Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Íslendingar eru ekki þeireinu sem hafa áhuga á ætt-feðrum sínum. Englending-urinn Jon Kay ætlar að ferðast um landið á þá staði, þar sem afi hans, Abel Stone, gegndi her- þjónustu fyrir breska herinn á her- námstímabilinu. Kay er verkfræð- ingur og vinnur um þessar mundir tímabundið í álverinu í Straumsvík. Kay á nokkrar myndir af afa sínum í herþjónustu hér á landi en á erfitt með að staðsetja sumar þeirra. „Ég vil ferðast til staðanna á mynd- unum til að finna fyrir aukinni teng- ingu við afa minn og þann tíma sem hann eyddi á Íslandi í hernum. Hann talaði sjaldan um síðari heimsstyrj- öldina þegar ég ólst upp. Hann sagði fyndnar sögur frá þessum tíma, en sleppti því að tala um allt það hrylli- lega, sem hann upplifði í sex ára her- þjónustu sinni. Ef ég gæti heimsótt staðina sem hann var á, þá liði mér eins og ég stæði nær honum. Ég hef nefnilega ætlað að heimsækja Ísland síðan ég var á tvítugsaldri en lét aldrei verða af því. Núna er ég svo heppinn að vera að vinna í verkefni tengdu ISAL, þannig ég get notað tímann meðan ég er hérna til að fá betri innsýn í líf afa míns með því að feta í fótspor hans hér á landi.“ Móðir Kays kemur til Íslands seinna í sumar og vonast hann til að geta farið með hana á slóðir föður hennar. „Ég held að það geti verið skemmtilegt fyrir móður mína að tengjast fortíð sinni og föður sínum í gegnum staðina sem hann var á,“ segir Jon Kay. Var fjarri í sex ár í stríði Abel Stone, afi Jons Kays, var á Íslandi í hálft ár frá mars 1941 fram í október sama ár en hann var í her- þjónustu frá því að heimsstyrjöldin hófst þar til henni lauk. Hann var í fyrstu og níundu liðsveit Manchest- er-hersveitar á árunum 1939-1945. Móðir Kayes fæddist tveimur dög- um eftir að stríðið skall á þannig hún á sá föður sinn sjaldan á sínum yngstu árum, þar sem hann eyddi stríðsárunum á hinum ýmsu vígvöll- um Evrópu. Stone fæddist 9. desember árið 1910 og var þriðji yngstur í níu systkina hópi. Lífið var erfitt fyrir stórar verkamannafjölskyldur í Bretlandi á fyrri hluta 20. aldar og byrjaði Stone að vinna í vefnaðar- verksmiðju 14 ára að aldri en á þeim tíma var vefnaðariðnaðurinn mjög mikilvægur Manchester/Lancas- hire-svæðinu í Norðvestur- Englandi. Síðar byrjaði hann að versla með kol þangað til stríðið braust út. Stone var hluti af bresku her- sveitunum sem voru sendar til landamæra Frakklands og Belgíu í kjölfar innrásar Þýskalands í Pól- land haustið 1939. Þýskaland réðst svo inn í Frakkland 1. maí árið 1940. Bretar misstu marga menn í sókn Þjóðverja og neyddust til að flytja herinn á brott frá meginlandinu. Í átökunum um Frakkland og Belgíu lést 12.431 breskur hermaður, 14.070 slösuðust og 41.030 voru teknir til fanga. Stone slapp með naumindum í hinu fræga undanhaldi frá Dunkirk í Frakklandi yfir til Englands. Hann komst yfir sundið á gufuknúnu hjólaskipi, en Þjóðverjar Leitar á slóðir afa síns í hernáminu Bretinn Jon Kay ætlar að ferðast um Ísland og heimsækja þá staði þar sem afi hans, Abel Stone, kom á þegar hann gegndi herþjónustu fyrir breska herinn á her- námstímabilinu í síðari heimsstyrjöld. Kay vinnur á Íslandi um þessar mundir og vill nota tækifærið til að tengjast betur lífi afa síns sem lést fyrir nærri 20 árum. Abel Stone barðist víðsvegar um Evrópu á stríðsárunum. Morgunblaðið/Þórður Forvitinn „Ef ég gæti heimsótt staðina sem hann var á, þá liði mér eins og ég stæði nær honum,“ segir Englendingurinn Jon Kay um afa sinn. Braggar Ljósmynd af bröggum og kirkju á Íslandi sem Abel Stone tók á þann 28. júní 1941. Óskað er eftir upplýsingum um hvar myndin er tekin. Fantafínn vefur er til um hernámið á Íslandi en þar eru varðveitt mynd- og hljóðbrot frá hernámsárunum. Vefur- inn, www.servefir.ruv.is/her, var unn- inn af Ljósmyndasafni Reykjavíkur menningardeild Ríkisútvarpsins og heimildirnar sem þar er að finna ein- stakar. Þar er að finna umfjallanir um Bretana, útvarpið í stríðinu, banda- ríska setuliðið, ástandið og stríðslok. Kemur meðal annars fram á vefsíð- unni að frá upphafi hernámsins hafi starfsemi Ríkisútvarpsins verið undir eftirliti og sættu bæði fréttir og aug- lýsingar ritskoðun til að ekkert kæmi þar fram sem Þjóðverjar gætu notað í hernaði. Íslendingar gátu þó fylgst með útsendingum frá BBC frá 1. des- ember 1940 en þá hófu Bretar viku- legar útsendingar hér á landi. Þetta og fjölmargt fleira um þessi áhuga- verðu ár á vefnum um hernámið. Vefsíðan www.servefir.ruv.is/her Hernámið Á síðunni eru bæði mynd- og hljóðbrot frá hernámsárunum. Þegar hermenn stigu á land Á ári hverju eru haldnar margar veglegar sýningar á Listasafni Árnes- inga og oftar en ekki sýna þar margir listamenn saman. Það er því ekki úr vegi fyrir fólk á ferð um Suðurlandið að líta inn í safninu sem er við hliðina á Eden, eða þar sem Eden stóð, í Hvera- gerði. Á sunnudag- inn klukkan 14. verður opnuð þar sýningin Snerti- punktar með verk- um eftir sjö listamenn. Það eru þau Anna Eyjólfsdóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sig- urðardóttir sem þar sýna og eru þau fædd á árunum 1948-1966 og hafa sýnt verk sín bæði innanlands sem utan. Viðfangsefni og efnis- notkunin endurspeglar gróskuna í íslenskri samtímamyndlist. Saman mynda listamennirnir sjö tvo lista- hópa sem halda sýningar erlendis og halda utan um rekstur sýning- arrýma.. Annar hópurinn saman- stendur af Önnu, Ragnhildi, Þórdísi Öldu og Þuríði, sem voru stofn- endur StartArt gallerísins við Laugaveginn og ráku það ásamt fleirum á árunum 2007-2009. Hinn hópurinn samastendur af Birgi Snæbirni, Helga Hjaltalín og Helga Þorgils. Sýningarstjóri Snerti- punkta er Margrét Elísabet Ólafs- dóttir. Endilega … … heimsækið Listasafn Árnesinga Feldur hests Verk eftir Þuríði Sigurðardóttur eru á með- al verka á sýningunni í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan verð- ur haldin á Stykkishólmi nú um helgina 11-13. júlí og verður fjölmargt um að vera í bænum og óhætt að segja að bæjarbragurinn verði nokk- uð hátíðlegur. Meðal annars verður Norska húsið opið á laugardeginum á milli klukkan 11 og 17 og verður þar handverksfólk að störfum yfir dag- inn. Þjóðbúningar verða rækilega kynntir, meðal annars í fyrirlestri Kristínar Björnsdóttur sem hefst þar klukkan 14 og ber yfirskriftina Álf- konan og breiðfirska handlínan. Sagt verður frá vinnu Faldafeykis við end- urgerð gamla faldbúningsins og handlínur fá sérstaka athygli. Skotthúfukeppnin verður á sínum stað á loftinu, Steindór Andersen kveður rímur og þjóðdansahópurinn Sporið sýnir þjóðdansa. Myndasmiðurinn Hörður Geirsson tekur ljósmyndir með einstakri gam- alli tækni sem nefnist votplötutækni og var notuð hér á landi fyrir 140 ár- um. Fjöldi tónlistarfólks kemur fram á þjóðlegum tónleikum og gamli tím- inn og nýi mætast þessa helgi á Stykkishólmi. Frítt er inn á alla við- burðina nema á tónleika sem haldnir verða í kirkjunni og þjóðdansa- námskeið. Þétt dagskrá á Skotthúfunni 2014 Þjóðbúninga- hátíð haldin Skotthúfan Ilmur liðinna daga verður eflaust í loftinu á Stykkishólmi. SMÁRALIND • 2 HÆÐ • SÍMI 571 3210 Herraskór stærðir 40-45 Verð nú kr. 4.896 5áður kr. 6.99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.