Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Elsku mamma.
Það er erfitt að
koma orðum að því
hversu sárt við
söknum þín og hversu heitt við
elskum þig. Þess vegna langar
okkur að minnast þín með þess-
um fallega texta.
Mamma
Þú ert hetjan mín
þú fegrar og þú fræðir
þú gefur mér og græðir,
er finn ég þessa ást
Þá þurrkar þú tárin sem mega ekki
sjást
mamma ég sakna þín.
Mamma
þú ert hetjan mín.
Þú elskar og þú nærir,
þú kyssir mig og klæðir,
er brotin ég er þú gerir allt gott
Með brosi þú sársaukanum bægir á
brott.
Mamma, ég sakna þín.
Ég finn þig hjá mér hvar sem er.
Alls staðar og hvergi, þú ert hér.
Ragnheiður
Elísabet Jónsdóttir
✝ Ragnheiður El-ísabet Jóns-
dóttir fæddist 22.
júlí 1963. Hún lést
3. júlí 2014. Úför
Ragnheiðar fór
fram frá Selfoss-
kirkju 9. júlí 2014.
Þú mér brosir í mót,
ég finn þín blíðuhót.
Alvitur á allan hátt
þó lífið dragi úr þér
mátt.
Við guð og menn þú
sofnar sátt.
Þú vakir líka er ég sef
á nóttu og degi þig
ég hef.
Þú berð ætíð höfuð
hátt.
Veist svo margt en segir fátt,
kveður mig með koss á kinn
og mér finnst ég finna faðminn þinn
og englar strjúki vanga minn
(Texti Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Við munum aldrei gleyma
þér, elsku mamma. Við vitum
að við munum sameinast á ný,
en þangað til er minning þín
ljósið í lífi okkar. Það er hugg-
un í að vita að nú líður þér bet-
ur og að þú ert komin á betri
stað.
Elskum þig endalaust.
Kossar og knús,
Edda og Stella.
Mamma var ótrúlega áhuga-
söm mamma. Hún vissi alltaf
hvað var að gerast hjá okkur
öllum. Hún fylgdist með öllu,
deildi gleði og sorg, leiðbeindi,
hvatti áfram og studdi.
Þó að ég hafi búið í tæp sex
ár í Danmörku vissi hún alltaf
hvað var í gangi hjá mér –
klikkaði aldrei að ég fengi sms
fyrir og eftir próf. Hún hlustaði
líka á mann af áhuga þó að um-
ræðuefnið væri ekki eitthvað
sem hún skildi fullkomlega, hún
heyrði endalaus fimleika-, lyft-
inga- og dýralæknaorð sem hún
skildi ekkert í en vildi samt
endilega skilja og vita hvað við
værum að gera.
Mamma vildi líka að við
tækjum þátt í öllu sem okkur
langaði til, keyrði okkur alla
daga á Selfoss í fimleika og
taldi það ekki eftir sér að
skutla okkur á okkar fyrstu
sveitaböll og sækja aftur um
miðjar nætur.
Hún sat einnig klukkutím-
unum saman yfir heimanáminu
og ég held að ég hafi ekki lært
ein heima fyrr en ég flutti að
heiman. Það er líka að miklu
leyti henni að þakka að ég náði
að klára námið mitt á réttum
tíma. Allt jólafríið 2011 var hún
mér til stuðnings þegar ritgerð-
arskrif gengu hægt vegna þess
hve óvær sonur minn var. Hún
var óþreytandi í að hafa ofan af
fyrir honum sem varð til þess
að þetta hafðist allt saman og
fyrir það og svo ótalmargt ann-
að er ég mjög þakklát.
Hún var yndisleg amma, allt-
af til í að hjálpa mér hvernig
sem ég þurfti, eitt símtal og
málið var leyst og Hlynur naut
þess að vera hjá henni.
Hún var mamma sem var
alltaf til staðar og ég á eftir að
sakna þess mikið að geta ekki
leitað til hennar nema í hug-
anum.
Unnur Þorvaldsdóttir.
Elsku Amma Ragnheiður.
Við lífsins stíg ætlum að þramma
og þar með okkur verður þú
okkar elsku besta amma.
Okkur þykir lífið svo skrýtið
og margt er svo flókið í heiminum
nú.
Þá er alltaf gott að vita
að okkur getur hjálpað þú.
Þú alltaf í huga okkar ert.
Þú hjörtu okkar hefur snert
með góðmennsku og hjartavernd.
Þú ert heimsins besta amma nefnd.
Þú ert sem af himnum send.
Við elskum þig, amma, og
munum aldrei gleyma þér,
Þín,
Stella Natalía, Hlynur
og Guðrún Sif.
Elsku mamma mín.
Minningarnar sem við eigum
saman eru óteljandi, fyndnar,
sorglegar, gleðilegar en um-
fram allt góðar. Að eiga
mömmu eins og þig er ekki
sjálfgefið og við systurnar dutt-
um sannarlega í lukkupottinn
með foreldra. Þú varst alltaf til
staðar sama hvað gekk á, dag
eða nótt, í gleði eða sorg þá
varstu alltaf þarna, til að sam-
gleðjast, hugga, gefa góð ráð
eða einfaldlega til að knúsa. Þú
hvattir okkur áfram, hrósaðir
og leiðbeindir og án þín væri ég
ekki sú sem ég er í dag. Ég get
aldrei þakkað þér nóg fyrir öll
þau skipti sem við hittumst og
spjölluðum eða öll símtölin okk-
ar eftir að ég flutti að heiman,
símtölin sem ílengdust út í hið
óendanlega og þú raktir úr mér
garnirnar um allt og ekkert,
það er svo dýrmætt í dag.
Það eina sem er betra heldur
en að eiga þig fyrir mömmu er
að hún Stella Natalía mín og
Guðrún Sif skyldu fá að eiga
þig sem ömmu. Ég gleymi ekki
þeim degi sem Stella Natalía
fæddist og þið pabbi komuð
upp á fæðingardeild til okkar,
þú varst svo spennt að verða
amma. Og stoltið sem skein af
andlitinu þínu og brosið þitt
þegar þú fékkst Stellu í hend-
urnar er eitthvað sem ég
gleymi aldrei. Knúsið sem þú
gafst mér þennan dag var öðru-
vísi en öll hin knúsin okkar og
frá þessum degi varð sam-
bandið okkar enn sterkara. Það
var svo gaman að fylgjast með
þér í ömmuhlutverkinu, þú
naust þín svo vel með börn-
unum okkar og gleðin skein af
þér þegar þú hittir þau. Þú
varst svo góð með þau, í að
hugga þau, koma þeim til að
hlæja, leika við þau og vera
stoðin þeirra og stytta. Þetta
hlutverk fór þér svo vel og það
er svo sárt að þú skyldir ekki
fá að njóta þess lengur og að
Stella mín og Guðrún Sif
skyldu ekki fá lengri tíma með
þér. Ég mun gera allt hvað ég
get til að verða jafn góð
mamma og þú og kenna Stellu
minni allt það sem þú hefur
kennt mér og segja henni
hvernig amma gerði alltaf.
Það er erfitt að sætta sig við
að svona ungri, fallegri, heil-
brigðri og hraustri konu sé
kippt svona út úr lífinu, við átt-
um eftir að gera svo margt
saman og þið pabbi áttuð að fá
að njóta efri áranna saman, þið
áttuð það svo skilið. Það er erf-
itt að sætta sig við að þú fáir
ekki að vera með okkur á brúð-
kaupsdaginn okkar Sæla, þú
varst svo spennt fyrir deginum
okkar og við trúðum því öll að
við myndum fá að njóta þessa
dags saman. En svona getur líf-
ið verið ósanngjarnt og ég veit
að þú verður með okkur á ann-
an hátt, þú fylgist með okkur,
brosir til okkar og gleðst með
okkur.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig, takk fyrir að hafa
komið mér í þennan heim, takk
fyrir að ala mig rétt upp, takk
fyrir að vera fyrirmyndin mín í
einu og öllu, takk fyrir að vera
traustasti vinur sem hugsast
getur, fyrir að hafa alltaf verið
til staðar, fyrir að hafa fyr-
irgefið mér frekjuköstin mín,
fyrir að hughreysta mig og
knúsa þegar á þurfti að halda
og fyrir að vera þú. Við munum
hittast og knúsast aftur og
hlæja saman. Það er huggun í
að vita að nú ertu komin á betri
stað og laus við veikindin og ég
veit að það hafa orðið fagn-
aðarfundir hjá þér og afa Jóni.
Ég elska þig meira en orð fá
lýst.
Þín,
Linda Ósk.
✝ Sigfús Sveins-son fæddist á
Siglufirði 19. maí
1941. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut
14. júní 2014.
Foreldrar hans
voru Sveinn Al-
bert Sigfússon, f.
9. apríl 1911, d. 2.
nóvember 1952,
og Nanna Þor-
móðs, f. 28. maí 1915, d. 27.
janúar 2004. Seinni maður
Nönnu var Hafsteinn Þor-
steinsson, símstjóri í Reykja-
vík, f. 9. mars 1918, d. 11.
apríl 1985. Systir Sigfúsar er
Guðrún Ólöf, maki hennar er
Kristinn Guðjónsson. Börn
þeirra eru Þóra Katrín og
Tómas Kári.
Sigfús giftist Hrafnhildi
var Kira Ást. Sigfús og Hrafn-
hildur slitu samvistir árið
1976. Árið 1986 hóf Sigfús
sambúð með Margréti Bene-
diktsdóttur, sonur þeirra er
Hrannar, f. 14. desember
1989, sambýliskona hans er
Alda Guðrún Hermannsdóttir.
Eldri börn Margrétar eru
Hjálmar, Magnús og Inga
Maja. Sigfús og Margrét slitu
sambúð sinni árið 1997. Sigfús
átti eitt langafabarn, Nadíu
Líf, f. 3. júní 2013.
Sem unglingur tók Sigfús
þátt í síldarævintýrinu, vand-
ist þar fljótt að vinna og var
harðduglegur. Sigfús sinnti
ýmsum störfum, þar má nefna
hjá Pósti og síma, Skrifstofu-
vélum, í plastbátasmíði hjá
Mótun og Pólýester, við
kennslu hjá Tölvuskóla
Reykjavíkur og við bókhald
hjá Gröfunni.
Útför Sigfúsar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þórarinsdóttur ár-
ið 1965 og börn
þeirra eru: 1) Þór-
dís, f. 3. júní 1964,
sambýlismaður
hennar er Skúli
Sveinsson. Börn
þeirra eru Þór-
hildur Björk, Ósk-
ar Maríus, Sveinn
Halldór og Þórar-
inn Hrafn. 2)
Nanna Hafdís, f.
10. febrúar 1967, dætur henn-
ar eru Hafdís Dögg og Arndís
Hrefna Sigurjónsdætur. 3)
Sveinn Albert, f. 1. apríl 1968,
sambýliskona hans er Hulda
Guðjónsdóttir. Börn Sveins
eru Anton Ingi, Andri Freyr,
Aldís Elva, Írena Þöll, Freydís
Katla og fóstursonur hans er
Daníel Ottó. 4) Vigdís Þóra, f.
11. apríl 1973, dóttir hennar
Með þessum fallega texta lang-
ar okkur að kveðja föður okkar,
sem lést langt fyrir aldur fram
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
Þakklæti og trú.
Efst í huga okkar er þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa átt þig sem
föður og vin. Þakklæti fyrir fal-
legu minningarnar.
Þakklæti fyrir að fá tækifæri til
að fylgja þér síðustu skrefin og
þannig endurgjalda þér fyrir að
fylgja okkur fyrstu skrefin
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við
Og þegar tími minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(þýð. Ingibjörg Gunnarsdóttir )
Elsku hjartans pabbi, takk fyr-
ir samfylgdina, njóttu þín á nýjum
stað og í nýjum ævntýrum.
