Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir fagnar 22 ára afmæli í dag, enhún er nýútskrifuð með BA-próf frá Háskóla Íslands í lög-fræði. Auður er fyrrverandi liðsmaður í liði Reykjavíkur í Út- svari og þjálfari Menntaskólans í Hamrahlíð í Gettu betur. Hún er nú stödd í Búdapest þar sem hún mun eyða deginum. „Þegar MH sigraði í Gettu betur í ár þá fengum við ferð til útlanda í sigurlaun og hérna er ég með liðinu,“ segir hún. Nóg var um sigra á árinu hjá Auði, en auk sigurs Gettu betur-liðsins sigraði hún ásamt Reykjavík í Útsvari. „Þetta voru þrjú ár sem enduðu með sigri hjá okkur og okkur fannst það mjög fínn skammtur,“ segir hún um reynsluna í Útsvari. Aðspurð segir Auður ýmislegt spennandi vera framundan, „Ég ætla að halda áfram að hlaupa á Íslandi í sumar. Svo mun ég halda æfingabúðir fyr- ir stelpur sem hafa áhuga á Gettu betur í ágúst í flottum kvenna- hópi.“ Jafnframt mun hún flytjast búferlum í haust og halda til Belg- íu þar sem hún mun leggja fyrir sig mastersnám í lögfræði. Að eigin sögn er Auður mikið afmælisbarn og segir afmælishefðir ríkar í fjölskyldunni. „Í fjölskyldunni minni er hefð að færa þeim sem á afmæli morgunmat í rúmið og sitja saman og borða bakkelsi og jarðarber. Það er alltaf yndislegt og því miður missi ég af því í ár,“ segir hún, en hefur þó ekki áhyggjur af því að geta notið dagsins í hópi sigurliðs síns. if@mbl.is Auður Tinna Aðalbjarnardóttir 22 ára í dag Afmælisbarn Auður mun eyða deginum í Búdapest með sigurliði MH í Gettu betur, en hún þjálfaði liðið sem fékk ferð til útlanda í sigurlaun. Í sigurferð í Búda- pest á afmælinu Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. R agnheiður Dögg Agn- arsdóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1974 og ólst þar upp til sex ára aldurs. Hún flutti þá í Kópavog og hóf skólagöngu í Kópavogsskóla. Hún flutti síðan sjö ára til Ísafjarðar með móður og stjúp- föður og bjó þar til 17 ára aldurs. Æfði fótbolta og skíði á Ísafirði Ragnheiður byrjaði snemma að stunda íþróttir af miklum móð og að- allega fótbolta og skíði á Ísafirði. Hún var valin í unglingalandslið Íslands U-16 í knattspyrnu 1990 og sama ár valin knattspyrnukona Ísafjarðar. Hún stundaði kornettleik við Tónlist- askólann á Ísafirði frá 8-14 ára aldurs og spilaði með lúðrasveit tónlistar- skólans. Ragnheiður hóf framhalds- skólanám í Menntaskólanum á Ísa- firði en flutti svo til Reykjavíkur 17 ára og hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent þaðan 1994. Hún var í Íþróttaráði MR. Ragnheiður Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá TM – 40 ára Sveitasæla Óliver, Ragnheiður og Auður í Skjaldarvík við Akureyri sumarið 2013. Nýtur þess að takast á við fjölbreyttar áskoranir Reffileg Fjölskyldan á skíðum í Austurríki í febrúar síðastliðnum. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.