím
*Einnig nefnd Horlivka
Odessa
HVÍTA-RÚSSLAND
RÚSSLANDAZOV-
HAF
SVARTAHAFSevastopol
Ú K R A Í N A
Donetsk
Mariupol
Novorossísk
100 km
0 25 50 75 100
Borgir og bæir á valdi aðskilnaðarsinna
Opinberar byggingar á
valdi aðskilnaðarsinna
Hlutfall íbúa sem hafa
rússnesku að móðurmáli, í % Kramatorsk
Yenakieve
Zhdanivka
Torez
Slavjansk
Artemivsk Pervomaisk
Stakhanov
Alchevsk
Gorlivka*
Kostjantynivka
Donetsk
Khartsyzk
Makiivka
Lugansk
50 km
Kirovske
Aðskilnaðar-
sinnar réðust
inn í höfuð-
stöðvar
lögreglunnar
„Vilja tortíma Úkraínu“
» Forsætisráðherra Úkraínu
sakaði í gær rússnesk stjórn-
völd um að standa á bak við
átökin í Odessa og fleiri stöð-
um í austurhluta landsins.
» „Það sem gerðist í Odessa
er liður í áætlun Rússa um að
tortíma Úkraínu,“ sagði hann.
„Rússar sendu fólk hingað til
að skapa glundroða.“
» Utanríkisráðherra Rússa
hvatti Bandaríkjamenn til að
knýja Úkraínustjórn til að
stöðva „stríð hennar gegn eig-
in þjóð“.
Þess var minnst í
gær að 200 ár
eru liðin frá því
Napóleon Frakk-
landskeisari var
sendur í útlegð
til ítölsku eyj-
arinnar Elbu.
Fjöldi fólks
fylgdist með því
þegar Roberto
Colla, 59 ára
gamall læknir og áhugamaður um
Napóleon, var fluttur í léttabáti í
land í Elbu, íklæddur einkennisbún-
ingi svipuðum búningi keisarans.
Napóleon dvaldist á Elbu í 10
mánuði en flúði til Frakklands árið
1815 og náði völdum þar að nýju.
Eftir að franski herinn beið ósigur
fyrir Bretum og Prússum við
Waterloo í Belgíu síðar það ár var
Napóleon sendur á ný í útlegð, nú
til eyjarinnar St. Helenu í Suður-
Atlantshafi þar sem hann lést árið
1821.
ÍTALÍA
„Napóleon“ snéri
aftur til Elbu
Napóleon tekur
land í Elbu í gær.