Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig langar til að bjarga heiminum í dag og finnur til mikillar meðaumkunar gagn- vart þeim sem minna mega sín. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert staðráðin/n í að nota peningana þína til að gera jákvæðar breytingar á heim- ilinu eða til hagsbóta fyrir fjölskyldu þína. Og svo aðeins lengra og aðeins lengra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gættu þess að taka engu sem sjálf- sögðum hlut ella muntu iðrast þess síðar. Gakktu úr skugga um að þín nálgun sé áhrifa- ríkust. Dragðu greinileg mörk þar á milli og hafðu þau á hreinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú hefur mikið sjálfstraust. Líttu þess vegna ekki fram hjá brosi barnsins og hlustaðu á hljóm hlátursins. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einfaldasta upplifun getur orðið upphaf mikilla tíma. Tilvonandi elskhugar dragast að þér þegar þeir álíta að þú gætir líka þarfnast þeirra. Af hverju? Af því að þú elskar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Félagslífið mun veita þér mikla ánægju á næstunni. Vertu áhugasamur; það má alltaf læra eitthvað nýtt af öðrum, hvort sem það er notað eða ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Vertu réttlátur og leyfðu öðrum að blómstra, þótt það verði eitthvað á þinn kostnað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu á varðbergi gegn orkusug- um og hlauptu í burtu ef einhver þeirra verð- ur á vegi þínum. Hún stjanar við ónefndan sporðdreka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú vilt koma skipulagi á hlutina þannig að þú getir lagt drög að því að fara í ferðalag eða á námskeið. Gerðu áætlun um það hvernig þú getur best unnið að heil- brigðri sál í hraustum líkama. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig kann að langa að spreyta þig á nýrri aðferð í samskiptum þínum við börn í dag. Nýttu þér meðbyrinn en mundu að skjótt skipast veður í lofti. Og svo aftur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Farðu í skemmtiferð eða nýttu þér kvikmyndir, myndbönd og íþróttir til að gera daginn ánægjulegan. Vertu þolinmóð/ur og leyfðu hlutunum að hafa sinn gang. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Kannski kaupir hann eitt- hvað nýstárlegt, tæknilegt eða nútímalegt. Ég hef alltaf gaman af því aðrifja upp vísur og sitthvað smálegt þegar ég er á ferðalögum og eins fór mér í síðustu viku. Fyrir jólin 1894 kom út nýtt rit, „Jóla- gjöf“, eftir Einar Jochumsson. Þar er þessi kviðlingur til Hallgríms biskups: Orðið guðs þú illa passar ekki þarf að gá að því; útskrifaðir trúar trassar trúnni spilla hempum í. Í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga 1986 segir frá því að séra Hannes Arnórsson hafi verið á heimleið úr kaupstað en komið við í Arnardal og setið þar við drykkju nokkra stund. Þegar komin er kveðjustund segir prestur: „Ég kem nú fljótlega til þín aftur, Guðrún mín.“ Síðan tekur hann sig á og mælti fram þessa vísu: Einn guð ráði ævi minni ónýtt þó ég brúki tal. Kannski það verði í síðasta sinni sem ég drekk í Arnardal. Séra Hannes drukknaði í þessari ferð. Lík hans fannst rekið við lend- inguna í Arnardal. Þetta var 18. des- ember 1851. Séra Hannes var vel að sér og skáldmæltur, lágur vexti og glímumaður góður. Sigurður Breiðfjörð kom í Arnar- fjörð og dvaldi eitthvað í Hvestu, lík- lega hjá Kristjáni Thorlacius. Sig- urður þakkaði fyrir sig með þessari vísu: Þegar ég vestra var í Hvestu gestur vinsemd mesta þáði þar þá var flest til ununar. Einhverju sinni kom Sigurður á bæ og var spurður að heiti: Þekkið þið ekki þennan mann þá skal fræða