Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014 ✝ Björg Helga-dóttir Rand- versdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1929. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 20. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Margrét Benediktsdóttir frá Sauðárkróki, f. 12.1. 1903, d. 4.10. 1994, og Randver Hallsson frá Hornafirði, f. 1.10. 1898, d. 10.11. 1944. Björg var einka- dóttir þeirra hjóna. Árið 1949 giftist Björg Þor- Ástu Björgu og Friðrik Þór. Eiginmaður Ástu Bjargar er Magnús Már Nilsson, dætur þeirra eru Katrín og Þórey Sesselja. Eiginkona Friðriks Þórs er Hrönn Haraldsdóttir, börn þeirra eru Emil, Máni og Freyja. Sambýlismaður Hólm- fríðar er Steinar Örn Sturluson. 3) Margrét Þóra, f. 9. janúar 1962, gift Árna Jörgensen. Börn þeirra eru Þórunn og Þorri. Björg var að mestu leyti heimavinnandi húsmóðir þar til börnin stálpuðust en vann með- fram því í nokkur sumur sem símadama á Hótel Borg. Síðar vann hún við símsvörun og skrifstofustörf á Landakotsspít- ala. Útför Bjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. júlí 2014, og hefst at- höfnin kl. 15. láki Þórðarsyni, f. 10. júní 1921, d. 9. febrúar 2002. Björg og Þorlákur eignuðust þrjú börn: 1) Randver, f. 7. október 1949, kvæntur Guðrúnu Þórðardóttur. Börn þeirra eru Halla Björg og Árni Þórður. Sambýlis- maður Höllu Bjarg- ar er Ögmundur Jónsson. 2) Sigríður, f. 24. október 1952, gift Ingvari Georgssyni. Dóttir þeirra er Hólmfríður. Frá fyrra hjónabandi á Sigríður börnin Mamma var einkabarn og bar svo sannarlega þess merki. Hún var einstök og fór í gegnum lífið á sínum forsendum. Hún var sjálfstæð og tók sínar ákvarð- anir án hiks og fums og alger- lega án þess að hugsa um hvað öðrum fyndist. Henni var slétt sama um almenningsálitið og dá- ist ég að henni fyrir það. Hún var hvatvís og vissi ekkert skemmtilegra en óvæntar uppá- komur; að kynnast nýju fólki og fór aldrei í manngreinarálit þar. Fyrir örfáum árum var hún á leið til Siglufjarðar. Hún flaug á Sauðárkrók og tók rútuna til Siglufjarðar en áttaði sig ekki á því að það var ekki hægt að borga farið með korti og var ekki með neitt lausafé á sér. En hún, alltaf jafnheppin, því á sömu leið var maður sem var fljótur til að bjóðast til að borga fyrir hana farið og þáði hún það. Þessi maður var Róbert Guð- finnsson, athafnamaður í Siglu- firði, og sjaldan segist hún hafa hitt skemmtilegri mann, talaði alltaf um Róbert sem vin sinn ef hún heyrði af honum í fréttum. Hún hafði gaman af lífinu og var listelsk mjög enda mikil handavinnukona sjálf og liggja mörg listaverkin eftir hana. Hún átti greiðan aðgang að leikhús- um borgarinnar og mætti á eins margar leiksýningar og hún komst yfir, hafði gaman af bíó- myndum, söngleikjum og óper- um og síðast en ekki síst listsýn- ingum og listfengu fólki. Mamma bar til þess gæfu að geta ferðast mikið og var mikil heimskona. Það kom reyndar ekki til af góðu að hún komst á forsíður blaðanna eitt sinn þegar hún var á leið úr landi. Þannig vildi til að hún var að skoða ilm- vötn í fríhöfninni, tekur tappann af einu og það springur í hönd- unum á henni. Að sjálfsögðu varð uppi fótur og fit og lögðust allir viðstaddir í flughöfninni flatir því álitið var að um hryðju- verkaárás væri að ræða. Eftir allt fumið og þegar í ljós kom hvað olli sprengingunni var loks farið að huga að mömmu og henni komið undir læknishend- ur. Það munaði víst hársbreidd að hún missti annað augað í þessu slysi. Daginn eftir birtist mynd af henni framan á einu dagblaðanna þar sem hún var með lepp