Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Aðstandendur tónlistarhátíð- arinnar All Tomorrow’s Parties hafa nú birt lista yfir þær kvik- myndir og bækur sem mælt er með að hátíðargestir kynni sér. Valið á kvikmyndunum var í hönd- um hljómsveitarinnar Portishead og um val bóka sá hljómsveitin HAM. Báðar munu þær leika á há- tíðinni sem fer fram 10.-12. júlí á Ásbrú í Keflavík. Kvikmyndirnar verða sýndar á hátíðinni. Kvikmyndirnar sem Portishead valdi eru eftirfarandi (fram- leiðsluár og nafn leikstjóra í sviga):  All Is Lost (2013, J.C. Chandor)  Badlands (1973, Terence Mallick)  Crazy Love (1987, Dominique Deruddere)  Djúpið (2012, Baltasar Kormákur)  The Future (2011, Miranda July)  Happiness (1998, Todd Solondz)  The Hunt (2012, Thomas Vinter- berg)  Me and You and Everyone We Know (2005, Miranda July)  Rollerball (1975, Norman Jewison)  Soylent Green (1973, Richard Fleischer)  Troll Hunter (2010, André Øvredal)  Valhalla Rising (2009, Nicolas Winding Refn)  Wilbur Wants to Kill Himself (2002, Lone Scherfig) Bækurnar sem HAM mælir með, titill og nafn höfundar:  Miami Purity – Vicki Hendricks  Men and Gods in Mongolia – Henning Haslund  Extreme Metaphors: Collected Interviews with J.G. Ballard  Gentlemen of Bacongo – Dani- ele Tamagni  The Travels of Reverend Ólaf- ur Egilsson: Captured by Pirates in 1627/ Reisubók séra Ólafs Egilssonar  The Palm Wine Drinkard – Amos Tutuola. Dagskrá ATP liggur einnig fyrir, hvaða hljómsveitir leika hvenær og hvar, og má finna hana á vef hátíðarinnar, atpfesti- val.com. Djúpið Kvikmynd Baltasars Kormáks er ein þeirra sem enska hljómsveitin Portishead mælir með að gestir All Tomorrow’s Parties sjái. Djúpið á lista Portishead  Kvikmynda- og bókalisti ATP Sýningin Látbragð Tákn List verð- ur opnuð í dag kl. 17 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Á sýningunni er tvenns konar menning leidd saman, döff menn- ing, þ.e. menning heyrnarlausra, og heyrandi menning og sýning- arstjórar eru Wolfgang Müller og An Paenhuysen. Listamennirnir Christine Sun Kim, Thomas Benno Mader og Magnús Pálsson verða viðstaddir opnunina og kl. 17.30 mun Nýlókórinn, íslenski hljóðljóð- akórinn, flytja hljóðaljóðið „UHM – YEAH!ZOOM“ eftir Hörð Braga- son. Í tilkynningu segir að sýningin sé líklega sú fyrsta sem leiði saman verk sem brúi bilið milli döff og heyrandi menningar. Listamenn- irnir vinni með tungumálið, bæði skrifað, talað og táknað, og tjáskipti á nýstárlegan hátt. Sýningarstjórarnir völdu Möbius- arræmuna, eftir stærðfræðinginum A.F. Möbius, sem tákn sýning- arinnar. „Hún er einhliða flötur búinn til úr rétthyrningi með því að snúa öðrum enda hans hálfan snúning og líma við hinn endann. Möbius- arræman ögrar skynjun okkar: það er ekki unnt að festa hendur á henni, við getum því ekki sagt til um hvað er uppi og niðri eða inni og úti,“ segir í tilkynningu. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Die Tödliche Doris, Christine Sun Kim, Flying Words Project, Joseph Grigely, Hörður Bragason og Nýlókórinn, íslenski hljóðljóðakórinn, Thomas Benno Mader, Wolfgang Müller, Magnús Pálsson, Roman Signer, Barbara Stauss, Gunter Trube og Ming Wong. Sýningin stendur til 20. júlí og er opin á opnunartíma safnsins. Unnið með tjáskipti á nýstárlegan hátt Látbragð Ming Wong er einn þeirra listamanna sem verk eiga á sýning- unni Látbragð Tákn List. Ný lög tóku gildi í Rússlandi í fyrradag sem banna með öllu notk- un ákveðinna blótsyrða í rússnesk- um listum og samfélagsmiðlum, m.a. kvikmyndum og leikritum. Munu lögin hafa verið sett í þeim tilgangi að styrkja rússnesk gildi og gerist menn brotlegir geta þeir átt von á sektum allt frá jafnvirði 8.000 króna upp í um 160 þúsund krónur, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Guardian, allt eftir því hvort um einstakling er að ræða, opinberan starfsmann eða samtök. Í frétt Guardian kemur fram að með þessu vilji löggjafinn hreinsa rússnesku af ljótum orðum og varð- veita fegurð tungumálsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í byrjun maí undir frum- varp að lögunum og þykja þau end- uróma fyrri tíð þegar kommúnista- flokkurinn í Sovétríkjunum krafði listamenn og rithöfunda um að forðast „úrkynjaða“ vestræna tísku og orðfæri. AFP Bannað Pútín vill útrýma blótsyrðum. Blótsyrði bönnuð í rússneskri list Emil Ólafsson sjávarlíffræðingur opnar í dag kl. 17 sýningu á portett- myndum í Gallerí Bakaríi, Skóla- vörðustíg 40. Emil fjallar í myndum sínum um þrá og hamingju, höfnun og sorg; um það hvernig sálar- ástand manneskjunnar kemur fram í ytra byrði hennar – andliti og lík- ama, að því er fram kemur í til- kynningu. Hann sýnir teikningar unnar með pastelkrít og kolum og eru þær stúdíur um liti, persónur og náin sambönd. „Emil kveðst í senn maður bjartsýni og svartsýni – það sjáist í myndum hans. Margar þeirra sýni fólk sem geislar af þrátt fyrir það sem lífið og ástin hafi fært því,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur til 20. júlí og er opin kl. 12- 17 virka daga og kl. 14-16 á laug- ardögum. Stúdía Eitt af verkum Emils Ólafssonar. Þrá, hamingja, höfnun og sorg L 16 12 12 12 ★ ★ ★ ★ ★ „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ PAUL WALKER ÍSL. TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar TRANSFORMERS 4 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10:10(P) BRICK MANSIONS Sýnd kl. 10:40 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 4:30 22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 - 8 14"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"-T.V., Biovefurinn.is "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.