Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Kór Christianskirkjunnar í Klakks- vík í Færeyjum flytur færeyska sálma og sönglög á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 19. Kórinn mun einnig flytja tónlist frá öðrum löndum, m.a. íslenska sálma og verk úr smiðju J.S. Bachs, þeirra á meðal „Nun ruhet all Walder“ með færeyskum texta. Jóhanna Johannessen, organisti Christianskirkjunnar, stjórnar kórnum með eiginmanni sínum, Ólavi F. Johannessen, og eru tón- leikarnir í Hörpu liður í tónleika- ferð kórsins um Ísland. Liður í henni er söngur kórsins við messu í Hallgrímskirkju á sunnudaginn, 6. júlí, kl. 11. Kórinn Christianskirkjan í Klakksvík er stærsta kirkja Færeyja. Kór Christianskirkjunnar syngur í Hörpu Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur halda tónleika á Sögulofti Landnámsseturs í Borgarnesi í kvöld kl. 20.30 og er setrið fyrsti viðkomustaður þeirra í tónleika- ferðalagi um landið. Á tónleikunum munu þau flytja stórskemmtilega og fallega dúettadagskrá, pipraða með glettni, húmor og kæti, eins og þau orða það, allt frá Abba til Páls Ísólfssonar, auk frumsaminna laga. Glettin Kristjana og Svavar slá á létta strengi á tónleikum sínum. Dúettadagskrá með kæti Tónlistarhátíðin á Hróarskeldu í Danmörku hófst 29. júní og lýkur 6. júlí. Þótt tónlistin sé í öndvegi þá er engin hátíðin án gesta og á ljós- myndaveitu AFP má finna margar skemmtilegar myndir af skraut- legum hátíðargestum, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Á Hróarskeldu er dansað og drukkið og ástin blómstrar, hvort sem er í sól og blíðu eða hellidembu. Það er vissara að hafa með sér bæði sól- arvörn og stígvél. Hróarskelduhátíðin er þekktasta og umfangsmesta tónlistar- og menningarhátíð Norður-Evrópu og þar troða upp heimskunnir tónlist- armenn og hljómsveitir. Í ár eru að- alhljómsveitir og -tónlistarmenn hátíðarinnar Rolling Stones, Arctic Monkeys, Damon Albarn, Drake, Major Lazer, Outkast, Stevie Wond- er og Trentemöller. Af öðrum má svo nefna Deerhunter, Diplo, Int- erpol, Kasabian, Lykke Li og Zombie. Hróarskelduhátíðin hefur verið haldin frá árinu 1971 og um 50 manns eru í fullu starfi við skipulag hennar. Þá sinna þúsundir sjálfboðaliða ýmsum störfum á há- tíðinni, m.a. öryggisgæslu. AFP Fjör Þessir hátíðargestir tóku nokkur vel valin spor í dansteiti í fyrradag. Dansað, drukkið og elskað Kraðak Beðið eftir opnun tjaldsvæðis Hróarskelduhátíðarinnar 29. júní. Lói Kóngulóarmaðurinn stígvél- aður að spjalla í farsímann sinn. Turtildúfur Ástin blómstrar í danskri sumarsælu á Hróarskeldu. TILBOÐ KR. 169.9 00,- M/vsk. MILWAUKEE H0GGBORVÉL M12 BPD-402C Mesta átak 38 Nm. Vinnuhraðar: 0-400/0-1500 Sn/mín. Patróna: 10mm. Höggtíðni: 22.500 mín. Fylgir: 2 x M12 4.0 Ah REDLithium rafhlöður, Hleðslutæki, handfang, beltishanki og taska. MW 4933 4419 35 TILBOÐ KR. 36.900,- M/vsk. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is MILWAUKEE MONSTERSETT M18 PP6D-402B HD18 PD – Höggborvél, HD18 SX – Sverðsög, HD18 CS – Hjólsög, HD18 JS – Stingsög, C18 ID – Höggskrúfvél, C18 WL – Vinnuljós, 2 x M18 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, C18 C hleðslutæki, Verkfærataska. MW 4933 4474 00 Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.