Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Á Evrópuvaktinni varpar Styrm-ir Gunnarsson, fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins, fram þessum
spurningum:
Hver ætli hafiverið drif-
krafturinn að baki
ESB-stefnu Sam-
fylkingarinnar?
Ingibjörg Sólrún?
Hún er horfin af hinum pólitískavettvangi.
Össur Skarphéðinsson?
Hann hefur undarlega hægt umsig.
Ekki er að sjá að Árni Páll leggimikla áherzlu á aðild í sínum
málflutningi.
Kannski er Samfylkingin farinað átta sig á að það er er ekki
eftirsóknarvert fyrir flokkinn að
hafa forystu um að gera hafsvæðið
við Ísland að eins konar ESB-
hafsvæði.
Hverjir eru það þá, sem haldauppi baráttunni fyrir því að
Ísland gangi í ESB?
Getur verið að það sé ESB sjálftmeð aðstoð Trójuhesta innan
og utan utanríkisráðuneytis?“
Þetta eru eðlilegar vangavelturhjá Styrmi. Ekki síst eftir hina
undarlegu ákvörðun að halda Evr-
ópustofunni gangandi í ár til við-
bótar. Hverjum datt það í hug?
Styrmir
Gunnarsson
Trójuhestar?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 17 skýjað
Nuuk 6 skýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 27 heiðskírt
Kaupmannahöfn 27 heiðskírt
Stokkhólmur 26 heiðskírt
Helsinki 27 heiðskírt
Lúxemborg 11 skúrir
Brussel 13 skúrir
Dublin 18 léttskýjað
Glasgow 22 léttskýjað
London 22 heiðskírt
París 15 skúrir
Amsterdam 16 alskýjað
Hamborg 22 léttskýjað
Berlín 21 skúrir
Vín 20 skýjað
Moskva 23 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 18 skýjað
Montreal 21 skýjað
New York 27 léttskýjað
Chicago 23 léttskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:28 23:40
ÍSAFJÖRÐUR 2:44 24:33
SIGLUFJÖRÐUR 2:25 24:18
DJÚPIVOGUR 2:47 23:19
Erlenda flutningaskipið UTA hefur
nú verið kyrrsett í 23 daga í Reyð-
arfjarðarhöfn, en sýslumaðurinn á
Eskifirði kyrrsetti skipið vegna
óuppgerðra skulda þýsks eiganda
þess.
Karl Harðarson, framkvæmda-
stjóri Thorship, segir að beðið sé
eftir að málið leysist ytra. „Ekki
hefur verið fækkað í áhöfn skipsins
en ef það verður kyrrsett í langan
tíma gæti rekstraraðilinn ákveðið
að færa starfsmenn annað. Málið er
núna í farvegi hjá yfirvöldum í
Þýskalandi, þar sem eigandinn er,
og beðið er eftir að málið leysist.“
Thorship er umboðsaðili hol-
lenska félagsins Cargow BV sem
leigir skipið. Eigandi skipsins
skuldar vegna kaupa á olíu sem
fóru fram áður en skipið kom inn í
leigusamning við Cargow BV,
þannig að Cargow BV og Thorship
eru þolendur í málinu. Cargow BV
hefur notað skipið til að flytja ál og
tengdar vörur frá álverinu á Reyð-
arfirði til Evrópu. Skipið var kyrr-
sett skömmu áður en það átti að
leggja af stað til Rotterdam í Hol-
landi með 7.000 tonn af áli innan-
borðs. Farmurinn var þó ekki
kyrrsettur og var hann fluttur í
annað flutningaskip.
Í lögum um kyrrsetningu segir
að kyrrsetja megi eignir skuldara
„til tryggingar fullnustu lögvar-
innar kröfu um greiðslu peninga ef
henni verður ekki þegar fullnægt
með aðför og sennilegt má telja, ef
kyrrsetning fer ekki fram, að
draga muni mjög úr líkindum til að
fullnusta hennar takist eða að
fullnusta verði verulega örðugri“.
isb@mbl.is
Reyðarfjarðarhöfn Flutningaskipið UTA var kyrrsett vegna óuppgerðra
skulda þýsks eiganda skipsins, en beðið er eftir að málið leysist ytra.
Flutningaskipið
enn kyrrsett
Beðið er eftir að málið leysist ytra
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Verið velkomin í heimsókn!
Opið virka daga kl.10-18
30%
Í ÖLLUM STÆRÐUM
SÓFAR
Verð áður 333.900 kr.
frá233.730kr.
Dallas
AFSLÁTTUR
af öllum sófum / sófasettum
*Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Basel
Verð áður 284.900 kr.
frá199.430kr.Verð áður 181.00 kr.
frá127.330kr.
Tungusófar 2+tunga
Hornsófar 2H2
Sófasett 3+1+1
frá 180.530kr. verð áður 257.900
frá 233.730kr. verð áður 333.900
frá 260.330kr. verð áður 371.900
Verðdæmi:
Torino
3ja sæta
Sófasett 3+1+1
frá 144.130kr. verð áður 205.900
frá 300.230kr. verð áður 528.066
Verðdæmi:
Texas
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Rangt haft eftir
Í frétt um mannanafnanefnd sem
birtist í Morgunblaðinu í gær og
bar yfirskriftina „Nafnabeiðnum
sjaldan hafnað“ var haft eftir
Ágústu Þorbergsdóttur, formanni
mannanafnanefndar, að hún teldi
þróunina geta orðið slæma yrði
nefndin lögð niður. Rétt er að
Ágústa sagðist telja ósennilegt að
samin yrðu lög um mannanöfn sem
allir yrðu sáttir við og að það þyrfti
að hafa einhverjar reglur. Að henn-
ar mati væri nefnd eða ekki nefnd
þó ekki aðalatriðið.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT