Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Ef ég horfi aftur til baka myndi ég líklegast ekki gera þetta alltaftur á sama tíma,“ segir afmælisbarn dagsins, Úlfur ÞórAndrason. Úlfur, sem fagnar tvítugsafmæli í dag, útskrifaðist
úr Verslunarskóla Íslands núna í vor og fór hann vægast sagt um víð-
an völl á lokaári sínu við skólann. Hann var liðsstjóri MORFÍS-liðsins,
miðjumaður í Gettu betur-liðinu og formaður málfundafélags nem-
endafélagsins. Að sögn Úlfs hefur hann ekki verið mikið afmælisbarn
í gegnum tíðina en segir afmælisbarnið í sér hafa dafnað með ár-
unum. „Ætli ég verði ekki að vera kapítalískur og segja afmælisgjaf-
irnar,“ segir Úlfur aðspurður hvað sé það besta við að eiga afmæli.
Úlfur starfar hjá Ölgerðinni í sumar en þann 20. ágúst heldur hann
til Hollands ásamt félaga sínum þar sem þeir verða við nám.
„Við förum í Háskólann í Leiden þar sem við munum leggja stund á
alþjóðafræði með sérstaka áherslu á Evrópu, með frönsku sem tungu-
mál. Við vorum að pæla í ýmsum hlutum núna í vor og duttum allt í
einu niður á þetta,“ segir Úlfur. Þeir félagarnir sóttu um og eftir að
þeir fengu báðir inn í skólann ákváðu þeir að kýla á þetta.
Úlfur segist ekki hafa skipulagt afmælisdaginn sinn í þaula.
„Það er ekki beint neitt planað í dag, ég fer að vinna og svo kemur
fjölskyldan í mat um kvöldið. Verður maður svo ekki að skella sér í
Ríkið, svona í tilefni dagsins,“ segir Úlfur. ash@mbl.is
Úlfur Þór Andrason er tvítugur í dag
Ljósmynd/Úlfur Þór Andrason
Keppnismaður Úlfur Þór er tvítugur í dag. Hann tók þátt í bæði
Gettu betur og MORFÍS á lokaári sínu í Verslunarskóla Íslands.
Á leið til Hollands í
nám í alþjóðafræði
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Kjartan Theóphilus fæddist á þessum degi á Látrum í
Aðalvík á Hornströndum fyrir 90 árum. Hann var stöðv-
arstjóri við Steingrímsstöð í 15 ár og vélfræðingur við
Sogsvirkjanir í alls 35 ár. Eiginkona hans, Bjarney
Ágústa Skúladóttir, lést 4. ágúst 2008. Kjartan
Theóphilus verður í Tryggvaskála á Selfossi 26. júlí
næstkomandi milli kl. 14 og 17.
Árnað heilla
90 ára
Þær Andrea Harð-
ardóttir, Iðunn Björns-
dóttir og Hrefna Jóns-
dóttir gengu í hús og
söfnuðu munum sem
þær seldu á tombólu í
Garðabæ. Þær söfnuðu
5.157 kr. og færðu Rauða
krossinum ágóðann.
Hlutavelta
M
atthías fæddist í
Reykjavík 23.7. 1964
og átti heima í Ár-
bænum til níu ára
aldurs: „Þetta var
skemmtilegur tími í Árbæjarhverf-
inu sem var þá enn í uppbyggingu.
Þaðan var stutt út í ósnortna náttúr-
una, nánast í allar áttir. Þetta var því
tilvalið umhverfi fyrir spennandi leið-
angra og skemmtileg ævintýri.
En fjölskyldan flutti síðan á Sjafn-
argötuna og ég gekk þá í Austubæj-
arskólann. Ég var einnig í sveit í þrjú
sumur á Egilsstöðum 2 í Vill-
ingaholtshreppi þar sem ég kynntist
hefðbundnum sveitastörfum, laxveiði
í Þjórsá og kartöflurækt.“
Körfubolti í Bandaríkjunum
Matthías lék körfubolta með Val
frá 10 ára aldri, spilaði nokkra ung-
lingalandsleiki og síðan með aðal-
landsliðinu. Eftir eitt ár í MR fór
Matthías til Sigrúnar, móðursystur
sinnar, sem bjó í Milwaukee í Wis-
consin í Bandaríkjunum. „Þar eign-
aðist ég mína aðra fjölskyldu og um-
gekkst dætur Sigrúnar sem systur. Í
Milwaukee gekk ég í tvö ár í kaþ-
ólskan einka-strákaskóla, spilaði
körfubolta með skólaliðinu og við
urðum fylkismeistarar seinna árið.
Mér var boðinn háskólastyrkur í St.
Cloud State University ef ég spilaði
körfubolta fyrir hönd skólans.
Á þriðja ári kom ég heim til að
spila með landsliðinu í Evrópukeppni
en riðillinn var haldinn hér á Íslandi.
Við unnum og komumst þar með upp
um styrkleika. Þetta var besti árang-
ur íslenska körfuboltalandsliðsins á
þeim tíma. Skömmu eftir mótið fór
ég í aðgerð vegna brjóskloss í baki og
þar með lauk háskólakörfuboltaferli
mínum.“
Matthías lauk BS-prófi í við-
skiptafræðum með áherslu á við-
skiptatölvukerfi og kom síðan aftur
heim til Íslands eftir sjö ára dvöl í
Bandaríkjunum. Hann tók þá aftur
fram körfuboltaskóna og lék nokkur
ár með gömlu félögunum í Val.
Matthías hóf störf hjá Reiknistofu
bankanna þar sem hann sinnti stóru
hlutverki í þróun á debetkortakerfi
fyrir íslenskan markað. Eftir sjö ár
hjá Reiknistofu bankanna hóf Matt-
hías störf hjá Streng þar sem hann
vann við tölvulausnir fyrir versl-
unargeirann. Skömmu fyrir aldamót-
in tók hann sér eins og hálfs árs frí
frá Streng og hafði þá umsjón með
tölvukerfum Baugs á fyrstu árum
þess fyrirtækis.
Um aldamótin sneri hann aftur til
Strengs. Fyrirtækið gekk síðan í
gegnum sameiningar og aðrar eig-
endabreytingar sem enduðu í fyr-
irtækinu LS Retail þar sem Matthías
vinnur enn. Eftir endurkomuna átti
Matthías stóran þátt í þróun versl-
Matthías Einar Matthíasson vörustjóri – 50 ára
Ljósmynd/hag
Glæsileg hjón Matthías og Laufey, eiginkona hans, á árshátíð starfsmanna LS Retail, árið 2013.
Körfuboltinn og víð-
fræg verslunarforrit
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Miðvikudagstilboð
– á völdum einnota
og margnota borðbúnaði
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14
Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af einnota ogmargnota borðbúnaði íflottum sumarlitum
Di
sk
ar
Se
rv
íe
ttu
r
G
lö
s
Hn
ífa
pö
r