Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst síðastliðinn föstudag og mun standa yfir þar til í seinni hluta ágústmánaðar. Fjórir hópar standa vaktina hverju sinni og verða þeir á þremur svæðum. Einn hópur á Sprengisandi, annar norðan Vatnajökuls og tveir á Fjallabaki. Björgunarsveitir landsins skiptast á að standa vaktina og taka 200 sjálf- boðaliðar og um 30 björgunarsveitir þátt í verkefninu. Það er um þriðj- ungur allra björgunarsveita landsins og er þetta níunda sumarið í röð sem hálendið er vaktað með þessum hætti, að sögn Jónasar Guðmunds- sonar, verkefnastjóra slysavarna ferðamanna. Hann segir ástæðu þess að verkefnið hafi verið sett af stað á sínum tíma vera að í þá tíð hafi útköllum á hálendinu fjölgað mikið. Þar sem vegalengdir í bjargir voru oft töluverðar var ákveðið að færa bækistöð björgunarsveitanna á hálendið. Hann tekur fram að atvik- um hafi fjölgað töluvert síðan þá og eru þau tvöfalt fleiri nú en þau voru fyrir fjórum til fimm árum. Atvikin eru af ýmsum toga Jónas segir störf björgunar- sveitarmanna á hálendisvaktinni vera margvísleg og að um 2.100 at- vikum hafi verið sinnt í fyrra. Þar af voru 600 atvik þess eðlis að kalla hefði þurft björgunarsveitir út ef ekki hefði verið fyrir hálendisvakt- ina. Önnur atvik voru smávægilegri og þeim var sinnt þar sem björg- unarsveitir voru á svæðinu. Meðal þeirra atvika sem björgunarsveit- irnar hafa sinnt á hálendinu und- anfarin ár eru beinbrot, tognanir, veikindi, bílavandræði, týndir ferða- menn og almennar leiðbeiningar, til dæmis hvernig keyra eigi yfir ár. Jónas tekur það sem dæmi að í á annan tug skipta hafi björgunar- sveitarmenn keyrt til móts við sjúkrabíl frá Landmannalaugum. Þá segir hann að í fyrra hafi björgunarsveitarmenn leitað að týndu fólki í um það bil 30 skipti. „Hóparnir bregðast skjótt við og finna viðkomandi yfirleitt á ein- um til tveimur tímum. Þetta er aug- ljóslega mun fljótlegra en að kalla út björgunarsveitir úr byggð enda tek- ur það tíma fyrir þær að koma sér upp eftir og svo framvegis,“ segir Jónas. Hann segir að í mörgum til- fellum sé ræst viðbragð úr byggð og að hóparnir snúi frekar til baka ef viðkomandi einstaklingur finnist frekar en að bíða og sjá hvað gerist. „Við erum með eitt til tvö atvik flest sumur þar sem við teljum að hálendisvaktin og björgunarsveit- armenn sem að henni standa bjargi mannslífum,“ segir Jónas. Sjálfboðaliðar gefa vinnu Að sögn Jónasar eru allir þeir sem eru á hálendisvaktinni í sjálf- boðavinnu eins og almennt gengur með björgunarstörf. „Þau fá engin laun og eru al- gjörlega í sjálfboðavinnu. Fólk legg- ur sitt sumarfrí í þetta og borgar sjálft fyrir matinn sinn. Björgunar- sveitirnar leggja sjálfar til tæki og tól og fellur kostnaður við verkefnið því á sjálfboðaliða og sveitir,“ segir Jónas. Hann segir pen- ingana koma frá fjáröfl- unum björgunarsveit- anna og ítrekar mikilvægi flugeldasöl- unnar og sölu neyð- arkallsins. Hann segir stefnt að því að finna fjármagn til að minnka kostnað björg- unarsveit- anna. Göfugt starf björgun- arsveita á hálendinu Ljósmynd/Landsbjörg Reiðubúin Björgunarsveitir af öllu landinu sinna hálendisvakt yfir sum- artímann. Sjálfboðaliðar eyða hluta af sumarfríi sínu til björgunarstarfa. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fríversl-unarsamn-ingurinn við Kína, sem tók gildi um mánaðamótin, er fagnaðarefni. Bæði felur hann í sér að tollur á flestallar þær vörur sem hingað eru fluttar inn frá Kína mun snarlækka, sem og hitt, sem líklega munar mest um, að tollar á fiskafurðir okkar falla niður. Með samningnum er því næst- stærsta hagkerfi heimsins opnað upp á gátt fyrir viðskiptum við Íslendinga. Fyrirséð er því að samningurinn geti komið báðum ríkjum til góða. Jafnframt opnar hann enn frekar dyr að auknu samstarfi við Kínverja í ýmsum málaflokkum, eins og til dæmis orkumálum og nýtingu jarðhita. Oft er ástæða til að hafa var- ann á í samskiptum við stór og öflug ríki, sér í lagi þegar stóra ríkið deilir ekki með okkur við- horfum til frjálslyndis og lýðræð- is. Þrátt fyrir að í fríverslunar- samningnum felist mikilvæg tækifæri, má þess vegna ekki loka augunum fyrir því að stjórn- arfar í Kína er ekki byggt á þeim grunni sem Vesturlönd hafa haft í heiðri, og að staða mannrétt- inda þar er afar bágborin. Þess vegna er ástæða til að viðhafa eðlilega varkárni í samskipt- unum, þó að viðskiptin við Kína verði meiri. Í þessu sambandi má nefna áhuga Kína á málefnum norð- urslóða og risastór- um íslenskum jörð- um. Ítreka ber þó, að kostirnir við frí- verslun eru mun fleiri en mögu- legir gallar. Samningurinn sem nú hefur tekið gildi ber því vitni, að fyrir fullvalda þjóð sem treystir jafnmikið á inn- og út- flutning og við gerum getur það skipt verulegu máli hvaða samn- ingar eru gerðir og við hverja. Fríverslunarsamningurinn við Kínverja nú er einungis einn af fjölmörgum sem íslenska lýð- veldið hefur gert við aðrar þjóðir í krafti fullveldisins. Á sama tíma er landið enn um- sóknarríki að tollabandalagi, þar sem rétturinn til þess að gera slíka samninga er ekki lengur hjá ríkjunum sjálfum, heldur er fal- inn kommisörum bandalagsins. Þeir fríverslunarsamningar sem taka myndu gildi hér við inn- gönguna í Evrópusambandið myndu taka mest mið af hags- munum ESB, eins og þeir eru skilgreindir af þeim sem ráða þar mestu, en ekki hagsmunum ein- stakra aðildarríkja. Er hætt við því að ávinningur Íslands af því tollaumhverfi yrði mun minni en kostnaðurinn við það, að varpa öllum núgildandi samningum landsins fyrir róða. Mikilvægt er að opna dyrnar að næststærsta hag- kerfi heims} Fríverslun við Kína Það er alvegmakalaust hvað allt er miklu betra í útlöndum. Meira að segja at- vinnuleysi í þeim evrulöndum þar sem það er komið í 27% almennt og yf- ir 50% hjá ungu fólki fipar ekki sanntrúaða Evr- ópusambandssinna. Vegna tímabundinna erf- iðleika í húsnæðismálum hlupu forystumenn á vinnumarkaði til og sóttu sér plögg um danska húsnæðiskerfið (kerfi sem Ís- lendingar hafa reynslu af), þýddu þau og töldu sig þar með hafa uppgötvað fullkomnari lausn en okkar. Í frétt Mbl sagði í gær: „Meðalhlutfall (húsnæð- iskostnaðar) Norðurlandanna var tæp 18% meðan það var 16,5% á Íslandi. Danmörk er langhæst Norðurlandanna og sker sig töluvert frá hinum fjór- um löndunum. Danir nota um fjórðung ráðstöfunartekna til húsnæðis. Þegar litið er á verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað er Ísland einnig í miðjum hópi Evrópuþjóða. Á árinu 2013 bjuggu 9% íslenskra heimila við verulega íþyngjandi húsnæðis- kostnað. Íslend- ingar voru í miðj- unni meðal Norðurlandaþjóða hvað þessa stærð varðar, en meðaltal Norðurlandanna var um 10%. Staðan er sýnu verst í Danmörku þar sem 18% heimila búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað. Segir í Hagsjánni (LÍ) að staða Dana veki sérstaka at- hygli þar sem þeirra íbúða- lánakerfi er mikið í umræðunni hér. Danir eru ekki einungis meðal þeirra þjóða sem skulda mest vegna húsnæðis heldur er byrði þeirra vegna húsnæð- iskostnaðar meiri en flestra annarra. Almennt hefur byrði húsnæð- iskostnaðar allra heimila verið nokkuð stöðug og jafnvel farið minnkandi á síðustu 10 árum. Það gildir líka um byrði eig- enda. Húsnæðisbyrði leigjenda hefur hins vegar aukist töluvert á þessum tíma, eða um u.þ.b. 5% af ráðstöfunartekjum.