Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 ✝ Svend-AageMalmberg fæddist 8. febrúar 1935 í Reykjavík. Hann lést að heim- ili sínu 25. júní 2014. Foreldrar hans voru Ejner Oluf Malmberg, f. 14.8. 1903, d. 18.9. 1963, og eiginkona hans Ingileif Halldórs- dóttir Malmberg, f. 4.2. 1905, d. 28.8. 1987. Systkini Svend-Aage eru 1) Halldór E. Malmberg, f. 22.2. 1928, 2) Otto J. Malmberg, f. 8.9. 1931, 3) Gunnar S. Malm- berg, f. 12.1. 1938, d. 13.6. 1998, 4) Inga Dagný Malmberg, f. 19.10. 1944, 5) hálfsystir Svend-Aage samfeðra Svava Hauksdóttir, f. 12.1. 1938, d. 13.6. 1998. Eiginkona Svend-Aage var Elísabeth Pálsdóttir Malmberg, f. 7.4. 1939, d. 12.10. 1981. For- eldrar hennar voru Páll Jakob Helgason, f. 25.9. 1906, d. 5.11. 1966, og eiginkona hans Inger J. Helgason, f. 6.2. 1913, d. 18.10. 2001. Börn Svend-Aage og El- ísabethar eru 1) Ingileif Malm- 1993, b) Ýmir Aage, f. 16.8. 1998. Síðari eiginkona Svend-Aage var Björg K. Jónsdóttir, f. 15.12. 1942, þau skildu. Lífs- förunautur Svend-Aage síðast- liðin 10 ár var Sesselja Frið- riksdóttir, f. 22.7. 1935. Svend-Aage varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og lauk doktorsprófi í haf- fræðum frá Háskólanum í Kiel 1961. Hann starfaði við haf- rannsóknir hjá fiskideild at- vinnudeildar Háskólans og Haf- rannsóknastofnun frá árinu 1962 og til starfsloka. Þá var hann stundakennari í haffræði við HÍ, KHÍ og MR. Svend-Aage ritaði greinar í vísindarit, dag- blöð og tímarit innanlands og erlendis um áratuga skeið um haffræði, náttúruvísindi, um- hverfismál, trúmál og önnur hugðarefni sín og starfaði í fjölda nefnda tengdra starfi sínu og fræðum. Hann var einn- ig ötull í starfi jafnaðarmanna, Alþýðuflokks og Samfylkingar og sat í sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju 1985-1990. Svend-Aage hlaut heiðursvið- urkenningu alþjóða hafrann- sóknarráðsins í Edinborg árið 2001 og riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 2003 fyr- ir hafrannsóknir sínar. Útför Svend-Aage fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. berg sjúkra- húsprestur, f. 31.7. 1964, eiginmaður hennar er Þórhall- ur Heimisson sókn- arprestur, f. 30.7. 1961, og börn þeirra a) Dóra Erla, f. 22.6. 1987, eiginmaður hennar er Ragnar Pálsson, f. 28.1. 1987, og dóttir þeirra Sól- veig, f. 29.5. 2012, b) Rakel, f. 15.3. 1991, c) Hlín, f. 25.1. 1993, b) Heimir, f. 17.8. 2005, 2) Kristín List Malmberg kennari, f. 22.7. 1966, eiginmaður henn- ar er Árni Hrólfur Helgason kennari, f. 27.10. 1962, og börn þeirra a) Sveinn Áki, f. 26.7. 2002, b) Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir, f. 3.10. 1985, sam- býlismaður hennar er Óðinn Stefánsson, f. 27.6. 1985, og dóttir þeirra Kristín Kara, f. 24.2. 2014, c) Daníel Örn Árna- son, f. 20.11. 1985, sambýlis- kona hans er Ene Bugge, f. 10.10. 1987, 3) Páll Jakob Malmberg kennari, f. 4.1. 1969, eiginkona hans er Ingibjörg Arnardóttir, f. 25.12. 1969, og börn þeirra a) Rut, f. 12.4. Snemma að morgni miðviku- dagsins 25. júní vorum við fjöl- skyldan á leið norður í land í skírnarveislu. Dagana áður hafði stórfjölskyldan fagnað með okkur hjónavígslu elstu dóttur okkar og útskrift hennar úr háskóla. Eins og alltaf voru þá fagnaðarfundir þegar við komum saman fjöl- skyldan. Og eins og alltaf var tengdafaðir minn Svend-Aage manna glaðastur. Hann hélt ljúfa og yndislega ræðu í veislunni þeg- ar dóttir okkar gekk í það heilaga 17. júní síðastliðinn. Þar fléttaði hann að vanda inn í orð sín minn- ingu látinna ástvina okkar, ábyrgð okkar á lífinu – og kærleikanum. Og von var á annarri slíkri ræðu við skírn litlu stúlkunnar á Akur- eyri hinn 27. júní. Oft fer þó lífið öðruvísi en við ætlum. Svend- Aage var ferðbúinn þennan morg- un. En í stað þess að halda til Ak- ureyrar var förinni heitið á vit aft- ureldingarinnar. Það eru nú liðin rúmlega 29 ár síðan leiðir okkar Svend-Aage fyrst lágu saman. Þá var ég að gera hosur mínar græn- ar fyrir dóttur hans. Mér er ógleymanlegt þegar við fyrst hitt- umst. Það var í Smyrlahrauninu í Hafnarfirði hinn 1. maí árið 1985. Þar leit hann kankvís á strákinn sem stóð þarna álútur, var að bíða eftir dóttur hans og kom ekki upp orði af feimni. „Gleðilega hátíð“ sagði jafnaðarmaðurinn glaður og sveitadrengurinn vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið. „Hvaða há- tíð?“ stundi ég upp og fékk þá minn fyrsta fyrirlestur um fé- lagshyggjuna og 1. maí. En ekki þann síðasta. Frá og með þessum degi höfum við átt saman margar ógleymanlegar stundir tengda- feðgarnir, í gleði og sorg. Því eng- inn reyndist mér betri í sorginni en tengdafaðir minn. Og enginn samgladdist mér meir en hann. Minningarnar eru óteljandi frá fjölskylduuppákomum, ferðalög- um heima og erlendis – alltaf var tengdafaðir minn nærri með vind- ilinn sinn og brosið sitt og kank- vísi og kærleika. Síðast í Falun í Svíþjóð í vor þar sem hann heim- sótti okkur. Tengdapabbi minn var sannur viskubrunnur. Oft ræddum við tengdafeðgarnir saman um trúmál og pólitík, Evr- ópumál og umhverfismál, kirkj- una, söguna og samfélags- þróunina. Okkar stóra áhugamál var sagnfræði og gátum við eytt mörgum dögum í vangaveltur um heimsstyrjaldirnar, kalda stríðið, ofsóknirnar gegn gyðingum, íslam – umræðuefnin voru ótæmandi. Við vorum oft á sama máli og jafn oft ósammála. En það breytti engu því þó að Svend-Age stæði fastur á sínu virti hann skoðanir annarra – oftast! Engan beittari gagnrýnanda hef ég haft en hann. En allt var það uppbyggilegt og í kærleika. Og mörg áttum við leyndarmálin saman. „Þetta segi ég bara við þig,“ sögðum við oft við hvor annan. Og stóðum við það. Alltaf var Svend-Aage líka að gauka að mér bókum. Síðasta bók- in var Kommúnistahreyfingin á Íslandi eftir Þór Whitehead, sem hann gaf mér daginn áður en hann lést. Í ræðunni við vígslu dóttur minnar lagði tengdafaðir minn út af kærleikanum. Í kærleikanum lifði hann, líka þegar lífið var erf- itt. Í kærleikanum dó hann á leið til skírnar hjá litlum augasteini. Og ég veit að í kærleikanum mun- um við hittast á ný – þar sem feg- urðin ríkir ein. Þórhallur Heimisson. Guð minn góður, Guð minn góður. Ertu kominn? Ég ætlaði ekki að vera hérna, ég sver að ég ætlaði ekki að vera hérna. Þessi orð voru fyrstu kynni mín af Svend-Aage Malmberg, sem síðar varð tengdafaðir minn. Ég hafði lagt land undir fót á mínum tveggja manna sportbíl og ekið sem leið lá frá Akureyri til Hafn- arfjarðar í fyrstu heimsóknina til dóttur hans, sem ég hafði kynnst í Danmörku skömmu áður. Ákefð mín að komast á áfangastað var svo mikil að ég var fljótur í förum og var mættur á Holtið í Hafn- arfirði ríflega klukkustund fyrir ætlaðan komutíma. Það varð aftur til þess að ég kom Svend að óvör- um og auðvitað hélt hann að ég yrði sannfærður um að hann væri að njósna um þennan Norðlend- ing, sem hafði laumað sér inn á flestar myndir dóttur hans frá Danmerkurferðinni. Síðan eru lið- in ein átján ár og á þeim tíma kynntist ég Svend vel. Hann var satt að segja einstakur maður sem fór sínar eigin leiðir og hnýtti ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðafólkið. Eftir að við Krist- ín dóttir hans hófum búskap á Ak- ureyri var hann tíður gestur hjá okkur. Fyrst um sinn ók hann þessa leið á eigin bíl og tók stund- um meira en einn dag í ferðina enda margar heiðar á leiðinni þar sem hægt var að sitja, maula nesti, horfa út í bláinn og velta lífs- gátunni fyrir sér. Ef hann treysti sér ekki til að keyra varð rútan oftast fyrir valinu enda svo ljóm- andi gott að virða fegurð landsins fyrir sér á leiðinni, jafnvel þótt lengst af væri kannski ekið í svartamyrkri. Á þessum ferðum sínum um landið til þess að heim- sækja börn og tengdabörn lenti Svend í mörgum ævintýrum og endaði ekki alltaf í réttum kaup- stað, enda var hann ekta prófess- or, stundum vitlaust hnepptur, með skakkt bindi, úfið hár og oft svolítið utan við sig. Svend var ár- risull maður og yfirleitt fyrstur niður í stofu á morgnana þegar hann dvaldi hjá okkur. Fyrstu ár- in var það heimiliskötturinn sem naut góðs af nærveru hans á morgnana en svo eignaðist hann nafna, Svein Áka, sem líka var ár- risull og saman áttu þeir dýrmæt- ar morgunstundir þar sem dótt- ursonurinn var fræddur um fiska, fugla og ýmsar furðuverur þessa heims og annars, enda afinn dokt- or í haffræði og vissi lengra nefi sínu um ýmsa skemmtilega og fræðandi hluti sem öllum er hollt að hlýða á. Það var gaman að ferðast með Svend innanlands sem utan, enda var hann hokinn af lífsreynslu og hafði frá mörgu að segja. Hann viðraði hiklaust skoð- anir sínar á öllu, hvort sem það var gatnagerðin á Akureyri, stjórnarfarið í Evrópu eða af- greiðslufólkið í vegasjoppunum. Ef fleiri en tveir komu saman til gleðskapar hélt hann yfirleitt ræðu þar sem kjarninn var um- burðarlyndi og víðsýni, listilega fléttað saman við tilefni dagsins og honum fannst ákaflega gaman að taka bláókunnugt fólk tali og rekja úr því garnirnar. Um Svend-Aage Malmberg er ekki hægt að skrifa í einni stuttri grein; til þess að lýsa þeim öðlingi og mannvini sem tengdafaðir minn var þarf svo miklu meira pláss en rúmast í fátæklegri minn- ingargrein. Hans verdur sannar- lega sárt saknað. Árni Hrólfur Helgason. Elsku afi og langafi. Það að þú sért kominn á annan og betri stað er mjög óraunverulegt en samt sem áður satt. Það er svo skrítið að þú sért ekki lengur með okkur. Þú hefur reynst okkur svo vel sem afi í gegnum tíðina, hefur alltaf viljað það besta fyrir okkur og sýnt öllu sem við tökum okkur fyr- ir hendur svo mikinn áhuga. Sög- ur af námsferli þínum og starfi voru góð fyrirmynd og hvetjandi fyrir okkur barnabörnin. Einnig var alltaf stutt í hnyttni þína og fyndni og hreinskilni þín var skemmtilega hressandi. Þú hringdir alltaf að minnsta kosti einu sinni á dag heim til að gá hvernig við hefðum það og til að spjalla. Það var alltaf gaman að tala við þig, þú hafðir sterkar skoðanir og varst aldrei hræddur við að sýna þær. Sérstaklega fannst þér gaman að tala um póli- tíkina og þá var sko erfitt að hafa aðrar skoðanir en þú. Við munum eftir mörgum samtölum sem áttu sér stað við matarborðið milli okk- ar allra og alltaf heyrðist hæst í þér. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Þú varst vanur að segja að við gætum alltaf hringt í þig ef það væri eitthvað sem við þyrftum. Það var svo gott að vita af því hvað þér þótti vænt um okkur. Þú komst reglulega til okkar í pítsu á föstudagskvöldum en þessi kvöld voru alltaf skemmtileg. Þá var hlegið mikið við kvöldverðarborð- ið og ýmis mál rædd og kvöldinu lauk með því að horfa á Útsvarið í sjónvarpinu. Þessar stundir okkar allra saman á föstudagskvöldum voru yndislegar. Einnig var gott samband milli þín og Sólveigar. Sólveig hafði alltaf gaman af að hitta þig og sýna þér dótið sitt og skoða bækur með þér. Hún talaði oft um þig og gerir enn og bað reglulega um að fá þig í heimsókn. Sólveigu þykir svo sannarlega mjög vænt um langafa sinn en núna síðast í gær málaði hún mynd og sagði foreldrum sínum að þetta væri mynd af langafa. Við höfum átt margar yndislegar stundir saman elsku afi. Okkur þótti yndislegt að fá þig til okkar í brúðkaup og útskrift seinustu daga þína og þótti okkur mjög vænt um fallegu ræðuna sem þú hélst í brúðkaupsveislunni og munum við seint gleyma henni. Elsku afi og langafi. Við erum svo þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum með þér og hvað þú lagðir alltaf hart að þér að hitta okkur og vera með okkur þrátt fyrir að þú værir orðinn þreyttur. Það er gott að vita að nú sért þú umkringdur gömlum vinum og kunningjum og þið getið hlegið saman að gömlum tímum en þín verður alltaf sárt saknað meðal okkar. En þó svo að þú getir ekki hringt í okkur núna eða komið í föstudagspítsu vitum við að þú verður alltaf hjá okkur með bros á vör. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og við munum aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði elsku afi og afi lang. Þín barnabörn og barnabarna- barn, Dóra Erla, Rakel, Hlín, Heimir og Sólveig. Get ég gert eitthvað fyrir ykk- ur, gullið mitt? Svona byrjaðir þú eða endaðir öll okkar samtöl, elsku afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Ég hlakkaði svo til að fá þig norður í skírn Kristínar Köru, langafastelpunnar þinnar. Þú ert örugglega stoltur af nafn- inu. Ég get huggað mig við að Kristín litla fékk að knúsa þig, er þakklát fyrir það. Fallegu mynd- irnar af ykkur saman verða mér dýrmætar. Ég hlakka til að segja henni frá afa Svend. Þetta hefur verið mikill tilfinningarússíbani, svo mikil gleði og svo mikil sorg. Elsku afi, þú ætlaðir að koma norður með strætó eins og þú varst vanur. Þér fannst svo huggulegt að sitja í rólegheitum, horfa út um gluggann og njóta út- sýnisins sem landið sem þér þótti svo vænt um hafði upp á að bjóða. Það munaði svo litlu, afi minn, þú varst klár í slaginn. Ferðatösk- urnar á sínum stað og neftóbaks- dollan þér við hlið. Elsku afi, fyrir mér varstu ódauðlegur og þú vissir það vel, maður hugsar þannig um þá sem manni þykir vænst um. Ég vonaði að þú yrðir ávallt mér við hlið þó að ég vissi að ég þyrfti að horfast í augu við það einn daginn að missa þig. Það var svo sárt og erfitt þeg- ar skellurinn kom. Elsku afi, ég veit hreinlega ekki hvar ég væri án þín, þú hefur alltaf haft trú á mér, staðið eins og klettur við hlið mér og verið til staðar þegar ég hef þurft á að halda. Það var ekki annað hægt en að þræta stundum við þig en við vorum fljót að jafna okkur og farin að tala um eitthvað allt