Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
STUTTAR FRÉTTIR
● Hópur fjárfesta hefur keypt 67%
hlut ALMC í Straumi fjárfestinga-
banka. Eftir kaupin eiga fjögur félög
65% í bankanum og jafnan hlut hvert,
en þau eru Sigla ehf., Ingimundur hf.,
Varða Capital ehf. og Eignarhalds-
félagið Mata hf.
Annað hlutafé er í eigu starfs-
manna Straums, eða 35%.
Morgunblaðið greindi frá því 11. júlí
síðastliðinn að viðræður um kaup á
hlut ALMC væru langt komnar við
fjárfestahóp sem Tómas Kristjánsson
og Finnur Reyr Stefánsson fara fyrir.
Þeir hafa verið umsvifamiklir fjárfestar
undanfarin ár, en voru áður fram-
kvæmdastjórar hjá FBA, Íslandsbanka
og síðar Glitni.
Þeir fjárfestar sem eru í forsvari
fyrir félögin sem kaupa 65% hlut í
Straumi eru auk Tómasar og Finns
fyrir Siglu, þeir Ármann Ármannsson
og Ármann Fr. Ármannsson fyrir Ingi-
mund og Grímur Garðarsson og Jónas
Hagan fyrir Varða Capital, auk Guð-
nýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars
Gíslabarna sem standa á bak við
Eignarhaldsfélagið Mata.
Nýir eigendur Straums
● IFS greining spáir því að tekjur
Marel á öðrum fjórðungi ársins verði
170 milljónir evra, sem jafngildir
26,4 milljörðum króna. Til saman-
burðar námu tekjur félagsins 178
milljónum evra á sama tímabili í
fyrra.
Í afkomuspá sinni gerir IFS jafn-
framt ráð fyrir því að tekjur félagsins
fyrir árið í heild verði 659 milljónir
evra, eða 102,4 milljarðar króna. IFS
bendir þó á að vegna umtalsverðra
breytinga hjá félaginu sé nokkur
óvissa í spánni.
IFS gerir ráð fyrir því að
tekjur Marel lækki
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Núverandi fjármögnun íslensku
bankanna, þar sem 70-80% af fast-
eignalánum eru fjármögnuð með inn-
lánum og afgangurinn með sér-
tryggðum skuldabréfum, býður upp á
minna gagnsæi fyrir lántaka og meiri
óvissu um lánskjör, að mati Eyglóar
Harðardóttur fé-
lagsmálaráð-
herra. Hún segir
það ekki vera
ásættanlegt
ástand. Stofnun
nýrra húsnæðis-
lánafélaga og inn-
leiðing þröngrar
jafnvægisreglu,
að danskri fyrir-
mynd, gæti tekið á
þessum vanda. Þá
gætu ný húsnæðislánafélög jafnframt
dregið úr þeirri tortryggni og óvissu
sem ríkir um starfsemi bankanna hér
á landi.
Ójafnvægi í fjármögnun og útlán-
um fjármálastofnana sé „verulega
skaðlegt, líkt og fall íslensku bank-
anna og erfiðleikar Íbúðalánasjóðs
sýna hvað best“.
Undanskilin frá bankaskatti
Í samtali við Morgunblaðið segir
Eygló að til skoðunar sé að skapa já-
kvæða hvata til stofnunar húsnæðis-
lánafélaga, svo sem með því að und-
anskilja þau frá sérstökum
bankaskatti.
„Jafnframt má vænta þess að félög-
in yrðu dótturfélög starfandi fjár-
málafyrirtækja og því ætti viðbótar-
kostnaðurinn ekki að vera mikill. Það,
ásamt meira gagnsæi og samkeppni,
ætti því frekar að lækka rekstrar-
kostnað og vexti til neytenda,“ segir
hún.
Verkefnisstjórn um framtíðarskip-
an húsnæðismála, sem Eygló skipaði,
hefur lagt til að byggt verði upp nýtt
húsnæðislánakerfi hér á landi að
danskri fyrirmynd. Meðal annars er
lagt til að sett verði á stofn sérstök
lánafélög sem hafi einungis því hlut-
verki að gegna að veita íbúðalán.
Í grein í Morgunblaðinu í gær benti
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur
Samtaka fjármálafyrirtækja, á að
þrátt fyrir erfiðleika í mörgum lönd-
um vegna húsnæðislánastarfsemi í
kjölfar fjármálakreppunnar væri
ekkert annað ríki sem íhugaði að taka
upp danska kerfið. Þrátt fyrir jafn-
vægisregluna byggju dönsk húsnæð-
islánafélög við verulega lausafjár- eða
endurfjármögnunarhættu.
Aðspurð segir Eygló að helsti kost-
ur danska kerfisins sé hvernig staðið
sé að fjármögnun húsnæðislánanna.
Jafnvægi sé tryggt milli lánskjara
veðlánsins og fasteignaskuldabréfs-
ins og skuldarar geti hvenær sem er
greitt inn á lánið sitt eða greitt það
upp að fullu. Húsnæðislánafélögin
greiði þá endurgreiðsluna af veð-
láninu inn á sín lán.
„Í mínum huga er lykilatriðið jafn-
vægisreglan milli fjármögnunar og
útlána sem tryggir betri og gagn-
særri kjör lántaka og hugsanlega
betri fjármögnunarkjör á markaði
vegna tryggari veðsetningar í fast-
eignum, þ.e. minni áhættu.“
Gagnsæi sé jafnframt mikið fyrir
neytendur, þar sem upplýsingar séu
til staðar um á hvaða kjörum húsnæð-
islánafélögin fjármagni sig á markaði
og þar af leiðandi hvert álag félag-
anna sé til að mæta bæði rekstrar-
kostnaði og útlánaáhættu.
Lærum af reynslunni
„Ég tel mikilvægt að byggja upp
gott íslenskt húsnæðiskerfi, þar sem
við lærum bæði af því sem vel hefur
gengið og hinu sem verr hefur reynst,
hér á landi og í nágrannalöndunum.
Verkefnisstjórnin leggur til að teknir
verði upp ákveðnir þættir danska
kerfisins sem verði aðlagaðir að ís-
lenskum veruleika,“ segir Eygló enn
fremur.
Ójafnvægi í fjármögnun og
útlánum banka skaðlegt
Félagsmálaráðherra segir fjármögnun bankanna bjóða upp á minna gagnsæi
Húsnæði Verkefnisstjórn sem Eygló skipaði leggur til að byggt verði upp nýtt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Viljayfirlýsing
um sameiningu
365 miðla og Tals
hefur verið
undirrituð, en
viðræður hafa
staðið yfir milli
fyrirtækjanna
undanfarið. Sam-
einingin er háð
samþykki Sam-
keppniseftirlits-
ins og Póst- og fjarskiptastofnunar.
Verði af sameiningunni munu eig-
endur Tals, meðal annars Auður I,
fagfjárfestasjóður sem er í rekstri
hjá Virðingu, eignast hlut í 365
miðlum.
365 hefur að undanförnu sýnt
áhuga á því að koma inn á fjar-
skiptamarkaðinn af fullum krafti
og hefur félagið meðal annars hafið
sölu á nettengingum fyrir heimili.
365 og Tal
sameinast
365 Eiga í
viðræðum við Tal.
Rita viljayfirlýsingu
!
"!#
"#$!
#
##
!
%%
!!$$
$%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$ #
!
"
"!
#
!
!
#!
! %#
$!
$
%
" !
"!#
#!$
!
!
%
!
"!$#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og
nefndarmaður í verkefnisstjórn
um framtíðarskipan húsnæðis-
mála, segir að gallarnir við
danska kerfið hafi ekki með sjálft
kerfið að gera, heldur það að
stjórnvöld hafi ýtt undir og leyft
of mikla skuldsetningu, svipað og
hér á landi.
Margt bendi til þess að skyn-
samlegt væri að taka upp kerfi
að danskri fyrirmynd hér á landi.
Öll fjármögnun yrði gagnsæ og
uppgreiðsluvandinn úr sögunni.
„Einingin er sett út fyrir sviga
með sérstakar skattaívilnanir til
þess að lánin verði sem hagstæð-
ust fyrir landsmenn,“ segir hann.
Stóra málið sé hins vegar að
draga úr að-
komu hins op-
inbera að hús-
næðismálum.
Framganga þess
á húsnæð-
ismarkaðinum
hafi verið dýru
verði keypt og
mikilvægt sé að
lágmarka, eins
og kostur er, alla áhættu skatt-
greiðenda. „Tillögur stjórnarinnar
ganga út á það að leggja niður
Íbúðalánasjóð. Það er gott að
fundin hafi verið lausn á vanda
sjóðsins enda hefur kostnaður
skattgreiðenda vegna hans verið
óheyrilegur,“ segir Guðlaugur
Þór.
Leyfðu of mikla skuldsetningu
STÓRA MÁLIÐ AÐ DRAGA ÚR AFSKIPTUM HINS OPINBERA
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Eygló
Harðardóttir
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2014
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki