Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 „Þetta var lágstemmt og rólegt en fallegt og það var mikill samhugur í fólki,“ sagði Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafn- aðarmanna, í gærkvöldi eftir minningarathöfn um voðaverkin í Ósló og Útey 22. júlí 2011, þar sem alls 77 létu lífið, þar af 69 ungmenni í Útey. Sendiherra Noregs, Dag Wernø Holter, ávarpaði viðstadda, sem meðal annars sungu saman „Umkringd af óvinum“, viðhöfðu mín- útuþögn og lögðu rósir í Minningarlundinum í Vatnsmýrinni. Mikill samhugur í fólki Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungir jafnaðarmenn efndu til minningarathafnar um voðaverkin í Ósló og Útey Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir brýnt að huga að viðhaldi vega næstu árin. Tilefnið eru þau ummæli Hreins Haraldssonar vegamálastjóra í Morgunblaðinu í gær að vegna ónógs viðhalds sé hætta á „að vegakerfið smám saman brotni niður og verði hættulegt umferð- inni“. „Ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að við viljum halda samgönguáætl- un, sem er gerð til fjögurra ára,“ segir Hanna Birna. „Við viljum reyna að tryggja að það fjármagn sem gert er ráð fyrir á næstu fjór- um árum haldist. En hvernig það raðast niður á ár, eins og ég hef ítrekað sagt á þingi, get ég ekki fullyrt um núna. Við erum að miða við sama fjármagn á næstu fjórum árum. Við erum mjög meðvituð um það og ég er sammála því sem haft er eftir vegamálastjóra í Morgun- blaðinu, að öryggi og viðhald er forgangsatriði á næstu árum. Við vitum að vegakerfið hefur þurft að þola niðurskurð eins og allt annað og við vitum að það er kominn tími á ákveðna þætti þar.“ Fjármagnið er takmarkað – Nægja þeir fjármunir sem gert er ráð fyrir í samgönguáætl- un til þess að hægt sé að halda vegakerfinu í viðunandi horfi? „Ég tel að við þurfum að for- gangsraða með ákveðnari hætti í þágu samgöngumála og hefðum þurft þess á undanförnum árum. Hins vegar er staðan sú að fjár- magnið er takmarkað. Meginverk- efnið er að tryggja að rekstur ríkissjóðs sé hallalaus. En forgangsröðunin, eins og ég hef bent á og ítrekað, verður að vera í þágu viðhalds og öryggis. Það get- ur hins vegar þurft að koma niður á nýframkvæmdum en áherslan er skýr og verður að vera það.“ – Forsætisráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í maí að staða efnahagsmála væri betri en hann hefði búist við að hún yrði þegar ný ríkisstjórn tók við völd- unum í fyrrasumar. Hagtölur eru á uppleið. Er að skapast meira svigrúm til framkvæmda en þið ráðgerðuð í fyrra? „Við hljótum öll að vona það en ég þori ekkert að fullyrða um það. Ég er sammála fjármálaráðherra um að líta á það sem meginmark- mið þessarar ríkisstjórnar að ná hallalausum fjárlögum. Ég tel að hans agi í því sé mjög mikilvægur og hljóti að hafa áhrif á allar ákvarðanir.“ Ýmislegt bendir til bata „Ég vona auðvitað að í framtíð- inni sjáum við nýja og bætta stöðu – og það er ýmislegt sem bendir til þess – en ég held að það þýði ekki að við getum slakað á í þeim aga sem fjármálaráðherra er með gagnvart ríkisrekstrinum. Ríkis- stjórnin er einhuga í því að þegar svigrúm skapast verði það nýtt til mikilvægrar uppbyggingar innviða og þar eru samgöngumálin í for- grunni,“ segir Hanna Birna. Vegakerfið fari í forgang  Innanríkisráðherra segir brýnt að að ráðast í viðhaldsframkvæmdir á vegunum  Viðhald geti komið niður á nýframkvæmdum  Útlit fyrir bættan hag ríkissjóðs „Það getur hins veg- ar þurft að koma nið- ur á nýfram- kvæmdum.“ Hanna B. Kristjánsdóttir Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri verður formlega opnaður aftur þann 18. ágúst næstkomandi en hann hefur ekki verið starfræktur undanfarin þrjú ár vegna fárra barna í bænum. Guðrún S. Kristjánsdóttir, skóla- stjóri Öxarfjarðarskóla og yfirstjórn- andi Krílakots, segir opnunina vera ánægjulega fyrir íbúa Kópaskers. „Það er verið að bæta þjónustuna heilmikið fyrir foreldra með lítil börn. Kópasker er lítið þorp og með því að opna deildina aftur eru börnin nær foreldrunum og þeirra vinnu- stað,“segir Guðrún. Undanfarin ár hafa foreldrar barna á leikskólaaldri þurft að senda börn sín með rútu frá Kópaskeri til Lundar í Öxarfirði, til að sækja leik- skólaþjónustu en þangað er um 20 mínútna akstur. Málið var tekið fyrir á fundi hjá Fræðslu- og menningar- nefnd Norðurþings fyrr í mánuðinum en fyrir nefndinni lágu tveir undir- skriftalistar frá atvinnurekendum og foreldrum leikskólabarna á Kópa- skeri. Undir lista atvinnurekenda, þar sem hvatt var til opnunar leik- skóla með fullri þjónustu á Kópa- skeri, rituðu sjö forsvarsmenn fyrir- tækja á Kópaskeri og í nágrenni, en að sögn Jóns Grímssonar, eins upp- hafsmanna undirskriftalistans, getur leikskóli á Kópaskeri haft úrslitaáhrif á hvort hægt sé að manna þau störf sem fyrirtækin þurfa á að halda. „Þegar leitað er eftir fólki í vinnu er þetta málið sem strandar á. Við fögn- um því að menn hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegt að opna leikskólann aftur. Okkur vantar fólk í vinnu og þetta hjálpar til,“ segir Jón. Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi Norðurþings, fagnar því að grundvöllur sé á ný fyr- ir rekstri leikskóla á Kópaskeri. „Þetta er mjög jákvætt og einnig til- raun til þess að liðka fyrir frekari fjölgun íbúa. Ef fólk veit af leikskóla á svæðinu eru meiri líkur til þess að það flytji þangað,“ segir hún. Leikskólinn opnaður á ný  Ánægjulegt fyr- ir íbúa Kópaskers Ljósmynd/kopasker.123.is Kópasker Leikskólinn Krílakot. Dekkjum og felgum var stolið af jepplingi sem skilinn var eftir ná- lægt Rifi á Melrakkasléttu eftir um- ferðaróhapp í fyrradag. Erlendur ökumaður var á bílnum og hafði fengið hann að láni hjá vini sínum. Hann missti stjórn á bílnum, lenti á grjóthrúgu og bíllinn ger- eyðilagðist. Bíllinn var skilinn eftir á slysstaðnum. Þegar hann var sótt- ur í gær var búið að stela undan honum dekkjunum og felgunum. Lögreglan á Húsavík rannsakar málið og óskar eftir upplýsingum. Hjólunum stolið undan löskuðum bíl Bergþór Karlsson, fram- kvæmdastjóri Bílaleigu Akur- eyrar, segir áhyggjuefni hvað vegir séu víða orðnir lélegir. „Mörgum malarvegum er illa haldið við, hvað varðar til dæmis heflun, hvort sem það eru hálendisvegir eins og Kjölur, malarvegir á Vest- fjörðum, eða hvar sem er á landinu. Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Það verður tjón út af þessu, bæði vegna þess að ökumenn aka út af eða missa bílinn niður í holur. Það er mjög mikið um framrúðubrot. Bíl- veltur eru blessunarlega ekki algengar. Vegakerfið er að niðurlútum komið vegna lítils viðhalds. Margir vegir með bundnu slitlagi eru illa farnir.“ Vondir vegir áhyggjuefni BÍLALEIGA AKUREYRAR Lögreglan í Kópavogi hafði í nægu að snúast í gær en stuttu eftir há- degi var tilkynnt um hústöku í íbúð í fjölbýli í bænum sem er í eigu Íbúðalánasjóðs. Þegar lögreglan kom á svæðið voru sex ungmenni innandyra og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu eft- ir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þá var skömmu síðar tilkynnt um mann sem var að handleika hníf og sýna unglingum við sundlaug í bænum. Þegar fullorðinn maður gerði athugasemdir við þetta við hnífamanninn á hann að hafa lamið frá sér. Lögreglan mætti á svæðið og lagði hald á hnífinn. Hústaka í íbúð í eigu Íbúðalánasjóðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.