Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Hallgrímskirkja Borgarstarfsmenn unnu við það neðst á Skólavörðustíg í gær að setja upp myndir af Hallgrímskirkju eftir leikskólabörn á Grænuborg.
Eggert
Nýlega voru tveir
menn sýknaðir í hér-
aðsdómi vegna
meintra umboðssvika
og brota á lögum um
hlutafélög. Upphaf
þessa máls má rekja til
viðamikilla lögreglu-
aðgerða, þar sem um-
bjóðandi minn var m.a.
handtekinn og símar
hans hleraðir. Aðgerð-
irnar voru réttlættar
með því að um væri að ræða fjár-
málamisferli upp á meira en hundr-
að milljarða. Við lauslega skoðun
gagna kom strax í ljós að þessar háu
fjárhæðir voru tilkomnar vegna
þess að rannsóknaraðilar höfðu lagt
saman framlengingar á lánum og
litið á þær sem sjálfstæðar lánveit-
ingar. Upphafleg lánveiting náði
þannig aðeins örfáum prósentum af
því meinta broti sem rannsóknarað-
ilar gáfu sér. Þetta er sambærilegt
við að líta svo á að einstaklingur
sem framlengir eins milljón króna
yfirdrátt mánaðarlega hafi á einu
ári fengið 12 milljóna króna lán.
Þessi einfalda skekkja fór framhjá
Fjármálaeftirlitinu, sem er sérhæft
stjórnvald á þessu sviði, sérstökum
saksóknara, sem á að hafa sérstaka
þekkingu á efnahagsbrotum, og
dómara við Héraðsdóm Reykjavík-
ur. Afleiðingarnar urðu umfangs-
miklar lögregluaðgerðir á hendur
fjölda manns og at-
vinnumissir auk ým-
issa annarra skerðinga
á grundvallar-
mannréttindum.
Embætti Sérstaks
saksóknara
Embætti Sérstaks
saksóknara var komið
á fót til að rannsaka
grun um refsiverða
háttsemi sem leiddi til
bankahrunsins. Eftir
umfangsmikla og dýra
rannsókn sem aug-
ljóslega byggðist á röngum for-
sendum var niðurstaðan að ákæra
tvo einstaklinga fyrir umboðssvik
og brot gegn hlutafélagalögum,
vegna lánveitinga sem voru að fullu
greiddar sex mánuðum áður en um-
rædd rannsókn hófst. Mál á hendur
umbjóðanda mínum og fjölmörgum
öðrum sem höfðu stöðu sakbornings
árum saman voru felld niður. Fjár-
hæðirnar sem ákært var fyrir námu
broti úr prósenti miðað við þá rann-
sóknarhagsmuni sem umbjóðanda
mínum voru kynnt í upphafi. Ákær-
an var ekki í neinu samræmi við það
hlutverk sem embættið var stofnað
til og kostnaður við rannsókn máls-
ins umtalsvert hærri en fjárhæð
þess brots sem á endanum var
ákært fyrir. Til þess að freista þess
að ná fram sakfellingu voru ýmis illa
skilgreind og óljós hugtök í lögum
og innri reglum túlkuð mjög þröngt.
Í dóminum kemur fram að embætti
Sérstaks saksóknara, sem krafðist
18 mánaða fangelsisrefsingar, hélt
til baka grundvallargögnum sem
höfðu afgerandi áhrif til sýknu. Þau
gögn voru ekki lögð fram fyrr en
eftir sérstaka áskorun frá ákærðu.
Reglur réttarríkisins
Í kjölfar alþjóðlegu fjármála-
kreppunnar 2008 var í ýmsum atrið-
um vikið frá meginreglum réttar-
ríkisins á Íslandi. Settar voru á
laggirnar sérstök embætti eða
nefndir, þrátt fyrir varnaðarorð ým-
issa um að skynsamlegra væri að
styrkja þær stoðir sem fyrir væru í
samfélaginu. Sérstök Rannsóknar-
nefnd, sem bar enga ábyrgð í störf-
um sínum, virti einskis réttindi
þeirra einstaklinga sem um var rit-
að og skilaði skýrslu sem var full af
röngum ályktunum, eins og forseti
Íslands, Hæstiréttur og fleiri hafa
bent á. Alvarlegustu afleiðingarnar
eru þó þær að varfærni við íþyngj-
andi beitingu opinbers valds var
gagnrýnd í skýrslu nefndarinnar. Í
framhaldinu fjölgaði beiðnum eftir
hlerunum, húsleitum, handtöku og
gæsluvarðhaldsúrskurðum.