annað. Vinir mínir höfðu líka svo gaman af þér, sem yljar mér um hjartarætur. Margir töluðu um krúttafann, sem er sko ekki slæmur titill að bera. Þú varst í sérstöku uppáhaldi hjá handbol- tastelpunum, það var ekkert betra en að heyra í gamla uppi á pöll- unum kalla „áfram Akureyri“ í stað KA. Elsku afi, það eru svo margar og góðar minningar sem við eig- um, t.d. ferðin okkar til Danmerk- ur og hinar fjölmörgu bústaða- ferðir. Ég man sérstaklega eftir fyndnu atviki sem gerðist þegar við vorum í Biskupstungum um páska og fórum einn sólríkan dag- inn í bíltúr upp að Þingvöllum. Þegar við komum aftur í bústað- inn biðu okkar páskaegg sem höfðu fengið ágætissólbað yfir daginn og litu út samkvæmt því. Það þarf vart að taka fram að mín sá ekki spaugilegu hliðina á þessu þá. Auk þess leyfði ég þér í einni ferðinni að klippa á mér toppinn, þar sem þú laugst blákalt að mér að þú hefðir verið hárgreiðslu- meistari í Þýskalandi á þínum yngri árum. Toppurinn á mér leit líka út samkvæmt því, prakkarinn þinn. Elsku afi, þú kenndir mér svo margt, bænir, að borða kartöflur með hýðinu og rúgbrauð með síld og, já, að jólasveinninn er ekki til, en það er önnur skondin saga. Ég gæti talið upp svo margt sem ég hef lært af þér og það sem við höf- um brallað í gegnum tíðina að það væri efni í heila bók. Eitt er víst að fátt gerði mig stoltari en að vinna þig í skrabbli. Elsku afi, orð fá því ekki lýst hversu mikið ég á eftir að sakna þín, stundanna okkar saman, sam- talanna og faðmlaganna, hattsins, stafsins og yfirvaraskeggsins. Sofðu rótt. Þín, Elísabeth. „Fer nú óðum fækkandi fé- lögum mínum og vinum,“ varð mér að orði er ég frétti að Svend- Aage Malmberg hefði fyrirvara- laust snarað sér yfir í Sumarland- ið. Snögglega minnkaði viska okk- ar í haffræðum en jókst að sama skapi á Astralplaninu. Hæglátur viskumaður og maður jafnaðar og réttlætis var genginn. Ávallt er hann tók sér sumarfrí skildi hann eftir kort með kveðjum til okkar húsfélaga á Sólvangsvegi; sagðist vera að skreppa norður í sólina og sumarið. Á stundum sat hann austan húss á bekk einum og reykti smávindil. Þá var hann til í spjallið. Þá töluðum við félagarnir um stjórnmál, veðrið, mannlífið, og haffræðina. Sem leikmanni þótti mér vænt um það sem hann sagði mér um þennan stærsta hluta vors hnattar. Til dæmis þegar hann benti mér á að fiskigöngur myndu breyta hefðbundinni hegðun vegna hlýnunar sjávar, kulsæknar tegundir myndu sækja norðar og sennilega aðrar sækja okkur heim sem myndu bæta upp tapið. Einn- ig hitt að bráðnun jökla myndi að sjálfsögðu hækka yfirborð sjávar, rétt eins og þensla sjávar við auk- ið hitastig. Og svo var hann alltaf á undan sinni samtíð í þessum fræð- um. Þannig talaði Svend við mig um makrílinn sem tæki sinn stóra toll í lífríki sjávar og myndi örugg- lega eiga eftir að éta meira en hann gæfi af sér í afurðum. Og það löngu áður en nokkur annar hafði minnst á þetta einu orði í fjölmiðl- um. Stundum hittumst við í „Krata- kaffi“ og þá lá hann ekki á skoð- unum sínum. Það var líka hlustað vel á hann. Svend hafði auk alls annars mikinn áhuga á málum kirkju og trúarbragða og fórum við oft saman að hlusta á erindi um þessi mál í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Á „bekknum“ heima eftir erindið ræddum við síðan málin nánar. Það er mín trú að Lykla-Pétur opni upp á gátt er hann sér Svend og skenki