Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
HamidKarzai,fráfarandi
forseti Afganistan,
ákvað á síðasta ári
að tefja fyrir fram-
göngu nýs sam-
komulags milli lands síns og
Bandaríkjanna um fyrir-
komulag öryggismála í landinu.
Sagði Karzai það vera verkefni
fyrir eftirmann sinn, en þá lá
fyrir að forsetakosningar yrðu
haldnar í landinu og að einhver
annar en Karzai myndi halda
um stjórnartaumana. Er vart
hægt að segja annað en að þessi
ákvörðun Karzais hafi verið ein-
staklega misráðin, en um hríð
leit einna helst út fyrir að talíb-
anar og aðrir öfgamenn í Afgan-
istan myndu tryggja stöðu sína í
því tómarúmi sem skapaðist við
töfina.
Í því ljósi var skiljanlegt að
stjórnvöld á Vesturlöndum ósk-
uðu sér þess heitast að forseta-
kosningarnar, sem fram fóru í
júní í tveimur umferðum,
myndu ganga fljótt og snurðu-
laust fyrir sig. Þeim varð ekki
að ósk sinni. Nú liggja fyrir
bráðabirgðaniðurstöður kosn-
inganna, en sá sem beið lægri
hlut samkvæmt þeim, Abdullah
Abdullah, segir að stórtækt
kosningasvindl hafi átt sér stað
og að hann sé í raun réttkjörinn
forseti.
Ekki hjálpaði til að fram-
kvæmd kosninganna var ábóta-
vant á nokkrum stöðum, og
meðal annars vantaði kjörseðla
á nokkrum fjöl-
mennum kjör-
stöðum. Hinn fram-
bjóðandinn, Ashraf
Ghani, sem kjör-
stjórnin segir að
hafi fengið 56% at-
kvæðanna, hefur raunar tekið
undir það að kosningarnar hafi
ekki farið að öllu leyti óaðfinn-
anlega fram en telur að úrslitin
eigi að standa í ljósi þess að
tæplega milljón atkvæðum
munaði á keppinautunum.
Um hríð leit út fyrir að Ab-
dullah ætlaði sér að lýsa yfir
myndun ríkisstjórnar til hliðar
við þá sem Ghani myndi stýra
en hann ákvað frekar að reyna
að bera klæði á vopnin, vegna
hættu á því að landið leystist
enn og aftur upp í innri ófriði. Í
staðinn krefst Abdullah endur-
talningar og er slík talning nú
þegar hafin á nærri þriðjungi
allra kjörstaða í Afganistan.
Enn verða því tafir á því að
skorið verði úr um það hver taki
við af Karzai á forsetastóli, og
engin leið er að sjá fyrir við-
brögð þeirra Abdullahs og
Ghanis, hvort sem fyrstu úrslit
kosninganna haldast óbreytt
eða ekki.
Vonandi halda báðar fylk-
ingar stillingu sinni og komast
að einhverri málamiðlun, verði
talningin ekki til þess að sætta
menn. Það síðasta sem Afganir
þurfa nú er að þeir sem gefa sig
að forystu landsins eyði orkunni
í innri átök, þegar sameigin-
legur fjandmaður knýr dyra.
Vandræði Afgana
eru engu minni þó
að kosningar hafi
farið fram í landinu}
Kosningaraunir
Það hefurlöngum verið
þekkt að jap-
anskar sögu-
kennslubækur séu
umdeildar utan
landsteina Japans. Þykir íbú-
um þeirra þjóða sem hvað
harðast urðu fyrir barðinu á
hernaðarmætti hinnar rísandi
sólar fulllítið gert úr þeim
voðaverkum sem japanski
herinn framdi á fjórða og
fimmta áratug 20. aldarinnar.
Hafa enn orðið brögð að
þessu upp á síðkastið, þar
sem ríkisstjórn Shinzo Abe
hefur beitt sér fyrir því að
kennslubækurnar verði skrif-
aðar upp á nýtt, út frá
þjóðernissinnuðu sjónar-
horni. Gagnrýnin á þau
áform koma bæði frá útlönd-
um og frá pólitískum and-
stæðingum Abes heima fyrir,
og endurspeglar hún að
nokkru leyti deilur um stefnu
Abes í ýmsum málum, eins
og nýlega breytingu á varn-
arstefnu landsins sem gerir
japanska hernum kleift að
taka þátt í verkefnum með
bandamönnum
sínum.
En það er ekki
einungis í Japan
sem tekist er á
um söguna. Í Suð-
ur-Kóreu er deilt um herfor-
ingjastjórnirnar sem öllu réðu
í landinu um hríð. Í Taívan er
rifist um stöðu eyjunnar eftir
komu Kuomintang árið 1949.
Í Kína eru sögubækurnar
fullar af þjóðerniskennd og
útlendingahatri, lítið er farið
yfir helstu misindisverk Maós
í þeim.
