Morgunblaðið - 05.05.2014, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
✝ Magnús Guð-mundsson
fæddist á Ísafirði 9.
ágúst 1916. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 27. apríl
2014. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Árnason,
f. 20.10. 1883, d.
13.12. 1986, verka-
maður á Ísafirði,
og Una Magnúsdóttir, f. 12.8.
1895, d. 11.6. 1975, húsmóðir
Ísafirði. Systkini Magnúsar:
Hulda, f. 3.11. 1913, d. 26.3.
1997, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík en maður hennar var
Hjálmar Gunnlaugsson sem
einnig er látinn; Margrét, f.
15.4. 1921, hjúkrunarfræðingur
í Reykjavík, ekkja eftir Loft
Júlíusson; Gunnlaugur, f. 25.6.
1923, d. 14.8. 2010, fyrrv. póst-
meistari á Ísafirði, en eftirlif-
andi kona hans er Jónína Niel-
sen; Guðríður, f. 6.12. 1929,
fyrrv. skrifstofumaður, búsett í
Reykjavík.
Eiginkona Magnúsar er Ag-
nete Simson, f. 9.9. 1923, ljós-
myndari og húsmóðir. Hún er
dóttir Martinusar K.P. Simson,
konunglegs dansks hirð-
fyrra hjónabandi Stefán Þór-
arinsson nemi , f. 2.5. 1988, og
Valtýr Þórarinsson nemi, f. 2.4.
1991.
Magnús var í barnaskóla á
Ísafirði, stundaði nám við Iðn-
skólann á Akureyri og lauk
þaðan prófi í rafvirkjun. Hann
stundaði flugnám við Flugskóla
Konna Jóhannessonar í Winni-
peg í Kanada og lauk þaðan at-
vinnuflugmannsprófi 1943 og
öðlaðist bandarísk flug-
stjóraréttindi hjá Pan American
í New York 1952. Magnús var
flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands
1945-47, var flugstjóri hjá Loft-
leiðum hf. á árunum 1947-73 og
síðan flugstjóri hjá Flugleiðum
frá 1973-79 er hann hætti
vegna aldurs. Hann starfaði
sem eftirlitsflugmaður hjá Loft-
leiðum hf. og síðan hjá Flug-
leiðum frá 1952-79. Hann var
síðan flugeftirlitsmaður hjá
Flugmálastjórn á árunum 1979-
85. Magnús var flugstjóri í
Geysisslysinu í október 1950 er
Douglas DC 4 Skymaster-vél
Loftleiða, Geysir, brotlenti á
Bárðarbungu á Vatnajökli.
Magnús rak flugskólann
Cumulus ásamt Smára Karls-
syni og Jóhannesi Snorrasyni á
árunum 1948 til 1950. Hann
hafði flugskírteini númer 9 og
hætti fyrstur Íslendinga störf-
um sem flugmaður á Íslandi
fyrir aldurs sakir, þá 63 ára.
Útför Magnúsar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 5. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
ljósmyndara, upp-
finningamanns og
kennara á Ísafirði,
sem var sonur
Christians Pet-
ersen, b. á Jótlandi
í Danmörku, og
k.h. Marie Pet-
ersen húsfreyju.
Móðir Agnete var
Guðný Gísladóttir
frá Svínafelli í
Öræfum Gísla-
sonar. Börn Magnúsar og Ag-
nete eru: 1) Guðný, f. 10.10.
1946, sálfræðingur, búsett í
Reykjavík, og er sonur hennar
Magnús Antonsson, f. 18.8.
1967, flugstjóri hjá Icelandair.
2) Guðmundur, f. 11.4. 1951,
eftirlitsflugstjóri hjá Icelandair,
búsettur í Reykjavík en kona
hans er Ragnhildur Gunn-
arsdóttir framkvæmdastjóri og
eru börn þeirra Styrmir, f. 21.5.
1975, hagfræðingur í Reykja-
vík, og Brynja, f. 23.8. 1982,
tónlistarkennari á Seltjarn-
arnesi. 3) Una Þóra, f. 18.10.
1958, lögfræðingur og fulltrúi
hjá sýslumanninum á Ísafirði,
en maður hennar er Hörður
Högnason, hjúkrunarforstjóri
Fjórðungssjúkrahússins á Ísa-
firði og eru synir Unu Þóru frá
Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur er orða-
tiltæki sem er mér ofarlega í
huga þessa dagana. Hlýlegur,
góðhjartaður, hógvær og ynd-
islegur eru þau fjögur lýsing-
arorð sem lýsa þér best. Þrátt
fyrir að þú hafir verið á þínu
75. aldursári þegar ég kem
inn í þennan heim náðum við
23 góðum árum saman.
Þær minningar sem ég á
um okkur saman eru ótelj-
andi, ein sú skemmtilegasta
gerist á golfvellinum úti á
Nesi eins og svo margar aðr-
ar, en hún átti sér stað þegar
þú fórst holu í höggi á annarri
brautinni. Við vorum aðeins
tveir í þessu holli og höfðum
við því eytt dágóðri stund í að
leita að kúlunni þegar mér
dettur í hug að kíkja ofan í
holuna en þar reyndist kúlan
síðan vera, nokkrum dögum
seinna kom síðan mynd af
okkur saman og grein í
íþróttablaði Morgunblaðsins
með fyrirsögnina „Afi, kúlan
er í holunni“. Að fara holu í
höggi var eitthvað svo dæmi-
gert fyrir þig, enda sigurveg-
ari í öllu því sem þú tókst þér
fyrir hendur.
Það er mér einstaklega
minnisstætt hvað þú varst
alltaf duglegur að mæta á alla
þá fótboltaleiki sem ég spilaði
uppi á Holti og tókst fullan
þátt í leiknum, það er að segja
af hliðarlínunni, þá verandi á
níræðisaldri.
Þær minningar sem standa
mér samt næst eru allar þær
óteljandi stundir sem við
eyddum í garðvinnu með
ömmu á Hlíðargerðinu, við
tveir vorum þó meira inni í
skúr að bralla eitthvað saman,
það var sama hvort það var
viðgerð á einhverju tæki eða
bogasmíði úr stolnum bambus
frá ömmu, það skipti engu
máli, það var alltaf jafn lær-
dómsríkt og ánægjulegt að
vera þarna með þér.
Þínir seinustu dagar voru
erfiðir, erfitt var að horfa upp
á jafn hrausta manneskju og
þig verða svona veika. Það
sem maður getur samt hug-
hreyst sig við er að á meðan á
þessu stóð varstu umvafinn
þínum nánustu og öllu því
góða starfsfólki sem á hjúkr-
unarheimilinu Mörk starfar.
Þú varst svo yndisleg
manneskja að mér finnst ég
ekki geta sett það í orð, sökn-
uður minn til þín er endalaus,
það verður ekki eins að labba
inn á Hlíðargerðið vitandi af
því að þú sért farinn, en
amma verður þarna áfram, ég
get lofað þér því að hún er
ekki á förum.
Dagurinn sem þú kvaddir
okkur var einstaklega falleg-
ur, fyrsti dagur sumarsins þar
sem borgarbúar gátu setið úti
og notið þess að sóla sig, mjög
viðeigandi fyrir jafn fallega
manneskju og þig að kveðja á
slíkum degi. Ég veit að þú ert
kominn á betri stað núna og
vakir yfir okkur öllum og
fylgir ömmu enn í anda. Þín
verður sárt saknað.
Þinn afastrákur,
Valtýr Þórarinsson.
„Ætli hann sé ekki bara úti
að leika sér með krökkunum,“
sagði Dídí þegar ég spurði eft-
ir afmælisbarninu í áttræðis-
afmæli Magnúsar fyrir hart-
nær átján árum. „Að leika
sér“ var einkennandi fyrir
Magnús alla tíð; hann var sí-
ungur, lifandi í anda og léttur
á fæti til hins síðasta. Þessi
áhugi ásamt hlýju fasi hafði
þau áhrif að börn löðuðust
strax að honum ekki síður en
fullorðnir. Þannig var yngsta
ömmustelpan mín skriðin
kankvís upp í fangið í honum
nokkrum mínútum eftir að við
settumst inn í gróðurhúsið
þeirra Dídíar fyrir um það bil
tveimur árum.