fyrir öðru auganu um- vafin blómahafi. Hún þurfti að fresta för en viku síðar var hún ferðbúin á ný og farin á vit æv- intýranna í útlöndum. Þetta var reyndar ekki eina sprengjuárás- in sem hún lenti í í þessari ferð því á bakaleiðinni var hún stödd í Marks & Spencer í London þegar sprengja sprakk innan- dyra og kom að sjálfsögðu öllu í uppnám. Mamma var svo heppin að vera stödd á kassanum í nær- fatadeildinni þegar allir þustu út úr búðinni og hún þar á meðal með fullan poka af góssi. Hvatvísin gat komið henni í koll því hún sagði oft hluti án þess að hugsa út í afleiðingarn- ar. Eitt lítið dæmi um þetta er þegar ég hélt upp á stórafmæli að mamma snýr sér að vinkonu minni sem hafði mætt í sínu fín- asta pússi, leðurbuxum með belti um sig miðja, og segir: „Komst þú á mótorhjóli, elskan?“ Ég á eftir að sakna þess að heyra hvorki „Magga mín“ né „Guð minn almáttugur“ á inn- soginu í tíma og ótíma og mikið óskaplega á ég eftir að sakna hennar mömmu minnar sem var einstök, skemmtileg og glæsileg kona. Margrét Þóra. Amma mín var dýrmæt kona, það var enginn eins og amma Björg. Þegar allt virtist vera svo óútreiknanlegt og ómögulegt þá var nóg fyrir ömmu að segja eitt orð og þá hafði lífið eignast nýj- an tilgang. Í hvert einasta skipti sem maður hitti hana þá nánast undantekningarlaust var hún búin að búa eitthvað til, sauma, prjóna eða jafnvel mála á kort, sem var jú nýjasta æðið hjá henni. Alltaf vildi hún nú samt gefa einhverjum fjölskyldumeðlimi nýju flíkina, húfuna, ullarsokk- ana, peysuna, teppið eða jafnvel kortið sem hún hafði verið að dunda sér við að föndra síðast- liðna viku, meðan hún sat í stólnum og horfði oftar en ekki á óperu eða leikrit í sjónvarpinu og að sjálfsögðu með rófubita að narta í inn á milli þegar tími gafst til. Þín mun verða sárt saknað, og það rosalega mikið elsku amma mín. Ég veit þú ert á betri stað núna og með ástina þína þér við hlið. Ég veit þú skil- aðir góðri kveðju til hans frá okkur öllum og mikið hlakka ég til að hitta ykkur aftur einn dag- inn, þó ekki nærri því strax. Guð veri með þér. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. (Jóhannes úr Kötlum) Þórunn Jörgensen. Amma Björg var svo ung í anda að við höfðum á tilfinning- unni að hún myndi lifa að eilífu eða allavega að hún myndi ekki kveðja okkur svona fljótt. Amma okkar var kaldhæðin, eftirtekt- arsöm, fyndin, nýjungagjörn og skapandi, en hún var líka hvatv- ís, þrjósk og forvitin. Fyrst og fremst var amma þó skemmti- leg. Hún var afar áhugasöm um fólkið í kringum sig og það fór ekkert framhjá henni. Við gát- um spjallað við hana um allt milli himins og jarðar, þar á meðal stráka og ástamálin en amma var alltaf með svörin á reiðum höndum. Hún hafði brennandi áhuga á tísku og skrautmunum enda fylgdi hún ávallt nýjustu straumum og stefnum. Amma hafði mikinn áhuga á alls kyns handavinnu og er okkur nú dýrmætt að eiga fullar skúffur af ýmist hekluðum eða prjónuðum gersemum sem hún hefur gefið okkur í gegnum tíðina. Elsku amma, við erum þess fullvissar að það hafi verið tekið vel á móti þér hinum megin. Við munum ávallt hugsa til þín með hlýju í hjarta og varðveita minn- ingarnar um þig um ókomna tíð. Við gleðjumst fyrir þína hönd að þú ert nú hjá afa en kveðjum þig með söknuði. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Halla Björg og Hólmfríður. Björg Randversdóttir verður mörgum minnisstæð. Einstakur karakter, greind, skemmtileg og sá hið skoplega á flestu. Við kynntumst fyrst fyrir hálfri öld og þá í gegnum eiginmenn okk- ar. Hittumst af og til en fyrir sjö árum fluttumst við í sama hús við Sléttuveg. Þar endurnýjuð- um við trygga vináttu ásamt fólkinu á 5. hæðinni. Rómantísk með kertin tendruð og ljósin kveikt, alltaf tilbúin í allt; fara í leikhús, tónleika í Hörpu, kaffi- hús, hvað sem væri skemmtilegt og ef það var það ekki þá gerði hún það bara skemmtilegt. Við Bogga og Hjördís fórum eitt- hvað vikulega. Bara að nefna það og hún var til eða henni datt eitthvað frumlegt í hug. Þorlák eiginmann sinn hafði hún misst nokkrum árum áður og saknaði hans mikið. Fyrir sex mánuðum greindist hún með krabbamein í lifur og tók þá strax ákvörðun um að hún vildi líknandi meðferð. Við vissum ekki hvernig henni tæk- ist að komast í gegnum þann tíma sem nú tók við. Með mikilli reisn, umvafin umhyggju barna sinna og alls síns fólks, gerði hún það með bravúr. „Fólkið mitt sem er farið er hjá mér,“ sagði hún. Björg var bæði mikil fjölskyldumanneskja sem og mikil félagsvera. Elskaði að fara í veislur, kaffihús og ef eitthvað stóð til þá sagði hún: „Eigum við ekki að gera eitthvað með þetta?“ Við Hjördís munum sakna hennar sem og allir sem þekktu Björgu. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Guð blessi minningu góðrar og skemmtilegrar konu. Rakel Margrét Viggósdóttir. Nú þegar ég kveð frábæra konu, frú Björgu Randversdótt- ur, með nokkrum fátæklegum orðum koma upp í hugann margar góðar minningar eftir margra ára samfylgd. Fyrstu kynni mín af Björgu voru þegar ég flutti tólf ára með foreldrum mínum í nýbyggingu í Stóragerði. Þá kynntist ég fljót- lega vini mínum Randver, sem leiddi til þess að ég kom oft á heimili hennar og Þorláks heit- ins. Það má með sanni segja að Björg hafi upp frá því komið að uppeldi mínu á margan hátt og átt þátt í að gera mig að manni. Mig langar að minnast á skemmtilegt atvik sem frú Björg sagði mér frá en þó ekki fyrr en ég var orðinn fjörutíu og fimm ára gamall. Það var eftir frum- sýningu á ónefndu leikriti að hún kemur til mín og segir að núna fyrst eftir öll þessi ár þori hún að segja mér frá því hve litlu hafi munað að hún hefði bannað einkasyninum Randver að vera með mér, eins og það er kallað. Jú, ástæðan var nefnilega sú að vinkona hennar hafði hringt í hana og sagðist hafa séð mig blindfullan fyrir framan Breiðfirðingabúð við Skóla- vörðustíg sem var skemmtistað- ur í þá daga. Fólk sem þekkir til mín veit að ég hef aldrei smakk- að áfengi, hvorki þá né nú, svo við hlógum mikið að þessu og prísaði hún sig sæla að hafa ekki látið verða af því. Mig langar að þakka frú Björgu fyrir góða samfylgd. Þakka henni „uppeldið“ og minninguna sem mun lifa með mér alla tíð. Megi hún hvíla í friði. Syninum Randver og dætr- unum Sigríði og Margréti, tengdadóttur, tengdasonum, barnabörnum og barnabörnum sendum við Andrea og Daníel okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Páll Ragnarsson. Mig langar með örfáum orð- um að þakka elskulegri vinkonu minni til yfir 75 ára samfylgdina í vináttu öll þessi ár. Við Bogga eins og hún var alltaf kölluð kynntumst sem ungar stúlkur og hefur vinátta okkar haldist æ síðan. Bogga giftist yndislegum manni, Þorláki Þórðarsyni, árið 1949 og eignuðust þau þrjú börn, þau Randver, Sigríði og Margréti Þóru. Þorlákur lést í febrúar árið 2002 og var það mikill missir fyrir hana og alla fjölskylduna. Við Bogga gengum saman í Kvennaskólann. Mér er minn- isstætt að hún reiddi mig æði oft á hjólinu sínu í skólann og alltaf var hún boðin og búin að rétta hjálparhönd; hún vílaði ekki fyr- ir sér að leyfa mér aðeins að kíkja á svörin sín í prófum í