Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vinna við Norðfjarðargöng hefur
gengið mun betur en við Vaðlaheið-
argöng. Eru starfsmenn verktak-
anna fyrir austan búnir að ná fé-
lögum sínum í Vaðlaheiði, þegar litið
er til grafinna metra. Verktakarnir í
Vaðlaheiði eru þó enn með foryst-
una þegar litið er til hlutfalls graf-
inna metra af heildarlengd ganga.
Sprengingar og gröftur í Vaðla-
heiðargöngum gengur frekar hægt
vegna hita í göngunum, mannfæðar
hjá verktakanum og mikilla berg-
styrkinga að undanförnu í lélegum
jarðlögum, að sögn Björns A. Harð-
arsonar, umsjónarmanns verkkaup-
ans, Vaðlaheiðarganga ehf. Björn
segir að svissneski verktakinn Marti
hafi fengið viðbótarmannskap í
fyrradag. Þá sé verið að reyna ým-
islegt til að minnka hitann í göng-
unum. Tekist hefur að draga úr
flæði heita vatnsins úr æðinni sem
opnaðist í vetur en vatnið er enn
mikið. Fyrirhugað er að gera aðra
tilraun til að loka æðinni, vænt-
anlega í næsta mánuði. Þótt verið sé
að sprengja 600 metrum innan við
heitavatnsæðina er bergið enn heitt.
Jarðgangamenn hafa ekki lent í slík-
um aðstæðum hér á landi, að sögn
Gísla Eiríkssonar, forstöðumanns
jarðgangadeildar Vegagerðarinnar
sem hannaði göngin. Þá er verið að
smíða tæki til að dæla kældu lofti
inn í göngin til að skapa betri vinnu-
aðstæður.
Fyrsta sprengingin í Vaðlaheiðar-
göngum var í byrjun júlí á síðasta
ári. Í gærmorgun var búið að grafa
út 2.560 metra sem er 35,7% af
heildarlengd ganganna.
Undirbúa Fnjóskadalsmunna
Göngin hafa öll verið grafin úr
Eyjafirði. Til stóð að annar vinnu-
flokkur hæfi sprengingar úr
Fnjóskadal í júní en verktakinn
frestaði því. Nú er til athugunar að
færa vinnuflokkinn úr Eyjafirði yfir
í Fnjóskadal. Gísli Eiríksson segir
að það myndi auka mjög svigrúm
hans við vinnuna. Síðan væri hægt
að fá annað gengi til að halda áfram
Eyjafjarðarmegin. Til þess að hægt
sé að hefja sprengingar ganga úr
Fnjóskadal þarf að ljúka við undir-
búning, meðal annars styrkja veggi
og keyra sprengdu grjóti úr for-
skeringu út. Hugsanlegt er að
sprengingar þar hefjist í næsta
mánuði.
Vinnan við Norðfjarðargöng
gengur öllu betur enda sprengt og
grafið frá báðum endum. Í gær-
morgun voru komnir 1.725 metrar
Eskifjarðarmegin og 866 metrar úr
Fannardal í Norðfirði, samtals 2.591
metri sem er um 34,4% af heildar-
lengd ganganna. Útlit var fyrir að
20 metrar myndu bætast við í gær
þannig að göngin eru orðin yfir
2.600 metra löng.
Þórir Árnason, verkstjóri hjá
Suðurverki, segir að gröftur hafi
gengið frekar hægt Fannardals-
megin að undanförnu vegna jarð-
laga en heldur hafi ræst úr því. „Við
eigum að vera í nokkuð góðum mál-
um,“ segir Þórir um stöðu mála mið-
að við áætlanir.
Sprengingum lýkur á næsta ári
Þess má geta að sprengingar við
Norðfjarðargöng hófust ekki fyrr en
í nóvember og þá voru Vaðlaheiðar-
göngin komin yfir þúsund metra. Án
þess að opinber keppni sé á milli
verktakanna þykir gangamönnum
fyrir austan það skemmtilegur
áfangi að ná félögum sínum í Eyja-
firðinum svona snemma.
Stefnt hefur verið að því að
sprengingum í báðum göngum ljúki
á seinni hluta næsta árs. Þá verður
töluverð vinna eftir. Stefnt hefur
verið að opnun Vaðlaheiðarganga í
lok árs 2016 en búast má við að
henni seinki eitthvað vegna auk-
innar vinnu við bergþéttingar og
heitavatnsvandamálsins. Norðfjarð-
argöngin verða opnuð 2017.
Báðir búnir að grafa þriðjung
Norðfjarðargöng orðin lengri en Vaðlaheiðargöng Til athugunar að flytja vinnuflokkinn
í Fnjóskadal vegna jarðhitans Eyjafjarðarmegin Óvænt vandamál vegna heitavatnsæðar
Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng
Vatnsæð Hitinn veldur enn erfiðleikum í Vaðlaheiðargöngum.
