Morgunblaðið - 03.07.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 03.07.2014, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Brandur Gíslason Skúðgarðyrkjumeistari Sími 571 2000 Myndlistarmaðurinn Bjarni Þór opnar sýningu í Akranesvita í dag kl. 17. Á fyrstu hæð sýnir hann vatnslitamyndir sem tengjast Haf- meyjarslysinu í september árið 1905 þegar ellefu ungmenni drukknuðu og er það mannskæð- asta sjóslys í sögu Akraness. Á ann- arri hæð sýnir hann akrílmálverk sem tengjast hafinu. Karlakórinn Fjallabræður mun syngja í vitanum í kvöld kl. 19.30. Sýningin stendur út mánuðinn og er opin alla daga kl. 13-16. Verk í vita tengd hafinu Hafið Eitt verka Bjarna Þórs á sýn- ingu hans sem opnuð verður ı́ dag. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Raftónlistarbandið Worm is Green gefur á sunnudaginn út sína fjórðu plötu en um er að ræða breiðskífuna To Them We Are Only Shadows. Forsprakki sveitarinnar, Árni Teit- ur Ásgeirsson, segir plötuna tals- vert frábrugðna því sem hefur áður heyrst frá bandinu. „Á fyrstu plötunni var til að mynda lítið sungið en á þessari er sungið í öllum lögum. Tónlistin hef- ur ef til vill þróast yfir í aðeins poppaðri stíl án þess þó að missa rafgildið,“ segir hann. Þrátt fyrir drungalegan titil plötunnar segir Árni Teitur yfirbragðið á henni vera nokkuð létt. „Síðasta plata, sem bar einmitt titilinn Glow, var heldur dimmari. Það eru því svona ákveðnar and- stæður í þessu. Ég myndi segja að nýjasta platan væri okkar popp- aðasta til þessa,“ segir hann. Bristol-áhrifa gætir Sveitin var stofnuð árið 2002 en fyrsta breiðskífa hennar, Auto- magic, kom einmitt út sama ár. Árni Teitur segir áhrifin koma úr mörg- um áttum þegar blaðamaður líkir tónlist sveitarinnar við Bristol- senuna svokölluðu. „Maður sogar bara allt í sig og byrjar síðan að skapa. Portishead, ásamt allri Bristol-senunni, er nátt- úrlega hljómsveit sem allir sem hafa áhuga á þessari gerð af tónlist hlusta á,“ segir hann og nefnir þar Massive Attack og Tricky máli sínu til stuðnings. Árni Teitur segir sveitina hafa breyst talsvert frá því hún steig fyrst fram á sjónarsviðið og að tölvan hafi að stórum hluta tekið yfir hljóðfæraleik. „Í upphafi vorum við með lifandi trommuleik, bassa og þess háttar. Núna vinn ég eiginlega lögin bara einn og sendi á söngkonu sveit- arinnar, Guðríði Ringsted, og hún tekur upp sönginn og sendir mér til baka,“ segir hann en þess má geta að aðrir meðlimir sveitarinnar eru þeir Bjarni Þór Hannesson og Þor- steinn Hannesson. Útgáfufyrirtæki frá Japan To Them We Are Only Shadows verður eingöngu gefin út á rafrænu formi en Árni Teitur segir reynsl- una af því vera einkar góða en sama snið var á þriðju plötunni, Glow. „Við vildum sjá um þetta sjálf. Það er nóg að gera alls staðar og við höfum eiginlega bara ekki tíma eða afl til þess að fylgja geisladiski eftir í dreifingu. Það kom reyndar út- gáfufyrirtæki frá Japan að Glow eft- ir að við höfðum gefið hana út raf- rænt og gerði disk í kjölfarið,“ segir hann en hægt verður að nálgast plötuna á öllum helstu rafmiðlum. Árni Teitur fluttist til Noregs fyrir ári og segir það geta verið ströggl að hóa allri sveitinni saman. „Í dag eru allir komnir með fjöl- skyldu og fasta vinnu. Við erum náttúrlega orðin aðeins eldri en þeg- ar við byrjuðum, tíminn líður víst. Við spilum sjaldnar en reynum að gera það við sérstök tækifæri. Við fórum til að mynda í tónleika- ferðalag til Kína fyrir ári. Okkur finnst hinsvegar gaman