Þáverandi forstjóri FME taldi
það meginmarkmið sitt að kæra
sem flest mál án tillits til gæða
rannsóknar. Þessi einstaklingur var
einnig tilbúinn að brjóta lög til þess
að koma höggi á þingmann sem
honum var í nöp við. Afleiðingin er
sú að hátt í 400 manns hafa fengið
réttarstöðu grunaðs manns. Að
minnsta kosti helmingur mála sem
FME hefur kært til sérstaks sak-
sóknara er tilefnislaus. Fyrir liggur
dómur um að FME svipti saklausan
mann starfi sínu og veittist að æru
hans á heimasíðu sinni. Umboðs-
maður Alþingis og dómstólar hafa
gert athugasemdir við fjölda mála
hjá FME, s.s. nafnalista yfir óæski-
legt fólk, ólögmæta gjaldtöku og
ólögmætar sektir. Þá liggur fyrir að
dómstólar veita minna aðhald við
hlerunarúrskurði en Mannréttinda-
dómstóllinn gerði athugasemdir við
gagnvart Moldavíu.
Hver er ábyrgð
rannsóknaraðila?
Með framgöngu sinni við hleranir
braut sérstakur saksóknari gegn
grundvallarreglum réttarríkisins
um réttarvernd sakborninga.
Frjálsleg beiting húsleita, handtöku
og gæsluvarðhaldsúrskurða kallar á
rannsókn á því hvort málefnalegar
forsendur hafi verið fyrir hendi og
gætt hafi verið meðalhófs. Nýleg til-
vik sýna að mikilvægum upplýs-
ingum hefur ítrekað verið haldið frá
dómstólum, sem geta skipt sköpum
um það hvort viðkomandi ein-
staklingur verður sviptur frelsi sínu
eða ekki. Í 148. gr. almennra hegn-
ingarlaga segir m.a.: „Hver sá sem
með rangri kæru, röngum fram-
burði, rangfærslu eða undanskoti
gagna, öflun falsgagna eða á annan
hátt leitast við að koma því til leiðar,
að saklaus maður verði sakaður um
eða dæmdur fyrir refsiverðan
verknað, skal ... sæta fangelsi allt að
10 árum. ..... Hafi brot haft eða verið
ætlað að hafa í för með sér
velferðarmissi fyrir nokkurn mann,
þá skal refsað með fangelsi ekki
skemur en 2 ár og allt að 16 árum.“
Grundvallarregla íslenskrar
stjórnskipunar og Mannréttinda-
sáttmála Evrópu er að allir skulu
vera jafnir fyrir lögum og njóta
réttinda án manngreinarálits. Í því
felst að það skiptir t.d. ekki máli
hvort hinn brotlegi er bankamaður
eða handhafi opinbers valds. Allir
verða að fara að lögum og sæta
ábyrgð þegar lög eru ekki virt. Á
sama tíma og gengið er hart fram
við að fella háttsemi manna sem
störfuðu í fjármálaþjónustu undir
refsiákvæði hafa litlar kröfur verið
gerðar til þess að rannsóknaraðilar,
FME og embætti Sérstaks saksókn-
ara fylgi lögum. Þær staðreyndir
sem nú þegar liggja fyrir og áður
var vikið að hljóta að kalla á rann-
sókn á því hvernig farið hefur verið
með opinbert vald. Það gengur ekki
að ríkissaksóknari láti brot í op-
inberu starfi viðgangast vegna fyrn-
ingar.
Eftir Helga
Sigurðsson »Upphafleg lánveiting
náði þannig aðeins
örfáum prósentum af því
meinta broti sem rann-
sóknaraðilar gáfu sér.
Helgi
Sigurðsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum