Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  171. tölublað  102. árgangur  NÝDÖNSK GEFUR ÚT PLÖTUNA DISKÓ BERLÍN TREG TIL AÐ REFSA VEGNA HAGSMUNA KRISTÍN SÝNIR MÁLVERK Í VEST- MANNAEYJUM FRÉTTASKÝRING 18 GÖTULIST 10TÓNLEIKAR 30 FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umferð að Öskjuvatni var bönnuð í gærkvöld eftir að gríðarlega stór skriða féll í vatnið laust fyrir mið- nætti í fyrrakvöld. Hugsanlega hafa hlýindi og mikil snjóbráð kom- ið skriðunni af stað, að sögn Veður- stofunnar. Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðs- vörður á norðursvæði Vatnajökuls- þjóðgarðs, sagði að gríðarlegt hrun hefði orðið úr suðaustanverðri öskjunni. Ármann Höskuldsson jarðfræðingur skoðaði verks- ummerkin í gær. „Hann áætlaði gróflega að a.m.k. 24 milljónir rúm- metra hefðu fallið ofan í vatnið. Sjálft jarðfallið væri enn stærra,“ sagði Hjörleifur. Við hrunið hækkaði vatnsyfir- borð Öskjuvatns um a.m.k. tvo metra. Skriðan olli fljóðbylgju sem gekk allt að 100-120 metra upp fyr- ir vatnsborð Öskjuvatns. Hjörleifur sagði að flætt hefði inn í Víti. Eng- inn var staddur þarna þegar hrunið varð. Björgunarsveitarmenn úr Skagafirði, sem voru við hálend- isvakt á svæðinu, tóku eftir ský- mekki yfir Öskju nálægt miðnætti í fyrrakvöld. Órói sást á jarðskjálfta- mælum í 20 mínútur. Svæðinu var lokað í gærkvöld í samráði við Almannavarnir og lög- reglustjórann á Húsavík. Afleggj- aranum upp í Öskju var lokað við Dreka þar til vísindaráð Almanna- varna hefur haldið fund um málið. Fundurinn átti að hefjast klukkan 9.00 í dag. Gríðarstór skriða féll í Öskjuvatn  Flóðbylgjan fór 100-120 metra upp í hlíðar  Áætlað er að 24 milljónir rúm- metra af efni hafi farið í vatnið  Lokuðu fyrir umferð að Öskjuvatni í gærkvöld Morgunblaðið/RAX Skriða Víti er nær og Öskjuvatn fjær. Vatn flæddi inn í Víti. Tvær vindrafstöðvar Biokraft ehf. rísa nú í landi Þykkvabæjar í Rangár- þingi ytra. Í gær var byrjað að hífa vélarhúsið á annað mastrið. Stein- grímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft ehf., sagði að það hefði blásið of mikið til að þeir hefðu getað híft allt sem þurfti í gær. Hann von- aðist til að vindinn lægði svo hægt yrði að klára að reisa aðra mylluna og setja á spaðana. Hin á að rísa að fullu næstu daga. »6 Vindur tafði uppsetningu á vindmyllum í Þykkvabæ Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Enn bætast við vindrafstöðvar hér á landi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta þinglýstra kaupsamninga með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu var 16% meiri á fyrstu 28 vikum ársins en á sama tímabili í fyrra. Aukningin í veltu frá 2012 er tæplega 41%. Þetta má lesa út úr tölum Þjóð- skrár Íslands yfir fasteignaviðskipti en hún hefur nýbirt tölur yfir veltu í 28. viku ársins. Veltan fyrstu 28 vik- ur ársins 2007-2014 er sýnd hér til hliðar og eru tölurnar núvirtar. Meðalupphæð kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu 28 vik- um þessa árs var 36,3 milljónir króna borið saman við 34,6 milljónir á sama tímabili í fyrra og 32 milljónir á árinu 2012. Meðalupphæðin hefur því hækkað um 13,4% frá árinu 2012. Hálfdrættingur á við 2007 Þrátt fyrir að fasteignaviðskipti hafi glæðst mikið á síðustu