að gefa út plötur og höldum því örugglega áfram að eilífu,“ segir hann. Spilað út um allan heim Sveitin hefur leikið víða um lönd og meðal annars drepið niður fæti í Austur-Evrópu, Ameríku og Asíu og segir Árni Teitur sveitina hafa spil- að jafnmikið erlendis og á Íslandi, ef ekki meira. „Við höfum spilað frekar víða, fór- um meðal annars í þrjár tónleika- ferðir til Bandaríkjanna á sínum tíma. Síðan höfum við til að mynda spilað í Eistlandi, Póllandi, Tékk- landi og Danmörku,“ segir hann. „Söngkona sveitarinnar er ófrísk og á að eiga núna í haust þannig að það verður kannski ekki mikið tón- leikahald í beinu framhaldi af plöt- unni,“ segir Árni Teitur að lokum. Hljómlistin er eilífðarverkefni  Sveitin Worm is Green gefur út sína fjórðu breiðskífu Raftónlist Árni Teitur, forsprakki Worm is Green, segir plötuna To Them We Are Only Shadows vera poppaðri en fyrri plötur sveitarinnar. Áður en flóðið kemur geristí Bangladess. Bókinskiptist í sögur nokkurrapersóna sem fléttast svo saman. Aðalpersónurnar eru Sofía og Janne, sænsk hjón með tvö ung börn sem flytja til Bangladess því að Sofía fékk starf sem yfirmaður þróunaraðstoðar í sænska sendi- ráðinu í Dhaka. Sofía er full metn- aðar og ein af þeim sem vilja bjarga heiminum eða a.m.k. ástandinu í Bangladess. En það reynist örð- ugra en hún von- aðist til. Sænski sendiherrann, yf- irmaður hennar, er einn af þeim sem standa í veg- inum; metnaðar- laus maður sem vill bara hafa það þægilegt og forð- ast allt sem krefst einhvers af hon- um í starfi. Önnur saga segir frá systrunum Nazrin og Minu sem búa með for- eldrum sínum í mikilli fátækt í þorpi úti á landi. Þær sjá framtíð sína ekki í fögru ljósi en faðir þeirra vill gifta þær óhrjálegum mönnum. Þær taka þá ákvörðun að flýja til Dhaka og reyna að hefja nýtt líf í stórborginni. Hæfileikar og útsjónarsemi Minu nýtast þar vel í viðskiptum og Nazrin heillast af vestrænum heimi þegar hún vinnur á hóteli og síðar sem barnfóstra hjá vestrænni fjölskyldu. Líf þeirra er þó allt annað en auðvelt í borginni þar sem karlaveldið er mikið. Í gegnum líf Sofíu og Janne og Nazrin og Minu kynnist lesandinn undarlegum heimi diplómata í bláfátæku landi. Það er einnig gefin góð sýn inn í líf innfæddra, hefðir og siði, heim þar sem allt snýst um að lifa af. Fataverksmiðjurnar frægu í Bangladess koma líka við sögu þar sem bláfátækar konur og börn vinna við ömurlegar aðstæður við að sauma tískuflíkur á vestræn- ar þjóðir. Þetta er fyrsta bók Thorfinn og tekst henni mjög vel upp. Hún kaf- ar djúpt ofan í málin og lýsir að- stæðum sérstaklega vel svo lesanda finnst hann vera staddur í hitanum í Bangladess. Þetta er bók sem fær mann til að hugsa um misskiptingu og hvað það virðist vera erfitt að koma í veg fyrir hana í heiminum. Helsti gallinn er að það er kannski allt svolítið mikið eins og það á að vera í þessari bók, ef svo má segja, um græðgi Vesturlanda- búa og misnotkun þeirra á aðstæð- um fólks í fátækum löndum. Þá er sagan endaslepp, eins og höfund- urinn hafi átt erfitt með að hætta. Þrátt fyrir það ætti Áður en flóðið kemur að vera skyldulesning fyrir alla sem vilja lesa góða sögu um leið og þeir víkka sjóndeildarhring- inn og láta sig dreyma um betri heim. Höfundurinn Helena Thorfinn með ónefndum vinkonum í Bangladess. Misskiptingu heimsins gerð skil Skáldsaga Áður en flóðið kemur bbbmn Eftir Helenu Thorfinn. Þýðing: Elín Guðmundsdóttir. Urður, bókafélag 2014. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.