Þórdís og Nanna Hafdís.
Fallegi pabbi minn og vinur er
horfinn á braut. Eftir sit ég í mikl-
um söknuði en ég finn líka fyrir
þakklæti. Ég lýt höfði og leyfi
minningunum að streyma, hver
þeirra er dýrmæt perla.
Samskipti okkar voru ekki allt-
af mikil þó þau hafi verið það í
seinni tíð, fyrir því voru margar
ástæður. Með auknum þroska
kom sá tímapunktur að ég áttaði
mig á að lífið er ekki alltaf einfalt,
ég lærði að við reynum að gera
okkar besta miðað við aðstæður. Á
þessum tímapunkti gerðist eitt-
hvað einstakt í okkar samskiptum
og í þér eignaðist ég ekki aðeins
einstakan föður heldur einnig vin
og trúnaðarvin. Ég er svo glöð að
það varst einmitt þú sem varst
pabbi minn, pínu sérlundaður en
svo hreinn og beinn, frábær faðir,
skemmtilegur sögumaður og ein-
stakur barna- og dýravinur.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa þig í lífi mínu og
mig langar að segja eftirfarandi
við þig: Takk pabbi fyrir að kenna
mér á MS-DOS, að kenna mér
muninn á debet og kredit, að
kenna mér hugrekki, að kenna
mér að taka hlutunum með æðru-
leysi, að kenna mér að bera virð-
ingu, takk fyrir að leyfa mér að
gráta og fyrir að gráta með mér,
takk fyrir að vera vinur minn,
takk fyrir að leyfa mér að vera ég,
fyrir að auðga líf mitt og fyrir að
vera ávallt stoltur af mér, takk
fyrir að vera til staðar, fyrir að
passa „Kiruskottið“ mitt og takk
fyrir að gefa mér líf. Ég elska þig
pabbi minn og sakna þín ofursárt.
Hvíl í friði og við sjáumst aftur við
himins hlið.
Þín dóttir, Vigdís
„Við skulum ímynda okkur að við stönd-
um í flæðarmálinu um sumarkvöld og
horfum á fallegt fley sem býr sig undir
að sigla úr vör. Seglin eru dregin upp.
Seglin þenjast í kvöldgolunni og fleyið
lætur úr höfn út á opið hafið. Við fylgjum
því eftir með augunum þar sem það
siglir inn í sólarlagið. Það verður æ
minna og að lokum hverfur það eins og
lítill depill við sjóndeildarhringinn. Þá
heyrum við sagt við hlið okkar „Nú er
það farið.“
Farið og hvað tekur við? Það að það
minnki og hverfi að lokum er í rauninni
bara það sem augu okkar sjá. Í raun og
veru er það jafn stórt og fallegt og þegar
það lá við ströndina! Á sama augnabliki
og við heyrum röddina segja að það sé
farið er ef til vill einhver á annarri strönd
sem horfir á það birtast við sjóndeildar-
hringinn, einhver sem bíður eftir að fá
að taka á móti einmitt þessu fleyi þegar
það nær nýrri höfn.“
Úr bæklingnum Að leiðarlokum
Eftir Ulla Söderström.
Vigdís Þóra Sigfúsdóttir
Sigfús Sveinsson
✝ KristbjörgSteingríms-
dóttir fæddist 9.
desember 1959.
Hún lést á heimili
sínu, Meistara-
völlum 21, Reykja-
vík, 6. júní 2014.
Foreldrar hennar
eru Steingrímur
Aðalsteinsson skip-
stjóri , f. 3. nóv-
ember 1927, d. 22.
nóvember 1982, og Ramborg
Wæhle húsmóðir, f. 25. sept-
ember 1931. Systkini Krist-
bjargar eru Aðalheiður Stein-
grímsdóttir, f. 2. júlí
1953, og Jóhannes
Steingrímsson, f. 8.
desember 1961.
