Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Í meira en tvær vik-
ur höfum við horft
upp á miskunnarlaust
blóðbað á Gaza. Eitt
öflugasta herveldi
heims beitir há-
tæknibúnaði sínum
gegn nágrönnum sem
eru nánast varnar-
lausir fyrir eldflaugum
frá F-16 og árásar-
þyrlum, stórskota- og
sprengjuárásum frá herskipum og
skriðdrekum. Þessar árásir hafa nú
kostað yfir sex hundruð manns lífið
og um þriðjungur þeirra eru börn.
Enginn er óhultur á Gazaströnd.
Heimili stórfjölskyldna, skólar,
bænahús, sjúkrahús og heilbrigð-
isstofnanir eru sprengd í loft upp.
Ekkert er heilagt fyrir Ísraelsher.
Fólkið er lokað inni, eins og í risa-
stóru fangelsi undir berum himni.
Það eru 1,8 milljónir manna á 365
ferkílómetrum, einu þéttbýlasta
svæði heims.
Sameinuðu þjóðirnar ætluðu gyð-
ingum helming Palestínu. Við
stofnun Ísraelsríkis og í stríðinu
sem fylgdi. Þegar yfir 700 þúsund
Palestínumenn hröktust frá heim-
kynnum sínum bættu Ísraelsmenn
við sig fjórðungi landsins til við-
bótar. Árið 1967 hernámu þeir það
sem eftir var. Óslóarsamkomulagið
1993 gerði ráð fyrir að Palest-
ínumenn fengju aftur herteknu
svæðin. Við það hefur ekki verið
staðið.
Það hefur sýnt sig á liðnum ár-
um og áratugum eftir margar til-
raunir til friðarviðræðna að Ísr-
aelsmenn ætla ekki að láta 78%
upphaflegrar Palestínu duga sér
eins og samþykktir SÞ gera þó ráð
fyrir. Með sívaxandi landráni á
Vesturbakkanum og flutningi gyð-
inga inn á hertekinn Vesturbakk-
ann, þvert á alþjóðalög, er sýnt
orðið að ráðandi öfl í Ísrael hafa
ekki áhuga á raunverulegum frið-
arviðræðum. Þau ætla sér allt land-
ið, smám saman.
Þeir kalla herferðina sína núna
stríð gegn Hamas, en þetta er stríð
gegn palestínsku þjóðinni. Auðvitað
er ekki verið að ganga á milli bols
og höfuðs á Hamas. Ísrael studdi
tilurð Hamas-samtakanna sem
mótvægi við Arafat, Fatah og
Frelsissamtök Palestínu, PLO. Enn
einu sinni er Ísraels-
stjórn að styrkja
stöðu Hamas um leið
og hún sér sér leik á
borði að spilla fyrir
sáttaviðleitni milli
Fatah og Hamas og
eyðileggja möguleika
þjóðstjórnarinnar.
En til langs tíma
litið er verið að kné-
setja palestínsku þjóð-
ina með grimmúðlegu
hernámi sem tekur á
sig ólíkar myndir.
Þetta er ekkert annað en hryðju-
verk, sem aðildarríki að Sameinuðu
þjóðunum beitir nágrannaríki. Ís-
land er í stjórnmálasambandi við
Ísrael og þarf að horfa upp á að
Palestína, ríki sem við höfum ný-
verið viðurkennt, herlaus þjóð, fá-
tækt og bjargarlaust fólk sem er
lokað inni og getur ekkert flúið, er
beitt vopnavaldi af þvílíkri
grimmd, að sjónvarpsstöðvar skirr-
ast við að sýna allt sem viðgengst.
Hvað getum við gert? Við höld-
um fjölmenna mótmælafundi, eins
og á Lækjartorgi fyrir viku og á
Ingólfstorgi í dag. Það eru sterk
skilaboð til umheimsins og ekki
síst til palestínsku þjóðarinnar um
að hún standi ekki ein. En dugir
það til? Nær boðskapur okkar eyr-
um Ísraelsstjórnar sem í upphafi
árásarstríðsins lýsti því yfir að
ekki yrði hlustað á mótmæli úti í
heimi? Hvað getum við þá gert?
Við skulum beita ímyndunarafli
okkar og krafti til að sýna sam-
töðu. Við skulum styðja palest-
ínsku og alþjóðlegu sniðgöngu-
hreyfinguna, BDS, sem leggur til
að sniðganga, hætta fjárfestingum
og setja viðskiptaþvinganir á sama
hátt og þegar sigur vannst á að-
skilnaðarstefnu Suður-Afríku. Og
ef ekkert dugir hljótum við að
spyrja okkur: Getum við verið í
stjórnmálasambandi við ríki sem
hagar sér einsog Ísrael, virðir al-
þjóðalög, mannslíf og mannréttindi
nágranna að engu?
