Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Nauthólsvík Ungir og sprækir strákar láta veðrið ekki á sig fá í höfuðborginni heldur njóta útiverunnar eins og best verður á kosið og kæla sig eins og hægt er í Nauthólsvík. Kristinn Ég hafði ekki mikinn áhuga á því að ganga til liðs við Sjálfstæð- isflokkinn þegar ég hafði aldur til. Flokk- urinn höfðaði ekki til ungs manns sem hafði heillast af hugmyndum Friedrichs A. Hayeks og annarra hagfræð- inga og heimspekinga sem tóku sér varðstöðu um frelsi einstaklingsins. Þjóðfélög Vesturlanda voru enn sýkt af hug- myndafræði sameignarsinna, sósíal- ista og ríkissinna. Hayek og aðrir frjálshyggjumenn gáfu hins vegar ungu fólki um allan heim nauðsynleg vopn í frelsisbaráttunni. Efasemdir mínar um Sjálfstæð- isflokkinn voru efnislegar. Sam- steypustjórn með Framsóknar- flokknum átti lítið skylt við þá hugmyndafræði sem viðreisnar- stjórnin hafði innleitt og lagt grunn að mesta framfaraskeiði landsins. Innanmein í Sjálfstæðisflokknum voru heldur ekki til þess að gera hann aðlaðandi fyrir ungt fólk sem vildi berjast fyrir opnu og frjálsu þjóðfélagi. Í Skagafirði – minni heimabyggð – var sótt að frjálsum bændum og sjálfstæðum atvinnurekendum. Þannig var reynt að knésetja bænd- ur sem ráku eigið sláturhús. Þeir áttu fáa samherja en þó einn öflugri en aðra; Eykon – Eyjólf Konráð Jónsson – sem hótaði á skjóta hrút með eigin hendi ef bændurnir fengju ekki að reka sitt sláturhús. Frjálsir bændur og Eykon höfðu sigur og slát- urhúsið var rekið áfram í nokkur ár. Löngu áð- ur hafði Verslunar- félagið komist í þrot en Sauðárkróksbakarí stóð af sér allar til- raunir til að koma því á kné. En einkaframtakið – sjálfstæði atvinnurek- andinn – átti undir högg að sækja í Skaga- firði líkt og víða annars staðar. Enn í dag er sótt að litlum sjálf- stæðum fyrirtækjum þó með öðrum hætti sé. Endurtekin saga? Í nokkru er Sjálfstæðisflokkurinn í svipaðri stöðu og fyrir fjórum ára- tugum. Flokkurinn er í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og virðist líkt og þá eiga erfitt með að ná til yngri kjósenda. Stjórnarsamstarfið 1974-78 reyndist sjálfstæðismönnum dýrkeypt en flokkurinn tapaði 10% atkvæða í kosningum og fimm þing- mönnum. Sama ár – 1978 – missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í borgarstjórn í fyrsta skipti – refsing Reykvíkinga fyrir það sem miður fór í landsmálum. En á þessum árum var þrátt fyrir allt gróska í hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins. Ungir menn með róttækar hugmyndir höfðu komið fram á völlinn og meðal þeirra eldri voru öflugri talsmenn frelsis. Þar var Eykon fremstur meðal jafningja. Í ræðu á Varðarfundi árið 1977 voru skilaboð hans skýr. Hlutverk Sjálf- stæðisflokksins í atvinnumálum væri að „innleiða meira frjálsræði, minni ríkisafskipti, öflugra einkaframtak, minni ríkisumsvif“: „En þótt það sé rétt, að orð séu til alls fyrst, þá er hitt líka rétt, að þau hafa litla þýðingu, ef á framkvæmd- unum stendur. Það hlýtur þess vegna að vera hlutverk okkar, sem til trúnaðarstarfa höfum valist fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það fólk sem hann fyllir, að leitast við að mjaka stefnumálum áleiðis.