Jarðgöng í Vaðlaheiði og Norðfirði
Vaðlaheiði 35,7%
Norðfjörður 34,4%
2.560 m
1.725 m
866 m
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bót Norðfjarðargöngin munu leysa
af hólmi veginn um Oddsskarð.
„Sveppatínsla hefur mikið færst í
aukana á síðustu árum. Í gegnum tíð-
ina hefur fólk af erlendu bergi brotið
mikið tínt sveppi, sérstaklega Aust-
ur-Evrópubúar. Á síðustu árum hafa
Íslendingar þó farið að sýna þessu
meiri áhuga en áður,“ segir Gústaf
Jarl Viðarsson, skógfræðingur í
Heiðmörk, en þar er mikið um
sveppi.
„Mjög fínir matsveppir vaxa nefni-
lega á Íslandi, misgóðir eins og þeir
eru margir, en úrvalið er mjög gott í
íslensku náttúrunni. Eftirsóttasti
sveppurinn er að ég held kónga-
sveppurinn. Það er erfitt að finna
hann, þar sem hann vex ekki víða.
Þetta er góð útivist og fólk getur tínt
sveppi sem væru ekki venjulega til
sölu úti í búð. Síðan eru þetta líka
fersk og góð hráefni,“ segir Gústaf.
Spurður hvers vegna útlendingar
tína sveppi frekar en Íslendingar vís-
ar Gústaf til skógarmenningarinnar.
„Í þessum löndum er skógarmenn-
ing, sem er ekki á Íslandi, enda fáir
skógar hér. Oft er þetta fólk sem hef-
ur alist upp við að nýta sér gæði nátt-
úrunnar í meira mæli en við.“
Sveppatímabilið hófst fyrr í ár en
venjulega. „Venjulega er aðal
sveppatínslutíminn í ágúst, en hann
nær þó alveg frá júlí fram í sept-
ember. Vöxturinn er mismunandi eft-
ir tíðarfari, en ef það rignir mikið þá
hefur það góð áhrif á sveppina.“
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
sveppafræðingur segir best að fara
sér ekki of geyst í sveppatínslu.
„Best er að tína sveppi þegar þeir
eru ungir og ferskir. Þegar mat-
sveppum er safnað þarf viðkomandi
að vita hvað hann er að gera. Ef ein-
hver óvissa ríkir um hvort borða
megi sveppinn, þá er best að borða
hann ekki. Betra er að byrja á ein-
hverju einföldu og auðkenndu, eins
og til dæmis lerkisveppum og furu-
sveppum.“ isb@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Eitraður Ekki er hægt að borða alla
sveppi sem vaxa í náttúrunni.
Sveppatínsla hefur
færst í aukana
Kóngasveppurinn vinsælastur
Veggöng í Húsavíkurhöfða
verða væntanlega næstu göng-
in á eftir þeim tveimur miklu
jarðgangaverkum sem nú er
unnið að. Fjórir verktakar
sýndu áhuga á að bjóða í þeg-
ar Vegagerðin auglýsti forval á
Evrópska efnahagssvæðinu.
Göngin eiga að tengja sam-
an Húsavíkurhöfn og iðnaðar-
svæðið á Bakka og er háð upp-
byggingu atvinnufyrirtækja á
svæðinu. Beðið hefur verið eft-
ir því að PCC sem hyggst reisa
þar kísilmálmverksmiðju aflétti
fyrirvörum sínum um fjár-
mögnun sem skrifaðir eru inn í
samninga.
Göngin eiga að vera 940
metra löng auk steinsteyptra
forskála og tæplega tveggja
kílómetra langs vegar.
Vegagerðin mun bjóða þeim
verktökum sem teljast hæfir
að gera tilboð í gangagerðina.
Ekki er við öðru að búast en
þeir verði metnir hæfir þar
sem þeir hafa allir komið að
jarðgangagerð á Íslandi. Met-
rostav og Suðurverk gera
Norðfjarðargöng og Metrostav
vann einnig við Héðinsfjarð-
argöng, Marti og ÍAV grafa
Vaðlaheiðargöng og grófu Bol-
ungarvíkurgöng á sínum tíma,
Ístak vann við Hvalfjarðargöng
og mörg fleiri stórverkefni og
norska fyrirtækið Leonhard
Nilsen & Sønner AS gróf göng-
in um Almannaskarð og er
stórt á þessum markaði í
Noregi.
Húsavíkur-
höfði næstur
á dagskrá
JARÐGÖNG UNDIRBÚIN
OKKAR MISSIR ALDREI
EINBEITINGUNA
ÚRSMÍÐAMEISTARI
www.gilbert.is