Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Miðasala í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is www.harpa.is/hamlet Shakespeare’s Globe á Íslandi í kvöld Hamlet eftir William Shakespeare Ætlar þú að vera eða ekki vera? Eldborg kl. 19:30 B ra n d en b u rg Tveir miðar á verði eins meðan húsrúm leyfir Framkvæmdir standa nú yfir á fangelsinu á Hólmsheiði. Örn Baldursson, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, segir framkvæmdir vera á áætlun. „Framkvæmdum miðar samkvæmt áætlun og verklok eru 1. desember 2015. Núna er framkvæmdin á þeim stað að verið var að ljúka við upp- steypu sökkla og þá verður hafist handa við að reisa veggeiningar. Í lok árs verður þá fangelsið orðið fokhelt, þ.e. allri steypuvinnu verður lokið. Þá verður hafist handa við að klæða húsið að utan og ganga frá því innan- húss,“ segir Örn. Hann segir að fyrstu fangarnir verði fluttir í fangelsið í apríl 2016. Fang- elsið mun hýsa 56 fanga, aðallega gæsluvarðhaldsfanga. Kvennadeild verður einnig innan fangelsisins en fangar þar munu vera í afplánun. Fangelsið mun leysa af hólmi kvennafangelsið í Kópavogi og Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir í fullu fjöri á Hólmsheiðinni Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar óskaði á mánudag eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi hunda- leikvöll í bænum. Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, segir leikvellinum ætlað að bæta aðstöðu hundaeigenda. „Við erum að skoða hvort hægt sé að setja upp aðstöðu fyrir hunda og eigendur þeirra til að vera virkir og skemmta sér í náttúrunni,“ segir Sverrir, og bætir við að hugmyndin sé á byrjunarstigi. „Stefna nýja meirihlutans er að efla mannlífið í bænum og þessi hugmynd er þáttur í því.“ Hann telur pólitíska samstöðu vera fyrir málinu innan bæjarstjórn- arinnar. „Við höfum auðvitað ekki útfært þetta endilega en tekið hefur verið jákvætt í hugmyndina hjá bæði meiri- og minnihluta bæjarstjórnar.“ Birgir H. Sigurðsson, skipulags- stjóri Kópavogsbæjar, segir sam- þykkt vera fyrir því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir hunda og eigendur á skeiðvellinum á Glað- heimasvæðinu. „Hugmyndin er að þetta verði áþekkt hundagerðunum í Laugardal, afgirt svæði með hliði svo hundar geti gengið lausir,“ segir Birgir. sh@mbl.is Glaðbeittur Þessi hundur skemmtir sér vafalítið í faðmi náttúrunnar. Leikvöllur fyrir hunda áformaður  Vilja efla mann- lífið í Kópavogi Alls bárust 15 umsóknir um stöðu sveitarstjóra í Húnavatnshreppi, að því er fréttavefur Feykis segir frá. Umsækjendur eru Björn S. Lárusson, Egill Skúlason, Einar Kristján Jónsson, Elías Pét- ursson, Guðbjartur Jónsson, Gunnar Ríkharðsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Hörður J. Oddfríðarson, Lárus Páll Pálsson, Sigurður Gísli Guðjónsson, Sig- urður Sigurðarson, Stefán Har- aldsson, Steingrímur Hólm- steinsson, Theódór S. Halldórsson og Þorbjörn Guðrúnarson. Flestir umsækjenda koma af höfuðborg- arsvæðinu en umsóknarfrestur um starfið rann út 7. júlí síðast- liðinn. Fimmtán sóttu um stöðu sveitarstjóra í Húnavatnshreppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.