misserum er veltan á höfuðborgarsvæðinu nú aðeins tæplega helmingur veltunnar 2007. Fóru þá saman mikil útlán og hækkun raunverðs fasteigna sem náði sögulegu hámarki haustið 2007. Dæmi er um að nýjar íbúðir seljist talsvert áður en þær eru fullbúnar. Óskar Rúnar Harðarson, fast- eignasali hjá Miklaborg, segir rúm- lega þriðjung nýrra íbúða í nýju fjöl- býlishúsi í Stakkholti 2-4 seldan. Íbúðirnar eru skammt frá Hlemmi í Reykjavík. Stór hluti þeirra er 60-80 fermetrar og fylgir stæði í bílakjall- ara nær öllum íbúðum. Fyrstu íbúð- irnar verða afhentar í desember. „Viðbrögðin eru umfram vænting- ar. Þessi eftirspurn segir að það er vöntun á þessum stærðum af íbúð- um. Ef það kemur eitthvað á mark- aðinn sem fellur undir þessar stærð- ir er greinilega kaupendahópur að því. Þetta er allt annar fasteigna- markaður en var til dæmis á árunum 2011 og 2012. Árið 2014 hefur verið gott ár á fasteignamarkaði. Ef spár um hagvöxt rætast má búast við því að stórir árgangar af ungu fólki sem beðið hafa með fasteignakaup frá hruni muni fara á markaðinn.“ Fasteignasala eykst mikið frá fyrra ári  16% meiri velta á fyrstu 28 vikum ársins á höfuðborgarsvæðinu en 2013 Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu Velta í milljónum kr. fyrstu 28 vikur ársins Heimild: Þjóðskrá Íslands/Hagstofa Íslands 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 2007 121.718 105.384 86.457 75.755 43.629 39.563 94.178 256.721 *Tölurnar eru núvirtar miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs. Miðað er við vísitöluna eins og hún er í júní ár hvert. Útreikningur er blaðamanns. 300 fleiri samningar » Alls 3.349 þinglýstir kaup- samningar voru gerðir á höfuð- borgarsvæðinu á fyrstu 28 vik- um ársins. » Til samanburðar voru gerðir 3.042 samningar á sama tíma- bili í fyrra og 2.705 samningar á þessu tímabili 2012.  Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík í Mýrdal, verður sýslumaður á Suðurlandi, þeg- ar ný lög um embætti sýslu- manna og lög- reglustjóra taka gildi, þann 1. jan- úar nk. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins verður Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, lögreglu- stjóri á Suðurlandi og verða höf- uðstöðvar lögreglunnar á Hvols- velli. Þá mun ákveðið að Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bol- ungarvík, verði sýslumaður á Vest- fjörðum. Búist er við því að skip- unarbréf nýrra sýslumanna verði send úr innanríkisráðuneytinu fyrir vikulok. »4 Nýir sýslumenn og lögreglustjórar Anna Birna Þráinsdóttir Utanríkis- ráðherrar aðild- arríkja Evrópu- sambandsins hvöttu í gær Ísraelsstjórn og Hamas- samtökin til þess að koma á vopnahléi. Ráð- herrarnir sögðu árásir Hamas á Ísrael glæpsamlegar og óréttlæt- anlegar en gagnrýndu einnig mikið mannfall meðal óbreyttra borgara í árásum Ísraelsmanna á Gaza og lýstu yfir áhyggjum vegna mannúðarástandsins á svæðinu. Sendifulltrúi Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, Riyad H. Mansour, biðlaði til öryggisráðs- ins í gær um að stöðva blóðs- úthellingarnar á Gaza og sagði ályktanir ráðsins innantómar ef engar aðgerðir fylgdu. » 17 Samþykktir öryggis- ráðs SÞ sagðar inn- antómar án aðgerða Riyad H. Mansour

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.