Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Vinstristjórnin sem sat hér á síð-asta kjörtímabili gerði það sem í hennar valdi stóð til að þvæl- ast fyrir atvinnulífinu, ekki síst gjaldeyrisskapandi undir- stöðuatvinnugreinum.    Og ríkisstjórnin lét sér ekkinægja að gera það sem í henn- ar valdi stóð, hún gekk líka lengra til að ná pólitískum mark- miðum sín- um.    Eitthelsta pólitíska markmið vinstristjórnarinnar var að koll- varpa fyrirkomulagi fiskveiða við landið. Aflamarkskerfi með fram- seljanlegum og varanlegum kvót- um var þessum stjórnvöldum sér- stakur þyrnir í augum.    Óvíst er hvort ástæðan var ein-göngu sú að kerfið hafði reynst afar vel, verið hagkvæmt og fyrirmynd annarra ríkja, eða hvort önnur sjónarmið spiluðu inn í.    En ástæðan skiptir ef til vill ekkiöllu máli. Miklu skiptir hins vegar að nú hefur umboðsmaður al- þingis gefið út álit sitt á því hvernig þessi stjórnvöld stóðu að úthlutun makrílkvóta og hann kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að sú út- hlutun hafi verið lögleysa.    Ljóst er að úthlutuninni réð viljitil að ná fram því pólitíska markmiði að grafa undan farsælu kvótakerfi.    Nú stendur upp á ný stjórnvöldað bæta úr þessu og um leið að fara yfir og leiðrétta aðrar slæmar ákvarðanir fyrri stjórn- valda á þessu sviði. Pólitísk úthlutun og andstæð lögum STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 7 rigning Akureyri 13 léttskýjað Nuuk 6 heiðskírt Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 20 þrumuveður Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 21 skýjað Glasgow 16 skúrir London 25 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 18 heiðskírt Hamborg 17 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 18 skúrir Moskva 23 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 26 léttskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 20 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:10 23:55 ÍSAFJÖRÐUR 2:03 25:12 SIGLUFJÖRÐUR 1:39 25:02 DJÚPIVOGUR 2:27 23:37 Stofnun Sæmundar fróða við Há- skóli Íslands hlaut 420 milljóna króna styrk frá NordForsk til að koma á fót norrænu öndvegissetri um rannsóknir á því hvernig auka megi öryggi samfélaga gagnvart náttúruhamförum. Verkefnið heitir NORDRESS en fjöldi vísindamanna og stofnana á Norðurlöndum mun vinna að verk- efninu næstu fimm árin, en stærstur hluti verkefnisins verður unninn á Íslandi. Áhersla verkefnisins er að rannsaka viðnámsþol samfélaga gagnvart náttúruhamförum og hvernig hægt sé að auka viðbragðs- hæfni á ýmsum stigum, t.d. með hjálp tækni. Þá verða einnig áhrif náttúruhamfara á andlega og lík- amlega heilsu fólks rannsökuð og lagt mat á hvernig megi undirbúa fólk betur undir slík áföll. Eflir íslenska fræðasamfélagið Guðrún Pétursdóttir, einn stjórn- enda verkefnisins og forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Há- skóla Íslands, segir þetta fyrsta önd- vegissetur um samfélagslegt öryggi og náttúruhamfarir á Norður- löndum. Þá bætir hún við að svona hraustlegir styrkir komi til með að efla íslenska fræðasamfélagið mikið. Unnið verður með bestu sérfræð- ingum Norðurlanda. isb@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fræði Rannsaka á samfélagslegt ör- yggi gagnvart náttúruhamhörum. Háskólinn fær 420 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.