honum Havanavindil, und einen Coniak. Ætt hans allri óska ég til ham- ingju með að hafa átt slíkan Dreng. Sigurður Sigurðarson. Góður samstarfsmaður og vin- ur, Svend-Aage Malmberg, er fallinn frá. Við kynntumst honum sem ungir menn er við vorum að hefja starfsferil á Hafrannsókna- stofnun, en Svend var þá deildar- stjóri sjórannsókna á stofnuninni. Svend hafði ávallt víða sýn á hafið sem búsvæði sjávarlífvera og hvernig ástand þess og eðli mótar og hefur áhrif á alla starf- semi vistkerfisins. Í rannsóknum sínum sem haffræðingur lagði hann mikla áherslu á að tengja haffræðina rannsóknum á lífrík- inu og fiskistofnum. Mikilvægi rannsókna og skilnings á þessum tengslum hefur á tímum loftslags- breytinga hin seinustu ár orðið mönnun æ ljósara. Svend var alla tíð mjög virkur í vísindaskrifum og þess má geta að báðir birtum við okkar fyrstu vísindagreinar á vettvangi Alþjóðahafrannsóknar- áðsins sem meðhöfundar Svend. Svend var vel metinn meðal er- lendra kollega sem oft leituðu til hans vegna faglegra mála og/eða töldu mikilvægt að hafa hann með í fjölþjóðlegum verkefnum. Hann var jafnan greiðvikinn, úrræða- góður og kom oft með ný eða óhefðbundin sjónarhorn á rann- sóknarefnin. Innan Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins naut Svend sín meðal haffræðinga sem sameigin- lega mynduðu sterka einingu, t.d. er berjast þurfti fyrir framgangi mála í samkeppni við þá sem að- allega sinntu fiskifræðilegum rannsóknum. Á Hafrannsókna- stofnun var líka stundum talað um Svend og hans félaga í sjórann- sóknum sem „hydrómafíuna“ á stofnuninni. Svend sinnti alla tíð starfi sínu af miklum áhuga og eins og oft gerist með áhugasama vísinda- menn þá voru skilin milli vinnu, heimilis og frístunda á tíðum óljós. Til vitnis um það er saga frá haf- ísárunum svonefndu hér við land í lok sjöunda áratugar síðustu ald- ar. Í aðdraganda ráðstefnu sem þá var haldin af íslenskum vís- indamönnum hugleiddu Svend og fleiri ástæður hafísáranna og m.a. hvaða skilyrði þyrftu að vera til staðar í sjónum til þess að hafís myndaðist í Austur-Íslands- straumi. Að loknum vinnudegi haustið 1969 var Svend í strætó á leið til síns heima í Hafnarfirði þegar hugmynd um ástæður ís- myndunarinnar laust í huga hans. Það varð til þess að hann fór úr vagninum á stoppistöð í Garðabæ og tók þann næsta til baka niður á Skúlagötu til að skoða frekar gögn í sambandi við tilgátu sína. Að því loknu tók hann síðan strætó aftur heim í Hafnarfjörð um miðnættið. Í framhaldinu kom í ljós að Svend hafði hitt naglann á höfuðið og gat skilgreint þær aðstæður sem þurftu að vera fyrir hendi norð- austur af landinu til þess að hafís gæti myndast. Eftir að Svend lét af störfum fyrir nokkrum árum kom hann um skeið reglulega á Hafrann- sóknastofnun til þess að fylgjast með starfseminni, sækja fyrir- lestra, og athuga tölvupóst og við- halda þannig sambandi við inn- lenda og erlenda kollega. Svend var einn af brautryðj- endum íslenskra hafrannsókna og átti á starfsævi sinni þátt í að skapa þeim þá viðurkenningu sem þær í dag njóta bæði innan lands og utan. Við þökkum honum sam- starfið og vináttuna. Aðstandend- um sendum við innilegar samúð- arkveðjur á sorgarstundu. Ólafur S. Ástþórsson, Héðinn Valdimarsson. Svend-Aage Malmberg  Fleiri minningargreinar um Svend-Aage Malm- berg bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.