Kynni mín af fjölskyldunni í
Hlíðargerði hófust um það
leyti sem við Guðný byrjuðum
í skóla. Á þeim árum var
Magnús sveipaður miklum
ævintýraljóma í mínum
barnshuga. Hann fór til fjar-
lægra landa, stýrði stórum
flugvélum og klæddist glæsi-
legu „uniformi“. Ekki spillti
að á stundum kom hann með
Campbell-súpur og Mackin-
tosh sem ekki var daglegt
brauð og bráðnaði á tungum
okkar vinkvennanna. Á vet-
urna skaust hann á skíði og á
sumrin fór fjölskyldan til Ísa-
fjarðar. Eitt sumarið fór ég
með vestur og kynntist fólk-
inu þeirra þar. Ekki man ég
hvort Magnús var farinn að
stunda golfið á þessum árum
en seinna áttum við ófáar
samræður um golf, sem var
eitt af hans miklu áhugamál-
um. Hvatti hann mig eindreg-
ið til að byrja, reyndi meira
að segja að kenna mér sveiflu
á góðum sumardegi austur á
Þingvöllum.
Öll mín skólaár var Hlíð-
argerðið mitt annað heimili.
Svo urðum við stöllur full-
orðnar og heimsóknum fækk-
aði. En það var ávallt gaman
að stinga sér inn hjá Dídí og
Madda, setjast í eldhúsið og
spjalla. Umræðurnar voru
fjörlegar og víða komið við
enda húsráðendur áhuga-
samir um dægurmál líðandi
stundar, stjórnmál, íþróttir,
garðrækt, gamla daga, ferða-
lög og síðast en ekki síst flug.
Við kveðjum nú skemmti-
legan og hlýjan vin sem ef-
laust er lentur á litríku leik-
svæði í fallegum handan-
heimum. Dídí og fjölskyldunni
sendum við Skúli og Ásta
Olga innilegar samúðarkveðj-
ur.
Sylvía.
Magnús
Guðmundsson
✝ GuðbrandurJón Herberts-
son fæddist 15. júlí
1946 á Lambeyri við
Tálknafjörð. Hann
lést á Landspít-
alanum 12. apríl
2014.
Hann var næst-
elstur fimm systk-
ina. Foreldrar hans
voru Herbert Jó-
hannes Guðbrands-
son og Málfríður Rannveig Ok-
tavía Einarsdóttir, bæði frá
Tálknafirði.
Nonni, eins og hann var alltaf
kallaður, ólst upp hjá foreldrum
sínum og systkinum. Þriggja mán-
aða flutti hann ásamt fjölskyldu
sinni yfir fjörð og bjó fjölskyldan á
nokkrum stöðum í þorpinu, en frá
árinu 1956 bjuggu þau á Lækj-
arbakka. Systkini hans eru Hjört-
fríður Olga, Haraldur Sævar, Ein-
ar Jóhann og
Kristinn Ómar.
Nonni byrjaði að
vinna í Hraðfrysti-
húsi Tálknafjarðar
þrettán ára gamall.
Hann fór síðan á
sjóinn fljótlega eftir
það. Hann hóf sína
sjómennsku á Guð-
mundi á Sveinseyri
BA fimmtán ára og
var á ýmsum bátum,
aðallega frá Vestfjörðum, síðast
á Bjarma BA þar sem hann lauk
sinni sjómennsku 1995. Sjó-
mennska hans einkenndist af
dugnaði, samviskusemi og góð-
mennsku. Nonni vann ýmist sem
háseti, bátsmaður eða stýrimað-
ur. Hann veikist á árinu 1995 og
vegna heilsubrests varð hann að
fara í land og hætta sjómennsku.
Jarðsett var frá Fossvogs-
kirkju 22. apríl 2014.
Elsku Nonni minn.
Það er erfitt að skrifa minning-
argrein um þig, því ég sakna þín
svo mikið. En minningarnar hafa
hrannast upp og væru efni í heila
bók, enda samskipti okkar mikil
allt frá því ég fæddist. Hér langar
mig að stikla á stóru.
Þú varst einstakur frændi, alltaf
svo ljúfur, góður og umburðar-
lyndur.
Eins barngóður og þú varst þá
hafði ég alltaf gaman af því að þú
vildir ekki halda á stelpunum mín-
um fyrr en þær væru orðnar 6
mánaða, því þú varst hræddur um
að meiða þær. Þannig hafðir þú
alltaf verið, því þú sagðir mér af
því þegar þú þurftir að passa mig
úti í bíl þegar ég var nýskírð, hvað
þú varst hræddur og vissir ekki
hvað þú áttir að gera þegar ég fór
að væla því ekki gastu tekið mig
upp.
