Morgunblaðið - 10.07.2014, Page 15

Morgunblaðið - 10.07.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tugir Palestínumanna liggja í valnum eftir að Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza-svæðið til að binda enda á flug- skeytaárásir Palestínumanna á Ísrael. Óttast er að mannfallið aukist til mik- illa muna meðal óbreyttra borgara ef Ísraelar hefja landhernað gegn Ha- mas-samtökunum sem eru við völd á Gaza-svæðinu. Á meðal þeirra sem hafa beðið bana í árásum Ísraelshers eru liðsmenn Ha- mas-samtakanna en einnig börn og fleiri saklausir Gaza-búar. Enginn Ísr- aeli hafði fallið í gær í árásum Palest- ínumanna sem skutu á annað hundrað flugskeytum á Ísrael, meðal annars Jerúsalem og Tel Avív. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Evr- ópusambandinu og arabaríkjum hafa krafist þess að árásunum verði hætt tafarlaust. Óttast er að þær kyndi und- ir spennunni í Mið-Austurlöndum og leiði til ófriðarbáls sem breiðist út. Talsmaður Baracks Obama Banda- ríkjaforseta fordæmdi flugskeytaárás- irnar á Ísrael. „Við getum ekki liðið flugskeyta- árásir sem beinast að óbreyttum borg- urum og við styðjum rétt Ísraela til að verja sig gegn þessum grimmilegum árásum,“ sagði hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, sagði að markmiðið með loftárásunum á Gaza væri að binda enda á flugskeytaárásir Palestínu- manna á byggðir í Ísrael. „Þess vegna hef ég fyrirskipað hernum að auka verulega umfang hernaðaraðgerðanna gegn hryðjuverkamönnum Hamas og öðrum hryðjuverkahreyfingum á Gaza,“ sagði Netanyahu í sjónvarps- ávarpi. „Ég hvet ykkur til að sýna þol- inmæði vegna þess að hernaðarað- gerðirnar gætu tekið langan tíma.“ Hafa einangrast Á meðal þeirra sem létu lífið í loft- árásunum var foringi í palestínsku hryðjuverkasamtökunum Íslamskt jí- had og tvö börn og tvær konur í fjöl- skyldu hans í bænum Beit Hanun á norðanverðu Gaza-svæðinu. Nágranni hans kvartaði yfir að ríki heims stæðu hjá þegar herþotum væri beitt í árás- um á börn og óbreytta borgara á Gaza- svæðinu. „Enginn segir neitt, ekki einu sinni arabar og múslímar. Við erum í herkví og öllum stendur á sama um það.“ Ríkisstjórn Ísraels hefur heimilað hernum að kalla út allt að 40.000 manna varalið vegna hernaðarins. Gi- deon Saar, innanríkisráðherra Ísraels, sagði að hernum hefðu ekki verið sett nein tímamörk. „Við höfum búið okkur undir alla möguleika, meðal annars landhernað ef nauðsyn krefur, þótt það verði ekki fyrsta skrefið. En við erum tilbúin til þess og þess vegna höfum við fyrirskipað herkvaðningu 40.000 vara- liðsmanna.“ Fréttaveitan AFP hefur eftir frétta- skýrendum að Hamas telji sig engu hafa að tapa. Daniel Lisman, ísr- aelskur sérfræðingur í öryggismálum, segir að Hamas-samtökin hafi átt und- ir högg að sækja, meðal annars vegna fjárskorts, og fyrir þeim vaki einfald- lega að „lifa erfiðleikana af“. Samtökin séu einangruð eftir að nýju valdhafarn- ir í Egyptalandi brutu bandamenn Hamas, Bræðralag múslíma, á bak aft- ur. Hamas þurfi á einhvers konar „sigri“ að halda til að auka fylgi sitt meðal almennings. Sigurinn geti til að mynda falist í því að knýja Ísraela til að slaka á hafnbanninu á Gaza eða í því að hrella Ísraelsher, t.d. með því að skjóta niður herþotu eða skjóta flugskeyti á miðborg Tel Avív. Eiga 10.000 flugskeyti Ísraelar eru