“ Eykon hélt því fram að hægt væri að kalla kjörna fulltrúa til ábyrgðar ef þeir gerðu ekki allt sem í þeirra valdi stæði til að ná árangri í að hrinda stefnumálum í framkvæmd. Í hans huga var (og er) það hlutverk Sjálfstæðisflokksins að skapa svig- rúm frjálsræðis, svigrúm fyrir at- hafnir og framtaksmönnum frelsi: „Hlutverk flokka og stjórnmála- manna er ekki að fyrirskipa hvað eina og skipuleggja allt. Það er hlut- verk þeirra, sem beina aðild eiga að atvinnurekstri. Þeim ber að sjá um samkeppnina og arðsemina.“ Fyrir okkur sjálfstæðismenn er gott að hafa þessa 37 ára gömlu ræðu í huga nú þegar líður að því að Al- þingi kemur saman að nýju í haust. Þá mun reyna á þingmenn flokks að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stefnumál sjálfstæðismanna nái fram að ganga. Málamiðlun er útilokuð Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að allt nái fram að ganga í sam- steypustjórn. Þar gildir málamiðlun í mörgu og heilindi í samstarfi en sumt má aldrei gefa eftir. Þannig geta þingmenn Sjálfstæð- isflokksins aldrei gefið eftir þegar kemur að því að lækka skatta á launafólk eða skera upp skattkerfið þannig að horfið sé af braut sósíal- ískrar hugmyndafræði og innleiða efnahagslega hvata til framkvæmda. Sjálfstæðisflokkurinn getur held- ur ekki gert málamiðlun við að koma böndum á ríkisbáknið, sem Eykon taldi – fyrir nær 40 árum – að hefði þanist svo út að ekki yrði við unað. Síðan hefur „báknið“ lítið gert annað en að þenjast út. Að öðru óbreyttu hefur Sjálfstæð- isflokkurinn þrjú ár til að vinna að framgangi hugsjóna og stefnu sem mörkuð var á landsfundi. Í ályktun fyrir síðustu kosningar lagði lands- fundur áherslu á eftirfarandi verk- efni: 1. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna og afnema gjald- eyrishöft. 2. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 3. Að stuðla að efnahagslegum stöð- ugleika. 4. Að lækka útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 5. Að stefna að því að verðtryggð lán verði ekki almenn regla þegar kemur að húsnæðiskaupum al- mennings 6. Að létta greiðslubyrði og auðvelda fjölskyldum að lækka húsnæðis- skuldir með skattaafslætti vegna afborgana af lánum til eigin íbúðar- kaupa. 7. Að stuðla að því að neytendur á Ís- landi njóti góðs af alþjóðlegri sam- keppni. 8. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 9. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar. Þetta eru verkefnin á komandi vetri auk þess sem Sjálfstæðis- flokknum ber – í samræmi við grunn- stefnu sína – að koma í veg fyrir að fáeinir útvaldir stundi viðskipti á kostnað samborgaranna. Þannig verður að koma í veg fyrir að sparifé launafólks sé notað til að fjárfesta í stórfyrirtækjum sem stunda óeðli- lega samkeppni við litla atvinnurek- endann sem hefur lagt allt sitt undir í rekstrinum. Þingmenn Sjálfstæð- isflokksins eiga að tryggja að félagar í lífeyrissjóðum ráði yfir sínum fjár- munum sjálfir og þar geta þeir sótt í smiðju Péturs Blöndals. En fyrst og síðast verðum við sjálf- stæðismenn að hefja að nýju baráttu fyrir frelsi einstaklingsins á öllum sviðum. Þannig náum við aftur eyr- um ungs fólks en einnig þeirra eldri sem ekki hafa talið sig eiga lengur heima í eina stjórnmálaflokknum sem getur staðið vörð um borgaraleg gildi. Ég fæ ekki betur séð en að við sjálfstæðismenn getum á komandi mánuðum og misserum notað 37 ára gamlan vegvísi frá Eykon. Eftir Óla Björn Kárason » Í nokkru er Sjálf- stæðisflokkurinn í svipaðri stöðu og fyrir fjórum áratugum. Flokkurinn er í ríkis- stjórn með Fram- sóknarflokknum. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Við getum notað vegvísi frá Eykon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.