Morgunblaðið - 05.05.2014, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
sturtusett
Hitastýrt
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
Í upphafi máls míns
nú ætla ég að taka
fram, að mér finnst lít-
ið hagræði vera að
sumum þessum svo-
kölluðu skipulagstil-
lögum, sem settar hafa
verið fram, sérstaklega
varðandi Haga- og
Melahverfið, t.d. varð-
andi opnun Kapla-
skjólsvegarins út á
Hringbrautina, sem ég
minntist á um daginn.
Mér sýnist líka, sem Dagur og
kompaní sjái hérna vesturfrá ein-
hverjar stórkostlegar breiðgötur,
sem þurfi endilega að mjókka, þótt
sannleikurinn sé sá, að flestar ef
ekki allar íbúðargöturnar í það
minnsta séu þröngar húsagötur, sem
má nú ekki þrengja mikið til muna
frá því, sem verið hefur, án þess að
þær verði einhverjir krákustígar
milli húsa eins og var í þorpum og
bæjum í gamla daga, sem voru að
byggjast upp. Svo virðist sem þetta
fólk sé haldið einhverri fortíðarþrá,
vilji sjá Reykjavík eins og hún var á
fyrri hluta síðustu aldar, þegar hún
taldi varla meira en hverfin í kring-
um Tjörnina auk gamla Vesturbæj-
arins, og svo háskólasvæðið, enda
vita nú allir, hvernig göturnar í
Þingholtunum og víða í gamla Vest-
urbænum eru, eða svo þröngar, að
það er varla hægt fyrir tvo bíla að
mætast. Þannig eru flestar íbúðar-
göturnar á Högunum og Melunum.
Þessi hverfi voru líka byggð á þeim
tíma, sem bílaeign manna var í lág-
marki miðað við það, sem nú er.
Reykjavík var heldur ekki eins stór
þá og hún er í dag, og fjarlægðirnar
meiri milli borgarhverfa en svo, að
það væri góður göngutúr þar á milli.
Hins vegar voru á þeim tíma meiri
snyrtipinnar við stjórnvölinn í borg-
inni en nú er að finna, og öldin önnur
þá, eins og þar stendur, og hún kem-
ur aldrei aftur. Þessir fuglar í borg-
arstjórninni verða að átta sig á því.
Það er talað um að setja hjólastíga
á Birkimelinn. Hvar finna þeir nú
eiginlega pláss fyrir þá,
spyr ég? Ég sé ekki, að
það sé mikið svigrúm
til að setja þá upp neins
staðar. Það sér það
enginn nema þá þessi
furðulegu skipulags-
yfirvöld.
Þegar litið er til
borganna í nágranna-
löndum okkar og jafn-
vel New York og ann-
arra borga vestanhafs,
þá sést hvernig yfir-
völd hafa skipulagt út-
hverfin þannig, að þau
séu íbúavæn og fólk finni sig vel þar
og vilji búa þar. Þetta framtíðar-
skipulag Reykjavíkur, sem er búið
að leggja fram, gengur þvert á það
allt saman vægast sagt. Bílar eiga
helst ekki að fyrirfinnast í borginni,
þótt fjarlægðin milli borgarhverfa sé
orðin svo mikil, að ekki sé hægt að
ganga þar í milli, og ekki geta allir
hjólað. Það er vitað mál.
Ég talaði um daginn um Kapla-
skjólsveginn, Suðurgötuna og flug-
vallarsvæðið. Nú ætla ég að beina
sjónum aðeins að bernskuslóðum
mínum á Hjarðarhaganum. Þar er
stefnan að fjarlægja alla bílskúrana
við fjölbýlishúsin og troða þar niður
íbúðarbyggð, allt í nafni þéttari
byggðar. Sjarmi Hagahverfisins hef-
ur falist í því útliti, sem nú er á því,
og þeirri uppbyggingu, sem hefur
verið þar frá því um miðja síðustu
öld, þegar það byggðist upp. Hvað
hafa Dagur og kompaní svona á móti
bílskúrum? Í fæstum tilvikum eru
bílskúrar notaðir einungis sem bíla-
geymslur, heldur veit ég, að þar hafa
iðnaðarmenn oft heimaverkstæði
sín, þar geymir fólk oft eitt og annað
dót. Við einbýlis- og tvíbýlishús eru
þar geymd garðverkfæri og annað
þvílíkt. Bílskúrar eru yfirleitt inni á
einkalóðum. Það eru bílskúrarnir við
Hjarðarhagann líka. Þvílíkur yfir-
gangur, dónaskapur og frekja er það
að ætla að ráðast á þá bílskúra með
jarðýtum og taka þar með hluta af
fjölbýlishúsalóðunum eignarnámi í
nafni þéttingar byggðar. Það er með
eindæmum. Ég sé heldur ekki fyrir
mér, hvernig er hægt að fram-
kvæma þetta í reynd, án þess að
þrengja götuna til muna frá því, sem
er í dag, og er hún nú nógu þröng
fyrir og hefur alltaf verið. Ég hef oft
tekið mér göngutúr á góðviðris-
dögum á mínum gömlu slóðum, upp
og niður Hjarðarhagann og nýt
kyrrðarinnar, sem þar ríkir, enda
ekki mikil umferð þarna miðað við
margar aðrar götur, og það þrátt
fyrir að strætisvagn fari um götuna,
og þetta sé ein af aðalgötum hverf-
isins. Ég veit ekki, hvar manni er
ætlað að fá sér göngutúra um göt-
una, eftir að skipulagsyfirvöld hafa
þrengt hana til muna og plantað nið-
ur fleiri húsum þar og sett auk þess
hjólreiðastíga meðfram götunni.
Ef þessar skipulagstillögur verða
allar framkvæmdar, eins og þær
koma fyrir, þá sýnist mér engu lík-
ara en Reykjavík muni í heild sinni
minna meira á iðnaðarborgir erlend-
is en vistvænar borgir, þar sem fólk
vill setjast að og búa, með skemmti-
legum íbúðarbyggðum, görðum og
trjágróðri, sem má helst hvergi
sjást. Þó er þetta fólk að tala um, að
það þurfi að minnka mengunina í
borginni. Það er greinilegt, að það
hefur ekki heyrt talað um, að trjá-
gróður minnki mengun, og taka
kannski ekki mark á slíkri speki
heldur. Staðreyndin er samt sú.
Þess vegna skil ég ekkert í þessu
hatri á görðum og trjágróðri hjá
skipulagsyfirvöldum og vilja aðeins
hafa hús og aftur hús án nokkurra
útivistarsvæða neins staðar.
Nei, það er komið meira en nóg af
þessari vitleysu. Því vona ég, að fólk
sjái að sér og kjósi annað en þessa
jólasveina til að stjórna borginni eft-
ir kosningarnar í vor.
Meira um skipulagsruglið
í Reykjavík
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur » Þess vegna skil ég
ekkert í þessu hatri
á görðum og trjágróðri
hjá skipulagsyfirvöldum
og vilja aðeins hafa hús
og aftur hús…
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
Höfundur er guðfræðingur
og fræðimaður.
Við 66. gráðu norð-
lægrar breiddar stát-
ar Ísland af dýrðlegu
norrænu landslagi, en
í sannleika sagt er hér
fátt sem ekki er að
finna annars staðar.
Hrikalegt snævi þakið
landslag líkt okkar má
finna í hálöndum
Skandinavíu og
Alaska. Norskir firðir
eru heimsþekktir fyrir stórbrotna
fegurð sína. Goshveri, jarðhitasvæði
og sjóðandi leir má sjá í Nýja-
Sjálandi, Bandaríkjunum, Rússlandi
og Síle. Í Zambíu, Bandaríkjunum
og Nýja-Sjálandi má finna fossa
sem slá Gullfossi við í hæð sinni og
breidd. Í samanburði við And-
esfjöllin, Alpana og Klettafjöllin er
íslenskt fjallendi dvergvaxið. Engu
að síður hefur Ísland magnað að-
dráttarafl og sífellt fleiri ferðamenn
flykkjast hingað. Hvers vegna?
Ég kom hingað sem ferðamaður
fyrir aldarfjórðungi, en er nú búsett
hér og hitti oft og tek öðru hvoru á
móti erlendum gestum. Í samtölum
kemur glöggt í ljós að gestir eru
jafn heillaðir af víðerni íslenskrar
náttúru og fegurð hennar. Ísland er
meðal stærstu náttúrulegu land-
svæða Evrópu þar sem enn er að
finna stór svæði nær óspilltrar nátt-
úru. Þorp okkar og bæir eru smá,
kyrrlát og draga ekki athygli frá að-
liggjandi landslagi. Þar af leiðandi
hafa ferðamenn rúm og frelsi til að
njóta þeirrar sjaldgæfu reynslu að
finna sig eina með náttúrunni –
sjónarhorns þar sem maðurinn er
nánast umvafinn náttúrunni. Gest-
um finnst hin fjarlæga og kalda
náttúra okkar vera tímalaus og af
öðrum heimi, hún veki í senn auð-
mýkt og uppörvun. Þegar þeir eru
spurðir um hápunkta heimsóknar
sinnar nefna þeir oft reynslu á borð
við að standa aleinn á einhverri
sandfjöru suðurstrandarinnar um-
kringdur sjófuglum og stara út á úf-
ið hafið sem engan enda tekur fyrr
en á Suðurskautinu.
Úr því að ferðamenn koma hingað
til þess að vera með náttúrunni
stöndum við frammi fyrir því, í
fyrsta lagi, að þurfa að stýra ferða-
mannasvæðum okkar þannig að
gestir geti séð þau eins og þeir vilja
helst sjá þau – án manngrúa og um-
ferðaröngþveitis. Ferðamenn koma
ekki hingað til þess að láta drekkja
sér í þvögu fólks og ökutækja. Því
síður hafa þeir áhuga (eða þörf) á að
kaffihúsum, salernishúsum, bíla-
stæðum eða annarri „aðstöðu“ sé
komið fyrir á hverjum einasta stað,
og síst smærri svæðum með við-
kvæm vistkerfi. Þegar þróun-
arstefnan er annarsvegar má segja
að minni aðgerðir skili meiru. Verði
öðrum hverjum bóndabæ, hlöðu,
fjósi, fjárhúsi og flutningagámi
breytt í hótel, gistihús eða kaffihús,
og hvert fái stórt skilti meðfram
þjóðvegi 1, tæki hringvegurinn að
minna óþægilega á Costa del Sol.
Bílaleigur sem draga aukinn tíma til
björgunar og viðgerða
á kostnað ferðalaga
vekja spurningar meðal
gesta um „hreinleika“
íslenskrar ferðaþjón-
ustu.
Í öðru lagi verðum
við að viðurkenna að
nútíma ferðamenn
skilja hvað ábyrg ferða-
þjónusta felur í sér.
Þeir skilja mæta vel að
Íslendingar hafa ekki
efni á að lagfæra tjón
af völdum milljón
manna sem árlega ganga um landið.
Vera kann að við eigum hug-
myndafræðilega séð erfitt með að
taka gjald af fólki fyrir að skoða
náttúruna, en ferðamenn líta ekki á
það sem vandamál. Flestir þeirra
koma frá löndum þar sem aðgangs-
eyrir er innheimtur og ekki er litið á
það sem mannréttindi að mega rása
um allt. Hönnun og stjórnun slíkra
innheimtukerfa er best komin hjá
þeim sem hafa langtíma hagsmuni
af verndun einstakra ferða-
mannasvæða. Líklegt er að landeig-
endur, ábúendur og lítil samfélög
hafi mestan áhuga á að vel takist til
við gjaldtöku og að innkomu sé
skynsamlega varið. Að sama skapi
er líklegt að miðstýrð innheimtu-
kerfi skorti trúverðugleika vegna
þess að ríki og sveitarfélögum er
ekki treystandi til að skipta tekjum
af ferðamönnum af réttlæti milli
svæða og staða og þau gætu einnig
hneigst til að klípa af umhverfistekj-
um til afnota í aðra og óskylda út-
gjaldaliði.
Nú líður að sveitarstjórnarkosn-
ingum. Frambjóðendur sem kunna
að meta atkvæði okkar og framtíð
eins af höfuðatvinnuvegum þjóð-
arinnar munu ekki tala fyrir ferða-
þjónustu sem spillir umhverfinu og
skilar því ekki nægum tekjum. Við
þurfum að kjósa karla og konur sem
tala af krafti fyrir auknum gæðum í
ferðaþjónustu, ekki bara meira
magni og fjölda. Velja þarf fólk sem
skilur að ferðamenn munu ekki
koma hingað aftur í sama mæli og
þeir sem sækja hlýrri lönd, en að
þeir munu senda börn sín og barna-
börn hingað ef öflug langtíma
verndun umhverfis er grundvöllur
ferðaþjónustu. Okkar ferðaþjónusta
er ekki fyrir daginn í dag, heldur
morgundaginn og næsta dag. Nátt-
úruleg víðerni eru hluti af því sem
við köllum „heima“, en aðeins með
öflugri framtíðarsýn getum við um
langan aldur deilt þeim víðernum
með erlendum gestum okkar.
Hvers vegna
koma ferðamenn
til Íslands?
Eftir Söndru B.
Jónsdóttur
Sandra B. Jónsdóttir
»Meðal hápunkta
heimsóknar til Ís-
lands er einvera með
náttúrunni, t.d. með sjó-
fuglum á sandströnd við
opið haf, fjarri mann-
grúa og umferðaröng-
þveiti.
Höfundur er sjálfstæður ráðgjafi.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/