Við megum ekki láta eins og
ekkert sé.
Ekki láta eins og
ekkert sé
Eftir Svein Rúnar
Hauksson
»… herlaus þjóð,
fátækt og bjargar-
laust fólk sem er lokað
inni og getur ekkert
flúið, er beitt vopnavaldi
af þvílíkri grimmd, að
sjónvarpsstöðvar
skirrast við að sýna
allt sem viðgengst.
Sveinn Rúnar Hauksson
Höfundur er læknir og formaður
Félagsins Ísland-Palestína.
Eru kjósendur
mútuþægir kjánar,
sem hlaupa á eftir
gulrótum, og jafnvel
grænum baunum líka,
kjósa flokka sem lofa
þeim nokkrum krón-
um í aðra hönd ein-
hvern tíma í framtíð-
inni og hvers konar
gylliboðum? Aldrei hef
ég orðið var við þetta
hjá samlöndum mín-
um, og raunverulega skín út úr
slíkum málflutningi slík mannfyr-
irlitning, sem ekki er samboðin
þjóðinni.
Samt er þessu haldið fram. Þeir
sem ekki höfðu vit til að kjósa
vinstriflokkana í síðustu alþingis-
kosningum eru sagðir hafa látið
blekkjast af gylliboðum og peninga-
greiðslum í formi leiðréttingar á
skuldamálum heimilanna. Heimila
sem baða sig í peningum, og vilja
hafa enn meira af fátækum fjár-
málastofnunum, sem horfa með
augum öreiganna á gnægtaborð al-
mennings.
Síðustu alþing-
iskosningar snerust
um frið. Rétt til at-
vinnu, frelsi til at-
hafna, mannréttindi, já
og enn og aftur, frið.
Þeirri óöld sem hér
hafði ríkt varð að
linna. Uppgötvanir á
sviði sökudólga, arð-
ræningja, svikara og
atvinnuleysingja tröll-
riðu samfélaginu, og
var þannig fram borið
að ekkert gæti bætt
þar úr, annað en að fá Evrópusam-
bandinu yfirstjórn landsins. Mál
var komið til að biðja um frið.
Í upphafi kosningabaráttunnar
lagði Sigmundur Davíð það til, sem
var óvenjulegt í kosningabaráttu á
Íslandi, að hann bað frambjóðendur
síns flokks að taka ekki neinn þátt
í þeim darraðardansi hnútukasts og
persónuníðs sem kosningabaráttan
virtist ætla að stefna í. Svara ekki
stóryrðum, forðast alla illmælgi og
kasta engum skít til baka, heldur
aðeins bera fram stefnumál flokks-
ins, af einlægni og æðruleysi, svara
spurningum málefnalega og engu
öðru. Hann sagði að þannig væri
eðli stjórnmálanna og að á þann
hátt ætti Framsóknarflokkurinn að
starfa.
Friðurinn kemur ekki með há-
vaða og látum. Hann svífur ein-
hvern veginn að okkur og við verð-
um hans vör, ef til vill enn ákafar
en ófriðarins, við skynjum hann
meðvitað og ómeðvitað, og þannig
nýtur sá, sem stuðlar að friði og
vinnur að honum í verki, trausts.
Hinn, sem öskrar um hann á torg-
um og formælir ímynduðum óvin-
um hans, er ekki traustsins verður.
Þessi var grundvöllur kosningasig-
urs Framsóknarflokksins, þó að
ýmsum verði það sárt að viður-
kenna.
Alþingiskosningarnar 2013
Eftir Kristján Hall » Síðustu alþingis-
kosningar snerust
um frið. Rétt til atvinnu,
frelsi til athafna,
mannréttindi, já og
enn og aftur, frið.
Kristján Hall
Höfundur er eftirlaunaþegi.
mbl.is
alltaf - allstaðar
4ra rétta seðill og
nýr A la Carte í P
erlunni
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Sumar
4Viðhaldsfrítt yfirborð
4Dregur ekkert í sig
4Mjög slitsterkt
48, 12, 20 & 30mm þykkt
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
UTANHÚSKLÆÐNING ® BORÐPLÖTUR ® SÓLBEKKIR ® GÓLFEFNI
þolir 800°C hita og er frostþolið
Nýtt efni frá
BORÐPLÖTUR
Renndu við og skoðaðu úrvalið