Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080
Hringdu núna og
pantaðu frítt söluverðmat
37 stálpaðir æðarungar voru í gær fluttir úr Húsdýragarð-
inum í Vatnsmýrina. Voru ungarnir ræktaðir sérstaklega í
því skyni að flytja þá til tjarnarinnar við Norræna húsið, en
það var síðast gert árið 1957. Að sögn Snorra Sigurðssonar,
líffræðings hjá Reykjavíkurborg, er flutningur unganna mik-
ilvægur liður í að bæta ástand varpstofna fugla við Tjörnina
og í friðlandi Vatnsmýrarinnar. Á síðustu árum hafi hallað
undan fæti hjá nokkrum andastofnum og því verið ákveðið að
efla stofn æðarfuglsins með ræktun. Komið var upp góðri að-
stöðu fyrir ungana í Vatnsmýri og segir Snorri að ungarnir
hafi verið sáttir við ný heimkynni. Hann biðlar þó til þeirra
sem áhugasamir eru að sýna ungunum aðgát og tillitssemi.
Íbúafjöldi Vatnsmýrar stóreykst þegar Norræna húsið fær nýja nágranna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Æðarungar fá nýtt heimili í friðlandi Vatnsmýrarinnar
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Íslenski pilturinn sem fórst í slys-
inu í skemmtigarðinum Terra Mít-
ica á Benidorm á Spáni á mánu-
dag, Andri Freyr Sveinsson, komst
aldrei á sjúkrahús heldur lést hann
af sárum sínum í sjúkrabíl í
skemmtigarðinum.
Í yfirlýsingu frá fjölskyldu
Andra Freys kemur fram að hann
sat aftast í rússíbananum ásamt
vini sínum og systur. Við lok ferð-
arinnar þegar vagninn var í um
fimmtán metra hæð hafi öll örygg-
istæki fyrir sætið gefið sig og hann
fallið úr tækinu.
Enginn sjúkrabíll hafi verið í
garðinum og bíða hafi þurft í 20-25
mínútur eftir honum. Fram að því
hlúði norskur læknir sem var í
tækinu að Andra Frey.
Rússíbaninn enn lokaður
Faðir hans og stjúpmóðir eru
enn á Spáni til að ganga frá málum
og koma drengnum heim, að því er
segir í yfirlýsingunni. Í fréttum
spænskra fjölmiðla kom fram að
fjölskyldan gaf skýrslu fyrir dóm-
ara í gærmorgun. Lögreglurann-
sókn stendur enn yfir á orsökum
slyssins en rússíbaninn hefur ver-
ið lokaður frá því að slysið átti sér
stað. Í fréttum spænskra fjölmiðla
kemur fram að frekari prófanir
verði gerðar á honum á næstu dög-
um. Tækið nær allt að 60 kílómetra
hraða á klukkustund.
Spænski fréttamiðillinn Inform-
ación hefur eftir Joaquín Valera,
stjórnanda skemmtigarðsins, að
útilokað sé að um mannleg mistök
hafi verið að ræða. Sé einhver
öryggisgrinda í tækinu ekki nægi-
lega skorðuð stöðvist tækið sjálf-
krafa. Þá gætu farþegar ekki los-
að grindurnar sjálfir.
Hann vildi þó ekki tjá sig um
hvort af því leiði að einhvers kon-
ar tæknileg bilun hafi valdið slys-
inu.
„Á þessari stundu eru þetta allt
vangaveltur,“ sagði Valera.
Komst aldrei á sjúkrahúsið
20-25 mínútna bið eftir sjúkrabíl í spænska skemmtigarðinum Fjölskylda
piltsins gaf skýrslu fyrir dómara í gær Stjórnandi útilokar mannleg mistök
Morgunblaðið/Eggert
Skemmtigarðurinn Terra Mítica við Benidorm á Spáni. Tveimur tækjum af
sömu tegund var lokað í Svíþjóð og Finnlandi í kjölfar slyssins á mánudag.
Litlar sem engar
breytingar hafa
komið fram á
mælum Veður-
stofu Íslands í
Múlakvísl en
hlaup í ánni hófst
2. júlí sl. All-
margir sigkatlar
eru þekktir innan
Kötluöskjunnar
en ekki er enn vitað hvar hlaupið á
nákvæmlega upptök sín. Hinn 5. júlí
tók leiðni að aukast í Jökulsá á Sól-
heimasandi og berst hlaupvatn nú
einnig með henni undan Sólheima-
jökli. Brennisteinsvetni berst nú frá
báðum ám og hefur almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra mælst til
þess við ferðamenn að halda sig
fjarri þeim. Brennisteinsvetni getur
skaðað slímhúð í augum og öndunar-
vegi, en fyrstu einkenni eitrunar eru
vanalega flökurleiki og sviði í aug-
um. Verði einkenna vart er mikil-
vægt að koma sér sem fyrst frá
mengunarsvæðinu, segir í tilkynn-
ingu frá almannavarnadeildinni.
sh@mbl.is
Óbreytt
leiðni mælist
í Múlakvísl
Sólheimajökull.
Pilturinn sem
lést í slysinu í
skemmtigarð-
inum á Spáni
á mánudag
hét Andri
Freyr Sveins-
son, til heim-
ilis að Stekkj-
arseli 7 í
Reykjavík. Hann fæddist 2. apríl
árið 1996 og var því 18 ára þeg-
ar hann lést.
Nafn piltsins
sem lést
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Framkvæmdir hafa staðið yfir í Póst-
hússtræti í miðbæ Reykjavíkur frá
því í byrjun apríl. Upphaflega stóð til
að verkinu lyki í þessum mánuði en
samkvæmt upplýsingum frá hverfis-
og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
er stefnt að því að því ljúki í ágúst.
Framkvæmdirnar hafa gengið ágæt-
lega og fljótlega verður byrjað á
gönguleiðinni yfir Tryggvagötu. Allri
neðanjarðarvinnu er lokið og núna er
einungis yfirborðsfrágangur eftir
eins og snjóbræðsla, malbikun, hellu-
lagnir og þess háttar.
Pósthússtræti endurgert
Verkið felst í endurgerð Pósthús-
strætis á milli Austurstrætis og
Tryggvagötu. Gangstéttir verða
hellulagðar ásamt akbraut á milli
Austurstrætis og Hafnarstrætis, en
akbraut á milli Hafnarstrætis og
Tryggvagötu verður malbikuð. Þá
verður upphækkuð hellulögð göngu-
leið yfir Tryggvagötu.
Fráveita verður endurnýjuð og
jafnframt tvöfölduð (skólp/regnvatn).
Vatnslagnir voru endurnýjaðar og
endurnýja þurfti rafstrengi vegna
lýsingar og ljósstólpar reistir. Ídrátt-
arrör fyrir Orkuveituna og Mílu voru
lögð og tengibrunnar settir niður. 11
kV strengur var einnig endurnýjaður
og tveir lágspennustrengir lagðir.
Morgunblaðið/RAX
Pósthússtræti Framkvæmdum átti að ljúka í þessum mánuði.
Framkvæmdum í Pósthús-
stræti lýkur mánuði seinna