Það að slíkar deilur blossi
upp nú er að einhverju leyti
til merkis um það að meiri
spenna ríkir nú við Kínahaf
en oft áður, þar sem Kínverj-
ar og Japanir eru að keppast
um ítök og áhrif. Að öðru
leyti endurspegla þær að enn
hefur ekki farið fram al-
mennilegt uppgjör á hörm-
ungarsögu allra þessara þjóða
á 20. öld. Verði umræður um
sögubækur til þess að slíkt
uppgjör geti farið fram er
óhætt að segja að þær hafi
orðið til gagns.
Enn er deilt um
innihald asískra
sögubóka}
Sögustríðin halda áfram
S
teingrímur J. Sigfússon, þingmaður
Vinstri grænna, hafði allt á horn-
um sér í pistli sem birtist í Frétta-
blaðinu nýverið. Honum er nefni-
lega í nöp við hugmyndir sem eru
uppi um einkarekna heilbrigðsþjónustu. Ég
aftur á móti er áhugasamur um þær.
Ég fagna orðum Kristjáns Þórs Júlíussonar
heilbrigðisráðherra sem sagði fyrir tæpu ári
að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu
færi betur hjá einkafyrirtækjum en hinu opin-
bera. Steingrímur óttast afleiðingarnar sem
það gæti haft í för með sér og stakk niður
penna.
Að mínum dómi er nauðsynlegt að hverfa
frá miðstýrðri heilbrigðisþjónustu og gera í
auknum mæli þjónustusamninga við einka-
fyrirtæki. Þau gætu t.d. annast minni aðgerðir
og heilsugæslu.
Okkur Steingrím greinir á um afleiðingarnar. Ávinn-
ingurinn verður að mínu mati þrenns konar: Þjónusta
mun batna vegna aukinnar samkeppni en neytendur fá
val um hvert þeir beina sínum viðskiptum, kostnaður
mun lækka enda mun hagnaðarvon í samkeppni við aðra
leiða til hagkvæmari reksturs og starfsumhverfi mun
batna enda keppa fyrirtæki um starfskrafta.
Steingrímur sér reksturinn í öðru ljósi: Þjónustan
verður skorin niður eins og hægt er enda á að græða á
rekstrinum, launamunur á milli almennra starfsmanna
og yfirmanna mun aukast og fyrirtækin munu gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að komast hjá
því að greiða skatta af hagnaði.
Mig langar til að svara þessu stuttlega. Að-
alverkefni einkarekstrar í heilbrigðisþjón-
ustu er að veita eins góða þjónustu og hægt er
fyrir það fjármagn sem er úthlutað. Ég óttast
ekki að þjónusta verði skert og að eigendur
fyrirtækjanna geti fyllt vasa sína af ríkisfé.
Ef eigendur fyrirtækjanna verða of gráðugir
ættu keppinautar að sjá sér leik á borði og
bjóða betri þjónustu á sömu kjörum eða betri.
Eins og sakir standa er starfsumhverfið í
heilbrigðisþjónustu slæmt og margir heil-
brigðisstarfsmenn kjósa því að starfa erlend-
is. Mikilvægara er að bregðast við landflótt-
anum og bæta umhverfið í stað þess að óttast
að einhverjir muni hafa það of gott. Vonandi
munu starfsmenn, háir sem lágir, og hlut-
hafar njóta ávaxta erfiðisins. En ef yfirbygging eins
fyrirtækis verður of mikil, skapast tækifæri fyrir aðra.
Þriðja atriðið í upptalningu Steingríms er bráð-
skemmtilegt, að fyrirtækin muni gera allt til að komast
hjá skattheimtu. Erfitt er að átta sig á hvers vegna þessi
fyrirtæki – fremur en önnur – muni reyna að svíkja und-
an skatti. Fyrirfram hafði ég ætlað að þau væru jafnvel í
enn ríkara mæli undir smásjánni því þau byggja mjög á
ríkisfé.
Það liggur ljóst fyrir að knýjandi er að hvetja fólk
áfram til að leita leiða til að bæta heilbrigðiskerfið.
Einkarekstur er fyrirtaks tæki til þess. helgivifill@mbl.is
Helgi Vífill
Júlíusson
Pistill
Bætum heilbrigðiskerfið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Eftir því sem nær dregurEvrópumeistaramótinu ískák, sem haldið verður áÍslandi í nóvember á
næsta ári, fara sífellt fleiri að velta
því fyrir sér hvort norski heims-
meistarinn og skáksnillingurinn
Sven Magnus Øen Carlsen, þekktur
sem Magnus Carlsen, komi hingað
til lands. Eins og frægt er orðið
tefldi Carlsen á Íslandi árið 2004, að-
eins 13 ára, og sigraði Anatoly Kar-
pov og gerði jafntefli á móti Garry
Kasparov. Árið 2006 kom Carlsen
aftur til landsins og tefldi á skák-
mótinu Glitnir blitz og endaði Ís-
landsvinurinn á að vera hlutskarp-
astur allra keppenda eftir sigur á
íslenska stórmeistaranum Hannesi
Hlífari Stefánssyni í lokaumferð.
