Morgunblaðið - 10.07.2014, Side 22

Morgunblaðið - 10.07.2014, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 ✝ Hlynur Egg-ertsson fæddist á Akranesi 18. febr- úar 1956. Hann lést 1. júlí 2014. Foreldrar hans voru Unnur Leifs- dóttir, f. 5. janúar 1931 á Neðra- Skarði í Leirár- sveit, Borgarfirði, og Eggert Sæ- mundsson, frá Akranesi, f. 18. júní 1928, d. 26. janúar 1990. Systir Hlyns er Hrönn Heiðbjört, f. 7. júní 1951 á Akranesi. Kona Hlyns er Jó- hanna Lýðsdóttir, f. 26. júní 1957 á Hólmavík. Þau gengu í hjónaband 21. febrúar 2009. Hallfríður Edda Lýðsdóttir, f. 6. júní 1941. Dætur Hlyns og Jó- hönnu eru tvær, Viktoría, f. 24. október 1975 á Akranesi. Sam- býlismaður hennar er Erlingur A. Óskarsson, f. 2. október 1979 á Akranesi, og Sylvía, f. 28. júní 1983 á Akranesi. Dóttir Viktoríu er Eva Mjöll Árnadóttir, f. 30. júlí 1998 á Akranesi, faðir henn- ar er Árni Tómasson, f. 5. mars 1967 á Akranesi. Hlynur var bifvélavirki og vélvirki og meistari í báðum greinum. Hann vann hjá Sem- entsverksmiðjunni og Bifreiða- verkstæðinu Brautinni. Hlynur var félagi í Fornbílaklúbbi Ís- lands og starfaði lengi með Skagaleikflokknum. Hann bjó allan sinn aldur á Akranesi og þau Jóhanna bjuggu frá upphafi á Skagabraut 21, í húsinu sem nefnt er Sigtún. Útför Hlyns fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. júlí 2014, kl. 14. Foreldrar hennar voru: Lýður Sig- mundsson, f. 17. apríl 1911, d. 19. júní 1994, frá Skriðnesenni í Bitrufirði, Stranda- sýslu, og Vigdís Matthíasdóttir, f. 5. nóvember 1930, d. 16. júlí 2008, frá Hamarsbæli, Sels- strönd í Stranda- sýslu. Systkini Jóhönnu eru: Sig- mundur Lýðsson, f. 14. ágús 1960. Ingþór Lýðsson, f. 23. mars 1963, d. 15. apríl 2000. Grétar Lýðsson, f. 11 apríl 1964, d. 28. apríl 1993. Ingveldur Sveinsdóttir, f. 29. mars 1953, og Hlynur litli bróðir minn er all- ur. Fór allt of snemma finnst okkur sem eftir sitjum hnípin með sorg í hjarta. Margar minn- ingar sækja á hugann. Við vorum bara tvö systkinin, hann fimm ár- um yngri en ég. Hann var falleg- ur, lítill kútur og ég hlakkaði til að leika við hann en mér fannst hann stækka hægt. Mamma róaði mig og tíminn leið. Það kom mjög snemma í ljós hvert áhuginn stefndi og hvert hæfileikarnir beindust. Það voru bílar og bílaleikir. Ég man eftir honum og Óla Þór, vini hans, þar sem þeir voru búnir að gera bíl- vegi um allan kálgarðinn. Pabbi hafði smíðað fyrir þá umferðar- merki og þarna burruðu þeir alla daga. En það var ekki nóg að leika með bílana. Hann varð að taka þá í sundur til að vita hvern- ig þeir voru að innan. Hann bjó sér til leikföng úr ýmsu dóti, man eftir hífukrana sem búinn var til úr hakkavél og gömlu skammeli uppi hjá ömmu og afa. Hann átti líka grænt þríhjól með uppblásn- um dekkjum og hjólaði ótrúlega hratt á því, bakkaði og beygði og kom þar í ljós ökumaðurinn góði sem hann varð er tímar liðu. Man líka eftir honum fara upp á stykki með ömmu í Willys-jeppa sem hún átti. Hún batt Hlyn í fram- sætið og var honum stórlega mis- boðið en hann huggaði sig með því að hann myndi binda hana í sætið þegar hann yrði stór! Afi Leifur var honum mikil fyrirmynd og fylgdist hann vel með honum og köllunum sem voru að vinna í götunni okkar og sagðist hann ætla að verða „ýt- umaður, vélamaður og vaskupp- maður.“ Allt stóðst, nema þetta með uppvaskið, það hafa aðrir séð um fyrir hann. Hann var sem sagt bæði lærður vélvirki og bif- vélavirki og hann var þúsund- þjalasmiður sem gerði allt pínu- lítið betur en vel. Já, ég veit að ég er montin af honum. Hlynur vann í Sementsverk- smiðjunni, eins og pabbi, mestan sinn starfsaldur en nú síðustu misserin vann hann hjá Bifreiða- verkstæðinu Brautinni. Þar vann hann glaður, sagðist hafa eignast nýja fölskyldu í þeirri sem rekur verkstæðið og þeim erum við fjöl- skyldan afar þakklát. Áhugamál hans voru fjöl- breytt. Bílar og þá sérstaklega fornbílar. Ferðalög bæði innan- lands og utan. Tónlist, þá aðal- lega rokk. Ljósmyndun stundaði hann og svo var hann lengi aðal- ljósamaður Skagaleikflokksins og sótti mörg námskeið í þeirri tækni m.a. í Þjóðleikhúsinu. Hlynur var glaðlyndur og naut sín vel í góðum félagsskap, sér- staklega frændfólks enda ætt- rækinn mjög. Hann var líka stríð- inn en var ekkert mikið fyrir að láta stríða sér. Hann vann í happdrætti lífsins þegar hann kynntist konunni sinni henni Hönnu, Jóhönnu Lýð- sdóttur. Það var lærdómsríkt og fallegt að fylgjast með allri henn- ar ást og alúð við hann í veik- indum hans. Þau eignuðust ung stelpurnar sínar tvær, þær Vikt- oríu og Sylvíu og eitt barnabarn eiga þau, Evu Mjöll. Ég flyt þakkir frá fjölskyld- unni til allra sem önnuðust hann svo vel í veikindum hans. Ég er þakklát fyrir Hlyn og mun sakna hans. Bið „fararstjórann“ að leiða hann og vernda minningu hans. Kveðja frá stóru systur. Hrönn Eggertsdóttir. Elsku afi minn, þessi mynd er af frábærum degi þar sem allir voru glaðir. Ég man eftir því hvað þú hafðir gaman af þessum degi. Ég mun sakna þín enda- laust, það er skrítið að vita að þegar ég mun fara til ömmu að þá ertu ekki þar að hlæja og grínast við alla kallana sem sátu við eld- húsborðið í kaffitímanum þegar ég bakaði vöfflur á meðan þú tal- aðir um bílahluti. Ég gleymi því aldrei þegar þú varst endalaust að reyna að kenna mér um bíla og þessa blessuðu stærðfræði. Ég sakna þín ofsalega mikið, þú hef- ur kennt mér svo margt. Þegar allt var að nálgast á endasprett- inum á spítalanum þá langaði þig svo að sjá mig en ég hafði mig ekki í það að koma inn og þegar þú varst liggjandi í stofunni þá knúsaði ég þig og sagði bæ afi en ekki vissi ég að þetta væri það síðasta bæ afi sem ég segði við þig. Ég vildi að ég hefði getað sagt allt sem hægt er að segja en ég get ekki annað en vonað að þér líði betur og sért á betri stað. Ég elska þig ofsalega mikið. Megi englarnir vaka yfir þér og passa þig. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að koma þessu öðru- vísi frá mér en að ég elska þig, nú er það allra síðasta „Bæ Afi“, hvíldu í friði, elsku afi. Kveðja, eina barnabarnið þitt. Eva Mjöll Árnadóttir. Hlynur Eggertsson Í nótt dreymdi mig elsku lang- bestu ömmu í öllum heiminum. Það sem ég hefði gefið fyrir að þessi stund með henni hefði verið raunveruleg en fyrst raun- verulegar stundir með ömmu eru liðnar er hver draumur himnasending. Hjá ömmu og afa á Akureyri eyddi ég flestum sumrum og Elín Sumarliðadóttir ✝ Elín Sumar-liðadóttir fæddist 25. nóv- ember 1923. Hún lést 27. júní 2014. Útför Elínar fór fram 8. júlí 2014. páskum sem barn. Prjónaði, réði krossgátur og púsl- aði, allt með ömmu, og ekkert var skemmtilegra en að fara með henni upp á leikskólann Stekk þar sem hún skúr- aði. Síðustu árin sem hún prjónaði, prjónaði ég ekki lengur með henni heldur fyrir hana en það mátti helst enginn vita. Að hlaupa um gangana á hót- elinu hjá afa, amma að segja okkur að biðja afa um miða í bíó- ið „hans“, hvíta miða með gyllt- um stöfum sem geymdir voru í stofuskápnum, að setja popp í poka með ömmu fyrir sjoppuna í bíóinu, að fá Lindubuff í bíó- sjoppunni, amma að segja okkur að hafa svolítið lægra því að Loftur á neðri hæðinni væri far- inn að sofa (það sem hann Loft- ur gat sofið), að borða silung með sykri, að fara í berjamó með ömmu og afa og vaka langt fram á nótt með ömmu og einu sinni, bara einu sinni að fara við öll í bíó með ömmu og afa. Á föstudaginn langa eftir tveggja daga fermingarveislu, allir af- komendurnir á öllum aldri á myndinni Ghost í boði afa, því afi „átti“ jú bíó. Kvöld sem eng- inn gleymir. Það sem ég sakna þeirra beggja. Þau áttu bæði erfiða æsku en marga stóra sigra í gegnum lífið eins og svo margir af þeirra kynslóð. Það versta er að þeirra síðustu ár voru ekki eins góð og þau hefðu átt að vera. Elsku besta amma mín upplifði lífið á elliheimilinu sem geymslu síðustu árin, þannig orðaði hún það sjálf fyrir ör- stuttu. Það fór ekki mikið fyrir henni og þar sem allt of fátt starfsfólk er á heimilinu sat hún löngum stundum ein og horfði út í loftið með ekkert fyrir stafni. Afi kvaddi þennan heim eins og hann gerði fyrir hálfu ári vegna þess að það eru ekki allir læknar góðir læknar. Það er svo óend- anlega sorglegt að svona sé farið með fólkið sem sigraðist á fá- tæktinni og einmanaleikanum, gerði allt úr engu og ólst oft á tíðum upp hjá vandalausum eða sá um sig sjálft frá unga aldri. Höfnunin sem afi og amma upp- lifðu í æsku og sat í þeim alla tíð endurtók sig þegar samfélagið hafnaði þeim og neitaði þeim um þau lífsgæði sem þau áttu skilið og rétt á sem eldri borgarar. En þau voru þó svo heppin að eiga góða að og enga betri en Mæju og Balla, sem voru óþreytandi við að gera þeim lífið bærilegra. Nú er komið að kveðjustund, elsku besta amma mín, lífið þekki ég ekki án þín og það er óendanlega erfitt að ímynda sér það þannig. Þó að síðustu árin hafir þú ekki alltaf þekkt mig og ekki alltaf getað tjáð þig eins og þú vildir komu alltaf stundir inn á milli þar sem ég vissi að þú varst enn þá þú. Eftir kistulagn- ingu afa fyrr á árinu brostirðu til mín og ég sagði þér að það væri gott að sjá þig brosa. Þú spurðir mig þá hvort ég sæi aldrei neinn brosa. Ég lofa þér, amma mín, að ég skal brosa í dag, þó að það bros verði í gegnum öll tárin, því að konu eins og þig kveður mað- ur með bros á vör. Sesselja Guðrún Sigurðardóttir. Elsku mamma mín, sú stund er runnin upp sem ég hef kviðið mest fyrir og það er að kveðja þig. Við áttum svo margar og góðar stundir saman og stundum fékk ég að heyra það að ég væri algjör mömmustelpa. Ég gæti ekki verið sáttari við það. Þú varst einstök kona sem gerði allt og gast allt og gafst öllum tíma. Börnin mín elskuðu að vera hjá ykkur pabba í Skarðshlíðinni. Þú hafðir endalausa þolinmæði, kenndir þeim að spila, ráða krossgátur, prjóna eða bara spjallaðir við þau. Þú gafst þér alltaf tíma til að sinna öllum og gerðir aldrei upp á milli barna- barna þinna. Elsku mamma mín, þú ætlaðist aldrei til þess að fá neitt frá öðrum en þú gafst enda- laust frá þér ást og kærleika. En nú ertu komin til pabba og systkina þinna og það er örugg- lega mikið spjallað og hlegið. Ég á eftir að sakna þess að eiga ykkur pabba ekki lengur að. Það verður skrítið að koma norður og þið verðið ekki þar. Ég mun allt- af minnast þín með gleði og ást í hjarta. Elsku mamma mín, hvíldu í friði. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir Arna Þöll. ✝ Margrét ErlaBenónýsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1956. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 29. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Benóný Kristjánsson pípu- lagningameistari, f. á Fremri- Hjarðardal í Dýra- firði 25.5. 1920, d. 12.12. 1992, og Sigurbjörg Runólfsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 4.2. 1921, d. 19.3. 2009. Bróðir Margrétar Erlu var Hilmar Benónýsson, f. 12.8. 1950, d. 25.6. 1960. Börn Margrétar Erlu eru: 1) Benóný Hilmar, f. 25.11. 1976, maki Bengta María Ólafs- dóttir, f. 23.3. 1980, barnsmóðir Katrín Ásbjörnsdóttir, dóttir þeirra er Sunneva Lind, f. 19.8. 2001. 2) Guðlaug Íris, f. 20.10. 1978, maki Jón Ólafur Sigurðs- son, f. 13.4. 1975, börn þeirra Sigur- björn Gabríel, f. 18.9. 2006, og Sonja Rós, f. 7.9. 2009. 3) Sigurbjörn Guðni, f. 1.12. 1981, d. 20.9. 2003, barnsmóðir Birg- itta Birgisdóttir, sonur þeirra er Grétar Rafn, f. 9.8. 1999. Margrét ólst upp á heimili foreldra sinna, Heiðargerði 74 og Hellulandi 16. Hún vann hin ýmsu störf um ævina, lengst vann hún skrifstofustörf hjá Mjólkursamsölunni. Margrét var ein af stofn- endum Birtunnar, sem eru sam- tök aðstandenda þeirra sem misst hafa unga ástvini snöggt. Margrét Erla var mjög virk í fé- lagsmálum um ævina. Útför Margrétar Erlu fer fram í Grafarvogskirkju í dag, 10. júlí 2014, kl. 13. Elsku Magga amma mín. Ég elska þig endlaust og mun alltaf hafa þig í hjartanu mínu. Ég sakna þín svo ótrúlega mikið og mig langar svo að hafa þig hjá mér lengur. Við áttum tæplega 13 æð- isleg ár saman og allar minning- arnar sem ég á með þér eru eins frábærar og þú ert. Þetta eru minningar eins og þegar við fór- um í keilu, fórum á Harry og Heimi í leikhúsinu með Grétari frænda, þegar við vorum á Spáni, allar ferðirnar okkar í sumarbú- staðinn, þegar við máluðum egg um páskana og allar góðu stund- irnar þar sem ég var í heimsókn hjá þér og við að spjalla saman. Þú varst alltaf svo ljúf, kát, góð og skemmtileg og þú fékkst mig svo oft til að brosa. Það var svo gaman að gista hjá þér og þú hugsaðir svo vel um mig. Morgnarnir hjá þér voru svo góðir og þú færðir mér oft ömmumorgunmat í rúmið. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin og langar svo að þetta sé allt draumur, elsku amma mín. Ég veit samt að Sigubjörn, Didda amma og Benóný afi taka vel á móti þér og ég hugga mig við það að núna á ég allavega bestu verndarenglana. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað? Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer? Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. (Sigga Dúa.) Ég mun aldrei gleyma þér og einn daginn munum við hittast aftur hjá Guði. Sunneva Lind Benónýsdóttir. Elsku frænka mín. Þú varst alltaf sú glaðasta í hvert skipti sem ég hitti þig og get ég ekki séð þig fyrir mér öðruvísi. Þú varst svo stór persónuleiki, svo lífsglöð þrátt fyrir allt og komst öllum í gott skap sem komu þér nálægt. Það er því heldur stórt gat sem þú skilur eftir í hjarta margra en ég veit að með tím- anum mun það fyllast af frábær- um minningum af tíma okkar saman. Það er ólýsanleg tilfinning að missa þig og það er sárt að hugsa til þess en ég þekki þig, ég veit að þú óskar þess helst að við munum eftir góðu tímunum og liggjum ekki of mikið á því nei- kvæða. Þú hjálpaðir mér í gegnum mína slæmu tíma og því hef ég ekki getað þakkað þér nóg, en ég mun þakka þér núna með því að brosa upp til þín og fæ mikla huggun í því að hugsa til þín í faðmi Sibba á ný. Ég elska þig, kæra frænka, og sakna þín sárt. Elsku Benni, Íris og fjölskyld- ur ykkar, hugur minn er hjá ykk- ur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Lilja Rut. Margrét Erla Benónýsdóttir Nú er komið að því að kveðja elskulegu Gunnu ömmu. Gunna var yndisleg manneskja, hafði svo góða nær- veru og heimilið hennar var svo hlýlegt og notalegt. Hún var líka svo dugleg og sjálfstæð og Guðrún Benediktsdóttir ✝ Guðrún Bene-diktsdóttir fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi 24.5. 1925. Hún lést á Landakoti hinn 22.6. 2014. Útför Guðrúnar fór fram frá Fella- og Hólakirkju 3. júlí 2014. fór flestallar sínar leiðir með strætó. Eitt sinn rétt fyrir jól fékk ég þó að skutla henni í búð- ir til að klára síð- ustu jólagjafirnar, enda hugsaði hún alltaf fyrst og fremst um aðra. Eftir þessa skemmtilegu ferð okkar sátum við saman í eldhúsinu hennar og drukkum te og borðuðum ristað brauð, en það smakkaðist hvergi eins vel og hjá Gunnu ömmu. Og pönnukökurnar hennar voru þær allra bestu. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið við hjá Gunnu ömmu á leið minni upp á Skaga með brauð og álegg í smáspjall. Það verður einnig skrýtið að heyra ekki í henni rétt fyrir jól- in með boð í hangikjötið á jóla- dag, nú síðast jólin 2013 og ég er svo glöð að hafa ekki misst af því. Og rétt fyrir sprengidag síðustu ár var Friðrik Snær alltaf vanur að segja „förum við ekki örugglega í saltkjöt til langömmu?“ Þú vildir alls ekki sleppa þessum hefðum heima hjá þér þó svo að heilsan væri farin að segja til sín. Elsku Gunna mín, ástar- þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er svo þakklát fyrir að við vorum hluti af þínu lífi. Minningar um yndislegu Gunnu ömmu munu ávallt lifa í hjarta okkar. María Þ. Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.