Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að 62 íbúðir í fyrsta áfanga nýs bryggjuhverfis við Kársnes í Kópavogi fari í sölu í byrjun sept- ember og komi til afhendingar næsta vor. Íbúð- irnar eru í sex stigagöngum í Naustavör 2-12, nýrri götu við sjóinn sunnan megin við Fossvoginn, gegnt Nauthólsvík. Bílakjallari verður und- ir öllum húsum í hverfinu. Gunnar Þorláksson, framkvæmda- stjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, BYGG, segir hér á ferð stærsta einstaka verkefnið sem fyr- irtækið hefur tekið að sér á íbúða- markaði frá efnahagshruninu. Fyrir- tækið byggir einnig íbúðir í Lundi, austan Kringlumýrarbrautar, en það verkefni dreifist á mörg ár. Líkt og í Lundi er áformað að um 400 íbúðir verði í bryggjuhverfinu. Gunnar telur aðspurður að ágæt eftirspurn sé eftir nýju íbúðunum. Fermetraverðið verði svipað og í Sjá- landshverfinu í Garðabæ en þar hefur BYGG byggt flestar íbúðanna. Nýju íbúðirnar í Naustavör verða 2-4 herbergja og verða þær 83 til 169 fermetrar. Framkvæmdir við þær hófust í vor. Gunnar segir íbúðirnar bæði henta fólki á miðjum aldri sem er að minnka við sig og ungu fólki sem leitar að smærri eignum. Staðsetningin skiptir máli „Markaðurinn er ágætur. Það er þó enginn hamagangur. Það er eftir- spurn eftir íbúðum á góðum stöðum,“ segir Gunnar en umræddar íbúðir í Naustavör eru sýndar á teikningu hér til hægri. Á teikningunni til vinstri má sjá drög að bryggjuhverfinu og má sjá hluta húsanna í Naustavör 2-12 neðst í vinstri horni teikningarinnar. Spurður hvort gera þurfi uppfyll- ingar vegna næstu áfanga í hverfinu segir Gunnar að gerð þeirra sé lokið. Hafist verði handa við næstu áfanga eftir að Naustavör 2-12 er tilbúin. „Við erum að hanna húsin sem munu standa á landfyllingunni. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum í hverfinu eftir fjögur til fimm ár,“ segir Gunnar um næstu skref. Við hönnun íbúða í Naustavör er þess gætt að útsýni sé frá öllum íbúðum og að skuggavarp í hverfinu sé lágmarkað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má ætla að söluverðmæti 62 íbúða í Naustavör 2-12 verði á þriðja milljarð króna. Byggja útsýnisíbúðir fyrir milljarða  Framkvæmdir hafnar við 62 íbúðir í nýju bryggjuhverfi  Söluverðmætið er á þriðja milljarð  Gegnt Nauthólsvík Teikning/Björn Ólafsson arkitekt Í byggingu Stefnt er að því að afhenda íbúðirnar í Naustavör næsta vor. Teikning/Björn Ólafsson arkitekt Byggt á næstu árum Hér má sjá drög að fyrirhuguðu bryggjuhverfi. Gunnar Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.