skólanum og gerðum við oft grín að þessu. Bogga var mjög hæfi- leikarík kona og það var eins og allt léki í höndunum á henni og svo var svo gaman að spjalla við hana því hún var líka óskaplega kómísk og voru mörg gullkornin sem komu frá henni. Vinahópurinn stækkaði og var mikið skemmtilegt gert saman og margs að minnast. Í um það bil 45 ár vorum við sjö hjón sem hittumst alltaf á nýárskvöld, fyrst voru það nýársböllin á Hótel Sögu og síðar hvert heima hjá öðru og borðuðum saman, sungum og dönsuðum, en eins og lífið er þá hafa margir vin- anna í þessum hópi kvatt þetta líf en við munum öll hittast á ný á öðrum stað. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja og þakka Boggu minni vináttuna og fyrir að hafa verið svo heppin að eiga hana sem vinkonu sem ég mun sakna mikið. Elsku Randver, Sigga og Magga Þóra, við Benni sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur og fjölskyldu ykk- ar. Guð blessi þig elsku vinkona mín. Þín Björg. Björg H. Randversdóttir ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, KARL EIRÍKSSON, Ljósheimum, áður Ártúni 17, Selfossi, andaðist þriðjudaginn 1. júlí. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Valdimar R. Karlsson, Sigurdór Karlsson, Helga R. Einarsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Gunnar Jónsson, Katrín Inga Karlsdóttir, Karl Björnsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Þröstur Hafsteinsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Ársölum 3, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 28. júní. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vija minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Haraldur Kristjánsson, Kolbrún Haraldsdóttir, Kristján Björn Haraldsson,Guðfinna Unnur Gunnarsdóttir, Ásmundur Haraldsson, Berglind, Birna, Brynjar, Aron Gauti, Ástrós, Björn Henry, Björn Darri og Gunnar Alfreð. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, REYNIR ÞÓR REYNISSON, er látinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elín Thelma Róbertsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, Bíbí, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 18. júní verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 7. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningar- og styrktar- sjóð Guðjóns Magnússonar og Guðrúnar Einarsdóttur. Minningarkort fást í Blómabúðinni Burkna í Hafnarfirði. Anna Kristín Þórðardóttir, Þórarinn Jónsson, Valdís Þórðardóttir, Guðjón Gunnar Þórðarson, Guðrún B. Ásgrímsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Þóroddur Bjarnason, Þórður Heiðar Þórarinsson, Eyrún María Rúnarsdóttir, Jón Sigurður Þórarinsson, Þ. Auður Ævarr Sveinsdóttir, Kristinn Hrafn Þórarinsson, Ásta Karen Helgadóttir, Jón Dagsson, Aðalheiður Kostantínsdóttir, Karen Björk Guðjónsdóttir, Elínborg Elísabet Guðjónsd.,Júlíus Ágúst Jóhannesson og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdadóttir, amma og dóttir, KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR kennari, Grænagarði 5, Keflavík, áður til heimilis í Bolungavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt mánudagsins 30. júní. Kveðjuathöfn verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13.00. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungavík laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Benedikt Kristjánsson, Ragnhildur Helga Benediktsdóttir,Hagbarður Marinósson, Kristján Heiðberg Benediktsson, Ásdís Viggósdóttir, Aron Ívar Benediktsson, Helga Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.