Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Ætlar sér að fella Herbalife
2. Látinn maður í makaleit
3. Ósk Norðfjörð búin að eiga …
4. Selja Verslun Guðsteins …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Guðjón Samúelsson, arkitekt og
húsameistari ríkisins til langs tíma,
hafði mikil áhrif á íslenska húsa-
gerðarlist á fyrri hluta 20. aldar.
Fimmtudaginn 24. júlí kl. 20 leiðir
Pétur H. Ármannsson arkitekt
göngu þar sem sérstaklega verður
hugað að þeim byggingum sem
Guðjón teiknaði og finna má í Hafn-
arfirði, en þar á meðal eru Sankti
Jósefsspítali, fyrsti áfangi Flens-
borgarskólans og elsti hluti húss
Hafnarborgar, menningar- og lista-
miðstöðvar Hafnarfjarðar. Gangan
hefst í Hafnarborg og eru gestir
hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Gengið á milli helstu
bygginga Guðjóns
Á föstudaginn kemur munu þau
Oddrún Lilja Jónsdóttir og Matthías
Hemstock flytja tónlist í menningar-
húsinu Mengi. Oddrún Lilja leikur á
rafmagnsgítar og hefur lagt áherslu á
spunatónlist sem og tónlist frá Ind-
landi og Afríku. Í vor kláraði hún BA-
gráðu frá Norska tónlistarháskólanum
og mun halda áfram í meistaranámi í
djasstónlist. Oddrún Lilja er íslensk í
aðra ættina en hefur ætíð búið í Nor-
egi. Matthías Hemstock hefur starfað
í íslensku tónlistarsenunni síðastliðin
30 ár með áherslu á djass, spuna og
ýmis tilraunaverk-
efni. Oddrún og
Matthías eru að
spila saman í
fyrsta skipti og
ætla að leika spuna-
tónlist. Viðburðurinn
hefst klukkan 21.
Spunaveisla í menn-
ingarhúsinu Mengi
Á fimmtudag Sunnan 5-10 m/s og rigning eða skúrir, en bjart-
viðri NA- og A-lands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag Suðlæg átt og skúrir S- og V-lands. Bjartviðri NA-til,
en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á A-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjartviðri NA- og A-lands. Bjart á köflum S-
og SV-til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast NA-til.
VEÐUR
Íslandsmeistarar KR fóru
illa út úr síðari viðureign
sinni við skoska meistara-
liðið Celtic í 2. umferð for-
keppni Meistaradeildar Evr-
ópu í gærkvöldi. Eftir
1:0-tap hér heima í síðustu
viku settu Skotarnir í flug-
gírinn í Edinborg í gær þar
sem KR-ingar komust lítt
áleiðis. Celtic vann leikinn
örugglega, 4:0, og einvígið
því samtals 5:0. »4
Celtic fór illa með
KR í Skotlandi
Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld í
undanúrslitum í 800 metra hlaupi á
heimsmeistaramóti unglinga í Eu-
gene í Bandaríkjunum, en hún átti
besta tímann í undanrásum í gær-
kvöldi. „Þetta fór eiginlega bara ná-
kvæmlega eins og við ætluðum,“
sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálf-
ari hennar, í samtali við Morgun-
blaðið. »1
Aníta með besta tímann
inn í undanúrslitin
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„Þetta hefur verið mjög fjölbreytt
og skemmtilegt. Við höfum synt í
tjörninni, klifið upp hamarinn hér
fyrir ofan og margt fleira. Minn hóp-
ur er að fara í bogfimi á eftir,“ sagði
skrafhreifasti Fossbúinn sem Morg-
unblaðið hitti á Hömrum við Akur-
eyri í gærmorgun, en þar fer nú
fram Landsmót skáta.
Skátafélagið Fossbúar er á Sel-
fossi, stofnað 28. júlí 1944. 70 ára af-
mæli félagsins verður því næsta
mánudag og því verður án efa fagn-
að með einhverjum hætti á
Hömrum.
Hjálpsemi, glaðværð...
Á Landsmótinu eru 56 Fossbúar.
Viðmælendur Morgunblaðsins sögð-
ust ýmist hafa verið í skátafélaginu í
eitt eða tvö ár, „þrjú ef ég tel með
árið sem ég bjó í Bandaríkjunum og
var í Girls Scout of America,“ segir
ein stúlkan.
Þegar blaðamaður (sem reyndar
er gamall skáti en þykist ekkert
vita) spyr ungmennin um hvað
skátastarfið snýst stendur ekki á
svari. Krakkarnir segja skátalögin
mjög fjölbreytt.
„Skáti er hjálp-
samur, skáti er
glaðvær, traust-
ur, náttúru-
vinur, tillits-
samur...“ segja
þau nánast í
einum kór.
Fleira mætti
nefna. „Við eig-
um að njóta lífsins
með því að
skemmta okkur í
góðum félagsskap
og hafa alltaf
hjálpsemi í huga.
Skátar eiga að vera
hjálplegir við alla,“
segir sú skrafhreifa og hin taka
undir.
Í takt við tímann
Einkunnarorð Landsmótsins að
þessu sinni eru Í takt við tímann og
flakka allir á milli fortíðar, nútíðar
og framtíðar þegar farið er á mis-
munandi staði á svæðinu. Í fortíðinni
elda börnin mat á hlóðum, stunda
skylmingar og kynnast jurtum og
nýtingu þeirra svo fátt eitt sé talið.
Eitt verkefnið heitir Skýli í skógi,
þar sem smíðaður var lítill kofi úr
greinum. „Við vorum fáránlega lengi
að því,“ segir einn strákurinn.
Krakkarnir telja upp ýmislegt annað
sem á dagana hefur drifið og það er
svo fjölbreytt að sú yngsta í hópnum
segir, til þess að taka af allan vafa:
„Við sváfum og borðuðum líka.“
„Sváfum og borðuðum líka“
Skátar á Lands-
mótinu á Akureyri
í takt við tímann
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ölfusárbrú Inngangurinn í tjaldbúðir Fossbúa frá Selfossi er vitaskuld sjálf Ölfusárbrúin í útfærslu skátanna.
Um 2.000 manns taka beinan þátt í Lands-
móti skáta að Hömrum í vikunni en gert er
ráð fyrir nokkrum þúsundum að auki á
svæðinu vegna mótsins; foreldrum, systk-
inum og ef til vill öðrum ættingjum skát-
anna. Allir gista í tjöldum og nýtt tjaldaþorp
var reist á Hömrum; byggðakjarni þar sem segja
má að allt sé til alls. Nefna má pósthús og
kaffihús og á svæðinu er hægt að nálgast allar
helstu nauðsynjar í versluninni Skátakaupum. Á
myndinni eru nokkrir Eilífsbúar, krakkar úr sam-
nefndu skátafélagi í Skagafirði, á leið heim úr
Skátakaupum í gærmorgun.
Næstum allt til alls
HEILT ÞORP REIST Á HÖMRUM
„Ég held að margir í Garðabænum
hafi beðið lengi eftir titli. Þó að við
höfum verið nálægt bikarmeistara-
titlinum, þá er sá stóri, Íslands-
meistaratitillinn, okkar helsta mark-
mið. Það sjá það, held ég, allir að
við getum veitt FH og KR harða
samkeppni í sumar og barist um tit-
ilinn,“ segir Ingvar Jónsson, mark-
vörður Stjörnunnar, sem er leik-
maður 12.
umferðar
hjá Morgun-
blaðinu. »
2-3
Íslandsmeistaratitillinn
er okkar markmið