yður: Sigurður Breiðfjörð heitir hann, húsgistingar biður. Enn segir í ársritinu: Víða um svæði hef ég hitt hverful gæði af mönnum. Lífið bæði og lánið mitt leikur á þræði grönnum. Þar segir að þessi snjalla hring- henda muni vera eftir annan hvorn þeirra feðga Jón Guðmundsson, sem kenndur var við Haga, eða Guð- mund son hans, sem síðast var vinnumaður á Hvilft í Önundarfirði og lést 1889. Þá var spurt í ársritinu um höf- und og tildrög þessarar vísu: Marga vandavini á ég víða um land er finnast en Alexanders aldrei má ég óbölvandi minnast. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur að vestan um guðsmenn og annað fólk Í klípu „ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG Á AÐ SEGJA ÞÉR. ANNAR BEKKUR ER BARA EKKI EINS ÆÐISLEGUR OG FÓLK VILL MEINA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÉR SÝNIST ÞETTA VERA HATTUR, ER ÞAÐ EKKI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hvernig þú heldur utan mig. VIÐ ÆTTUM AÐ LYFTA OKKUR UPP, GRETTIR. EIGUM VIÐ AÐ HREYFA VARIRNAR MEÐ GÖMLUM ÓPERULÖGUM?! OKKUR VANTAR VÍKINGA- HJÁLMA! MEGIR ÞÚ SETJAST Á EINN. EINKUNNI R HATTAR / YFIRHAFNIR SJÁÐU! VEITINGAHÚS Í MIÐRI EYÐIMÖRKINNI! VATN! VATN! VIÐ VERÐUM AÐ FÁ VATN! SJÁLFSAGT, HERRA MINN. BORÐ FYRIR TVO? Keisarinn er ekki í neinum fötum!“hrópaði barnið í frægu ævintýri, þegar í ljós kom að það sem menn höfðu gefið sér væri ekki rétt. Ein- hvern veginn þannig líður Víkverja daginn eftir ein ótrúlegustu úrslit sem sést hafa í sögu HM-keppn- innar. Brasilíumenn eru ekki lengur keisarar knattspyrnunnar, og höfðu reyndar verið stórt spurningarmerki í gegnum mótið. Sigurleikir liðsins voru ekki sannfærandi, en tapið, hið fyrsta í mótsleik í Brasilíu í um fjörutíu ár, var það svo sannarlega. x x x Einn vinnufélaginn hafði á orði aðþetta hefði verið „11. sept- ember“ fótboltans, það myndu allir muna eftir því hvar þeir voru þegar þeir sáu þýska stálið skera brasilíska smjörstykkið í sundur 7-1. Þeir sem eldri voru töluðu jafnvel um Kenne- dy-stund. Þó að það virki nú kannski fulldramatískt og jafnvel ónærgætið að líkja þessum harmleikjum við úr- slit á fótboltavelli, telur Víkverji samlíkinguna þó rétta að því leyti að fáir þeirra sem sáu leikinn muni gleyma honum í bráð, allra síst þó Brasilíumenn sjálfir. x x x Frú Víkverji var þó alsæl með úr-slitin, enda af þýskum ættum. Hún hafði raunar séð þau fyrir, enda berdreymin með eindæmum þegar kemur að knattspyrnu, þrátt fyrir að hún hafi lítinn áhuga á henni. Varaði frúin Víkverja því við fyrir leik að sigurinn yrði öruggur. Hana grunaði þó ekki, frekar en flesta aðra að leik- urinn yrði svo gott sem búinn í hálf- leik, hvað þá að „þjóðarsorg“ myndi ríkja eftir leikinn á heimili tengda- foreldra hennar, sem lengi hafa stutt Brasilíu á öllum stórmótum í gegn- um þykkt og þunnt. x x x Víkverji hefur hins vegar sjálfur ígegnum tíðina frekar haft til- hneigingu til þess að halda sjálfkrafa með öllum liðum sem spila gegn þýska stálinu. Hann mun áreiðan- lega ekki bregða af þeim vana sínum, og vonast því til þess að það muni ekki valda honum of miklum vand- ræðum þegar úrslitaleikurinn verð- ur spilaður á sunnudaginn. víkverji@mbl.is Víkverji Enginn er sem þú, Drottinn. Voldugur ert þú og mikill er máttur nafns þíns. (Jeremía 10:6) Sérsmíðaðar baðlausnir Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is • Einangrunargler • Gluggar (Ál og PVC-plast) • Hurðir (Ál og PVC-plast) • Speglar • Gler • Hert gler • Lagskipt öryggisgler • Litað gler • Sandblástur • Álprófílar • Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu- skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.