Morgunblaðið - 10.07.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.07.2014, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 þjóðlegt gómsætt og gott alla daga www.flatkaka.is kÖku gerÐ hp Kleinur og kanilsnúðar Gríptu með úr næstu verslun Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK Í I I VERTU KLÁR Í FERÐINA! VERSLAÐU 2 REDKEN HÁRVÖRUR FÁÐU EITT FERÐASETT MEÐ SJAMPÓI, NÆRINGU & DJÚPNÆRINGU (VIRÐI 3.900 KR.) Fimmti Arty Ho- ur-viðburður Tjarnarbíós verð- ur haldinn í kvöld kl. 20 í kaffi- og ölstofu hússins. Listamenn munu þar kynna verk- efni sem þeir eru að vinna fyrir Tjarnarbíó. Með- al þeirra er hópurinn TBC sem er að vinna að dansverkinu Vatnið, Arnar Dan Kristjánsson sem frumsýnir brátt tvö ný verk, Landsliðið á línu og Samsuðu stórveldanna, Ég og vinir mínir sem vinna að nýju leik- verki, Puck! sem vinnur að því að skapa margmiðlunarbrúðusýningu út frá Næturgalinn & rósin eftir Osc- ar Wilde og Hrefna Lind Lárusdóttir og Halldóra Markúsdóttir kynna Samferða, vinnustofu sem þær verða með í sumar þar sem þær þróa þjálfun fyrir listamanninn sem snýr að því að sameina huga og líkama og leyfa undirmeðvitundinni að taka völdin. Arty Hour í fimmta sinn í Tjarnarbíói Arnar Dan Kristjánsson John „Breacher“ Wharton(Arnold Schwarzenegger) erleiðtogi sérsveitar innaneiturlyfjalögreglunnar, sem sérhæfir sig í því að bregða sér í dulargervi og uppræta eiturlyfja- hringi innan frá. Sérsveitin virðist þó aldrei hafa handtekið einn einasta mann, en látið nægja að gefa vondu gæjunum banvæna blýeitrun. Þegar grunur leikur á að sér- sveitin hafi stolið 10 milljónum doll- ara úr einni af rassíunum sínum fer samheldnin úr liðinu og menn gruna hver annan um græsku. Allt í einu fara meðlimir sérsveitarinnar að detta niður dauðir einn af öðrum og enginn veit hvort þar eru fíkniefna- barónar eða jafnvel lögreglumenn- irnir sjálfir að verki. Þá bætir ekki úr skák að Wharton á við ýmsa innri djöfla að etja, þar sem einn eitur- lyfjahringurinn hafði rænt og mis- þyrmt fjölskyldu hans, og Wharton hyggur á hefndir. Á blaði hljómar Sabotage eins og nokkuð þétt hasarmynd, og tækifæri fyrir Arnold til þess að leika aðeins öðruvísi hlutverk en hann er vanur. Því miður tekst leikstjóra og hand- ritshöfundum myndarinnar, þeim David Ayer (End of Watch og Train- ing Day) og Skip Woods (A Good Day to Die Hard) svo illa til við verk- ið að myndin virkar nánast eins og skemmdarverk á ferli Schwarzen- eggers. Myndin er ekki síður svartur blettur á leikstjóraferli Ayers, sem hefur sýnt að hann getur gert miklu betur. Handritið á þar langmesta sök. Byrjun myndarinnar er ruglingsleg og samtölin eru illa skrifuð. Afleið- ingin er sú að meðlimir sérsveitar- innar, þar sem gæðaleikarar á borð við Terrence Howard (Iron Man), Sam Worthington (Avatar) og Josh Holloway (Sawyer úr Lost) verða svo fráhrindandi að áhorfandanum verð- ur nokk sama hvort þeir lifa af eða deyja. Kvikmyndatakan er jafnframt ein- kennileg, þar sem alls kyns stílum ægir saman og engin heildarmynd fæst. Í einu atriðinu er meira að segja líkt eftir tölvuleikjum, og sting- ur það verulega í stúf við annað í myndinni. Þá er gerð tilraun til þess að láta ofbeldið virka raunverulegt. Þar er þó farið nokkuð yfir strikið, þar sem alls kyns innyfli og óþekkj- anlegir kjötbitar mála bæinn rauðan, í orðanna fyllstu hljóðan. Ef það eru ljósir punktar á mynd- inni eru það einna helst frammistaða þeirra Arnolds, sem sýnir á sér nýja vídd, og Oliviu Williams (Sixth Sense), sem leikur lögreglukonuna sem þarf að rannsaka morðin á sér- sveitarmönnunum. Lokaatriði myndarinnar er líka nokkuð gott, en að ósekju hefði mátt gera meira úr leit Whartons að morðingja konu sinnar. En meira að segja þar er skil- ið eftir stórt gat á söguþræðinum, þar sem sonur Whartons er kynntur til sögunnar sem besti vinur hans, og síðan heyrist ekki meir af honum. Í fyrri mynd Ayers, Training Day, tókst að sýna nýja hlið á leiklistar- hæfileikum Denzels Washington. Hefði verið unnið betur úr grunn- hugmyndinni sem liggur að baki Sabotage hefði líklega tekist að gera hið sama fyrir vöðvatröllið austur- ríska nú, en fín frammistaða Arnolds hverfur í skuggann af vondu hand- riti. Skemmdarverk á ferlinum Sambíóin Sabotage bbnnn Leikstjóri: David Ayer. Handrit: David Ayer og Skip Woods. Aðalhlutverk: Arn- old Schwarzenegger, Sam Worthington, Olivia Williams, Mireille Enos, Terrence Howard, Joe Manganiello, Harold Perr- ineau, Martin Donovan, Max Martini og Josh Holloway. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Sabotage Fín frammistaða Arnolds hverfur í skuggann af vondu handriti. Borgarbókasafn- ið býður til ljóða- göngu í miðborg- inni í kvöld kl. 20 og verður lagt af stað frá Gróf- arhúsi. Yfirskrift göngunnar er Lífið gengur sinn gang sem er til- vísun í ljóðið „Miðvikudagur“ eftir Stein Steinarr. Gangan bygg- ist á Ljóðakorti Reykjavíkur sem starfsfólk Borgarbókasafns setti á laggirnar sl. haust og finna má á heimasíðu Borgarbókasafns. Þar má lesa hundruð ljóða sem tengjast á einhvern hátt föstum stöðum í borgarlandslaginu. Í göngunni verða miðbæjarljóð um daglegt líf plokkuð upp úr beðum og bílastæð- um, þar sem lífið gengur sinn gang, eins og segir í tilkynningu. Einar Björn Magnússon og Björn Unnar Valsson leiða gönguna. Lífið gengur sinn gang í kvöld Björn Unnar Valsson Páfugl úti í mýri verður yfirskrift alþjóðlegu barnabókmenntahátíð- arinnar Mýrin sem haldin verður 9.-12. október nk. í Norræna húsinu og kemur fram á henni á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum verður haldin í tengslum við hátíðina og stendur hún yfir í sjö vikur og einnig verður haldið málþing um framtíð barna- bókmennta. Hátíðin í haust er sú stærsta frá upphafi og á henni koma fram yfir 30 rithöfundar, myndhöfundar og fræðimenn til að lesa upp, kenna sagnagerð og myndlist og hittast og spjalla um barnabókmenntir. Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu Hátíð Mýrin verður haldin í sjöunda sinn í haust í Norræna húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.