taldir taka verulega áhættu með því að herða hernaðinn gegn Hamas. Hætta er á enn meira mannfalli meðal óbreyttra borgara á Gaza-svæðinu og hugsanlegt er að pal- estínsku hreyfingarnar beiti lang- drægari flugskeytum sem geti ógnað stærstu borgum Ísraels. Breska ríkisútvarpið hefur eftir ráð- herra í ríkisstjórn Ísraels að markmið- ið með loftárásunum sé að „eyðileggja hernaðarvél Hamas“, þ.e. eyða flug- skeytum samtakanna og búnaði til að skjóta þeim. „Við viljum ekki neina bráðbirgðalausn, sem væri eins og skyndiplástur, vopnahlé og síðan yrði flugskeytum skotið á Ísrael vikuna á eftir,“ sagði hann. Talið er að Hamas eigi um 10.000 flugskeyti og geti haldið uppi árásum á Ísrael í um það bil sex vikur. Óttast enn meira mannfall AFP Sorg Konur syrgja ættingja sem féllu í bænum Beit Hanun á Gaza-svæðinu.  Tugir manna hafa beðið bana í loftárásum Ísraela sem reyna að binda enda á flugskeytaárásir Hamas  Ísraelar undirbúa hugsanlegan landhernað  Hætta á miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara Börn meðal látinna » Að minnsta kosti 43 Palest- ínumenn hafa beðið bana og 370 særst í loftárásum Ísraels- hers á Gaza-svæðið frá því að þær hófust í fyrradag. 21 Palest- ínumaður lá í valnum í gær, þar af níu börn og sex konur, að sögn lækna á Gaza. » Í minnst fjórum árásum voru öll fórnarlömbin börn eða konur. » Herþotur Ísraela höfðu í gær ráðist á 550 skotmörk á Gaza, m.a. flugskeyta- og stjórn- stöðvar Hamas og heimili liðs- manna samtakanna. Hamas- menn skutu 165 flugskeytum á Ísrael og segja að allir Ísraelar séu réttmæt skotmörk. » Hamas-samtökin stefna að því að tortíma Ísrael og stofna íslamskt ríki í Palestínu. 20” álfelgur, Loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi og ræsing, Rafmagnshleri, Xenon og led ljós, Panorama, Nappa leðursæti með hita og kælingu, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Alpine hljómkerfi með 8,4” snertiskjá, 40 gb hörðum disk, Bluetooth fyrir síman og tónlistina í símanum þínum, Bakkmyndavél, 8 gíra sjálfskiptur, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágu drifi, V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 10,4 í blönduðum akstri og 8,2 í langkeyrslu, Rosalega flottir og vel búnir bílar, komdu og skoðaðu, 17” álfelgur, lyklalaust aðgengi og ræsing, Rafmagnshleri, rafdrifnar afturhurðar, 7 manna, Glertopplúga, Leðursæti með hita, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að aftan, Stow n go, Xenon, Alpine hljómkerfi með 7” snertiskjá, 40 gb hörðum disk, Bluetooth fyrir síman og tónlistina í símanum þínum, Bakkmyndavél, Blueray DVD spilari með 2 skjám afturí og aukatengi möguleikum, HDMI, USB ofl V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 11,8 í blönduðum akstri og 9,4 á langkeyrslu, 6 gíra sjálfskiptur, Rosalega flottir, vel búnir og mjög rúmgóðir bílar. Jeep Grand Cherokee Overland 2014 Chrysler Town & Country Limited 2014 Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Frábært tilboð sverð, aðeins 10.990.000 kr. Bestu lúxus jeppakaupin í dag Hin fullkomni fjölskyldubíll með öllum lúxus og nógu plássi fyrir fólk og farangur, Frábært tilboð sverð, aðeins 8.390.000 k r. Komdu til okkar og skoðaðu Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá 10-18 – LOKAÐ laugardaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.