Gunnar Björnsson, formaður
Skáksambands Íslands, segir að
gera megi ráð fyrir að flestir sterk-
ustu skákmenn heims taki þátt í
mótinu. Má þar nefna þrjá stiga-
hæstu skákmenn heims, þá Magnus
Carlsen, Levon Aronian frá Armen-
íu og Vladimir Kramnik frá Rúss-
landi. „Magnus Carlsen teflir ekki
alltaf á þessu móti en við munum
þrýsta mjög á hann og Norðmenn
um að hann komi,“ segir Gunnar og
nefnir að fyrir utan þá Carlsen,
Aronian og Kramnik megi búast við
að menn eins og Grischuk, Svidler,
Ivanchuk og Caruna taki þátt í
mótinu.
Teflt verður í Laugardalshöll
Skáksambandi Íslands var út-
hlutað Evrópumóti landsliða 2015 og
er um að ræða einn stærsta og
merkilegasta skákviðburð sem fram
hefur farið hérlendis að heimsmeist-
araeinvíginu 1972 undanskildu.
Teflt er bæði í opnum flokki og
einnig í kvennaflokki og segir Gunn-
ar að gera megi ráð fyrir að um 500
manns komi til landsins vegna
keppninnar með tilheyrandi gjald-
eyristekjum. Hann segir þennan
stóra hóp gesta samanstanda af
keppendum, liðsstjórum, farar-
stjórum, þjálfurum og síðast en ekki
síst miklum fjölda blaðamanna frá
öllum heimshornum sem ávallt
fylgir slíkum stórkeppnum í skák.
Á EM taflfélaga árið 2013 tóku
38 lið þátt í opnum flokki og 32 lið í
kvennaflokki. Verði þátttakan svip-
uð á EM á næsta ári verða um 280
manns að tefla í einu.
Sögufrægur keppnisstaður
„Það er ekki að ástæðulausu
sem Reykjavík hefur orðið fyrir val-
inu undir EM landsliða en aldrei áð-
ur hefur mótið verið haldið af jafn-
fámennri þjóð. Vegna Reykjavíkur-
skákmótanna er höfuðborgin kunn
sem einn helsti skákstaður heims og
vöxtur mótsins síðustu ár hefur vak-
ið mikla athygli í skákheiminum,“
segir Gunnar.
Fyrir rétt rúmum 42 árum háðu
Borís Spasskí og Bobby Fischer ein-
vígi um heimsmeistaratitilinn í skák
í Reykjavík, Einvígi aldarinnar.
Einvígið var sett 1. júlí og lauk
1. september og var Fischer krýnd-
ur heimsmeistari.
Fischer missti titilinn vegna
deilna við Alþjóðaskáksambandið
árið 1975. Þá átti hann að verja tit-
ilinn gegn Anatoly Karpov og setti
Fischer upp þrjár kröfur fyrir ein-
vígið: Að einvígið stæði yfir þar til
annar þeirra myndi vinna tíu
skákir, jafntefli yrðu ekki talin
með, að ekkert hámark yrði á
fjölda þeirra skáka sem
tefldar yrðu og ef staðan
yrði 9-9 myndi Fischer
halda eftir titlinum og
verðlaunafénu yrði skipt
á milli þeirra.
Mætir norski skák-
snillingurinn til leiks?
Skákmaður Magnus Carlsen gæti verið væntanlegur hingað til lands á Evr-
ópumeistaramót landsliða sem fer fram í Laugardalshöll á næsta ári.
Magnus Carlsen er ríkjandi
heimsmeistari í skák og stiga-
hæsti skákmaður sögunnar og
náði stigafjöldi hans hámarki 21.
apríl á þessu ári þegar hann fór
upp í 2.889,2 ELO-stig.
„Hann vekur ekki einungis at-
hygli fyrir snilli sína í skák heldur
hefur hann tekið skákíþróttina á
annað plan,“ segir Hjörvar
Steinn Grétarsson, nýjasti stór-
meistari Íslendinga í skák. Hann
segir Carlsen sækja mikið í að
vera í sviðsljósinu, til dæmis
mæta í spjallþætti og taka reglu-
lega fjöltefli.
Þá er Carlsen eini skák-
maðurinn sem hefur um-
boðsmann í fullri vinnu og
sat hann fyrir í auglýs-
ingaherferð fatamerk-
isins G-Star Raw
ásamt
Hollywood-
leikkonunni
Liv Tyler seint
á síðasta ári.
Sá eini með
umboðsmann
CARLSEN VIÐ MÓDELSTÖRF
Gunnar
Björnsson