“ Nauðsynlegt er að gera slík- an samanburð fyllri en þarna er gert og til að mynda greina hvað telst með í þessu tilviki. En engu að síður er hann fróð- legur. Það sem er sagt tíðkast í „saman- burðarlöndum“ fær iðulega ríkulegri forgjöf en sést í nokkrum golfleik} Rauða grasið grænna annars staðar Á ri eftir alþingiskosningar sýna skoðanakannanir að Framsókn- arflokkurinn hefur misst helming- inn af fylgi sínu. Hlýtur það að teljast allrösklega að verki staðið hjá flokknum að hafa á svo skömmum tíma áorkað að fæla frá sér um helming kjósenda sinna. Nýjasta útspil flokksins, fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva Fiskistofu frá Hafn- arfirði til Akureyrar með tilheyrandi fjölda- uppsögnum og hreppaflutningum, er ekki lík- legt til að stöðva fylgishrunið. Það er einfaldlega svo að stjórnmálaflokkar sem láta sér ekki annt um fólk geta ekki búist við að laða til sín fjöldafylgi. Rétt er svo að minna á að stjórnmálaflokkur sem horfist ekki í augu við eigin mistök og snýr við blaðinu, heldur leggst í taumlausa sjálfsvorkunn og kennir fjölmiðlum og illa þenkjandi fólki um fylgishrun, er ekki flokkur sem ástæða er til að bera mikla virðingu fyrir. Stöðugt písl- arvættisvæl framsóknarmanna er orðið vandræðalegt og flokknum ekki til sóma. Íslenskur almenningur á ekki í neinum vandræðum með að setja sig í spor starfsmanna Fiskistofu sem dag einn var sagt að vinnustaðurinn yrði fluttur út á land og þeir gætu haldið vinnunni með því að flytja með. Það lýsir fádæma skilningsleysi á lífi venjulegs fólks að telja sjálf- sagt að það gangi út úr íbúðum sínum, kveðji vini og fjöl- skyldu og flytji í annan landshluta af því að stjórnvöldum þóknast að flytja vinnustað þess þangað. Við þetta bætist að ekkert bendir til að flutningurinn sé hag- kvæmur og skili fjárhagslegum ávinningi og lagastoð kann einnig að skorta. Það lýsir síðan fádæma ósvífni hjá ráðherrum að halda því fram að með þessu sé verið að bjóða starfsfólk- inu upp á ný og spennandi tækifæri. Innan betri helmings ríkisstjórnarinnar, Sjálfstæðisflokksins, ríkir lítil hrifning með þessar tillögur og nokkrir þingmenn flokksins hafa lýst sig andvíga þeim. Vonandi munu þau orð ekki reynast marklaust hjal. Reyndar er ekki líklegt að hægt sé að þagga niður í þess- um þingmönnum sem fram að þessu hafa verið óhræddir við að hafa sjálfstæðar skoðanir og standa með sannfæringu sinni. Megi allar góð- ar vættir lýsa veginn þeirra. Allnokkrar vonir voru bundnar við þessa ríkisstjórn eftir slæman valdaferil vinstri- stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Fram að þessu hefur hins vegar ekki verið sérlega mikill glans yfir verkum stjórnarinnar. Stjórnmálin hafa breyst og sérstaklega að því leyti að almenningur nennir ekki lengur að láta valdníðslu yfir sig ganga. Þetta verður ríkisstjórnin að hafa í huga. Hún fær vald sitt frá almenningi sem getur síðan svipt hana því valdi fari hún illa með það. Ríkisstjórnin verður að taka sig rösklega á ætli hún sér ekki að verða illa þokkuð. Fjölda- uppsagnir og hreppaflutningar geta ekki verið á dagskrá hjá ríkisstjórn sem vonandi vill kenna sig við frjálslyndi, framfarir og mannúð. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Framsóknarflokkur á villigötum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ein þeirra sem standa hálendis- vaktina um þessar mundir er Hafdís Erla Árnadóttir, starfs- maður öryggisgeðdeildar á Kleppi. Hún segist eyða hluta af sumarfríinu sínu á hálendis- vaktinni ásamt öðrum úr björg- unarsveitinni Ársæli frá Reykja- vík og er hún á vaktinni í fyrsta skipti. „Við komum á laug- ardaginn og við verðum hér fram á sunnudag,“ segir Hafdís. Hún segir þetta vera mjög spennandi og að þetta hafi ver- ið ofarlega á blaði þegar kom að því að skipuleggja sumarfríið. „Það er ævintýri að fá að vera með ferðafólkinu og hjálpa þeim sem eru hjálpar- þurfi á Fjallabaki,“ segir Haf- dís en björgunarsveitin Ár- sæll sér um vaktina á Fjallabaki. „Þetta gengur ljómandi vel og allir eru mjög ánægðir hérna,“ seg- ir Hafdís. Á vaktinni í sumarfríinu ÓEIGINGJARNT STARF Hafdís Erla Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.