Þegar þú komst úr siglingunum
færðir þú okkur iðulega mackin-
tosh, sem var geymt til jóla. Einnig
gafstu mér stóra dúkku í jólagjöf
sem gat staðið sjálf og ég skírði
hana Jónu. Þessa dúkku á ég enn.
Á Lækjarbakka voru ófáar
stundirnar sem ég átti uppi í her-
berginu þínu þar sem mátti spila
plöturnar þínar, hvort sem þú
varst heima eða ekki.
Stundum fórstu í „útilegu“ í
gamla daga, milli Hólsárinnar og
skreiðarhjallanna. Sem barn hafði
ég smá áhyggjur af þér þá, en
tjaldið þitt var í beinni sjónlínu við
Lækjarbakka og við gátum fylgst
með þér.
Ég fékk að búa hjá þér í tvö
sumur og í jólafríum þegar ég var
unglingur. Ég gleymi ekki jólun-
um sem við eyddum saman þegar
ég var 16 ára og ég eldaði fyrir
okkur, því amma og afi voru í
bænum þau jól og við gátum ekki
borðað þar eins og árið áður.
Þegar Olga mín var lítil og við
bjuggum í íbúðinni fyrir neðan
þig, þá hafðir þú alltaf áhyggjur af
því að trufla eða vekja okkur með
hlátrinum þegar þú varst að horfa
á grínmyndirnar eins og þú gerðir
svo oft. Nei, þú gerðir það ekki, en
mikið var gaman að heyra þig
hlæja svona innilega og mikið.
Allar samverustundirnar eftir
að þrjár yngstu stelpurnar fædd-
ust og hvað þú hafðir gaman af
þeim, sérstaklega ef þær gerðu
eitthvað af sér eða sögðu eitthvað
einlægt en pínu neyðarlegt. Eins
ef þær voru að borða sælgæti þá
raulaðir þú alltaf Karíusar og
Baktusar-lagið.
Stríðinn varstu en alltaf á góð-
legan og meinlausan hátt og til-
svörin voru oft full af húmor.
Einnig var þér í blóð borið að vera
svolítið þver, þegar þú hafðir tek-
ið ákvörðun varð henni ekki hagg-
að, enda lærði maður fljótt að
reyna það ekki.
Við áttum fullt af samveru-
stundum bæði með gleði og raun-
um, stundum komstu með þær til
mín og öðrum frétti ég af og mikið
leið mér oft illa þegar á þér dundi
því þú áttir það aldrei skilið, gerð-
ir sjálfur ekki sálu mein.
Nú eigum við aldrei aftur eftir
að heyra útidyrnar opnast og
heyra „ho ho hó“ og svo „hvað
segja frænkur mínar títt?“
Ég kveð þig með söknuð í
hjarta, yndislegi frændi minn og
vinur.
Þín
Aðalbjörg (Alla).
Mig langar að minnast frænda
míns, Guðbrandar Jóns Herberts-
sonar frá Lækjarbakka, Tálkna-
firði. Amma mín og mamma hans
voru systur. Og kom ég oft með
mömmu og ömmu á Lækjarbakka
þar sem ég hitti Nonna. Hann var
góður skemmtilegur og yndisleg-
ur frændi. Ég hitti hann síðast við
jarðarför föður hans síðastliðið
sumar, þá spurði hann mig hvern-
ig ég hefði það? Mér þótti vænt
um þessa góðu stund sem við gát-
um talað saman.
Kæri frændi, þakka þér góð
kynni og Guð blessi þig. Fjöl-
skyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð. Guð veri með ykk-
ur öllum.
Guðrún Lára Pálsdóttir.
Guðbrandur Jón
Herbertsson
Elsku afi, núna
ertu kominn í sum-
arlandið til ömmu.
Það eru ótal marg-
ar góðar minningar sem við
munum alltaf eiga um þig. Þeg-
Guðbjörn Ingvar
Jónsson
✝ Guðbjörn Ingv-ar Jónsson
fæddist 15. október
1922. Hann lést 17.
mars 2014.
Útför Guðbjörns
fór fram 3. apríl
2014.
ar við vorum yngri
náðum við alltaf að
draga þig með okk-
ur niður að Hrúts-
vatni á sumrin þar
sem við kepptumst
við að fleyta kell-
ingar. Okkur
fannst samt
skemmtilegust
ferðin sjálf þar sem
við fengum að sitja
á vagninum á með-
an þú keyrðir traktorinn. Og
þegar við komum heim beið
amma með kókómjólk og klein-
ur.
Já, það var nú aldeilis fjör að
koma í heimsókn til þín, afi.
Það var einnig mikið ævintýri
að koma í fjósið hjá þér því þar
leyndust nú gersemar sem eru
sjaldséðar. Þar mátti finna eft-
irlíkingar af brúm, Kálfholts-
kirkju og torfbæjum og þar
vantaði sko ekki smáatriðin í
vinnubrögðunum. Að spila á
spil var oft gert í Framnesi
þegar við komum í heimsókn
og ætli það hafi ekki verið þú
sem vaktir áhuga okkar á því.
Þín verður sárt saknað en það
er gott að þú ert kominn aftur
til ömmu.
Margét Harpa, Þuríður
Marín, Steinunn Birna og
Bergþór Kristinn.
✝ Erla S. Jóns-dóttir fæddist
í Reykjavík 11.
febrúar 1928.
Hún lést 23. apríl
2014.
Foreldrar
hennar voru Jón
H. Vilhjálmsson,
f. 17.9. 1908, d.
20.12. 1990 og
Kristbjörg Jóns-
dóttir, f. 14.5.
1907, d. 9.12. 1986. Bróðir
Erlu var Einar Ingi Jónsson,
f. 13.7. 1930, d. 15.4. 1987.
Dætur Erlu eru: 1) Krist-
björg Einarsdóttir, gift Guð-
laugi Ellertssyni. Hennar
og d) Signý Björg Guðlaugs-
dóttir, maki Dan Lemmon. 2)
Ingibjörg Magnúsdóttir, gift
Júlíusi Jóni Jónssyni. Hennar
börn eru: a) Hildur Hrund
Hallsdóttir, maki Hreinn Ingi
Hreinsson. Börn þeirra eru
Íris Marí, Aníta Hrund og
Fannar Ingi. Sonur Hildar
Hrundar er Axel Jónsson. b)
Andrea Mekkín Júlíusdóttir
og Jón Hallvarður Júlíusson.
Dóttir Júlíusar er Harpa Rós
Júlíusdóttir. 3) Sólbjörg
Harðardóttir, hennar börn
eru: a) Hörður Fannar Þórs-
son Clausen, b) Elísabeth
Þórsdóttir Clausen og c)
Katrín Erla Þórsdóttir Clau-
sen.
Útför Erlu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 5.
maí 2014, kl. 13.
börn eru: a) Anna
María Snorra-
dóttir, maki Elv-
ar Örn Magn-
ússon. Þeirra
börn eru Alex-
andra, Rúna Mar-
en og Snorri
Hrafn, b) Jón
Trausti Snorra-
son, maki Anna
Soffía Sigurð-
ardóttir. Dóttir
þeirra er Agnes Eva og son-
ur Jóns Trausta er Sindri
Snær, c) Dagný Ósk Guð-
laugsdóttir, maki Magnús
Jósepsson. Synir þeirra eru
Jósep Dagur og Róbert Torfi
Elsku hjartans mamma mín
hefur kvatt þennan heim. Ég
trúi því að nú sé hún komin í
Sumarlandið þar sem fjöldi ást-
vina tekur á móti henni, Einar
bróðir hennar og pabbi minn
þar fremstir í flokki.
Ég er svo þakklát fyrir okk-
ar fallega samband, við gátum
talað saman um allt og treyst á
stuðning hvor annarrar alla tíð.
Þú varst börnunum mínum ást-
rík og gefandi amma og það var
yndislegt að sjá hvað þau gáfu
þér mikið.
Við munum sakna þín sárt en
ég veit að þú munt fylgjast með
okkur og vernda alla tíð.
Svo ástrík var hún mamma mín
og merk er hennar saga
því yndi kærleiks ennþá skín
á alla mína daga.
Hlý og blíð hún hjá mér stóð,
minn helsti leiðarvísir,
af mildi sinni gaf hún glóð
sem gæfuspor mín lýsir.
Er æskuslóð um gróna grund
gekk ég fyrir skömmu
þá sá ég loga ljúfa stund
ljósið hennar mömmu.
(Kristján Hreinsson)
Sólbjörg Harðardóttir.
Erla S. Jónsdóttir