Morgunblaðið - 05.05.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 05.05.2014, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Það verður eitthvað lítið um afmælishald í ár. Ég er á fullu íprófum og dagskráin því þétt eftir því. Ætli ég geri ekki eitt-hvað skemmtilegt um helgina þegar ég verð búin,“ segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir sem er 22 ára í dag en hún nemur hagfræði við Háskóla Íslands. Hún æfir af fullum krafti fótbolta með meistaraflokki Þróttar og getur vart beðið eftir sumrinu til að hlaupa á eftir tuðrunni á keppnisvellinum. Það er einstakt afrek í sjálfu sér en Fanney lamaðist fyrir þremur árum í skíðaslysi í Nor- egi. Hún hefur nú náð sér að fullu og má þakka það mikilli ákveðni og eljusemi. „Hugarfarið fleytir manni langt áfram í þessum að- stæðum; að vera ákveðin og gefast aldrei upp. Það er eiginlega al- veg sama hvað maður tekur sér fyrir hendur og þetta hugarfar hef- ur t.d. nýst mér líka vel í fótboltanum.“ Fanney flutti heim fyrir tveimur árum og segist hún sakna Nor- egs að hluta. Hún var landsliðskona í skíðum en hefur ekki alfarið lagt skíðin á hilluna. „Núna fer ég bara þegar það er gott veður en mér finnst alveg geggjað að fara á skíði.“ Fanney segist aldrei á æv- inni hafa verið í jafn góðu líkamlegu formi og þegar slysið varð. Hún segir líkamlegan styrk hafa hjálpað sér mikið til að ná upp fyrri getu. Síðasta haust tók hún miklum framförum og nú fer hún til sjúkraþjálfara á tveggja til þriggja vikna fresti. thorunn@mbl.is Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir er 22 ára Afmælisbarn Fanney spilar á fullu nú með meistaraflokki Þróttar en hún lamaðist fyrir nokkrum árum í skíðaslysi í Noregi. Lamaðist en spilar nú fótbolta af kappi Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Mía fæddist 8. ágúst kl. 11.42. Hún vó 10 merkur og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Brynja Vattar Baldursdóttir og Steinólfur Jónasson. Nýir borgarar Bolungarvík Sigurbjörg Ásta fæddist 31. ágúst kl. 17.14. Hún vó 3.890 g og var 53 cm löng. Móðir hennar er Maríanna Mjöll Sigurgeirsdóttir. F riðfinnur Knútur Daní- elsson fæddist á Ak- ureyri 5.5. 1954 og ólst upp á Gnúpufelli í Eyjafirði. Þar fékkst hann við sveitastörf frá blautu barnsbeini. Hann gekk í barnaskól- ann í Sólgarði í gamla Saurbæjar- hreppi, var svo einn vetur í Gagn- fræðaskóla Ólafsfjarðar og tók miðskólapróf á Laugum í Reykjadal. Fór síðan til sjós og þaðan í Vél- skóla Íslands 1972 og lauk vélskóla- prófi 1976. Stundaði nám við Há- skóla Íslands og Heriot Watt University í Edinborg á ár- unum1978-1983 og lauk þaðan B.Sc.-prófi í verkfræði. Starfsferill Friðfinnur stofnaði fyrirtækið Al- varr ehf. árið 1985 sem fæst við jarðboranir og verkfræðiráðgjöf. Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur – 60 ára Frumkvöðlastyrkur veittur Frá vinstri: Sigurður Ingi Erlingsson, sviðsstjóri véla- og rafmagnsverkfræðideildar HR, Bogi Kárason, nemandi í vélaverkfræði, og Friðfinnur Daníelsson, eigandi Alvars. Frumkvöðull í orkumál- um og jarðborunum Í Lundi Friðfinnur hefur haslað sér völl í Svíþjóð eftir að það fór að hægjast um á Íslandi í orkumálunum. Ber hann Svíum vel söguna. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.