Sambýlismaður
Kristbjargar var
Sigurbjörn Finnur
Gunnarsson, f. 24.
mars 1960. Börn
þeirra eru Stein-
grímur Arnar
Finnsson, f. 29. febr-
úar 1980, og Bára
Finnsdóttir, f. 31. ágúst 1988.
Útför Kristbjargar fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu 16.
júní 2014.
Kristbjörg systir mín skaust
inn í líf mitt þegar ég var sex
ára. Miklar breytingar urðu þá
á mínum högum eins og nærri
má geta en þær voru svo sann-
arlega kærkomnar.
Systir mín var strax frá
unga aldri athafnasamt barn
og þurfti alltaf að hafa mikið
fyrir stafni. Og þegar Jóhann-
es bróðir okkar fæddist eign-
aðist hún félaga sem upplagt
var að taka með sér í allt bar-
dúsið. Hugmyndaflugið var oft
á tíðum ótrúlegt og uppátækin
eftir því, sem stundum reyndu
á þolrif fjölskyldunnar. En allt
er það skemmtilegt í minning-
unni.
Þar sem faðir okkar var
langdvölum að heiman á sjón-
um var móðir okkar allt í öllu.
Ég létti undir með því að líta
eftir systkinum mínum, og
löngum stundum var varið til
alls konar leikja með krakka-
skaranum í hverfinu. Fljótt
kom í ljós að systir mín
hneigðist mikið til útiveru og
hreyfingar. Hún varð snemma
synd sem selur og slyng á
skíðum og skautum enda voru
mörg tækifæri til að láta til sín
taka í þorpinu í þá daga. Þegar
skíðabrekkurnar þóttu ekki
árennilegar þá vílaði hún ekki
fyrir sér að bruna fyrst niður
til að kanna aðstæður. Og allt
var tryggt ef ferðin gekk vel
og skarinn fylgdi þá á eftir.
Kraftur og kappsemi voru rík-
ir þættir í fari systur minnar
og íþróttaáhuginn fylgdi henni
langt fram eftir ævi.
Snemma á unglingsárum fór
systir mín að taka til hendinni
á vinnumarkaði, fyrst á sumrin
og síðan eftir að skólagöngu
lauk. Hún vann við ýmis al-
menn störf, á sjúkrahúsum, í
skólum og við afgreiðslu. Syst-
ir mín var dugnaðarforkur til
vinnu og kom sér alls staðar
vel. Hún var næm á fólk og
umhverfi og átti auðvelt með
að umgangast aðra, enda eign-
aðist hún snemma marga góða
vini.
Miklir sólargeislar komu inn
í líf fjölskyldunnar þegar
Kristbjörg og Finnur eignuð-
ust Steingrím Arnar og Báru.
Fyrstu búskaparárin dvöldu
ungu foreldrarnir fyrir norðan
en settust síðan að í Reykjavík
og bjuggu sér fallegt heimili.
Þangað var alltaf gott að koma
og hægt að leita með stór og
smá erindi. Kristbjörg lagði
allan sinn metnað og alúð í
uppeldi barnanna. Veganestið
sem hún gaf þeim út í lífið er
ómetanlegt. Og mikil var
gleðin í lífi systur minnar þeg-
ar barnabörnin komu í heim-
inn. Hún var sívakandi yfir
velferð ástvina sinna. Þótt
Kristbjörg og Finnur hafi
seinna slitið samvistir héldu
þau ávallt góðu sambandi sín á
milli.
Systir mín átti við vanheilsu
að stríða síðustu árin og hefðu
margir látið bugast fyrir
minna. Hún sýndi mikinn
styrk og æðruleysi í erfiðleik-
unum. Nú er hún fallin frá
langt fyrir aldur fram. Hún
átti svo sannarlega skilið að
geta verið lengur með börnum
sínum og barnabörnum og þau
að njóta hlýju hennar og elsku.
Missirinn er stór og söknuður
okkar allra er mikill. Eftir
standa minningarnar um góða
og vandaða manneskju sem
auðnaðist að gefa mikið af sér
á lífsleiðinni.
Aðalheiður
Steingrímsdóttir
Kristbjörg
Steingrímsdóttir