Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Sköpunargleði Strandgötunni í Hafnarfirði var nýlega breytt í listaverk fyrir tilstuðlan barna og unglinga úr sumarstarfi og leikskólum bæjarins undir stjórn listamannsins Ingvars Björns. Styrmir Kári ACCRA | Nýleg áætlun, sem gerð var af töl- fræðistofnun Bret- lands, um að markað- urinn fyrir ólögleg lyf bæti um 4,4 milljörðum punda (um 860 millj- örðum íslenskra króna) á hverju ári við efna- hag landsins, gefur nokkra mynd af þeirri ótrúlegu stærð sem markaðurinn fyrir ólöglegum fíkniefnum hefur náð. Fyrir svæði eins og Vestur-Afríku, þar sem hagkerfi ríkjanna eru hvorki jafnstór né jafnþróuð og í Bretlandi, geta áhrif slíkra viðskipta verið enn verri. Vestur-Afríkuríkin spila sífellt stærra hlutverk í alþjóðamarkaði á fíkniefnum. Staðsetning ríkjanna gerir þau veik fyrir misnotkun sem millilendingarstað á milli fram- leiðslustaðanna í Rómönsku Am- eríku og Asíu og neytendanna í Evr- ópu og Bandaríkjunum. En eins og reynsla Mið-Ameríku sýnir verða þessi millilendingar- staðir ekki bara að sendileiðum fyrir fíkniefni. Ólögleg vímuefni og pen- ingarnir sem fylgja þeim gera innrás og setja samfélög ríkjanna á annan endann. Þessi hræðilega þróun – sem er hliðarafurð hins misheppn- aða „alþjóðastríðs gegn fíkniefnum“ – ógnar nýfengnum ár- angri í efnahag og sam- félagi í heimshluta okk- ar. Hingað til hefur Vestur-Afríku tekist að forðast hið versta af hinu endalausa og venjubundna ofbeldi sem fylgir fíkniefna- smygli í gegnum Mið- Ameríku. En þar sem svo mikið er í húfi er ekki hægt að slaka á. Kókaínviðskipti í Vestur-Afríku ein og sér yfirgnæfa samanlögð ríkisfjárlög þó nokkurra ríkja á því svæði. Við vitum nú þegar að fíkniefna- viðskipti hafa átt beinan eða óbeinan þátt í pólitískum óstöðugleika í ríkj- um eins og Gíneu-Bissá og Malí. Styrkja þarf aðgerðir innanlands og af hálfu alþjóðasamfélagsins, og í því ætti að felast áhersla á þá sem stjórna viðskiptunum, frekar en að eyða takmörkuðum úrræðum lög- gæslu í að eltast við fótgönguliðana. Við þurfum að eltast við þá sem græða mest, hverjir sem það eru og hvaða stöðu sem þeir hafa. En það er ekki bara sala ólöglegra fíkniefna sem veldur óstöðugleika í þessum heimshluta: neysla á vímu- efnum er einnig orðin að miklu vandamáli. Sérstök nefnd Vestur- Afríkuríkjanna um fíkniefni, sem ég kallaði saman og Olusegun Obas- anjo, fyrrverandi forseti Nígeríu, leiðir, bendir á í nýrri skýrslu sinni að aðgengi hefur aukist að kókaíni, heróíni og heimalöguðu metamfeta- míni. Þetta hefur leitt til aukinnar notkunar og fíknar, sérstaklega meðal ungs fólks, í Vestur-Afríku. Samt sem áður er þessi heimshluti ekki tilbúinn að takast á við út- breiðslu á notkun vímuefna og fíkn- ar. Of oft verður lausnin sú að út- skúfa og refsa þeim sem nota efnin. En það að ýta notendum í útjaðra samfélagsins eða læsa bak við lás og slá í sífellt stærri hópum mun ekki leysa vandann. Þvert á móti gerir það heilsufarsvandann verri og set- ur gríðarlegan þrýsting á réttarfar Vestur-Afríkuríkjanna, sem er nú þegar komið að þolmörkum. Skýrsla nefndarinnar kallar því í staðinn eftir nýrri nálgun á mis- notkun fíkniefna, sem lítur ekki á vandann sem mál fyrir dómskerfið, heldur heilbrigðisvanda. Það þýðir að takast verður á við hinn nær al- gera skort á meðferðarstofnunum og áætlunum og skort á mannafla sem er hæfur til þess að stýra og fylgjast með misnotkun vímuefna. Nefndin viðurkennir að margar kröfur eru gerðar en fjármagn til heilbrigðismála er takmarkað. Mik- ilvægi þessarar áskorunar er hins vegar slíkt – og afleiðingar þess að takast ekki á við hana svo slæmar – að nefndin mælir eindregið með því að tekin verði upp sameiginleg stefna í meðferð vímuefnafíknar sem nái yfir ríkin í Vestur-Afríku. Það felur í sér að meðferðarstofn- anir og tengdar heilbrigðisþjónustur verði settar á fót, og að áhersla verði lögð á að lágmarka skaðann, eins og með herferðum þar sem hreinum sprautunálum er dreift út í skiptum fyrir notaðar, sem hafa hjálpað til við að draga úr dreifingu HIV- veirunnar og dauðsföllum sem tengjast neyslu. Eins og staðan er í dag er Senegal eina ríki Vestur- Afríku þar sem ríkið hefur sýnt frumkvæði til þess að lágmarka skaðann. Það að takast á við áhrif vímuefna með upplýstri, mannúðlegri og sameiginlegri stefnu krefst forystu og sameiginlegs átaks frá ríkjum vítt og breitt um heimshlutann. Nefndin kallar eftir því að ríkis- stjórnir, samfélagshópar og fjöl- þjóðleg samtök taki höndum saman. Við getum ekki lengur sópað þessu máli undir teppið eða látið eins og það sé ekki okkar vandamál. Skýrslan hvetur einnig til þess að alþjóðasamfélagið sýni þessum mál- um aukinn stuðning. Ríkisstjórnir þeirra ríkja Vestur-Afríku sem eru helstu framleiðendur og neytendur ólöglegra vímuefna ættu að leggja fé til forvarna, meðferðar og lágmörk- unar á skaða frekar en að setja bara fé í að stöðva sendingar og löggæslu. Verði ekki breytt um stefnu mun sala fíkniefna, framleiðsla þeirra og neysla í Vestur-Afríku halda áfram að grafa undan stofnunum, ógna al- mannaheill og skaða árangur þróunarstarfs. En með því að breyta fíkniefnalögum, og bjóða þeim sem fastir eru í viðjum fíknar viðeigandi meðferð, og með því að eltast á öfl- ugan hátt við háttsetta fíkniefnasala, er hægt að draga úr þeim mikla skaða sem ólögleg fíkniefni valda samfélögum, fjölskyldum og ein- staklingum. Með hugrekki til þess að skerpa á ný aðgerðir ríkja og al- þjóðasamfélagsins getum við hjálp- ast að til að tryggja að unga fólkið okkar vaxi úr grasi heilbrigt og öruggt. Eftir Kofi Annan » Of oft verður lausnin sú að útskúfa og refsa þeim sem nota efnin. En það að ýta not- endum í útjaðra sam- félagsins eða læsa bak við lás og slá í sífellt stærri hópum mun ekki leysa vandann. Kofi Annan Höfundur er formaður Kofi Annan- stofnunarinnar og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. © Project Syndicate, 2014. www.project-syndicate.org Hið misráðna vímuefnastríð Vestur-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.