Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Um 40 manns tóku þátt í púttmóti í
Hraunkoti í Hafnarfirði á mánu-
dag. Um árlegt mót er að ræða í
minningu Harðar Barðdal, frum-
kvöðuls á sviði íþrótta fatlaðra hér
á landi, en Hörður var m.a. stofn-
andi Golfsamtaka fatlaðra, GSFÍ.
Hörður lést árið 2009 en fjöl-
skyldan hefur heiðrað minningu
hans með þessu púttmóti. Keppt
var bæði í flokki fatlaðra og ófatl-
aðra. Hjá fötluðum bar Elín Fanney
Ólafsdóttir sigur úr býtum, eftir
bráðabana við Bjarka Guðnason. Í
þriðja sæti varð Ingólfur Andrason.
Í flokki ófatlaðra notaði Björk
Birgisdóttir fæst pútt á vellinum. Í
öðru sæti varð Birna Bjarnþórs-
dóttir og Atli Guðbjörnsson varð
þriðji. Jóhann Hjaltason, golfkenn-
ari GFSÍ, afhenti verðlaunin en
hann er lengst til vinstri á myndinni
að ofan.
40 manns á
púttmóti í
Hraunkoti
Pútt Verðlaunahafar í flokki fatl-
aðra kylfinga, Elín með bikarinn.
Sveitarstjórn
Eyjafjarð-
arsveitar hefur
ráðið Karl Frí-
mannsson í starf
sveitarstjóra frá
1. ágúst nk.
Karl hefur
langa reynslu af
stjórnun í opin-
berum rekstri.
Hann var skólastjóri Hrafnagils-
skóla í 13 ár og undir hans stjórn
hlaut skólinn Íslensku mennta-
verðlaunin árið 2007. Síðustu tvö ár-
in hefur hann starfað hjá Akur-
eyrarbæ, fyrst sem fræðslustjóri og
síðan þróunarstjóri. Karl lauk meist-
araprófi frá Háskólanum á Akureyri
árið 2010 í stjórnun menntastofnana
en áður lauk hann prófi í íþrótta-
fræðum við Íþróttaháskóla Noregs
1992. Hann hefur setið í mörgum
stjórnum félaga og stofnana og var
nú síðast formaður stjórnar Hofs
menningarfélags frá 2008-2012. Síð-
ustu tvö árin hefur hann jafnframt
unnið að verkefnum á vegum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Eiginkona Karls er Bryndís Björg
Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur
og eiga þau þrjá syni.
Ráðinn sveit-
arstjóri Eyja-
jarðarsveitar
Karl Frímannsson
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að
veita tveimur stofnunum Sameinuðu
þjóðanna sem starfa á Gaza tólf
milljóna króna framlag. Er þar
brugðist við neyðarkalli sem íslensk-
um stjórnvöldum barst fyrir síðustu
helgi vegna ástandsins á Gaza þar
sem þörf á mannúðaraðstoð er afar
mikil.
Gunnar Bragi Sveinsson segir í til-
kynningu að ástandið sé alvarlegt og
nauðsynlegt sé að bregðast við því
tafarlaust. „Því hef ég ákveðið að
veita tólf milljóna króna framlag til
stofnana Sameinuðu þjóðanna sem
starfa á Gaza, annars vegar sex
milljónir til Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna og hins vegar sex millj-
ónir til UNRWA, Flóttamannaað-
stoð Sameinuðu þjóðanna fyrir
Palestínumenn,“ segir Gunnar
Bragi. Framlögin munu nýtast til að
tryggja grunnaðstoð, svo sem mat,
skjól, vatn og hreinlætisaðstöðu,
sem og sálrænan stuðning við börn
og heilbrigðisþjónustu, segir í til-
kynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Með þessu framlagi utanríkisráð-
herra hafa 22 milljónir króna runnið
frá Íslandi til hjálparstarfs á Gaza en
Rauði kross Íslands tilkynnti á
mánudag um tíu milljóna króna
framlag sitt til hjálparstarfs palest-
ínska Rauða hálfmánans á Gaza.
„Það eru stöðugt fleiri sem flýja
heimilin sín og samkvæmt nýjustu
tölum hafa 80 þúsund manns þurft
að leita sér skjóls hjá flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir
Palestínu,“ segir Þórir Guðmunds-
son, sviðsstjóri hjálpar- og mannúð-
arstarfs hjá Rauða krossi Íslands.
„Þar til viðbótar eru rúmlega 12 þús-
und manns sem hafast við hjá ætt-
ingjum þannig að í heildina eru sam-
tals 92 þúsund einstaklingar sem
hafa þurft að flýja heimili sín í Pal-
estínu samkvæmt þeim tölum sem
við höfum frá Rauða hálfmánanum í
Palestínu,“ segir Þórir.
Félagið Ísland-Palestína hefur
boðað til útifundar á Ingólfstorgi í
dag kl. 17 vegna árása á Gaza.
22 milljónir til hjálparstarfs á Gaza
Morgunblaðið/Eggert
Palestína Ástandinu mótmælt.
Utanríkisráðherra tilkynnti um 12 milljóna króna fjárveitingu 92 þúsund þurft að flýja heimili sín